Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 17. febr. 1947 Konungsfjölskfld- unni fagnað í (ape Town MIKILL fögnuður var í Cape Town í dag, er breska konungSskipið Vanguard kom til borgarinnar. Er talið að meir en 250,000 Suður-Afríku búar hafi hylt konungshjónin og dætur þeirra, er þau stigu á land, en snemma um morg- uninn höfðu þrjú herskip og pex flugvjelar farið til móts við skip þeirra. Smuts forsætisráðherra, og landstjórinn í Suður Afríku, tóku á móti konungsfjölskyld unni, en konun,gur sæmdi Smuts einu af æðstu heiðurs- merkjum Breta. Veður var hið besta, en er líða tók á dag inn, varð 100 stiga hiti á fahrenheit í skugganum. í kvöld mun konungsfjölskyld an sitja veislu í Ráðhúsi Cape Town. Konungsfjölskyldan hefur í hyggju að dveljast í tíu vik- ur í Suður Afríku. Ætlar hún að nota tímann til að ferðast um og kynnast landsmönnum og lifnaðarháttum þeirra. — Firnm mínúfna krossgáfan |8 9 n SKYRINGAR Lárjett: — 1 Móðguð — 6 Fyrirtæki — 8 Traust — 10 Á litinn — 12 Fyrirtæki — 14 Forsetning — 15 Fangamark •— 16 Mergð — 18 Teinana. Lóðrjett: — 2 Kofi — 3 Tveir hljóðstafir — 4 Á hesti — 5 Tæki — 7 Skuldheimtumenn — 9 Tóu — 11 Kvenmannsnafn ■— 13 Hreyfing — 16 Tveir saman — 17 Frumefni. Lausn á krossgátu nr. 18. Lárjett: — 1 glápa — 6 ýsu — 8 S. O. S. — 10 nag — 12 stautur — 14 aa — 15 ró — 16 gan — 18 iðgrænn. Lóðrjett: — 1 lýsa — 3 ás •— 4 punt — 5 ussaði — 7 ó- gróin — 9 ota — 11 aur— 13 utar — 16 G. G. — 17 næ. RafveHa fsafjarðar ára RAFVEITA ísafjarðar og Eyr arhrepps átti tíu ára starfsaf- mæli s.l. fimtudag, 13. þ. m. Fyrirtækið tók við af Raflýs- ingafjelagi ísafjarðar fyrir tíu árum, og var straumi frá Foss- vatnsvirkjuninni hleypt til bæj arins skömmu eftir hádegi þenn an dag. Á þessu tímabili hefir verið bygð ný vatnsvirkjun við Nón hornsvatn, en hún hefir reynst illa vegna mikils jarðleka. Nú standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir til úrbóta á þeim rafmagnsskorti, sem oft vill verða hjer með byggingu hita- aflsstöðvar á ísafirði, og hafa forráðamenn bæjarins fullan hug á að hefja þessar fram- kvæmdir eins fljótt og hægt er, og verður þeim hraðað eft- ir fremsta megni. Fyrsti formaður stjórnar Raf veitunnar var Finnur Jónsson, en Ketill Guðmundsson hefir lengst verið formaður. Raf- veitustjóri er Jón Gauti, en skrifstofustjóri er, og hefir verið frá stofnun rafveitunn- ar, Guðmundur G. Kristjáns- son. Stöðvarstjóri er Ólafur Andrjesson, en eftirlitsmaður er Halldór Ólason. Núverandi rafveitustjórn skipa: Matthías Bjarnason, for maður, Kjartan Ólafsson, Ás- berg Sigurðsson, Halldór Ólafs son, ritstj., Hannibal Valdi- marsson, Birgir Finnsson og Einar Steindórsson. MBJ. Breskir verslunar- menn í vopnaðir SAMKVÆMT upplýsjngum sem gefnar voru í dag, hefur nú þeim 800 bresku verslunar mönnum, sem komið hefur verið fyrir í „öryggissvæði“ í Haifa, verið veitt leyfi til að bera vopn. Þá hefur breska herstjórnin í Palestínu tilkynt, að verslun armenn þessir muni fá að fara út fyrir „öryggissvæðið“ sjeu þeir fjórir eða fleiri sam an og vopnaðir. Eins og er, fara þeir til skrif .stofa sinna í hópum, en í Jfylgd með þeim eru herbílar. Bíiagepsia skemm- ist í eldi FRÁ ÞVÍ á sunnudagskViild þar til klukkan rúmlega 2 í gærdag var slökkviliðið kall-, að út þrisvar sinnum. Aðeins á einum stað urðu nokkrar skemdir. Á sunnudagskvöld um kl. 7 var slökkviliðið kallað *að