Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur 288. tbl. — Miðvikudagur 18. desember 1946 ísaioldarprentsmiðja h.f. Hótað oð sprengja breska konungshöllina í loit upp London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. EINN eða fleiri menn, sem ekki er vitað hverjir eru, hótuðu í dag að sprengja Buckingham Palace, konungshöllina bresku í loft upp. Hringt var á símstöð eina, í útjarðri Lundúna, og sagt: þetta er aðvörun um það, að sprenging mun verða í Buckingham Palace á miðnætti. EFTIBLIT MEÐ ATOMORKU TIL UMRÆÐU í NEW YORK -s- Tvær aðrar aðvaranir bár-^ ust í dag, en í annari var-sagt, ■áT : að Victoria Station, ein af; aðal járnbrautasiöðvunum í| London, mundi verða sprengd; í loft upp kl. 5. Síðan á föstudag, hafa 23 tilkynningar af þessari teg- und borist Slotland Yard. í einni fólst jafnvel hótun um það, að sprengja upp bæki- stöðvar lögreglunnar. ERU GYÐINGAR AÐ VÉRKI? Alskonar varúðarráðstafan- ir hafa verið gerðar. Er al- ment álitið, að vitfirtur mað- ur sje hjér að verki, en sögu- sagnir hafa einnig heyrst um það, að menn úr Sternfiokkn- um, sem er' einn af skæðustu óaldarflokkum Gyðinga, hafi komist til Bretlands, tii að byrja þar skipulagða skemd- arstarfsemi. Byrnes ræðir þjóð- nýtingaráform Breta í Þýskalandi. Washington- í gærkvöldi. BYRNES, utanríkisráðhera Bandaríkjanna, mótmælti í dag þeirri fregn að Bandaríkjamenn væru andvígir áformum Breta um víðtæka þjóðnýtingu iðn- aðarins á hernámssvæði þeirra í Þýskalandi. Byrnes sagði blaðamónnum að Bandaríkjastjórn hefði ekk- ert við þessu að segja, ef þjóð- nýtingin færi fram á lýðrpðis- legan hátt og í samræmi við viljá þýsku þjóðarinnar. — Reuter. kaudsyflriýsinp. París í gærkvöldi. FRANSKA þingið samþykti í dag traustyfirlýsingu til stjórnar Leon Blum með 580 atkvæðum gegn 16. Allir flokkar, alt frá komm- únisturrí til þeirra, sem Jengt eru taldir standa til hægri, greiddu atkvæði með trausts- yfirlýsingunni. — Reuter. íiiiögur Bandaríkjamaniia lá góöar undirtektir New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ATOMORKUMÁLANEFND sameinuðu þjóðanna kom sam- an til fundar í dag og ræddi tillögu þá, er Baruch, fulltrúi Bandaríkjamanna í nefndinni, hefur borið fram um alþjóða- eftirlit með notkun atomorkunnar og refsiaðgerðir gegn þeim þjóðum, sem brjóta í bága við eftirlitsákvæðin. í tillögu Baruchs er gert ráð fyrir því, að stórveldin megi ekki beita neitunar- valdi sínu í sambandi við eftiríitið. ÞýfiS vár 15 miljési m ei Vilja vera heima. London í gærkv. FIMM HUNDRUÐ breskir hermenn, sem verið hafa heima í fríi, neituðu í dag að fara um borð í skip það, sem flytja á þá til fyrri stöðva sinna á Austurlöndum. Skip þetta átti að leggja af stað frá Glasgow 1 kvöld. — Reuter. Mænuveikin virðist heldur verá í rjenum, sagði Magnús Pjetursson hjeraðslæknir Mbl. í gærdag. Samkvæmt skýrslum lækna er vitað um 13 eða 14 ný til- felli. I vikunni þar áður voru tilfellin 18. Um aðeins fáar lamanir er að ræða og enginn hefur látist í vikunni af völdum veikinnar. Ekki hefur þótt ástæða til að flytja neinn hinna sjúku í sjúkrahús, sagði hjeraðslæknir inn að lokum. Breiar íá hveili frá iandaríkjnm. London í gærkveldi. BRESKI matvælaráðherr- ann hefir tjáð neðri málstofu þingsins, að Bandaríkjamenn hafi lofað að láta Bretum í tje 68,000 tonn af hveiti og allmikið magn af öðrum korn- tegundum, fyrir janúarlok. Þá mun Bandaríkjastjórn hafa heitið því, að greiða fyr- ir flutningi kanadiskra korn- sendinga yfir Bandaríkin. — Reuter. Smuts hershöfðingi, forsretis- ráðherra Suður-Afríku, er ný- kominn heim af þingi Samein- uðu þjóðanna. A heimleiðinni kom hann við í Bretlandi. Ital- íu og Grikklandi, og var als- staðar frábærilega vel tekið. króna viröi. gurs