Morgunblaðið - 18.02.1947, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þrjðjudagur 17. febr. 1947
GRÍPTU ÚLFINN
Cftlr jCeiiie Ck arte
rió
37 dagur
Þetta var sannarlega óvænt
hepni. Og máske var það heppi-
legast af öllu að úlfuri-nn hjelt
að hann væri dauður. Hann
skyldi fá að lifa í þeirri trú
þangað til Helga þóknaðist
sjálfum að rísa upp frá dauð-
um.
Hjer kom þó ýmislegt til
greina. Auðvitað höfðu þau
Patricia, 'Orace og Corn komið
öllu í uppnám í Baycombe þeg
ar þau komust að þvl hvernig
farið hafði fyrir honum. Þau
voru auðivtað viss um það að
hann væri dauður og höfðu
gefist upp. Honum þótti vænt
um það að Patricia var þá úr
allri hættu, en ilt var að missa
aðstoð Orace. Þó fanst honum
leikurinn ekki svo ójafn, því
að hánn átti sína óviðjafnan-
legu hamingju að treysta á.
Hann var að vísu illa fyrir kall
aður, en það gerði ekkert til.
Nú skyldi til skarar skríða
þótt hann hefði allan úlfaflokk
inn á móti sjer. Þetta varð sein
asta æfintýrið hans og það
skyldi verða frægt.
Hann athugaði vopn sín og
þau voru á sínum stað. Hann
var einnig með vindlingavesk-
ið með hinni hárhvössu egg.
.Hann stakk því í buxnavasann
en skildi jakkann sinn eftir.
Niður úr hellismunnanum
var nokkuð bratt, en ekki ýlcja
hátt. Vegna þess hvað tungl-
skinið var bjart var hægðar-
leikur að komast þarna niður.
Hann rendi sjer fótskriðu nið-
ur í fjöru. Framundan var
langt sund, en hann var ekki
smeikur við það, því að nú var
kominn í hann vígamóður.
Hann óð út í sjóinn upp að
mitti og lagðist svo til sunds
og svam með föstum jöfnum
tökum í áttina til skipsins og
flaug ljettilega áfram, því að
hann var ágætur sundmaður.
Hann þorði ekki að synda
beint, því að hann óttaðist að
mennirnir í bátunum kynni að
sjá til sín vegna þess hvað
bjart var. Synti hann því í
stóran boga til þess að komast
að skipinu þeim megin sem
líklegt var að enginn maður
væri. Seinasta spölinn synti
hann þó í kafi til vonar og
vara, og komst að stefni skips-
ins.
Hann hafði ætlað sjer að
klífa upp akkerisfestina, en nú
sá hann að það mundi vera
mesta óráð, því að skipið sneri
stafni upp að hólmanum. En |
það virtist nú svo sem hvergi
væri fært upp á skipið annars
staðar. Hann svam nú aftur
með því, og enn var hamingj-
an honum hliðholl, því að aft-
arlega á skipinu hjekk kaðall
niður í sjó. Og þessi kaðall
hefði ekki getað verið á heppi-
legri stað. Sennilega hafði
hann verið skilinn eftir þegar
úlfurinn og fjelagar hans komu
um borð — skilinn eftir í ógáti
aðeins handa honum.
Nú heyrði hann glögt skrölt
ið í vindunni er hún hóf gullið
unp úr bátnum. Hann heyrði
líka fótatak á þilfari og
mannamál.
Hann las sig nú upp kaðal-
inn og gægðist varlega yfir
borðstokk skipsins, þar var eng
inn maður fyrir, en aftur hjá
vindunni sá hann nokkra menn
og hann sá kassa hangandi eins
og í lausu lofti. Mennimir
höfðu ekki hugann á öðru en
vinnu sinni. Helgi. snaraðist þá
yfir borðstokkinn. Gegnt hon-
um voru dyr og ^ar rauk hann
inn.
Hann staðnæmdist í dyrun-
um og gægðist út. Enginn hafði
tekið eftir hinum óboðna gesti.
— Alt í lagi ennþá, sagði
Helgi við sjálfan sig og brosti.
Og nú hefði jeg bráðum ráð á
gullirru.
Fram undan var stigi. Þar
fór hann niður og kom niður í
illa lýstan gang. Þar kom hik
á hann. Þetta var varasamur
staður. Ekki þurfti annað en
læsa hurðinni, og þá var hann
fangi. En hann hafði ekki lang
an tíma til umhugsunar.
Beint á móti honum var
hurð. Hann læddist yfir gang-
inn og tók varlega í snerilinn.
Hurðin var læst. Hvernig stóð
á því? Þetta var grunsamlegt
og Helgi hjet því með sjálfum
sjer að hann skyldi bráðum
komast þarna inn og sjá hvað
þar væri geymt. Nú hafði hann
engin áhöld til þess að opna
dyrnar. Hann var að hugsa um
að fara aftur í vjelarhúsið og
ná þar í eitthvert áhald, en í
sama bili heyrði hann fótatak
nálgast.
