Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 8
MORGUNB LAÐIÐ Miðvikudagur 18. des. 1948 íítg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Ausrurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 1 lausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók. \Jiluerji álrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hætt störfum TÓLF-MANNA nefndin hefur hætt störfum. Forseti íslands bað forsætisráðherra s.l. mánudag að flytja nefndinni þau skilaboð að hann teldi að tilraunir þær, sem nefndinni var ætlað að gera, hafi reynst árangurs- lausar. Þessi skilaboð skildi nefndin þannig, að forseti væri ekki með þessu að leysa nefndina frá störfum, held- ur myndi hann fallast á að nefndin starfaði áfram, ef hún teldi vænlegar horfur á, að starf hennar bæri ár- angur. En nefndarmenn voru hinsvegar allir sammála um, að ekkert myndi vinnast með lengra starfi, og ákvað því nefndin að hætta störfum. Tólf-manna nefndin, sem nú hefir sjálf ákveðið að hætta störfum, var sett á laggirnar 15. október. Hún var skipuð tveim fulltrúum frá hverjum þingflokkanna, og skyldi verkefni hennar vera að rannsaka hvort fyrir hendi væri grundvöllur að samstarfi allra flokka, með stjórnarmyndun fyrir augum. A fundi sem forseti Is- lands átti með formönnum allra þingflokka 15. okt. stað- festu þeir allir, að flokkarnir væru reiðubúnir til sam- starfs og stjórnarmyndunar, „ef samkomulag fengist um grundvöll slíks samstarfs“. Þar sem tólf-manna nefndin hefur nú, eftir nálega 9 vikna setu ákveðið að hætta störfum, verður þetta ekki skilið á annan veg en sem yfirlýsingu af nefndarinnar hálfu, að henni hafi ekki tekist að finna samstarfsgrund- völl. ic Gera verður ráð fyrir, að tólf-mannanefndin hafi af einlægni unnið að því starfi, sem forseti fól henni og hún tók að sjer. Ekkert hefir hinsvegar verið látið uppi af nefndarinnar hálfu um það, á hverju strandað hafi. Ef til vill hefir aldrei verið fyrir hendi neinn grundvöllur að fjögra flókka samstarfi. Svo mikið er víst, að nefndin hafði skamma stund starfað þegar fóru að heyrast alls- konar sögusagnir um tilraunir til stjórnarmyndunar á alt öðrum grundvelli. Og vitað er, að þessar tilraunir hafa farið fram meðan tólf-manna néfndin sat. Út af fyrir sig var ekkert við þessu að segja, ef flokk- arnir höfðu trú á að þessar tilraunir leiddu til einhvers árangurs. Því að aðalatriðið var, að hraða sem mest myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta þurfti heldur ekki að draga úr árangri af störfum tólf-manna nefndarinnar. Hennar starf hlaut aðallega vera fólgið í því, að kanna hvort fyrir hendi væri vilji til allsherjarsamstarfs. Sá vilji hefur sýnilega ekki verið fyrir hendi, og mun þjóð- inni án efa þykja það ill tíðindi. ★ Skrif Tímans um þessi mál eru næsta furðuleg. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafi sjerstaka skyldu til að mynda stjórn, vegna þess að þess- ir flokkar hafi staðið að fyrverandi stjórn ásamt með Sósialistaflokknum, sem fór úr stjórninni ,,af fullkom- lega eðlilegri ástæðu“, eins og Tíminn orðar það. ■ Tíminn veit, að fyrverandi stjórn var mynduð með það fyrir augum að hrinda í framkvæmd ákveðnum mál- um, með stjórnarsamstarfi og stuðningi allra þeirra þriggja flokka, er stóðu að ríkisstjórninni. Þegar einn flokkurinn skarst úr leik, var grundvöllur stjórnarsam- starfsins þar með rofinn. Þessvegna baðst stjórnin lausnar. Fullvíst er, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- tlokkurinn hafa sama hug og áður til þeirra mála, sem fyrverandi stjórn vann að. En þessir tveir flokkar hafa ekki sama styrkleika sem fyrv. stjórn hafði, hvorki inn- an þings nje utan, til þess að vinna að framgangi nytja- málanna, ef enginn stuðningur fæst