Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. mars 1947. Hefur ultuf litið björtum uugum ú tilverunu SIGURÐUR Björnsson fyrv. brunamálastjóri á áttræðisaf- mæli í dag. Það vissi jeg fyrst um Sigurð, að hann Ýar einn af eftirlætis- lærisveinum foður míns í Möðruvallaskóla. Þegar jeg heimsótti hann, til þess að fá hann til að segja mjer sitt af hverju frá æfi sinni, þá var það eitt hið fyrsta, sem jeg rak augun í, þegar inn kom í stofu hans: Mynd af kennurum og lærisveinum Möðruvalla- skóla vorið 1890. Hann kom að Möðruvöllum haustið 1888. Við erum þarna fimm á myndinni, sem endurreistum skólann það haust, segir hann. . Jeg áttaði mig ekki strax á því, hvað hann átti við og spyr því. Við vorum ekki fleiri í skól- anum fyrri veturinn minn, seg- ir hann. Því enginn nýsveinn kom þangað haustið 1887, nema faðir þinn, sem kennari, eins og þú kannast við. Næsta haust komu þeir svo einir tuttugu. Hvaðan komst þú, er þú komst til Möðruvalla, spyr jeg Sigurð. Jeg kom vestan úr Skaga- firði, var þar heimilislaus að heita mátti eins og kóngsins lausamaður. ^jeri hjer fyrir sunnan veturinn áður. Var á vetrarvertíðinni suður á Vatns- leysuströnd, en á vorvertíð var jeg hjerna hjá Jóni í Hlíðar- húsum. Komst þú gangandi alla leið xiorðan úr Skagafirði? Jeg held nú það. Við komum margir, gangandi báðar leiðir. Við vorum tveir samferða norð- ur um Jónsmessuna, " viku á leiðinni, sváfum úti á daginn, en gengum á nóttunni. Jafnvit- lausir báðir. — Oðum árnar, aema Blöndu. Fengum ferju í Finnstungu. Komum heim á bæi á kvöldin og fengum mjólk að drekka, en höfðum nesti með okkur, ef nesti skyldi kalla. Hvað fekkstu upp úr vertíð- inni? Jeg hafði 35 krónur upp úr hverri vertíð og þótti gott. Ekki ráðinn upp á hlut? Nei, úpp á fast kaup. — Um sumarið var jeg svo í kaupa- vinnu hjá Jóni bónda á Hjalta- stöðum, sem oft var kallaður Veðramóts-Jón. Fekk 100 kr. þar. Hafði 170 krónur til þess að leggja með mjer á Möðru- völlum. Þetta var byrjunin að gæfu minni og gengi. Hvað varð til þess, að þú fórst að Möðruvöllum? Jeg var lengi búinn að hugsa mjer það. En hafði ekki efni á því fyrr. Vann hjá móður minni sem var orðin ekkja í annað sinn. Hún bjó að Skúfi í Norð- urárdal. Var það ekki jörðin, sem Val- týr Guðmundsson átti, og seld var, til þess að hann gæti kost- að sig til undirbúningsnáms undir skóla? Jú, einmitt. Jeg man vel eftir honum, er hann var lausamað- ur eða í vinnumensku upp í Hallárdal. Hann var alltaf ákaf lega fátæklega búinn. Það var mikið hvað hann komst áfram. Ekki var því spáð á þeim árum að hann ætti eftir að verða há- Samtal við Sigurð Björnsson áttræðan skólakennari. Hann var ekki mikið gefinn fyrir erfiðisvinnu. Allur í bókunum. Hvert fórst þú frá Möðruvöll um? * Vestur í Skagafjörð. Var þar fyrst á vegum bróður míns, sr. Árna prófasts. Hann bjó að Fagranesi, uns kirkja var bygð á Sauðárkróki 1893. Fyrstu 3 veturna, var jeg farkennari í Skarðs- og Skefilsstaðahreppi. Síðan kennari við barnaskólann á Sauðárkróki í 2 vetur. Og á sumrin? Þá stundaði jeg heyskap og sjóróðra, og hvað sem fyrir kom. Var t. d. 3 vertíðir í Drang ey. Fór ekki illa um ykkur ver- menn þar? Maður var ekkert að hugsa um það.Við gerðum okkur grjót byrgi úr mölinni suðaustur und ir bjarginu. Þau voru hlaðin úr fjörugrjóti. Sumstaðar hægt að stinga han^leggjunum út um veggina. Og' segl yfir. Hve há? Maður gat staðið hálfboginn undir seglinu. En þar var lítið staðið. Við lágum út af þeg- ar við mötuðumst, og drukkum kaffi á eftir. Það var gaman alt saman. Stunduðuð þið veiði í bjarg- inu samtímis róðrunum? Uss nei. Veiddum bará fugl- inn á fleka í hrosshárssnörur. Vertíðin stóð yfir frá kross- messu og þetta 4—5 vikur. —■ Þarna voru um 40 bátar. Hrundi ekki stundum úr bjarginu yfir ykkur? Ekki til skaða þau vor, sem jeg var þarna. En jeg man að frá því var sagt, að menn hefðu fengið þar steina