Skóhljóðið kom innan úr
ganginum. Helgi hörfaði upp í
stigann, en það var þó hættu-
legt, því að þar gat hann kró-
ast inni. En hann langaði nú
til þess að sjá hver væri þarna
á ferli á meðan allir áttu að
vinna að því að koma gullinu
um borð.
Það var Bloem. Hann kom
þarna með bakka í fanginu og
mat á honum. Helgi leit snöggv
ast aftur fyrir sig. Hann var
hræddur um að einhver kynni
að líta niður í uppgönguna. En
þar var enginn, og hann heyrði
ekkert. Allra snöggvast kom
það að honum að hlaupa upp
stigann. En hann hætti við það.
Það var ekki víst að betra tæki
við úti á þilfari. Hann langaði
líka til þess að sjá hvert Bloem
færi með matinn, því að hann
efaðist ekki um að úlfurinn
ætti að fá hann.
Helgi þrýsti sjer upp að
vegnum, viðbúinn að ráðast á
Bloem ef hann skyldi sjá sig.
En Bloem gekk rakleitt fram
hjá og að læstu dyrunum.
Nú lagði Bloem bakkann á
gólfið, dró lyklakippu upp úr
vasa sínum og opnaði dyrriar í
hálfa gátt. Það var Ijós þar
inni, en Helgi gat þó ekki sjeð
nema ofurlitla rönd af her-
berginu. Bloem laut niður til
þess að taka upp bakkann, og
í sama bili stökk Helgi á hann
ofan úr áttundu stigarim.
Helgi kom ofan á bakið og
mjóhrygginn á honum. Það
rumdi dálítið í Bloem, en kast-
ið á Helga var' svo mikið að
Bloem keyrðist niður í gólfið
og lamdist hausinn svo að hann
fjell í ómegin.
Dynkurinn af falli Bloems
var svo míkill að Helgi var
hræddur um að einhver hefði
heyrt hann. En um það var nú
ekki að tala. Hann greip í háls
málið á Bloem og dró hann inn
í herbergið. Svo þreif hann
bakkann, skelti hurðinni i lás
á eftir sjer. Alt þetta gerðist á
svipstundu.
Þegar Helgi rjetti úr sjer og
litaðist um, brá honum nokk-
uð. —
— Nei, komið þjer sælar,
Agatha frænka, sagði hann að-
eins.
Og Agatha frænka brosti
vandræðalega og sagði.
— Þjer eruð merkilegur mað
ur, Mr. Templar.
17. KAFLI.
Sjóræningjar.
Nú er að segja frá þeim Pat-
riciu og fjelögum hennar. Þau
syntu út að skipinu og komu
þangað rjett á eftir Helga. Þau
höfðu ætlað sjer að komast upp
á skipið eftir akkerisfestinni,
en sáu eins og hann að það
var mjög viðsjávert. Þau höfðu
verið lengi á leiðinni því að
Algy mátti varla á sig reyna
og var nú að þrotum kominn.
Patricia svam aftur með skip-
inu og rakst þá á sama kaðal-
inn, sem Helgi hafði notað. Sá
hún að það var eina leiðin til
uppgöngu á skipið og dró þá
með sjer þangað Orace og
Algy.
— Nú vantar ekki nema
herslumuninn, hvíslaði bún
lágt að Algy. En við verðum
að hraða okkur til þess að kom
ast einhvers staðar í skjól.
Hún kleif fimlega sem gam-
all sjómaður upp kaðalinn og
skygndist yfir öldustokkinn.
Þeir menn, sem sýnilegir voru
á skipniu, voru önnum kafnir
við það að koma kössum niður
í afturlestina. Hún sveiflaði
sjer yfir borðstokkinn og hljóp
í felur við yfirbygginguna. Um
leið og hún sneri sjer við sá
hún á kollinn á Algy og benti
hún honum að flýta sjer. Ein-
hvern veginn tókst honum að
komast upp á skipið og til
hennar. Orace var rjett á hæl-
unum á honum.
— Hvernig líður ykkur?
spurði Patricia. ,
— Alt í lagi, ungfrú, sagði
Orace. Mjer er auðvitað skratti
ilt í skakka fætinum, en það
gerir ekkert til.
-— Hvað segið þjer, Algy?
— Mjer þykir mjög fyrir
því, að hafa orðið ykkur til
trafala, sagði hann og átti þó
bágt með að tala vegna þess
hvað hann skalf mikið. En jeg
jarna mig bráðum. Jeg vildi
bara að jeg gæti náð í visky
frá úlfinum.
Patricia sneri sjer að Orace.
— Viljið þjer nú taka for-
ystuna nokkra stund? mælti
hún. Jeg er ókunn skipum.
Finnið þjer nú einhvern felu-
stað fyrir okkur.