annarsstaðar frá. Þetta ætti Tíminn að geta skilið. Hitt ætti hann einnig að geta skilið, að þar sem nú er engin áby<rg stjórn til í landinu, er það skylda allra fJokka að ráða bót ,á því öngþveiti. Æsingur. ÞAÐ ER annars meiri æs- ingurinn í íólkinu í búðunum þessa dagana, en líka misjafnt hvernig fólk lætur, .hamingj- unni sje lof. I gærmorgun var verið að selja grenigreinar í einni verslun bæjarins. Sumir kaupendurnir ljetu eins og óð- ir. ' Þeir hentu sjer í loft- köstum á greinahrúguna og rifu og tættu, e.ftir því sem hver og einn hafði mátt til. Þeir, sem hjá stóðu, fengu högg í andlitin með greinunum, eða þeim var hrint til og frá. Þetta væri skiljanlegt, ef einhver hörgull væri á grenigreinum, en þær virðast vera til sölu á öðru hverju götuhorni og fyrir mjög skaplegt verð. Mikið væri það auðveldara fyrir alla aðila, bæði þá, sem selja og hina, sem kaupa, ef fólk gæti setið á strák sínum í verslunum og farið eftir röð. Hver, sem betur getur. EKKI er það nema heilbrigt og gott, að líf skuli vera í versl un bæjarins, en það er hægt að ganga of langt í þessu sem öðru. Ef eitthvað nýtt kemur í verslun, þá er það segin saga, að fólkið stendur i hópum fyr- ir utan áður en opnað er á morgnana. Fyrst í stað er far- ið eftir röð, en um leið og opn- að er þyrpast allir hver í kapp við annan. Einn morguninn sá sá er þetta ritar sjón, sem var bæði skömm og gaman að. 30-—40 stúlkur höfðu raðað sjer upp við buðardyr, áður en opnað var um morguninn. í gluggan- um var margskonar kvenna- skraut á bakka eða hiilu. — Um leið og verslunin var opn- uð þusti allur skarinn inn og 60—80 hendur komu samtímis út í gluggann til að. hrifsa til sín, það sem hjartað girntist. Þeir, sem hafa sjeð svanga sauði þyrpast að garða í fjár- húsi, geta gert sjer í hugarlund hvernig þessi sjón var. Misjafnt verðlag. EITT ER það, sem veldur undrun manna þessa dagana, er þeir fara í búðir til að leita að jólagjöfum, en það er hvað verðið er misjafnt á sömu vörunni. Silkiklútur, sem kostar 60 krónur á einum staðnúm er verðlagður á alt að því hundr- að krónur í’ næstu búð og verð ur þó ekki sjeð annað, en að klútarnir sjeu frá sömu verk- smiðjunni. .En undarlegast er verðið á skrautmunum úr dýrum málm um og jafnvel ódýrum málm- um líka. Það getur munað alt að því 100 krónum á samskon- ar gripum, eftir því. hvar þeir eru til sölu. Mgnn velta vöng- um yfir þessu sem von er og skilja ekki sífelt tal um verð- eftirlit. Sennilegast að það sjeu talsvert margar vörur, sem sem ekki heyra undir verðlags eftirlitið. En ef kært yfir því, að ull- arbandshespa sje 5 aurum dýr- ari á þessum stað en hinum, stendur ekki á málarekstri og sektum. Góðgerðarstarf- semi. ORÐ, sem fjellu hjer í dálk- unum á sunnudaginn um aum- ingja þá, sem ganga betlandi um bæinn og þykjast vera að safna fje fyrir bágstadda, hafa verið misskilin hrapalega. Það er eins gott að segja það strax cg berum orðúm, að ekki var átt við neina aðra en betlara, sem eru að reyna að hafa fje út úr auðtrúa fólki með því, að segja, að þeir sjeu að safna fyrir „fátæka konu með sex börn í ómegð“, eða t. d. „veika ekkju“,- o. s. frv. Þetta hefir því miður komið fyrir og er svo að segja dag- legt brauð hjer í bænum. Hinu hefir áldrei verið am- ast við, að viðurkend góðgerð- nrfjelög söfnuðu peningum og öðru handa bágstöddum. Áð- ur hefir verið minst á hinu á- gætu góðgerðarstofnun, Vetr- arhjálpina og það eru fleiri stofnanir, sem óhætt er að treysta fyrir gjöfum til bág- staddra, t. d. mæðrastyrks- nefndin. « Sjálfboðaliðsstarf. í MÆÐRASTYRKSNEND- inni eru konur frá 21 kvenfje- lögum, sem hafa það að mark- miði sínu að gleðja illa stadd- ar konur, hvort sem það eru einstæðar mæður, sjúkar kon- ur, eða giftar konur, sem