Morgunblaðið - 08.02.1947, Síða 5

Morgunblaðið - 08.02.1947, Síða 5
i Laugardagur 8. febr. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 MrjeS Srá Miþimgi: Valdataka ríklsstjórnarinnar — Þjóðnýting framfærslulöggjöf — til páska kvikmyndahúsa — inghald MERKASTI viðburður þess- iarar viku á Alþingi var valda- taka hinnar nýju ríkisstjórnar. Stundvíslega kl. tvö á miðviku- dag gekk ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar í þingsalinn og settist í ráðherrastólana. Fyrr- verandi ráðherrar höfðu nú tek ið sjer sæti á þingbekkjum og litu öldungis út sem aðrir þing- menn. Yfir hinum nýu ráðherr- um hvíldi hinsvegar virðuleiki og tign fyrsta stjórnardagsins. Aðeins einn ráðherra, Emil Jónsson, átti sæti í fráfarandi Btjórn. Aldur ráðherranna. Allir hinir nýju ráðherrar eru menn á besta starfsaldri. Forsætisráðherrann Stefán Jóh. Stefánsson, er 52 ára gamall, fjármálaráðherrann, Jóhann Þ. Jósefsson, 61 árs, atvinnumála- ráðherrann, Bjarni Ásgeirsson, Ö5 ára, samgöngumálaráðherr- ann, Emil Jónsson, 44 ára, mentamálaráðherrann, Ey- steinn Jónsson, 40 ára og utan- ríkisráðherrann, Bjarni Bene- diktsson 38 ára að aldri. Er hann yngsti maður ráðuneytis- ins. Athöfnin, er hin nýja ríkis- stjórn kynnti sig þinginu, fór hið virðulegasta fram. Vel flest ir þingmenn voru á fundi og áheyrendapallar og hliðarher- bergi þingsins troðfull. Stjórnarstefnan. Forsætisráðherra flutti boð- skap stjórnarinnar í rúmlega hálftíma ræðu. Meginatriði hennar er að nýsköpunarfram- kvæmdum fráfarandi stjórnar skuli haldið áfram. Utanríkis- stefnan verður hin sama, stefn- an í dýrtíðarmálunum óbreytt. Vöruverð skal greitt niður, þannig að vísitalan hækki ekki frá því sem nú er. Engar nýjar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum eru ráðgerðar. Til þess að tryggja rjett framtöl til skatts og afla fjár til nýsköpunar verði sett'löggjöf um eignakönnun og skyldulán. Gerðar verði ráð- stafanir að eignakönnuninni lok inni, og í sambandi við hana til þess að hafa betra og öruggara eftirlit með skatta framtölum, enda fari þá og fram heildar- endurskoðun á skattalöggjöf- inni. Þetta er kjarni stjórnarstefn- unnar. Er hann í öllum aðal- atriðum í samræmi við stefnu fráfarandi stjórnar enda standa tveir sömu flokkarnir að þess- ari stjórn og þeirri, er Ijet af völdum. Framsóknarflokkurinn hefir aðeins komið í samstarfið í stað Sósíalistafíokksins. Framtíðin mun skera úr um það, hvernig hinnj nýju stjórn farnast að framkvæma hina ýtarlegu stefnuskrá sína. En hvort sem menn eru ánægðir <eða ekki með hina nýju sam- Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, utan- ríkis- og dómsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra. (Ljósm. Mbl. F. Clausen). stjórn, hlýtur þó þing og þjóð að fagna því að tekist hefir að mynda ríkisstjórn á þingræðis- legan hátt. Þessi stjórn, mun, eins og allar ríkisstjórnir, fyrst og fremst verða dæmd af verk- um sínum. Málefnasamningar, þótt myndarlegir sjeu, fyrnast og falla í gleymsku. En verkin standa eftir og bera vott atorku og framsýni eða athafngleysi og doða. Verkin tala. Þjóðnýting kvikmyndahúsa. Fyrir nokkru er fram kom- ið frumvarp í Ed. um Kvik- myndastofnun ríkisins. Flm. þess er Hannibal Valdimars- son. Aðalatriði frv. eru þessi: Á vegum ríkisins skal reka stofnun, er ein hefir með hönd- um innflutning kvikmynda og rekstur kvikmyndahúsa. Stofn- unin heitir Kvikmyndastofnun ríkisins. Hún skal undanþegin hverskonar sköttum til ríkis og sveitarfjelaga. - Frá þeim tíma, er Kvikmynda stofnun