Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 6
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. febr. 1947 - KOMA INCÓLFS B □ Framh. af bls. 1 ytri höfnina og lóðsbátur og tollbátur fara út. Aðeins 50—60 faðma frá Ing ólfi Arnarsyni, þar sem hann staðnæmdist á ytri höfninni, var skip á síldveiðum, nýbúið að kasta nótinni og voru skip- verjar að 'draga nótina inn. Byrjuðu þeir að háfa inn gott kast í sama mund og Ingólfur stöðvaðist. Var þetta skernti- leg aðkcma. Móttakan. Kl. stundvíslega 3V2 siglir Ingólfur Arnarson inn í höfn og legst við hafnargarðinn fyrir framan hafnarhúsið. Þar var mikill mannfjöldi saman kom- inn á uppfyllingunni, á nær- liggjandi skipum, á húsþökum og yfir höfuð hvar sern hægt var að fóta sig. Kl. 4 hófst móttökuathöfnin um borð í skipinu og var henni útvarpað. Fyrst ljek lúðrasveit Reykja víkur undir stjórn Albert Klahn minni Ingólfs: Lýsti sól, stjörnustól. Ræða sjávarútvegsmála- ráðherra. Þessu næst flutti Jóhann Þ. Jósepsson sjávarútvegsmála- ráðherra ræðu. Hann hóf mál sitt á þessa leið: „Þessi fagri febrúardagur markar tímamót í sögu ís- lenskrar stórútgerðar, og er merkisdagur í sögu þessarar þjóðar. í dag fagnar höfuðstaður landsins — fagnar þjóðin öll — komu þessa skips, sem er hið fyrsta af 32 samskonar botn- vörpuskipum, sem fyrverandi ríkisstjórn ákvað í ágústmán- uði 1945 að láta smíða fyrir Is- lendinga í breskum skipasmíða stöðvum. Vjer bjóðum hjer með skip og skipshöfn hjartanlega vel- komna heim“. Þvínæst rakti ráðherrann í stórurh dráttum aðdraganda togarakaupanna, sem var stærsti þátturinn í nýsköpun atvinnulífsins, sem fyrverandi ríkisstjórn beitti sjer fyrir. Þetta væri fyrsti togarinn af 32, sem Islendingar sömdu um smíði á í Bretlandi. Síðan sagði ráðherrann: ,,íslendingar. Old fram eftir öld bjuggu lands menn við skarðann hlut hvað skipakost snerti en sóttu samt fast sjóinn og færðu björg í bú. Skráðar eru sögur og þjóð- inni kunnar um dáðrakka drengi og hugumprúða, sem buðu höfuðskepnunum byrg- inn á opnu skipunum sínum á þeim tímum sem skáldið hafði í huga er kvað: Fljúga stórir út frá Eyjum áragammar á vastir framla innan frá lándi með öllum söndum út er róið á þrútinn sjóinn. Þótt mörg sje sagan kunn um baráttu og fórnfúst starf feðra vorra og þeirra feðra á þessu sviði eru þær þó fleiri, sem hann einn veit sem alt sjer og yfir öllu vakir. í dag minnumst vjer þeirra sem í því aldalanga stríði stóðu með þakklátum huga. Og þá ber osss líka að minn- ast þeirra stórhuga athafna- manna, sem á liðnum áratug- um hafa staðið í fylkingar- brjósti í sjávarútvegsmálum vorum, — þeirra, sem hófu þil- skipaútgerð og þeirra, sem síð- an rjeðust í það stórræði að kaupa gufutogara til .landsins, — ennfremur þeirra, sem bygt hafa upp vjelbátaútgerð lands- ins á hverjum stað. Við hvert framfaraspor í þessum efnum hefur stórhug- ur og bjarsýni athafnamanna lándsins verið að verki. En einkum og alveg sjer- staklega verða oss í dag hug- stæð afrek og fórnir sjómanna vorra, sem