af einhverjum orsökum geta ekki framfleytt sjer og sínum. Konurnar í mæðrastyrks- nefndinni vinna í sjálfboða- vinnu mikið og óeigingjarnt starf, enda hafa bæjarbúar styrkt þetta fjelag mjög vel á undanförnum árum og gera vafalaust enn. Tilgangslítil heilsurækt. ÍÞRÖTTAFRÖMUÐIR þessa lands eru sífelt að hvetja menn til að iðka íþróttír. Það sje hin eina og sanna heilsurækt. Sem betur fer hafa þessir menn unnið mikið á og margir fara að þeirra ráðum. En þeir, sem stunda íþróttir í hinu mikla braggahúsi ÍBR við Háloga- land hljóta að efast um, að það sje heilsusamlegt, að sprella þar við einhverja í- þrótt. Sá er þetta ritar hefir nokrum sinnum undanfarið komið þar til leika, en það hef ir ekki komið fyrir ennþá, að hægt hafi verið að fá vatns- dropa, heiltan eða kaldan, til að skola af sjer svitan, eftir leikinn. Það er dáfallegt íþróttahús að tarna og lítið hafa 50,000 krónurnar, sem íþróttamenn fengu hjá bænum í haust. til endurbóta á þessari „heilsu- lind“ hrokkið til, úr því ekki hefir einu sinni verið hægt að koma böðunum í lag, sem eru 5ó ekki nema þrjár eða fjórar steypibaðssprænur. íþróttafrömuðirnir verða að standa sig betur, en þarna í bragganum við Hálogaland, ef þeir ætla að safna að sjer fylg- ismönnum og halda áfram að fá styrk af almannafje. MEÐAL ANNARA ORÐA 1 Vinnum að frelsi og velmegun allra þjóða. HJER birtast kaflar úr ræðu Byrnes utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann flutti fyrir helgina, á þingi Samein- uðu þjóðanna, um afvopnun og önnur öryggismál og hvernig þeim samtökum þjóða í milli verði að haga, til þess að menn geti lifað óhullir og í friði. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Til þess að afvopnun komi að gagni, þurfa menn að horfa fram á við. Það er öllum ber- sýnilegt, að heimskulegt hefði verið, að takmarka notkun á boga og crvum þegar púðrið var fundið. Við verðum að sjá um, að af- vopnun nái fyrst og fremst til þeirra vopna, sem hægt er að nota til gereyðingar. Við verðum að gæta þess, að afvopnunin verði almenn, en ekki einhlioa. Að ekki verði látið sitja við loforð, sem sum- ir halda en aðrir svíkja. Við verðum að tryggja það, að með afvopnuninni fylgi ör- ugt alþjóða eftirlit, sem tryggi þjóðirnar gegn ofbeldi og und- andrætti loforða. Að þetta eftirlit verði svo afdráttarlaust, að enginn vafi geti leikið á rjetti hverrar þjóðar, hvað sem neitunarvaldi líður, til þess að grípa til varh- ar samþykktum þessum. Af- vopnun, sem gerir löghlýðnar þjóðir vanmáttugar, og hjálp- arlausar, getur ekki leitt til friðar og öryggis. ★ Þegar um afvopnun er að ræða, þá verður að taka aðal- atriðin fyrst, þ. e. eftirlit með atomorkunni, svo örugt veroi að hún verði notuð til gagns fyrir mannkynið en ekki til eyðileggingar. Til eru önnur vopn, sem hægt er að nota til feikn-eyð- ingar, er aldrei verður hægt að forðast með öllu, þó tryggt Verði að atomorkan verði ekki notuð til styrjalda. Bandaríkin, Bretar og Can- adamenn hafa fullkomlega sýnt fram á, að þeim sje ljós sú ábyrgð, er hvílir á herðum þeirra, vegna þess að þessar þjóðir hafa lært hvernig hægt er að nota sjer atómorkuna. Ef áfram hjeldi hervæðing- ar-kapphlaup eftirlitslaust, þá myndi atómorkan gefa Banda- ríkjunum leik á borði í mörg ár fram í tímann. En Banda- ríkjamenn óska ekki eftir því, að komast lengst í hervæðing- ar-kapphlaupinu. Við óskum heldur að forðast næsta stríð heldur en að vinna þaði' .... ★ .... Hlutverk okkar í fram- tíðinni er að tryggja allsherj- ar-öryggi þjóða, og sjá um að þær haldi fylsta jafnrjetti sínu. Þetta er kappsmálið, fremur en hervæðingin. Árásarþjóðir leggja ekki út í sríð, vegfia þess að þær eru vopnaðar, heldur vegna þess, Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.