í höfuðið, og steindrepist. Því hæðin er svo mikil. Jeg var á Sauðárkróki til ársins 1898, síðustu árin hjá Stefáni Jónssyni faktor við Gránufjelagsverslunina. — En fór svo til Húsavíkur. Hvað kom til að þú fórst þangað? Ætli það hafi ekki verið til þess að vera sem næst Laxa- mýri. Nú. Þú giftist ekki meðan þú varst á Sauðárkróki? Nei. Konan mín heitin var einn vetrartíma hjá Systur sinni og mági sr. Árna á Sauðárkróki og þar hittumst við fyrst Snjó- laug mín og jeg. En við giftum okkur vorið 1899. Þá var jeg verslunarmaður við verslun Örum & Wulfs á Húsavík. Það hefir verið mikið og skemtilegt heimili á Laxamýri í þá daga. Það mátti segja. Myndar- og höfðingsskapur á öllu og margt af skemtilegu fólki. Jóhann hefir þá verið farinn að heiman? Já. En jeg kyntist honum á Sauðárkróki, því hann lærði undir skóla hjá Árna bróður mínum. Hann var þá 15 ára. Hann var fjörugur unglingur, sítalandi. Sögurnar, sem hann sagði manni voru svo skemti- legar og skáldlegar. — Maður þreyttist aldrei á að heyra hann tala um allt milli himins og Sigurður Björnsson . jarðar. Hann var ljettur í lund þessi árin og allra mesti náms- hestur. Hann var yngstur Laxa- mýrarsystkinanna, en Snjólaug mín næstyngst. Svo er það árið 1901 sem við hjónin flytjum frá Húsa- vík hingað til Reykjavíkur. Þá keypti jeg húsið Laugaveg 27 og byrja hjer verslun. Einar Bene- diktsson var milligöngumaður við þau kaup. Sigurjón á Laxa- mýri tengdafaðir minn hafði vís að mjer á Einar mjer til ráð- leggingar. Þeir þektust að norð an. Húsið kostaði 10 þúsundv Jeg vissi ekki betur en Einar fengi umboðslaun hjá seljanda. En hann vildi líka fá umboðs- laun hjá mjer. Jeg ljet það gott heita. Átti 1000 krónur upp í húsverðið. Og nú skyldi byrja verslun. En rekstursfje átti jeg ekki neitt. Jón Magnússon var þá umboðsmaður Vídalíns kaup- manns. Jeg fór til Jóns. Hann útvegaði mjer 500 króna vöru- lán hjá Vídalín. Hvernig gekk svo verslunin? Vel. Maður fekk talsvert af vörum fyrir 500 krónur í þá daga. Eftir 6 mánuði kom svo Jón, og sagði að nú vildi Vída- lín fá sínar' 500 krónur. — Og hann fekk þær. Eftir 2 ár seldi jeg svo húsið fyrir 11 þúsund. Þá þóttist jeg vera orðinn stórríkur, með sama sem 2000 krónur í hönd- unum. Og alt blessaðist vel? Já. Það mátti segja. ^að hef- ir yfirleitt alt blessast vel fyrir mjer, sem jeg hefi fengist við. Þó ekkert eins og kvonfangið. Hún Snjólaug mín var hin prýði legasta kona í alla staði. Árlð 1906 bygði jeg svo Grett isgötu 38. Þar bjuggum við ý 24 ár. Það voru blómaár æfinn- ar. Þar ólum við upp okkar 6 börn, en tvö mistum við, hið elsta og hið yngsta. Það voru drengir. Og 16 ár var jeg hjer við verslun. Þangað til jeg fór í þjónustu bæjarins. Það var á stríðsárunum fyrri, í janúar 1916. Fyrsta verk mitt í þjón- ustu bæjarins, var að útbýta kolum. Þa var hjer eldsneytis- skortur, og bærinn tók til sín þær kolabirgðir er hjer voru, og skifti þeim á milli fólks. í apríl sama ár byrjaði alls-. herjar skömtun á matvörum, og eldsneyti. • Var jeg fenginn til þess að vera framkvæmdastjóri fyrir þeirri skömtun. Á Alþingi 1917 voru sett lög um bjargráðanefndir í öllum kaupstöðum og sveitum.— Var jeg framkvæmdastjóri fyrir nefndina hjer. Þar kom margt til greina, urðu mikil viðskifti. Bærinn keypti mikla matvöru, rúgmjól og hveiti, og margt annað, og hafði stór vöru- geymsluhús hjer við höfnina. Var matvaran skömtuð eftir vissum reglum. Lengi vel fengust ekki hrís- grjón, En loksins náði kaupmað ur einn í 1000 sekki. Það þótti almennipgi óálitleg vara. Grjón in voru mjög misstór og blökk að lit. Voru kölluð „mulin jap- önsk“ grjón. Sekkurinn kostaði 100 krónur. — Jeg þóttist góður, þegar jeg gat selt Þór- halli Daníelssyni 5 síðustu pok- ana. Það var seint á árinu 1919. I eldsneytisvandræðunum fengum við Tjörnneskol til út- hlutunar. Og brennsluspritt. Kolin þóttu vond og voru vond. Fólki