matsölunni Höll í Austur-. stræti, en þá var búið að kæfa eldinn. Þar hafði kviknað í tuskum á efstu hæð. I gærdag klukkan langt gepgin tvö var liðið kallað að bílageymslu Bláabandsins við Hálogaland. Talsverður eldur í geymslunni er komið var þangað Qg nokkrar skemdir urðu á henni áður en tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. Nokkrir bílar voru þar inni og munu þeir ekki hafa skemst. Eldsupptök voru þau, að kolaofn kveikti í út frá sjer. Meðan liðið var þarna inn- frá komu boð um að eldur væri í hænsnahúsi við Fáfnis braut. Þegar slökkviliðið kom þan,gað var búið að ráða nið- urlögum eldsins. Þar munu litlar sem engar skemdir hafa orðið. = : : s : : § íslenska Frímerkjabókin Teodoras Bieiia- ckinas látinn TEODORAS Bieliackinas málfræðingur andaðist á Landakotsspítala í gær. Hann mun um skeið hafa þjáðs af nýrnasjúkdómi er varð hon- um að bana. Hann var frá Lithauen eins og lesendum blaðsfns er kunn ugt. Einn af þeim mörgu sem var viðskila við ættjörð og skyldmenni á hinum síðustu og verstu tímum. Eldheitur ættjarðarvinur, en hafði feng ið hjer friðland þangað til rættist úr fyrir þjóð hans og hann kæmist heim. Batnandi horfur í Bretlandi London í gærkvöldi. KOLABIRGÐIR rafmagns- og gasstöðva í Bretlandi fara nú vaxandi og má telja, að allgóður árangur hafi orðið af sparnaðarráðstöfunum stjórnarinnar. Hundruð her- bifreiða hafa verið teknar í notkun, og sækja þær kolin beint að námuopunum og flytja þau á áfangastað. Frá Berlín herma fregnir, að þar hafi horfur einnig! batnað nokkuð, þrátt fyrir áframhaldandi kulda. íbúar borgarinnar búa þó við hin aumustu kjör. Hefur breskui embættismaður skýrt svo frá, að 86 manns hafi farist í borgl inni af orsökum kuldans síð- an um áramót. — Reuter. BEST AÐ ATJGLÝSA t MOBGUNBLAÐIND ekki komið út í fjóra daga París í gærkvöldi. ÞUSUNDIR svissneskra og belgiskra dagblaða voru seld hjer í París í da,g, eftir að'f jór ir dagar höfðu liðið síðan frönsk blöð hættu að koma út vegna verkfalls prentara. í blöðum þeim, sem seld voru á gfötum Parísar í dag, var allmikið af frjettum af frönsk um innanlandsmálum. Einu önnur blöðin sem út koma í frönsku höfuðborginni eru breska blaðið Daily Mail og Bandaríkjablaðið New York Heráld Tribune. — Reuter. Góð gleraugu eru fyrlr öllu. AfgreiSum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. • Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. zo ára mimnuii J. U. U^feLmclaftu verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu n.k. laugardag 22. þ.m. og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7Ú2 síðd. Þátttaka tilkynnist 1 skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, sími 7105 og 3315 f Stjórn F. U. S. Heimdallur X- Efflr Roberf Sform BUT yOUR VOlCE HAS WONDERFUL P0SÍH3ILITIES, /AR5, HAZE 1 I CAN QIVE k' HER $UCCES$ HERE HA5 ^ SCARED HER,A1R. HAI6ER...LET ME TALk TO MY WIFE IN f YOU WON’T HAVE Útvarpsmaðurinn er að reyna að fá Sherry til að fallast á að syngja fyrir stöð hans, en hún_ neitar enn. — Haze: Hún er hálf rugluð yfir allri þess- ari velgengni. Látið mig tala við hana augnablik í einrúmi. — Sherry: Það mundi komast upp um mig, ef jeg færi að syngja í útvarpið. — Haze: Því frægari sem þú verður sem útvarpsstjarna, því minni líkur fyrir því, að þú verðir nokkurn tíma grunuð: Sherry: Jæja þá, þá er best jeg geri þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.