Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBr AiJlÐ Þriðjudagur 17. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Áuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar- og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utan-lands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fögru 'skipi fagnað FYRSTI nýsköpunartogarinn er kominn til íslands. í gær renndi „Ingólfur Arnarson“ að bryggju í Reykjavík, fagurt skip og vel buið. Sannarlega er koma þessa skips einn mesti fagnaðar- atburður, sem gerst hefir í atvinnusögu íslendinga. Ing- olfur Arnarson er fullkomnasta fiskiskip, sem þessi þjóð hefir eignast og koma hans boðar annað og meira, komu þrjátíu skipa af sömu gerð til höfuðborgarinnar og flestra stærri verstöðva landsins. Það, sem er að gerast, er þetta: íslendingar eru að eignast ný skip af fullkomnustu gerð i stað hinna gömlu og úreltu, sem þeir hafa átt og sótt sjó á undanfarið. Framleiðslumöguleikar þjóðarinnar eru að batna og efnahagslegt öryggi hennar að aukast. Með Ingólfi Arnarsyni siglir nýr tími í höfn á íslandi. ★ En grundvöllurinn að komu þessa glæsilega skips til landsins, var ekki lagður daginn áður en það fekk land- sýn. Aðdragandinn að siglingu þess hingað hlaut að vera miklu *lengri. Rætur hans eru raktar til haustsins Í944, er ný ríkisstjórn tók við völdum, undir forsæti Ól- afs .Thors. Megintakmark og stefnumið þeirrar stjórnar var hagnýting þeirra innstæðna, sem landsmönnum höfðu safnast í erlendum gjaldeyri á stríðsárunum. — Stjórnin vildi koma í veg fyrir að það fje yrði að eyðslueyri sem hyrfi á nokkrum árurn án þess að aðstaða Isléndinga í lífsbaráttu þeirra yrði bætt. Þess vegna var það ákveðið að mikill hluti hinna ís- lensku gjaldeyrisinneigna skyldi settur á sjerstakari reikn- ing og honum aðeins ráðstafað til þess að kaupa fyrir framleiðslutæki inn í landið. Þetta er eitt mesta gæfuspor, sem nokkur íslensk rík- isstjórn hefir stigið. Þjóðin fylgdi þessari stefnu stjórnar- innar, hún vildi fá ný skip og bætt framleiðslutæki yfir- leitt. Aðeins örfáar hjárænur kurruðu afturhaídsmuldur út í horni. Það muldur er nú löngu þagnað. ★ Islenskir sjómenn taka nú að sigla hinum nýju skipum á miðin. Ingólfur Arnarson, sem ber heiti hins fyrsta ís- lenska landnámsmanns, föður Reykjavíkur, leggur fyr§t- ur úr höfn. Það er þjóðinni mikið fagnaðarefni að geta lagt sjómönnum sínum til ný og betri skip. Þeir eiga það sannarlega skilið. Á starfi þeirra byggist það að verulegu ieyti að fjárhagslegur grundvöllur skapaðist fyrir endur- nýjun togaraflotans. Starfi þeirra fylgja áfram sem hing- að til einlægar óskir allra landsmanna um velfarnað og blessun. íslenska þjóðin á mikið undir því komið, að rekst- ur hinna nýju skipa fari vel af stað ög verði arðgæfur og notadrjúgúr. ir Til þess er að lokum ástæða að óska Reykjavíkurbæ til hamingju með hið fagra skip, sem er fyrsti botnvörp- ungurinn, sem sjálft bæjarfjelagið gerir út. Með kaupum þess hefur Reykjavíkurbær togaraútgerð. í þessu sam- bandi má vekja athygli á þeim ummælum borgarstjóra, Gunnars Thoroddsen í ræðu hans í gær, að aðalatriðið væri að atvinnutækin væru til í bænum, en ekki hitt, hverjir rækju þau. Togaraútgerðin hefir á liðnum árum verið helsta lyftistöng Reykjavíkur. Það hlýtur hún einnig að yerða í framttíðinni, þótt fjölbreytni atvinnulífsins sje orðin meiri. -Framleiðslan, vinnan að sköpun verðmæta til útflutnings, hlýtur að verða framvegis, sem til þessa dags, hyrningarsteininn efnahagslegrar afkomu þjóðar- innar. Á þeirri staðreynd má þjóðin ekki missa sjónar. Tak- mark hennar getur aldrei orðið það að koma sjer hjá allri vinnu, heldur hitt, að skapa sjer sem best vinnuskilyrði og arðsmöguleika af starfi sínu. Með bættum