á undanförnum stríðs- og hættutímum öfluðu þjóðinni flestra þeirra gæða, sem hún nú nýtur, og þeirra verðmæta, sem hafa gert það fjárhagslega kleift að koma fótum undir nýsköpun atvinnu vega þjóðarinnar. Þegar vjer nú lítum þetta hið mikla og fríða skip, sem að bestu manna yfirsýn er talið standa í fremstu röð botnvörpu skipa, eins og þau gerast best ' meðal ’annara þjóða og jafnvel framar, er ánægjulegt til þess að hugsa, að á þessu og næsta ári á þjóðin von á því að eignast yfir 30 jafn mikil og góð skip, sem munu dreifast á helstu útgerðarstaðina hjer við 'land. Þessu skipi hafa forráða- menn höfuðstaðarins valið nafn landnámsmannsins giftu- ríka, sem trúði á handleiðslu æðri máttarvalda og reisti hjer bygðir og bú samkvæmt þeirri trú sinni. Megi gifta landnáms mannsins fylgja þessu fríða Skipi og hugarfar hans marka þau spor sem vjer stígum íil framfara og viðreisnar í þjóð- lífi voru“. I lok ræðu sinnar afhenti ráðherrann borgarstjóranum í Rcykjavík skipið til eignar og umráða til handa Reykjavíkur bæ. „Megi því jafnan vel farn- ast og verða landi og þjóð til bjargræðis og blessunar", sagði ráðherranm. LúðrasVeiíin ljek „Islands Hrafnistumenn“. Ræða borgarstjóra. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók næst til máls og birt- ist ræða hans hjer í heild: Reykvíkingar og aðrir á- heyrendur! I dag hefur mikill viðburð- ur gerst í sögu Reykjavikur og landsins alls. Fullkomnasta fiskiskip þjóðarinnar hefur lagst við landfestat á íslandi. Það er fyrsta skip hins fyrir- heitna lands nýsköpunar at- vinnulífsins og munu mörg eftir fara. Höfuðborg landsins á þetta skip og mun gera það út. Reykjavík, heimili þessa fyrsta landnema nýsköpunar- innar, Ingólfs Arnarsonar, eins og það var Reykjavík, sem var heimili og aðsetur fyrsta land- námsmannsins, Ingólfs Arnar- sonar. Fiskveiðar hafa lengst af ver ið undirstaða Reykjavíkur og aðalatvinnugrein. En tækin hafa tekið miklum breyting- um. Hinir opnu árabátar voru lengi lífsbjörg Reykjavíkur. — Siðar komu þilskip og loks tog arar. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr, eftir segl skipið vjelknúin skeið, yrkir Orn Arnarson. Þessar gjör- byltingar í útveginum hafa orðið á skömmum tíma. Og nú þegar ný atvinnubylting er hafin 'með komu nýtísku tog- arans Ingólfs Arnarsonar, hljótum vjer að minnast með virðingu og þökk brautryðjend ann^, hinna framtakssömu for- ystu- og athafnamanna, er skynjuðu andardrátt hinnar nýju tækni og færðu þannig þjóðinni aukinn afla og af- köst. Nú er nýr þáttur að hefjast í sögu íslenskrar útgerðar. Tog araflotinn er að endurnýjast. Til viðbótar.og í stað gamalla skipa koma nú þrír tugir nýrra og fullkominna botnvörpu- skipa. Þau verða hraðskreiðari og fengsælli en hin eldri, og hollari vistarverur fyrir sjé- mennina. — Þau eru atvinnu- leg og fjelagsleg framför. En það hefst ejnnig nyr þátt ur í sögu Reykjavíkur á marga lund. Þetta er til dæmis í fyrsta sinn, sem bæjarfjelagið sjálft ræðst í rekstur útgerðar. — Reynslan mun sýna, hvort