ríkisins hefir starfsemi sína, er einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnunum, hvar sem er á landinu, óheimilt að reka kvikmyndahús. Mennta- málaráðherra er heimilt að láta taka eignarnámi fyrir Kvik- myndastofnun ríkisins kvik- myndahús þau, sem rekin eru þegar lög þessi taka gildi. Við eignarnámið koma til greina húseignirnar sjálfar ásamt vjel- um, innanstokksmunum og öðr- um tækjum, og skal miða mat- ið við það eitt. Stofnunin skal taka til starfa eigi síðar en 1. jan. 1948. skal varið til þess að styrkja leiklist, hljómlist og aðrar skyld ar listgreinar. Af því tilefni mun stjórn tónlistarsýningar- innar hafa fengið flm. frv. til þess að ræða það við gesti sýn- ingarinnar eitt kvöld hennar. Er undirrituðum að því mikill harmur að hafa ekki getað hlust að á það erindi, sem vafalaust hefir haft mikið menningargildi ef að líkum lætur, sjerstaklega ef tónlist ódauðlegra. meistara mjög villtir vega, sem telja að hið opinbera hafi lítinn hagn- að af rekstri kvikmyndahúsa. Hið sanna í málinu er, að kvik- myndahúsrekstur er skattlagð- ur meira en almennt gerist um atvinnurekstur. Meginhluti hagnaðar hans rennur til ríkis og bæja, þ. e. a. s. hjer í Reykja vík. Vestur á ísafirði hafði bæjarsjóður hinsvegar aðeins 17. þús. kr. tekjur af bíórekstri árið 1946 og önnur ár minna. Þar er rekið stórt kvikmynda hús, sem verkalýðsfjelögin eru talin eiga og bæjarsjóður fær aðeins mjög lága prósenttölu af hagnaði þess. Þar hefir flm. fyrr greinds frv. og flokksbræður hans, barist harðri baráttu gegn því að bæjarfjelagið fengi að leggja sætagjald á kvikmynda- húsið. Um hagnað verkalýðs- fjelaganna af rekstri þess liggja ei^ar skýrslur fyrir þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir um hann. Á ísafirði rak bærinn sjálfur um skeið kvikmynda- hús en tapaði á því. Um þetta frumvarp skal að öðru leyti ekki fjölyrt á þessu stigi málsins. Á það er þó rjett að benda að mjög virðist sú tillaga þess, að svipta bæjar- fjelögin öllum tekjum af kvik- myndahúsrekstri, vanhugsuð. Tekjustofnar bæjarfjelaganna eru sannarlega ekki of gildir. hefir hljómað á undan því og eftir! Samkvæmt frv. skal 5 manna kvikmyndaráð, er Alþingi kýs eftir kosningar, stjórna hinni nýju ríkisstofnun. Framkvæmd arstjóra hennar skipar mennta- málaráðherra og ber hann tit- ilinn, kvikmyndastjóri ríkisins. Gamalt deilumál. Hjer er komið að gömlu deilumáli. Því mun áður hafa verið hreyft á Alþingi að þjóð- nýta bæri rekstur kvikmynda- húsa á einn eða annan hátt. Meginrökin fyrir þeirri stefnu hafa verið þau, að svo mikill', M-*ÖS óeðlile§t virðist að ríkið gróði væri af þessum atvinnu- jeitt níóti arðsins af Þessum rekstri að ekki væri ástæða til1 relisl;ri- þess að láta hann renna í vasa einstaklinga heldur bæri að verja honum til almennings- heilla, stuðnings, við listir og önnur menningarmál. Rekstur kvikmyndahúsa hef- ir vafalaust verið arðvænlegur k r \ atvinnurekstur undanfarin ar hjer á landi eins og ýmsar aðr- ar atvinnugreinar. En það er athugandi í þessu sambandi, hvernig skattgreiðslum kvik- myndafyrirtækja er háttað nú, hversu miklar tekjur hið opin- bera, ríki og bæjarfjelög hafa af honum. Jeg hefi aflað mjer upplýsinga um, hve mikið tvö stærstu kvikmyndahúsin 'hjer í Reykjavík, hafa s. 1. 