Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 7
Fö'sludagiir 14. mars 1947. M'ORGUN'BL AÐIÖ 7 Hagfræðingabókin Framh. af bls. 6 að hafa forgöngu um fram- kv. allar, og verða borgar-1 arnir að biðja móður ríki um leyfi, ef þeir vilja reisa þak yfir liöfuðið. Eg legg ekki dóm á réttmæti eða viturleik þessa. Hitt er augljóst, að er horfið verður að sMkum ráðum, er hag kerfi okkar ekki lengur frjálst, en við komnir inn á braut % kommúnisma og / eða fasc-. jsma. Að svo miklu leyti sem eigna- könnun er ætlað að minka fjár- ráð manna og þannig draga úr eftirspurn varnings og vinnu- afls, er hún spor í rjetta átt. En gæta verður þess, að slík áhrif hefir hún aðeins, svo fremi að ríkisvaldið taki fje það, er á þennan hátt kann að Verða innheimt, úr umferð sem sakir standa og meðan atvinna er næg. Hins vegar leikur lítill vafi á því, að flestar aðferðir myndu héppilegri í þessu augnamiði en einmitt eignakönnun. Það eru ekki eignir manna, íbúðir, hús- gögn, skip, verksmiðjur, kvik- fje o. s. frv., sem ógna verðlagi og kaupgjaldi, heldur pening- arnir, sem fólk hefir í fórum sín- um og á eftir að eyða. Ef við viljum minka þensluna á vöru- og vinnumarkaðinum, verðum við að ná tökum á þessu fje. En alls engin vissa er fyrir því, að það sje í höndum „eigna- manna“. Það ér kunnara en frá þurfi að 'segja, að bæði fasteign- ir og atvinnutæki hafa verið keypt dýru verði undanfarið, og eru margir, ef til vill flestir, sem ráðist 'hafa í slík kaup, skuld- um vafriir. Svo sem fyr segir, virðast l'íkur til, að dýrtíðin sje að nálgast hámarkið, og þá eru það þessir nienn, sem verða harðast úti. Þegar kaupgeta tek- ur að þverra og verðlag að rjena, veitist þeim örðugra að standast skuldbindingar sínar. Bankarnir reyna að tryggja að- stöðu sína með innköllun lána, eða synjun um endurnýjun, og eykur það á örðugleikana. (Þessa hefir þegar orðið vart hjer á landi). Ef við þetta eiga að bætast stórfelldfW' skatta- kvaðir á hendur,þessum mönn- um undir yfirskyni svonefndrar eignakönnunar, er hætt við, að nauðungarsala og gjaldþrot verði daglegir viðburðir og hrun skelli yfir. Peningana verður að taka þar, sem beir eru) og af þeim, sem gjaldþol hafa. Ef við vilj- um ná þeim með sleöttum, ber fyrst og fremst að nota tekju- skattinn (progressive ineome tax), en síst af öllu eignaskatt- inn. Ef við lítum á siðferðishlið eignakönnutiar og eignaskatts, mælir og margt gegn því, að þeir menn sjeu krafnir skulda, sem hafa verið ráðdeildarsamir og varið fje sínu í nytsöm kaup og framk\*æmdir hjer heima, en hinum sleppt, sem hafa sólund- að „stríðsgróðanum" eða komið honum undan til annara landa. Stórum auðveldari og hættu- minpi aðferð a"ð minka evðslu- fje manna væri að sjál.fsögðu út- gáfa nýrra seðla og innheimta þeirra eldri. Til mála gæti kom- ið að innheimta aðeins 100 krónu og 500 krónu seðla og greiða gegn 100 krónu seðlun- um t. d. 75 krónur og, gegn 500 krónu seðlunum t. d. 250 krón- ur af hinum nýju. Þessi aðferð var höfð í Belgíu og reyndist vel, enda kom í ljós, að