sú tilhögun hentar betur eða verr. Skoðanir eru skiptar um ágæti opinbers atvinnureksturs. En það segi jeg óhikað, að megin- sjónarmið vort hlýtur að vera það, að fá aívinnutækin og halda þeim úti. Oskir allra flokka munu sameinast í því að árna hinni nýju bæjarútgerð Reykjavíkur heilla og vel- gengni. Forgöngumönnum bessá máls, fyrverandi ríkisstjórn og ný- byggingarráði, og ekki síst sjávarútvegsnefnd og útgerð- arráði Reykjavíkur, vil jeg flytja alúðar þakkir Reykja- víkurborgar. En það eitt er ekki nóg að eignast listaskip, sem líklegt er til mikilla afreka. Þótt tæknin muni komin á það stig að geta siglt mannlausum skipum eft- ir áætl.un, verða fiskveiðar ekki ennþá a. m. k. stundaðar án mannafla. Þjóð vor er svo lánsöm að eiga stóra stjett karl menna, sem sækja sjóinn fast og hræðast hvergi holskeflur Ægis eða dutlunga Ránar- dætra. Sjómenn Islands hafa sannað öllum heimi kjark sinn og karlmannslund á árum styrjaidarinnar. Þeir munu ekki reynast deigari á íímum heimsfriðar í glímu sinni við hafið. Þeir eiga kröfu til þess, að þjóðin búi þeim í hendur örugg skip með góðum aðbún- aði fyrir þá sjálfa. Skipið er tæki, fiskimaðurinn stjórnandi þess. Orn Arnarson segir í hinu snjalla sjómannakvæði sínu: Hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip, hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. Sjómartnastjettin mun færa björgin í grúrtn undir frámtíð- arhöll. - Fyrir eitt þúsund sjötíu og þrem árum nam Ingólfur Arn- arson land hjer í Reykjavík vegna þess að öndvegissúlur hans rak hjer að landi. Þetta glæsta skip er heitið eftir iand nemanum fyrsta. Það er önd- vegisskip íslenska fiskiflotans. Vjer berum nú. fram til for- sjónar vors fagra”lands þá ósk, að gifta fyigi nafní, og að far- sæld Ingóifs landnámsmanr.s svífi jafnan yfir vötnunum þar sem þetta skip leggur leið sína um. Fyrir hönd bæjarstjórnar og Reykjavíkurbórgar býð jeg Sveinn Benediktsson, Ingvar VilhjálmSoOn, Jón Áxel Pjet- ursson og Ingólfur Jónsson. Utgerðrrráð hefir kjörið þá Svein Benediktsson og Jón A. Pjeturscon til þess að annast framkvæmdarsíj órn bæj artogar onna fyrst um sinn. Skrifstofa útgerSarráðs cr í Hafnarhús- i:iu. Ráðgert er að Ingólfur Arn- arson fari á veiðar eftir 10 ciaga. Bræcslutæki verða sett í skipið hjer cg það búið til veiða aS. ö.'ru leyti. togarann Ingólf Arnarson vel- kominn og skipshöfn hans al’a og veiti honum viðtöku fyrir bæjarins hönd. Lúðrasveitin ljek: Þar forn- ar súlur flutu á land. Gísli Jónsson alþm., sem hef fr haft eftirlit með smíði skips ins talaði næst. Hann lýsti skipinu og er ræða hans birt á öðrum staS í blaðinu. Lúðrasveitin Ijek: Það laug- ast svölum úthafsöldum. Ræða forseta Áhiifn sklpsias. Þrettén mar.na áhöfn var á skipinu heim. Slcipsstjórinn er, sem kunnugt er, Hannes Páls- son. Aðrir skipsverjar voru: 1. vjelstjóri: Þorkell Sigurðs son. 1. stýrimaður: Loftur Júlíus son. 2. vjelstjóri Baldur Snælánd. | 2. stýrimaður: Gunnar Auð- unsson. BáísmaSur: Olafur Sigurðs- sor>. Matsveinn: Guðm. Marías- bæjarstjórnar. Að síðustu talaþi Guðmund- ur Ásbjörnsson forseti fcæjar- stjórnar. ,.