Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUJiBLAÐIÐ Þriðjuáagur 17. febr. 1947. Hefur gort við Grafið innan um 90 þiís. úr og klukkur í 10 þús. trúlofunarhringi Lýsing á Ingólfi Arnarsyni í 49 ÁR hefir Halldór Sig- Urðsson úrsrhíðameistara setið við vinnuborðið sitt og gert við úr og klukkur fyrir Reykvík- inga og fjölda annara manna. Hann er búinn að fara höndum um og gera við um það bil 90 þúsund úr og klukkur, stórar og smáar. Auk þess hefir hann stundað leturgröft og m. a. graf ið innan í ekki færri en 10 þús. trúlofunarhringi. Vinnudagur hans hefir verið langur, frá kl. 8 á morgnana og oftast nær til kl. 3 á nóttunni. En í dag verður þessi sjerstæði eljumaður og fagurkeri sjötug- ur. Normal klukkan. Ertu ekki orðinn leiður á klukkunum eftir allt sem á und an er gengið? Nei, jeg held nú síður en svo. Klukkur og úr eru dásamleg verkfæri. Líttu t. d. á þessa þarna segir Halldór og bendir mjer á stóra og afarfallega standklukku. Þetta er svoköll- uð Normaiklukka. Hún er not- uð til þess að stilla eftir henni aðrar klukkur. Hún gengur svo hárrjett að jeg hefi ekki orðið var við að hún flýtti sjer meira en 3 sekundur á heilu ári. Hún var lengi nokkurskonar bæjar- klukka hjer í bænum. Þá var engin „Ungfrú klukka" til hjer. Þá komu menn niður á vinnu- stofu til mín til þess að setja urið sitt eftir þessari, eða hringdu og spurðu hvað klukk- an væri. Hvað er hún orðin gömul? Guðjón heitinn Sigurðsson keypti hana hingað til lands frá Þýskalandi árið 1910, hún er þannig 37 ára gömul. Jeg er viss um að hún getur gengið í mörg hundruð ár ennþá. Það er forkostulegt verk í henni. Klukkur vita á sig veður. Heyrðu Halldór, jeg þekkti einu sinni klukku, sem talin var segja fyrir óveður, vita raunar á sig veður, gott eða illt. Það kom fram í slætti hennar. Hvernig viltu skýra það fyrir- brigði? Það er ofur auðvelt. Klukkur verka stundum eins og loftvog. Hljóð slaga þeirra breytist við það að gormur eða fjöður í þeim lengifit eða styttist við hita- breytingar. Af þessum orsökum kemur fyrir að klukkur „viti á sig veður“ eins og það hefir verið kallað. Er klukkunum að fara fram eða aftur? Jeg held að hætt sje við ‘að þeim fari aftur nú um skeið, þ. e. a. s. húsklukkunum. Þjóð- verjar stóðu langfremstir í framleiðslu þeirra. En sá iðn- aður'er nú í lamasessi eins og allt í Þýskalandi. En úrunum mun að- öllum líkindum halda áfram að.fara fram. Svisslendingar framleiða nú svo að segja öll úrverk heimsins. Faðir vorið á tíeyringi. Þú heldur leturgreftinum ennþá áfram? Já, um skeið gróf jeg í alla Halldór Sigurðsson. trúlofunarhringa í Reykja- vík. ----- Svo sýnir Halldór mjer, hvernig er farið að grafa innan í hringi. Það er vanda- samt verk virtist mjer en hand- bragðið ber vott miklum hag- leik og listfengi. Það er hægt að grafa ótrú- lega smátt, sagði hann. Svo sýnir hann mjer danskan tíeyr- ing, sem allt faðirvorið er graf- ið á. Jeg velti tíeyringnunr fyr- ir mjer en það er engin leið að lesa það, sem á honum stendur með berum augum. En við notk un stækkunarglers koma orð- in í Ijós: „Eader vor, du som er i Himlene" o. s. frv. Og svo kemur faðir vorið allt til enda. En þetta er ekki eftir mig, segir Halldór. Ætt og uppvöxtur. Hvaðan ertu ættaður Hall- dór? Jeg er fæddur á Álfhólum í Rangárvallasýslu árið 1877. Foreldrar mínir voru Sigurður Halldórsson og Ingileif Bjarna- dóttir. En við fluttumst þaðan þegar jeg var 8 ára að Skarðs- hlíð undir Eyjafjöllum. Þaðan fór jeg svo 21 árs gamall til Reykjavíkur til þess að læra úrsmíði. Jeg lærði hjá Eyjólfi Þorkelssyni úrsmiði. Var hjá honum í tvö ár á vetrum. Fyrri veturinn fjekk jeg ekkert kaup en þann seinni fjekk jeg fæði. Síðan rjeðist jeg til Guðjóns Sigurðssonar í Ingólfshvoli. Vann hjá honum í 15 ár eða t'l dauða hans. Við urðum