þeir, er höíðu fje í handraðanum (hoards), áttu einkum stærri seðlana, en hinir, er höfðu fje að eins eftir þörfum, smærri seðl- ana, og bitnaði innheimtan þannig ekki á hinum síðar- nefndu. Fé það, sem þannig \Trði innheimt og dregið úr um- ferð, ætti að endurgreiða hlut- aðeigendum síðar, þegar aðstæð ur leyfa. Gegn innheimtu skatta aftur í tímann, slíkri sem ætluð er með eignakönnuninni, mæla mörg og þung rök. Ekki hefir verið skorið úr um það, hvort hún er blátt áfram samrýman- leg stjórnarskránni. Víst er, að ef ríki og bæjarfjélög fá ó- bundnar hendur um slíka inn- heimtu, er unt að sprengja gjaldþol hvers manns og hneppa í varðhald. Þeim, sem falið er að framkvæma skattalögin, ber að sjálfs'ögðu að gera það á hverjum tíina, en vanræksla þeirra í ár á ekki að bitna á þjóðinni síðar. Höfuð-ókostur innheimtu skatta aftur í tímann er þó ef til vili, að hún skapar óvissu og svartsýni meðal athafna- manna. Þeir vita ekki, hvað þeir mega í dag, því að skatthcimt- an kann að taka úpp nýmæli á rnorgun. Fjórmenningarnir virð- ast því miður gera sjer ónóga grein fyrir sálarfræði viðskiftá- lífsins (business psychology). Þegar þeir ræða um atvinnu- rekendur, virða.st þeir hafa í huga skákpeð, senl færa má til á taflborðinu eftir vild. Ef til vill hafa þeir og of litla samúð með þessari stjett manna, sem hagur þjóðsrinnar er þó svo mjög kominn undir. Önnur ctriSi. Onnur ráð hagfræðíriganna tel jeg litla þörf að ræða. Þau fjalla um minniháttar fyrir- brigði verðbólgúnnár, svo sem fjárflótta, sein myndu hverfa jafn skjótt og dýrtíðarvanda- málið væri leyst. Megin-villan virðist sú, að liöfundunum er frá byrjun of starsýnt á minkun gjaldeyris- innstæðna. Þeir taka sjónarmið niðurskurðarmannsins, en hirða ekki sem skyldi um afleiðingar. Þeir gefa lítinn gaum hinni já- kvæðu hlið, öflun gjaldeyris- tekna, og missa þannig sjónar á kjarna málsins, dýrtíðarvanda- málinu, hvernig það verði leyst, svo að útflutningsframleiðslan megi blómgast á ný. Um bókina í heild má segja, að hún er vel skrifuð og geymir ótrúlega mikinn fróðleik, þcgar gætt er, hve lítinn tíma fjór- menningarnir höfðu til umráða. T?ó 'ér henni injög ábótavant að því levti. að einu veigamesta at- riði vandamálsins er sleppt, ]>. e. þætti bankanna í dýrtíðinni. Það er vitað, að engin verðbólga getur orðið, nema bankarnir auki fjárstrauminn (supply of money), en mig skortir kunnug- leika til að segja, hvort láná- starfsemi þeirra og seðlaútgáfan hefir beinlínis ör.fað dýrtíðma. Bankarnir hafa kippt mjög að sjer hendinpi um lánveitingar i seinni tíð. Mín skoðun er sii. að þessi samdráttur sje mei'ra en nægur til að hefta frekari verð- þenslu. Því er allt tal um éigna- könnun og skattabvrðar í ratin rjettri hjegómi. Ef bankarnir halda fast við stefnu sína. verð- ur ríkisvaldið áður en mjög, langt um líður að lœkka skatta og hefja atvinnuframkvæmdir, svo að hruni og krcppu verði af- stýrt. Um bók Torfa Ásgeirssonar og Jónasar H. Haralz vil jeg' segja, að hún er, einkum fyrri hlutiun. betur