Tokíó í gærkveldi. HUNDRUÐ þúsunda Jap- ana fpru í dag í kröfugöngy urn götur Tokíu, til, að mót- mæla aðgerðum ríkisstjó'rn- Arinnay. Kröfugöngumenn krefjast meðal annars aukinna rjettinda, laga um lágmarks- kaup og framkvæmda um endurreisn iðnaðarins. Á meðán þessu fór fram, báru sósíaldemókratar á þingi fram vantraust á stjórnina, sem fellt var með 238 atkv. gegn 160. — Reuter. Frankfurt í gærkvöldi. RJETTARHÖLDUM heíur nú verið frestað í máli Jack Dur- i ant höfuðsmanns, sem handtek 1 inn var fyrir nokkrum mánuð- 1 um síðan, fyrir að stela krýning I argripum úr kastala Hesse-ætt | arinnar í Þýskalandi. Gripirnir munu vera um 15,000,000 kr. virði. Kona höfuðsmannsins, sem var í vitorði með honum og var liðsforingi í kvennaher Banda- , ríkjanna, hefur þegar verið dæmd í fimm ára fangelsi. — Reuter. m Fomleifafundur LONDON: Leifar af xóm- versku húsi frá fyrstu öld, hafa fundist í Canterbury. nemur 9,4 milj. kr. VAXTABRJEF Stofnlána- deildarinnar hafa selst sem hjer segir: Áskriftir í Reykjavík og Hafnarfirði vikuna 9.—-t14. des. 487.800 kr. Áður tilkynntar áskriftir frá 3.0. okt. til 7. des. 8.677.000 kr. Samtals 9.164.700 kr. Áskriftir mánudaginn 16. desember og þriðjudag 17. des- ember 1946 229.900 kr. Áskriftir alls síðan 30. okt. 1946 9.394.600 kr. Aukin kolaframlciðsla. LONDON: — West Midlands kolanámurnar framleiddu 768.- 000 tonnum meira af kolum frá 1. janúar til 23. nóvember, en á sama tíma s.l. ár. Lík Ferdinants Eyfeld í gær. í GÆRDAG fanst lík Ferdi- nants Eyfeld vjelstjóra. Hann hvarf hjer í bænum s.l. laug- ardagskvöld. Lík hans fanst inni í girð- ingu á auðu svæði í norðvest- an verðu Kleppsholti. Engan áverka var að sjá á því. Við rannsókn málsins hef- ur komið í Ijós, að Ferdinant fór í bifreið frá kunningja sín- um. Máður sá er ók bílnum hefur gefið sig fram við rann- sóknarlögregluna. Hann hefur skýxt svo frá að hann hafi ekið honum inn á móts við gatnamöt Kleppsvegar og Langholtsvegar. Bíistjórinn hefur sagt svo frá, áð er hann hafi verið komiVff út úr bíln- um hafi hann gengið eftir Kleppsveginum í áttina að Kleppsspítalanum. Fullu nafni hjet hinn látni Ferdinant Rikard Ejviólfsson Eyfeld. Hann lætur eftir sig konu, þrjú uppkomin börn og eina fimm ára dóttur. Hann var tvígiftur. Fulltrúar Breta, Kanada og Ástralíumanna lýstu yfir fylgi sínu við tillögu Bandaríkja- manna, en Andre Gromvko, full trúi Rússa, gerði hvorki að hafna henni nje samþykkja. Friðarþrá mannkynsins. Baruch flutti langa ræðu í sambandi við bandarísku tillög una, og taldi að þjóð sín gæti verið hreykin af því, að standa á bak við hana. Hann lauk ræðu smni með því, að lýsa því yfir, að það væri von sín, að tillög- urnar gætu orðið grundvöllur- inn að því, sem mannkvnið hefði leitast eftir, alt frá því að tayrjað var að skrá sögu þess. ,,Því maðurinn er í eðli sínu friðsamur og elskar lífið“, sagði Baruch. Lausn vandamálsins. í ræðu þeirri, sem Sir Alex- ander Cadogan, fulltrúi Breta,- flutti til stuðnings bandarísku tillögunum, sagði hann: Baruch hefur fengið okkur í hendur þau grundvallaratriði, sem ættu að leiðbeina okkur við lausn þessa vandamáls. ígypska sfjémin iær ausfsyfirlýshigu. Cairo í gærkv. TR AU STS YFIRLÝSING til hinnar nýju stjórnar Ekypta- lands hefur verið samþykt með 159 atkvæðum gegn 21. Sjö þingmenn sátu hjá við atkvæðagrei' J :luna. Við þetta tækifæri lýsti hinn nýi forsætisráðherra Eg- ypta, Nokrashi Pacha, því yfir í ræðu, að stjórn sín mundi vinna að því, að fá Breta til að fara burt úr landinu. Kvaðst hann staðráðinn í, að beita til þess öllum ráðum, annað hvort með beinum samkomulagsum- ræðum við Breta, eða með því að leggja málin fyrir Öryggis- ráðið. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.