framleiðslu- tækjum aukast þessir möguleikar. Sjómaðurinn fær hærri hlut, útgerðarmaðurinn og þjóðarbúið meiri arð. \hhverji íLri^ar. ÚE DAGLEGA LÍFINU Ingólfur Arnarson. NÁTTÚRAN TJALDAÐI sínu fegursía skrúði í gærdag. Glæsi legri móttökur var ekki hægt að veita hinu nýja skipi, tog- arum Ingólfi Arnarsyni,v er hann sigiöi í fyrsta sinn í heimahöfn sína. Dagurinn í gær — 17. febrú- ar — mun lengi verða talinn merkisdagur í sögu höfuðstað- arins og sögu íslensk sjávarút- vegs. Fyrsti nýbj^ggingar tog- arinn er'kominn í höín. Glæsi- legt skip, búið bestu tækjurn og fullkomnustu, sem mann- vitið hefir fundið upp. Það er vel við eigandi að þetta fyrsta skip beri nafn lannámsmanns- ins, Ingólfs Arnarsonar. Með kcrnu hinna nýju íiski- skipa hefst nýtt tírnabil í sögu þjóðarinnar og rniklar vonir eru tengdar við þau glæsilegu tæki, sem þjóðinni eru fengin í hendur til framleiðslunnar. Margt verður skrifað um þetta skip og margt sagt á öðr- um vettvangi og því ekki þörf að ræða hjer meira um Ingólf Arnarson að sinni. Allar bestu hamingjuóskir fylgja skipinu er það nú legg- ur upp í veiðiferðir sínar til að flytja björg í bú. íslendingar mega með rjettu vera hreyknir af hinu glæsilega fleyi og þgim hraustu og glæsilegu sjómörm- um, sem manna það. Heill og hamingja fylgi Ing- ólfi Arnarsyni og skipshöfn hans. Tvent er nauðsynlegt. UMFERÐAMÁLIN í bænum eru mál málanna hjá flesturn, bæði fótgangandi og hinum, sem ckutækjum stjórna. Það +----------—■—-------—------ veltur á syo miklu að þeim málum sje vel hagað, að menn þreytrst seint á að ræða þau. Og eir.s og er þá er það fyrst og frernst tvent sem er nauð- legt að gert sje. Annað er að leyst sje úr bílastæðavandræð- unum, en hitt " er að komið verði upp umferðarljósmerkj- um á nokknem helstu götunum í fcænum. Erfiðleikana í bílstæðamál- unum sjá allir, sem um götur bæjarins fara. I miðbænum og raunar víða, er orðið svö þröngt vegna tifreiða, sem standa beggja.vegna við og á gang- stjettunum, að til stórvand- ræða hefir horft lengi. Það yerður erfitt að leysa vel úr þessum e'rfiðleikum, en verk- fræcingar bæjarins og lögregl- an verða að finna leiðir út úr ógöngunum og það hið fyrsta, því ástandið versnar með hverjum deginum sem líður því alltaf bætist við bifreiða- eign bcejarbúa. Umferðarliósin. UM UMFERÐARLJÓSMERK IN er það að segja, að það er blátt áfram furðulegt að ekki skuli komið upp Ijósmerkjum við krossgötur á helstu umferð j aræðunum. Eins og er hafa lögreglu-1 þjónar þann starfa stuttan tíma einu sinni eða tvisvar á dag, að, stjórna umferðinni með hand- ; bendir.gum og við og við hafa þeir með sjer magna og hátal- ara til að kalla á vegfarendur og leiobeina þeim. Þykir þetta hin besta skemtun, því oft hóp ats fólk saman á götuhornum til að heyra lögregluþjónana kalla: ,,Þjer þarna á rauðu káp unni, farið ekki yfir götuna!'1 Það er líklegt, að það gangi seint að kenna fólki umferðar- reglu.r mcð þessum hætti. En ef umferðarljósmerki yrðu sett myndp menn brátt læra, hve- nær þeir mega fara yíir göt- urnar, en .umferð cll myndi af sjálfu sjer fara eftir föstum reglum. Þao ætti ekki að tefja lengur að korha þessum Ijósmerkjum upp, það er nauðsyn. Öskudagsólæti. GSKUDAGURINN er á morgun. Nokkur undanfarin ár hefir hann orðið að allmikl- um ólátadegi hjer . í bænum. Svona hálfgildings gamlárs- dagur. Unglingar hafa farið í hópum um göturnar rneð ærsl- um og prakkarastrikum. Þeir hafa ekki látið sjer nægja, að leika sjer með öskupoka, að gömlum og 'góðum ísienskum sið, heldur verið með prjóna og stungið vegfarendur eða spjöld sem allskonar óþokkalegar setningar hafa verið skrifaðar á. Spjöldin hafa unglingarnir svo hengt á folk og haft gam- an af þessum strákapörum. Annar siður og öllu