6 ár greitt í opinber gjöld. Gamla Bíó hefir á árunum 1940—1946 (árslok) greitt rúm- léga 3,3 milj. kr. í skemmtana- skatt, leyfis- og sætagjald tekju skatt og stríðsgróðaskatt. Af þeirri upphæð hafa rúmlega 800 þús. kr. runnið í bæjarsjóð Reykjavíkur, sem sætagjald og útsvar. \ Nýja Bíó hefir á sama tíma greitt sömu gjölcl, samtals rúm- lega 2,5 milj. kr. Af þeirri upp- hæð háfa rúmlega 640 þús. kr. runnið til bæjarsjóðs sem sæta- gjald og útsvör. Þessi tvö kvikmyndahús hafa þannig á þessu tímabili greitt tæpar 6 milj. kr. til bæjar og ríkis. Þeir menn fara þessvegna Húsaleigulöggjöfin. Framleiðsla þingsályktunar- tillagna stendur með miklum blóma á þingi um þessar mund- ir. Frjósamastir í flutningi þeirra eru þeir Jónas Jónsson, Hermann Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason. Nýjasta tillaga Jónasar Jóns- sonar er varðandi húsaleigu- löggjöfina. Er hún á þessa leið: ,,Alþingi ályktar að skora á ríljisstjórnina að leggja fyrir núverandi Alþingi frumvarp til laga um gagngerða breytingu á húsaleigulöggjöf landsins, þar sem byggt verði á þeim undir- stöðu atriðum, er nú skal greina: 1. Húseigandi á að öðlast fulla heimild til þess að segja leigjanda upp húsnæði. 2. Húseigandi skal vera ó- heimilt að láta íbúðir standa ónotaðar. 3. Öll húsaleiga í leiguíbúð- um skal ákveðin a^húsaleigu- nefnd, þannig að hún sje jafn- mikil fyrir jafngott húsnæði, hvort sem húsið er gamalt eða nýtt.“ Fr amf ærslulögg j öf. Heilbrigðis- og fjelagsmála- nefnd Nd. flytur frv. til fram- færslulaga, mikinn bálk í 75 greinum. Er frv. þetta flutt að undangenginni heildarendur- skoðun á framfærslulöggjöf landsins er samþykkt var' að játa fram fara er lögin um al- mannatryggingar höfðu verið sett. I greinargerð frv. segir að í því sje aðeins um eina veru- lega breytingu að ræða frá því, sem nú er, þá að 'niður er feld 6. gr. núgildandi framfærslu- laga en hún er á þessa leið: „Börn skulu, svo sem þau eru fær um, ala önn fyrir foreldr- um sínum, cg mega foreldrar ekki verða framfærsluþurfar meðan þau eiga börn á lífi, sem eru þess umkomin að ánnast þau. Á sama hátt skulu for- eldrar ala önn fyrir börnum sín- um 16 ára og eldri. Sama skylda hvílir á kjörforeldrum og kjör- börnum.“ Breyting þessi er talin leiða af setningu hinna nýju trygg- ingalaga og er elli- og sjúkra- tryggingunni ætlað að ber.a þann kostnað, er af fyrrgreindu ákvæði leiddi. Þinghald til páska? Vegna þess að afgreiðsla fjár- laga gat ekki orðið lokið fyrir áramót fjekk ríkisstjórnin laga- heimild til þess að annast greiðslur úr ríkissjóði fram til 1. mars. Nú þykir sjeð að af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1947 verði ekki lokið fyrir þann tíma. Mun því fjármálaráð- herra hafa í hyggju að bera fram nýtt frv. um framleng- ingu heimildarinnar. Annars mun það nú áform ríkisstjórn- arinnar að hraða þingstörfum svo sem verða má. Fremur virð ist þó ólíklegt að þingi verði lokið fyrir páska. Löggjöf þarf að setja um ýms atriði í mál- efnasamningi stjórnarinnar, svo sem um fjárhagsráð, sem ætlað er að taka við störfum viðskiptaráðs og nýbyggingar- ráðs. Taka því mjög að styttast lífdagar þessara tveggja virðu- legu ráða. En upp af leiðum þeirra mun rísa eitt hið volcl- ugasta ráð, sem íslendingar hafa augum litið. Alþingi, 7. febr. 1947. S. Bj. Hoover í Berlín Berljn í gærkvöldj. HERBERT Hoover, fyrver- andi Bandaríkjaforseti, kom til Berlín frá Miinchen í gær og*átti strax viðtal við breska og bandaríska embættismenn Hoover ferðast um Þýska- land og Austurríki, sam- kvæmt beiðni Trumans for- seta, til að kynna sjer ástand ið 1 þessum löndum. Á fundi hans og embættis- mannanna í dag um matvæla ástandið í Þýskalandi einkum hafa verið rætt. — Reuter. —< Reuter. _j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.