góð- ir vinir. I erfðaskrá sinni á- nafnaði hann mjer öll verkfæri sín og annað það, sem verk- stæðinu fylgd.i. Árið 1915 stofn- aði jeg svo eigin verkstæði í Ingólfshvoli þar sem nú er rit- fangaverslunin Penninn. Það- an flutti jeg síðan í Austur- stræti 14, hús Jóns Þorláksson- ar. Var lengstum þar sem nú er tóbaksverslunin London. En árið 1936 varð jeg fyrir bílslysi og fótbrotnaði. Þá flutti jeg verkstæðið heim til mín á Laufásveg 47. Ætlaði að draga saman seglin. En jeg hefi allt- af haft^miklu meira en nóg að gera þar. Verð að neita fjölda manns, sem til mín koma með úrin sín. UUI H Halldór var kvæntur Guð- rúnu Eymundsdóttur, bróður- dóttur Sigfúsar Eymundssonar bóksala. Hún dó fyrir 10 árum. Þau áttu 8 börn og eru þessi 6 þeirra á lífi: Inga, gift Einari Malberg stórkaupmanni, Björn leturgraf ari, Sigurður ritstjóri á ísa- firði, Guðjón bankamaður,- Nanna gift Runólfi Sæmunds-- syni verslunarstjóra og Sigfús, listmálari. Auk þess ólu þau hjón upp einn fósturson, Eymund Ein- arsson. í vinnustofunni. Það er notalegt að koma í. litla vinnuherbergið hans Hall-; dórs Sigurðssonar á Laufásveg- inum. Á skrifborðinu fyrir: framan húsbóndann er fullt af allskonar vinnuáhöldum og verkfærum. En þægilegast er þó viðmót og yfirlætisleysi sjálfs húsbóndans, sem er ljúfmennsk an sjálf og segir manni ótal skemmtilegar sögur. Hann þekk ir Reykjavík út og inn. Verk- stæðin hans í Ingólfshvoli og Austurstræti 14 voru nokkurs- konar samkomustaðir. Menn komu þangað til þess að vita, hvað klukkan slægi, Normal- klukkan sem verður mörg hundruð ára. Svo hafði Hall- dór alltaf einhver skemmtileg- heit á takteinum. Mjer er næst að halda að nán ar samvistir við klukkur og úr geri mann að heimspekingum, heldurðu það ekki Halldór? Þetta eru mælitæki eilífðar- innar, óskaplega nákvæm og við kvæm. Það verður að fara var- lega með þau. En mjer þykir gaman að þeim, jeg verð aldrei leiður á tifi þeirra og tikki, það er niðurinn frá straumi tímans. Hefir aldrei fengið kvef. Þú hefir altaf verið heilsu- góður? Já, svo er guði fyrir þakk- andi. Jeg hefi aldrei fengið kvef. í vor fannst mjer jeg kenna sem snöggvast einhverr- ar vesaldar og var hálf slapp- ur til vinnu. Svo fjekk jeg mjer dálítinn brennivínsleka og snar batnaði. Síðan hefi jeg ekki fundið til nokkurs meins. Þetta sagði Halldór Sigurðs- son rjett áður en hann varð sjötugur. Jeg kvaddi hann kl. 12 um kveld. Hann sagðist ekki ætla að verða heima hjá sjer á sjálfan afmælisdaginn heldur fá sjer frí og, fara' út úr bæn- um. Svo fór hann inn í vinnu- stofuna sína og tók til að gera við örsmátt kvenmannsúr, sem hann var að rýna í þegar jeg kom. Við það hefir hann setið til kl. 3 um nóttina. En þess bað hann síðastra orða að ekki yrði farið að skrifa um sig lof á afmælisdaginn. Því var hátíð- lega lofað og við það hefir ver- ið staðið. S. Bj. Ræða Gfsla Jónssonar alþm. við mólfökualhöfnina. TOGARINN „Ingólfur Arn- arson“, er stærsti og glæsileg- asti togarinn, sem Islendingar hafa enn eignast. Hann er fyrsta skipið af þrjátíu, sem samið var um smíði á í Bretlandi, í október 1945, fyrir milligöngu Nýbyggingarráðs og íslensku ríkisstjórnarinnar. Skipið er smíðað hjá skipa- smíðastöð Mrss Cochrane & Sons, Ltd. KSelby. Er það .fyrsta skipið af átta, sem samið var um á þeirri smíðistöð. Það er smíðað samkvæmt ströngustu reglum flokkunar- íjelagsins Lloyds í Bretlandi (-[- 100 A I.), og þó nokkuð styrkara, þar sem það þótti nauðsynlegt, vegna íslenskrar vetrarverðráttu. Lengd þess er 175 fet, breidd 30 fet og dýpt 16 fet. Það er 642 br. rúmlestir og 216 nettó rúmlestir. Burðarmagn þess er 500 smálestir með 81 cm. borð fyrir báru. Bolurinn er hólfaður í sund- ur með 7 vatnsþjettum skiljum, en alls eru í skipinu 20 vatns- held hólf. Botn þess er tvöfald- ur