samin og betur hugsuð. Þó er fjarri því, að jcg sje sammáhi niðurstöðum henn- ar. Slíkt er og ef til vill ckki að furða, því að höfundarnir kveð- ast vera „vísvitandi hlutdrægir“ (bls. 6). Ekki veit jcg, hyort Jónas H. Haralz hefir ákveðið að gerast hlutlaus, þegar hann settist nið- ur með hirium þrem og tók að semja „Álitið“. Víst er um það, að fágætt er, ef til vill einsdæmi, að svo ósamstæður hópur manna. skrifi nöfn sín undir einu og sörnu skoðunina. Mjög iík- legt er, að einhver höfundanna, ef tE vill allir, hafi orðið að ,,slá af“ skoðunum sínum. Slíkt rýr- ir gildi bókarinnar, og orkáí- tví- mælis, hvort unt er að taka hana alvarlega. Það hefði verið vísindalegra, cf hver hefði skil- að sinni greinargerð, eða að skoðanamunar hefði að minsta kosti verið getið neðanmáls. Að lokum vil jeg að gefnu til- efni í bókunum vekja athygli á þvi, að hlutverk hagfræðinga er aðeins að skýra vandamálin og benda á úrræði. En það er sFjórnmálamannanna, fulltrúa fólksisn, að liafna og velja. Magni Guðmunchson. íslensknr bækur samvmna vinnuveifenda og verfcamanna Londan í gærkvöldi. GEORGE Is^aacs, atvinnu- málaráðherra Bretlands, sagði í umræðum um fjárlögin í dag, að samvinna atvinnurekanda og verkamanna hefði stórbatnað að undanförnu, og kvað þetta sjer staklega eftirtektarvert, væri það borið saman við ástandið eftir heimstyrjöldina fyrri Breska stjórnin mun hafa á prjónunum áform um að nýta vinnuafl flóttafólks í Þýska- landi og er nu uniuð að áætlun um þetta. — Reuter. Tækifæri, seni ekki stendur lengi, Margar af útgáfubókum ísafoldarprentsmiðju verða nokkra daga seldar með alt að 50% afslætti. — At- bugið neðanskráðar bækur, þær eru nú seldar lágu verði, en verða að nokkrum dögum liðnum ófáan- legar: Af jörðu ertu kominn, óskar Magnússon frá Tungunesi, áðuu 4.50 nú 3,00. Áfram, Orison Swett Marden, 1. og 2. prentun, heft, áðux* 1,00 nú 0,75, innb. áður 3,50 nú 2,50. Arfur, skáldsaga, Ragnh. Jónsdóttir, heft, áður 10,00 nú 7.50, innb., áður 12,50 nú 10,00. Ásm. Sveinsson myndhöggvari Myndir, áður 5,00 nú 3,00. Barnavers úr Passíusálmum, innb., 2,00 nú 1,50. Bókin um litla bróður, Gustaf af Geijarstam, áður 12,00 nú 9,00. Brjef frá látnum, sem lifir, Elsa Barker, beft, áður 6,00 nú 4,00, innb., áður 8,50 nú 6,00. Byron, iieft, áður 52,00 nú 40,00, rexin, áður 70,00 nú 50,00,. skinnb. áður 85,00 nú 60,00. Dag’legar máltíðir, dr. Björg C. Þorláksson, heft, áður 3,50 nú 2,00, innb., áður 5,00 nú 3,00. Dýrin tala, barnasögur, áður 10,00 nú 8,00. Eg skírskota til allra, Wenner-Gren, áður 3,50 nú 2,00. Eg ýti úr vör/ljóð, Bjarni M. Gíslason, heft, áður 6,00 nú 4.50, innb., áður 8,00 nú 6,00. Endurminningar um E. Benediktsson, áður 50,00 nú 30,00. Endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, áður 4,00 nú 3,00. ‘ Einstæðingar, smásögur, Guðh Benediktsd. áður 5,00 nú 2,50. Evudætur, Þórunn Magnúsdóttir, heft, áður 25,00 nú 15,00, innb., áður 32,00 nú 20,00. Fólkið i Svölublíð, sögur, Ingunn Pálsdóttir fi'á Akri, heft, áður 10,00 nú 7,50, innb., áður 