— Hm. það er nú ekki hlaup
ið að bví á öðrum eins dalli,
sagði Orace. Jeg skal samt gá
að því hvort hjer er nokkur
yfirbygging fram á, ef yður er
þá ekki á móti skapi að liggja í
köðlum.
— Flýtið þjer yður, sagði
hún aðeins.
BEST 4F> AITGLVSA
1 ♦ TvrríRGTTVRi 4m\T
vtvtv
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS.
87.
Hvernig við hlupum við fót, þar til við fjellum niður af
preytu. Hvernig hryllilegar ófreskjur rjeðust á okkur. —
Hvernig við björguðumst úr heljarklóm svo geysistórra
ijóna og tígrisdýra, að stærstu dýr jarðar okkar yrðu eins
og dvergar við hlið þeirra.
Áfram hjeldum við eins hratt og við komumst, en það
eina, sem við hugsuðum um, var að komast eins langt frá
Phutru og mögulegt væri. Ghak var á leið með okkur til
síns eigin lands, landsins Sari. Ekkert benti enn til þess,
að okkur væri veitt eftirför, og þó vorum við vissir um,
að einhversstaðar að baki okkur komu Sagotharnir. Ghak
sagði okkur, að þeir gæfust aldrei upp við að leita uppi
strokufanga, þar til þeim hefði tekist að handsama þá, eða
verið hraktir á flótta af ofurefli liðs.
Eina von okkar, sagði hann, væri sú, að við næðum sam-
bandi við kynflokk hans, sem væri nógu öflugur í fjalla-
vígjum sínum, til að reka á flótta hvaða tölu Sagotha sem
væri.
Og að síðustu, eftir það, sem okkur fannst margir mán-
uðir, komum við að rótum fjalla Sarimanna Og á næstum
því sama augnabliki tilkynnti Toja, sem leit jafn oft
| aftur fyrir sig og fram á við, að hann hefði komið auga
á hóp manna langt fyrir aftan okkur. Þetta voru þeir, sem
sendir höfðu verið til að hafa hendur í hári okkar.
Jeg spurði Ghak, hvort við myndum komast það
snemma til Sari, að við mundum sleppa.
— Það getur verið, svaraði hann, en þú munt komast
að raun um það, að Sagothar geta farið ótrúlega hratt
yfir, og þar sem þeir virðast aldrei þreytast, eru þeir
eflaust enn mikið þróttmeiri en við. Þá . . .. hann þagnaði
og gaut augunum til Perrys.
Jeg vissi hvað hann átti við. Gamli maðurinn var kom-
inn að falli. Mestan tíma flótta okkar hafði ýmist Ghak
eða jeg stutt hann á göngunni. Þegar við slíka erfiðleika
var að etja, gat svo farið, að jafnvel menn, sem ekki kæm-
ust með jafn miklum hráða og Sagothar, gætu náð okkur,
áður en okkur tækist að klifra upp fjall það, sem nú var
framundan.
í matsölunni.
Ellefu menn borðuðu á sömu
matsölunni, en fæðið var bæði
illt og lítið. Húsmóðurinni
fanst samt kostgangarar sínir
átvögl hin mestu. Eitt sinn, er
t
ekkert var eftir á fátinu á
borðinu nema eitt kjötstykki,
slökknuðu ljósin skyndilega.
Þá skeði harmleikurinn. Ægi-
legt öskur heyrðist. — Þegar
ljósin höfðu verið kveikt aft-
ur skýrðist þetta. Kostgang-
ararnir og húsmóðirin höfðu
öll hugsað það sama. Hendur
konunnar voru klemdar utan
um kjötstykkið, en í þeim stóð
ellefu gaflar.
★
— Þú eltir mig ekki eins á
röndum núna eins og áður en
við giftumst.
— Ef til vill ekki, en hef-
irðu nokkurntíma sjeð mann
hlaupa á eftir strætisvagni,
þegar hann situr í honum.
'Ar
— Jeg heyrði einu sinni píanó
leikará leika, sem hafði aðeins
eina hönd.
— Það er ekkert merkilegt.
Jeg hefi oft heyrt söngvara
syngja, sem enga rödd hafa
haft.
é-
Georg* Washington ferðaðist
ekki mikið til útlanda. Eina
ferðin, sem hann tók sjer á
hendur var til Barbados í Vest-
ur-ndíum.
Nýr þjónn.
Sigurður var fastur gestur í
veitingahúsinu, og hann var
góður gestur. Sami þjónninn
afgreiddi hann altaf, og hann
fjekk góða drykkjupeninga.
Dag nokkurn afgreiddi þó nýr
1 þjónn Sigurð.
„Hvar er gamli þjónninn
minn?“ spurði Sigurður.
„Jeg vann yður af honum í
póker í gærkveldi“, var svar-
ið. —
Gæfa fylgir
trúlofunar
hnngunum
trá
Sigurþór
fteykjaník
liatnarstr. 4
Margar gerðir,
5endir ge<iT postkröfu hvsrt
á land sem er
Senriifl nAknrpmt mál —