frá vjelarúmi og fram úr, og skiptist í geyma fyriri olíur, vatn og lýsi, þannig, að vatns- geymar eru fyrir 60 smál., olíu- geymar fyrir 245 smál. og lýsis- geymar fyrir 20 smál. Slík skipting bolsins í vatnsheld hólf, skapar margfalt öryggi fyrir skipið, ef það mætir áföll- um af völdum veðurs, árekstra eða strands. Framrúmi er skipt í tvö fiski rúm, en þeim aftur skipt í 12 stíur, sem hver er útbúin með 4 hillum. Rúmar skipið þannig 300 smál. af ísfiski. Stærð þeirra er alls 45 þús. tenings- fet. Eru þau öll þiljuð vatns- þjettri viðarsúð. Fyrir framan fiskirúmin er stór veiðafærageymsla, með hillum og skápum. Aðgangur er í hana frá þilfari. íbúðir skipverja. íbúðir skipverja eru sem hjer segir: í stafni skipsins eru í- búðir og hvílur á tveimur hæð- um fyrir 24 menn alls. Á neðri hæðinni er klefi fyrir 16 menn, og er það rúm mun stærra en áður var í eldri skipum, ætlað 24 mönnum. Á efri hæð er klefi fyrir 8 menn. En þess utan er þar setustofa sameiginleg fyrir hásetana, útbúin með borðum ög bekkjum. Á þennan hátt geta þeir, sem frí eiga frá störf- um, hvílt sig í næði, án þess að vera truflaðir af umgangi þeirra, sem við störf eru. Hverri hvílu fylgir sjerstakur geymslu skápur fyrir föt o. fl. og setu- bekkir eru meðfram öllum hvílum. Aðeins tvær hvílurað- ir eru í hæðþ>ni, í stað þriggja í gömlu skipunum, og því bæði loftrými og gólfflötur meiri fyr- ir hvern mann en áður þekkt- ist. Út frá setustofunni og innan- gengt úr henni, er baðherbergi og hreinlætisklefi fyrir skip- verja, svo er sjerstakur klefi til að þurka og geyma í yfirhafnir og hlífar skipverja. Þar eru og tvö vatnssalerni. í skut skipsins eru einnig í- búðir á tveimur hæðum. A neðri hæðinni er sameiginlegf. anddyri fyrir íbúðirnar á þess- ari hæð, með stiga á milli hæð- anna. Fyrir aftan það er salur með 6 hvílum, borðum og legu- bekkjum. Fyrir framan and- dyrið er herbergi tveggja kynd- ara, með hvílum og bekkjum. Sitt til hvorrar hliðar eru tvö herbergi, annars vegar fyrir yfir- og undirvjelstjóra, hins vegar fyrir yfir- og undirstýri- mann. Öll herbergi á þessari hæð eru útbúin með hvílum, stoppuðum og klæddum legu- bekkjum, borðum og skápum, en þiljur allar af gljáðum harð- viði. Á efri hæð er matsalur með borðum og bekkjum, nægilega stór fyrir alla skipshöfnina, með búri, skápum og matvæla- geymslum. Þar er og baðher- bergi, hreinlætisklefi, tvö vatns salerni og þurkklefi fyrir yfir- hafnir. Er þessu komið fyrir til hliðar við borðsalinn og inn angengt úr honum í alla þessa klefa. Fyrir framan borðsalinn er rúmgott eldhús, með borðum, hillum og skápum og olíu- kynntri eldavjel. Samgangur er á milli borðstofu og eldhúss. Þar er og kæliklefi fyrir vist- ir, svo skipverjar geti jafnan haft nýmeti á borðum. Inngangur á þessa hæð er frá báðum hliðum og frá bátaþil- fari, en sam^angur til vjela- rúms. Fremst í reisn er herbergi skipstjóra, með hvílu, legu- bekkjum, borði, stólum og fatQ sk. alt af gljáðum harðviði. Þar fyrir aftan er baðherbergi, hreinlætisklefi og vatnssalerni. Samgangur er milli herbergi.s: skipstjóra og stýrishúss, sem; komið er fyrir á næstu hæðr ásamt loftskeytaklefa og korta húsi. Ibúðir allar eru hitaðar upp með olíukynntum miðstöðvar- vjelum. Er dælt um þær allar tæru lofti eftir vild. Er það hvorttveggjá nýjung frá þvf. sem áður hefur verið. Alls eru í skipinu íbúðir og hvílur fyrir 38 menn. Á bátapalli að aftan er komið fyrir við ,,patent“-uglur tveim bjargbátum, útbúnum að öllus leyti' eftir ströngustu reglurra um öryggi. I reisn skipsins, yfir vjela- rúmi, er komið fyrir lifr- arbræðsluklefa. — Verður þar komið fyrir bræðslutækj- um af nýrri gerð, sem smíðuð eru hjerlendis að fyrirsögn Ás- geirs Þorsteinssonar, verk- fræðings. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.