12,00 nú 9,00. Frá liðnum kvöldum, sögur, Jón II. Guðmundsson heft, áðurr 3.50 nú 2,50, innb., 4,50 nú 3,25. , Framhaldslíf og nútímaþekking, srl Jakob Jónsson, heft, áður 6,00 nú 4,00, innb., áður 8,00 nú 6,00. Frekjan, Gísli Jónsson, áður 15,00 nú 10,00. Friðþjófssaga Nansen, Jón Sörensen, áður 76,80 nú 50,00. Handbók í þýskri brjefritun, Ing. Árnason, áður 6,00 nú 4,00. Heldri menn á húsgangi, Guðm. Daníelsson, heft, áður 16,00 nú 12, shirt., áður 25,00 nú 18,00, sk., áður 28,00 nú 20,00. Hjá Sól og Bil Hulda, heft, áður 15,00 nú 10,00, innb. áður* 20,00 nú 15,00. Hlekkjuð þjóð, áður 16,00 nii 10,00. Hreiöar heimski, Sig. Magnússon, áður 12,00 nú 9.00. Huganir, Guðm. Finnbogason, áður 50,00 nú 35,00. íslensk myndlist, áður 88,00 nú 65,Ö0. Jakob og Hagar, heft, áður 28,80 nú 20,00, innb., áður 40,00 nú 30,00, Jón Þorleiísson, myndir, áður 25,00 nú 15,00. Kristin trú og höfundur hennar, Sig. Einarsson dósent, áðurt 20,00 nú 15,00. Kristín Svíadrottning, áður 32,00 nú 20,00. Kristur í oss, áður 15,00 nú 10,00. Kristur og mennirnir, sr. Fr.Hallgrímss., áður 3,50 nú 2,50. Leikir og leikföng, áður 3,50 nú 2,50. Leiðarvísir um fingrarím, Sigurþór Runólfsson, áður 3,50 nú 2,50. Ljóðmæli, dr. Björg C. Þorláksson, áður 8,00 nú 6,00. liósaskifti, ljóð, Guðm. Guðmundsson, áður 1,00 nú 0,75. Mánaskin, ljóð, Hugrún, shirt., áður 8,00 nú 6,00, skb. áður 10,00 nú 7,50. Manfred, Byron, Mattb. Joch. þýddi, áður 15,00 nú 10,00. Mataræði og þjóðþrif, dr. Björg C. Þorláksson, áður 8,00 nú 6,00. i Minningar Sigurðar Briem, heft, áður 52,00 nú 40,00, skb.,. áður 85,00, nú 60,00. ósigur og flótti, Sv. Hedin, áður 44v00 nú 30,00. Pála, leikrit, Sig. Eggei’t, áður 10,00 nú 7,50. Eauðar stjömur, Jónas Jónsson, áður 15,00 nú 12,00. Rödd hrópandans, innb., áður 40,00 nú 30,00, heft, áður 30,00 nú 20,00. Samferðamenn smásögur,' Jón H. Guðmundsson, áður 1-2,00 nú 9,50. Sindbað vorra tíma, áður 28,00 nú 20,00. Skriítir FÍeiðingjans, ljóð, Sig. B. Gröndal, áður 4,00 nú 3,00. Skrítnir náungar, smásögur, Hulda, heft, áður 8,00 pú 6,00, innb., áður 10,00 nú 7,50. Stjórnmálarefjar, Herbert N. Casson, áður 5,00 nú 3,00. Sumar á fjöllum, Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku,, 2. utgáfa, áður' 15,00 nú 10,00. Töfraheimur Mauranna, áður 15,00 nú 10,00. Udet flugkappi, áður 14,00 nú 10,00. Uppruni og áhrif Múhameðstrúar, áður 6,00 nú 4,50. Við dyr leyndardómanna, smásögur, Guðl. Benediktsdóttir, heft, áður 4,00 nú 2,00, ir.nb. áður 6,00 nú 3,00. Virkir dagar II., Guðm. G. Hagalín, áður 8,00 nú 4,00. Vonir, Ármann Kr. Einarsson, áður 5,00 nú 2,00. Vor á nesinu, Jens Benediktsson, áður 5,00 nú 3,50. Þegar skáldið dó, Skuggi, áður 1,00 nú 0,50. Þættir um líf og leiðir, Sig. Magnússon, áður 12,00 nú 9,00. Þráðarspottar, Rannv. K. Sigurbjömsson, áður 4,50 nú 3,00. Lögi’eglan í Reykjavík, Guðbr. Jónsson, áður 10,00 nú 7,50. BókaverzEun Isafoldar Austurstræti 8. Leifsgötu 4. Laugavegi 12. • . — Klippið listann úr! —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.