líkaði þau ekki. Og það var ekki von. En aftur á móti var áköf aðsókn í brennslu- spíritusinn. Þetta var á bann- árunum. Jeg var stundum al- veg ráðalaus með þá, sem á- kafastir voru í cogesinn. Fór til Klemensar Jónssonar. Hann var formaður bjargráðanefnd- arinnar, spurði hann, hvað jeg ætti að gera við þá sem aldrei ljetu mig í friði fyrir því að þeir vildu fá seðla út á coges. Annað hvort er maður í bjarg- ráðanefnd eða maður er það ekki, sagði hann, og það e'r vit að mál, að sumir merin geta ekki án þessa verið. Þjer látið þá hafa það sem þeir þurfa, svo þjer hafið frið. Svo var það mórinn. Hann var tekinn upp árl. 1916-1918. Og seldur fyrir 100 krónuj; tonnið. Hann var ekki góður. — Blautur? — Allavega ekki góður. En hann seldist á endanum. Og skuldlaust fór bærinn út 'úr öllu saman. En sá síðasti gekk ekki út fyr en í febrúar 1920. — Svo varðst þú brunamálai stjóri í bænum? — Fyrsta apríl árið 1920, þeg ar alt stríðsástand var hjer úti í það sinn. Hafði það sem auka starf til ársins 1924, en síðan aðalstarf, fram til ársins 1939, að það var lagt niður. Síðan hefi jeg verið starfsmaður hjá Sjóvátryggingarfjelaginu. — Jeg hefi alveg gleymt að spyrja þig að því, hvar þú erti fæddur. — Það skiftir engu máli. En jeg er fæddur að Tjörn í Nesj- um í Vindhælishreppi í Húna- vatnssýslu. Þeir voru bræður faðir minn og Árni bóndi í Höfnum, en móðir mín, Elín Jónsdóttir var ættuð frá Eyr- arbakka. Síðan kvaddi jeg þenna átt- ræða, skrafhreifa og glaðværá mann, með þeim ásetningi, að heimsækja hamyaftur, og heyra meira frá því sem á daga han3 hefir drifið. En Snjólaug dótt- ir hans bað mig að minnasíi þess hve ljettur hann hefir ver ið í lund alla daga, og hve alfi hefir gengið vel fyrir honum, vegna þess að hann hefur á- valt verið í góðu skapi, og horft björtum augum á tilveruna. En hún sagði ekkert frá því, hvern þátt börn hans og tengda börn hafa lagt til gleði hans.. V. St. ’ Fluglysið Framh. af bls. 1 En Magnús Halldórsson og eins frú Guðrún Árnadóttir höfðu náð taki á flugvjelinni, nálægt dyrunum og hjeldu sjer þar. Er blaðið átti tal við Eið Sig urðsson í gærkvöldi til þess að spyrja hann um nánari atvik að slysinu, skýrði hann m.a. svo frá að greiðlega hefði geng ið fyrir þeim tveim, sem í bátn um voru að bjarga þeim, sem komist höfðu út úr vjelinni. — Gerði hann ráð fyrir að liðið hefðu um 15—20 mínútur frá því að flugvjelin hrapaði þang að til að þeir höfðu náð fólk- inu í bátinn. En að því búnu taldi hann að ekkert viðlit hefði verið að bjarga þeim, sem inni í flugvjelinni voru. Því að flugvjelin var þá fyrir löngu full af sjó og sennilega að farþegarnir hafi aldrei los- að sig úr sætisböndunum, sem spent voru um þá er flugvjelin skyldi hefja sig til flugs. • — - TT Hvernig komust þeir út? Ekki er hægt að gera sjer grein fyrir því hvernig þeir komust út úr vjelinni, sem björguðust. Eiður sagði blað- inu, að Benedikt Gíslason hefðl sagt sjeir, að hann hefði orðið þess var að flugvjelin fór að hallast ískyggilega mikið, þá sagt sjer, að er hann hefði orðið losað ólina, sem hann var bund inn með í sæti sitt. En hann hafði enga hugmynd um hvern ig hann komst út úr flugvjel- inni. Er Eiður og Aðalsteinn voru komnir með fólkið í land hlupu aðrir menn út í bátinn til þesg að róa út að flugvjelarflakinu og freista að ná þeim, sem þar voru ^ftir. En þeir voru ekkl komnir nema skamt frá landl er þeir sáu að flugvjelarílakið sökk. Óvíst var talið er í land kom hvort María heitin væri lífs eða liðin. Hóf hjeraðslæknii; þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur. Guðrún Ámadóttir, kona hjeraðslækn- isins var handleggsbrotin. En flugmaður, talsvert særður á höfði. Benedikt ^ar ósár. •—• Magnús Ketilsson var lítils háttar meiddur. Skýrði læknirinn blaðinu svQ frá í gærkvöldi, að þeim, sem meiddust liði bærilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.