skemti- legri, því hann er græskulaust gaman,. hefir tíðkast í skólum bæjarins, en það er að stúlkur hafa klæðst íslenskum búning og piltar set á sig stífaða flibba og fengið að láni pípuhatta til að sporta sig ’með og sýna sig og sjá aðrá -á götunum. Vonandi að strákapörin end urtaki sig ekki ájnorgun hjer í bænum. Það - er hægt að skemta sjer vel án þeirra. MEÐAL ANNARA ORÐA T Jæja. — Hvernig kantu við t nýju stjórnina, sagð Sigurður vinur minn á Vesturgötunni, | er hann kom snöggvast til mín í gær. Það er a. m. k. þetta gott við hennar tilkomu, bætir hann við, að nú er komin þingræðis- stjórn í landinu, og hægt að ganga frá fjáriögum og gera allar þær ráðstafanir er gera þarf í þjóðfjelaginu. s — Stjórnin verður dæmd af verkum sínum eins og aðrar stjórnir. — Já. Ætli ekki það,. segir Sigurður. En hvernig er þetta j með Tímann og Framsókhar- flokkinn? Manni skiist að þeir,: sem Tímanum stjóina sjeu á-.j líka óánægðir með þessa stjórn eins og þegar þeir ruku 1 út um alt land haustið 1944, til j þess að rægja fyrverandi stjórn, áður en hún var tekin til starfa. — Ekki segi jeg það. En vissulega er urgur í Tíma- mönnum. — Hvað baggar þeim, held- urðu? — Ekki er hægt að skilja önuglyndi Tímsns þessa daga á annan veg en að þar komf fram óánægja Hermanns Jón- assonar út af því, að hann er utan við. Þa# er eins og fóstri hans Jónas segir. Hánn er far- inn að trúa því að honum cg engum öðru.m væri ætlað af forsjóninni, að stjórna land- inu. — Stóð honum ekki til boða að fara í stjórn Stefáns Jó- hanns, ef hann hefði viljað? —- Veistu það ekki? Hann vildi svara Stefáni á sama hátt og kcmmúnistar gerðu. Þ. e. a. s. neita gersamlega að tala við hann. — Ög samt samþykkir Fram scknarflokkurinn að taka þá:tt í stjórn Stefáns Jóhanns. — Já, já. Eða hefir þú ekki heyrt hvaða viðkvæði heyrist nú meðal Framsóknarmanna út um land, þegar minst er á ílokksforystu þeirra. Að Her- mann sje engin foringi. Það getur orðið æði þreytandi fyrir jafnvel gallharða Framsóknar menn, að hafa flokksformann, sem hefir ekki nema einn punkt á stefnuskrá sinni, og það er að verða sjálfur for- sætisráðherra. — Hvernig hugsaði liann sjer það í þetta srnn? — Að mynda hina svoköll- uðu „vinstri“ stjórn. Hún hefði að vísu orðið nokkuð „broguð‘fc Með Framsókn í broddi fylk- ingar, höfuðandstæðing eða rjettara sagt einu andstöðu gegn nýsköpun atvinnuveg- anna í broddi fylkingar. — Var Hermann svona gír- úgur í að véra með kommún- ictum í stjórn? Hann hefir þó í tvö ár hamast á móti Sjálf- stæðisflokknum fyrir að hafa samvinnu við þann flokk. — Já, víst. En hann tekur það ekki svo alvarlega. Manni skilst að hann líta svo á, að það sem hann segir og það sem hann vill, það eigi áð vera lög fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefir komið fyrir áður í flokki þeim, að formaður flokksins hefir ætlað sjer að láta vilja sinn vera lög og ófrávíkjan- legar reglur fyrir alla flokks- mennina. Nú er það Hermann Jónasson, sem ætlar eða ætl- aði, að leika hinn sama leik. Og hefir þó fyrir sjer hvernig fór fyrir fyrirrennara hans. Þó mikið fráhvarf hafi orðið frá Framsóknarílokknum síðustu missiri, þá er mikið eftir af sama fólki í flokknum, sem áð- ur var þar, er kann ekki við, þolir ekki, og lætur ekki bjóða sjer einræðisvald frá hendi flokksformannsins. — Heldur þú þá að komin sje einhver sprunga í vinskap- inn milli Ilermanns Jónasson- ar og Eysteins Jónssona’r milli flokksformannsins og formanns þingflokksins? — Jeg segi ekkert um það, af þeirri einföldu ástæðu, að jeg veit ekkért um það. En hver getur reiknað það út, eins og honum þykir líklegast. ★ Með það fór Sigurður heim til sín, til þess að reikna það dæmi eftir sínu höfði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.