Þaö varðar mest til allra orða, að undirstaðan rjett sje fundin“. Islendingum hættir við að vera ósammála um flest. Þó myndi það sameiginlegt álit flestra, að sjávarútvegurinn væri sú undirstaða, sem flestar framfarir og framkvæmdir voru reistar á hjer á landi. Við fögnum Ingólfi Arnar- syni, þessu fagra og glæsilega skipi. Það er trú okkar og cin- læg von, að hjer hafi verið vel og viturlega í haginn búið — Ræðumaður minti á hið gamla_ orðatiltæki sjómanna: Betur á bak, betur á stjór og báðir áfram. Tökum undir með gömlu sjómönnunum og drög- um ekki af okkur hvort sem við störfum á sjó eða landi. Að síðustu ljek lúðrasveitin ísland ögrum .skorið og þjóð- sönginn. son. Loftskeytrmaður: Ingólfur Friðbjarnarson. Kásetar: Jónatan Kristleifs- osn, Kári Gíslason og Leó Kristleifsson. Kyndarar: Ármann Brynj- ólsson og Linar M. Karlsson. I Farmur skipsins. Ingólfur Arnarson tók um 140 spnálestir af vörum í Hull til flutnings heim. Útvegaði Eimskipafjelag ís- lands skipinu flutninginn og sjer um afgreiðslu hans hjer. Sem tákn góðvildar til þessa fyrsta hinna nýju togara, læt- ur Eimskipafjelagið aðstoð sína í tje án nokkrar þókn- unar. ♦ 'Skipið íil sýnis í dag. I dag á almenningur þess kost að skoða skipið. Verður það til sýnis frá kl. 9—12 árd. og 1—7 síðd. Siglt út fyrir cyjar. Þegar móttökuathöfninni var lokið voru landfestar skipsins leystar og siglt út fyrir eyjar. Var margt boðsgesta innan- borðs. Skoðuðu menn skipið eftir því sem kostur var á, en veitingar (brauð og öl) voru framreiddar í binum rúmgóðu vistarverum skipsins. Reykjavíkur- íogararnir. Af þeim 32 togurum, sem samið var um smíði á í Eng- landi, var 15 úthlutað til Reykjavíkurbæjar og útgerð- arfyrirtækja í bænum. Af bess um 15 togurum keyptu ein- staklingár 5 í upphafi, en Reykjavíkurfcær 10, en bær- inn seldi aftur 5 til útgerðar- fyrirtækja í bænum. Bærinn sjálfur á því enn 5 togara, þrjá eimknúna og tvo dieseltógara. Sjerstakt útgerðarráð héfir yfirstjóm á rekstri bæjartog- aranna. Það skipa þessir ménn: Kjartan Thors, formaður, f? íSrinpns rr im j Kvenfjelagið Hringurinn hjelt j veglegt 40 ára afmæli sitt með * hófi í samkomuhúsinu hjer á surmudagskvöldið 16. febrúar. Fprmaður fjelagsins, fröken Anr.a Magnúsdóttir, setti hóf- ið og rakti sögu fjelagsins í stórum dráttum. Frú Sesselja Konráðsdóttir ,skólastjóri, flutti ræðu. en frú Valgerður Krist- jánsdóttir mintist ýmsra stunda úr lífi fjelagsins, á fyrri árum, | en hún hefir verið fjelagi | Hringsins frá stofnun hans. Frú | Kristín Þorvarðsdóttir las upp, kvennakór undir stjórn Bjarna j Andrjessonar söng nokkur lög, j og leikinn var smáþáttur „Fólk- ið í húsinu". Árni Helgason ílutti fjelaginu afmæliskveðju, en auk þess voru nokkur ávörp j flutt til fjelagsins og skeyti les- in. Síðan hófst dans. Skemtun þessi fór vel fram og var fjelaginu til verðugs sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.