Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. mars 1947. H AGFRÆÐI NGABÓKI N Á ÞESSIJM vetri hafa kom- ið út tvær bækur um efni, sem lítið hafa verið rædd hjer á landi fræðilega. Þessar bækur eru „Um dýrtíðarvandamálið“ eftir Torfa Ásgeirsson og Jónas II. Haralz og „Álit hagfræðinga- nefndar“ eftir Gylfa Þ. Gísla- son, Jónas II. Hatalz, Klemens Tryggvason og Ólaf Björnsson. Báðar fjalla u’m atvinnu- og fjármál íslendinga og um leiðir til bóta á ástandi þvr, sem nú ríkir í þeim greinum. Mjer er ókunnugt um, að rit- dómur hafi birst um „Álit hag- fræðinganefndar“, og er slíkt tómlætl gagnvart höfundunum naumast rjettlátt. Hj er mun leitast við að bæta úr, og skal íarið nokkrum orðum um meg- inatriði bókarinnar. GreiSslujöfnuður. í fyrstu er gerð grein fyrir, hve mjög hefir gengið á gjald- eyrisinnstæður okkar. Á bls. 14 koma síðan þessi ályktunarorð: ,.Hjer er því haldið fram, að jafnvægisleysið í greiðsluvið- skiftum við útlönd eigi aðallega rót sína að rekja til þess, að peningatekjurnar sjeu of háar, og að það stafi hins vegar af óeðlilega mikilli fjárfestingar- starfsemi“. Þegar hagfræðingarnir segja, að óhagstæður greíðslujöfnuður stafi af of háum tekjum manna, eiga þeir við, að hinar háu tekj- ur auki svo mjög eftirspurn er- lendra vara, að gjaldeyrisinn- stæðurnar dvíni. Þessi skoðu'n kemur glöggt fram á mörgum stöðum í bókinni„en er því mið- ur dálítið villandi. Þess ber að gæta í fyrsta lagi, að gjaldeyr- ismarkaður okkar er ekki frjáls. Við höfum haft ströng innflutn- ingshöft um langt árabil, þann- ig að aukning eða rýrnun tekna hefir alls ekki verið í beinu hlut- falli við rýrnun eða aukning gjaldeyrisinnstæðna. Þvert á móti voru gjaldeyrisinnstæður okkar mestar þau árin, sem þjóðartekjurnar voru að tiltölu hæstai. Þessi forsenda, að gjaldeyris- markaðurinn sje frjáls, raskar málsmeðferð bókarinnar. Þann- ig er látið í veðri vaka, að al- menningur og innflytjendur hafi sóað gjaldeyri, enda þótt vitað sje, að Viðskiftaráð hefir setið á rökstólum öll stríðsárin og skammtað gjaldcyri úr hnefa. Áminningarorðum ætti miklu fremur að beina til stofnunar- innar, eða þeirra, sem hafa sagt henni fyrir verkum, þ. e. til rík- isstjórnanna, sem farið hafa með völd á hverjum tíma. Því fer þó' fjarri, að sá, er þetta ritar, telji ríkisstjórnirnar vítaverðar fyrir að hafa rýmk- að um gjaldeyrishömlur á stríðs- árunum. Þvert á móti var aukn- ing innflutnings, se'm slík, veiga- mesta dýrtíðarráðstöfunin, sem gerð var. Ef innflutningur hefði verið hinn sami og fyrir styrj- völdina, eða minni, þrátt fyrir vaxandi peningaflóð, myndi Eftir Magna Guhmundsson hafa skapast geipilegur vöru- þurður og verðfall krónunnar orðið stórum ægilegra en raun er. Hitt má gagnrýna, að ekki voru hafðar meiri gætur á, hverjar vörur voru fluttar til landsins, því að allmikill hluti innflutningsins vay lítt tii þcss fallinn að hjálpa okkur að hafa hemil á vísitölunni. í öðru lagi verður að hafa í huga, að gjaldeyriseyðslan ein ákvarðar ekki gjaldeyrisinn- stæður okkar á hverjum tíma. Það gera fyrst og fremst gjald- eyristekjur okkar. Fjórmenn- ingarnir ganga um of fram hjá þessu atriði. Flestar ráðstafanir, sem þeir mæla með, eru nei- kvæðar og hníga að niðurskurði í einni eða annari mynd. Nið- urskurður, hins vegar, og tak- mörkun innflutnings getur að- eins orðið að vissu marki. Fyr eða síðar verðum við að líða skort og þola samdrátt atvinnu- lífsins. Þess vegna ber að leggja megináherslu á öflun gjaldeyr- is, og þá fyrst og fremst aukn- ing útflutnings. Fjórmenning- arnir vilja raunar, að atvinnu- tækin sjeu efld, en hvað stoða ný skip og nýjar verksmiðjur, cf markaður fyrir framleiðslu okkar finnst enginn? VerSbólga. Það er enn að nokkru órann- sakað mál, hví gjaldeyristekjur okkar hafa minkað og hvernig megi auka þær að nýju. Þó j blandast fáum hugur um, að að- alástæða þess, hve örðugt geng- í ur um sölu afurða og' um rekst- ur útvegs og landbúnaðar, er jhin geigvænlega verðbólga, sem óx á stríðsárunum. Hið knýj- j andi verkefni, sem bíður úr- ; lausnar, er þess vegna að færa verðlag okkar til einhvers sam- jræmis við verðlag í viðskifta- löndum okkar, án þess þó að hagur landsmanna versni að mun og að til hruns lciði. Ég get varla dregið í efa, að fjórmenningunum sje Ijós þessi höfuð-staðreynd, enda verður slíkt ráðið af skrifum þeirra á bls. 70 og 71. Þó virðist, að þeir taki skakka stefnu þegar í upp- hafi bókarinnar, og eru tillögur þeirra í heild naumast líklegar til að leysa dýrtíðarvandamálið eða tryggja áframhaldandi vel- megun. Skal vikið að þeim von bráðar. í framhaldi þeirrar setningar, sem ég tilfærði áðan, segir svo: , En í hlutfalli við hvað eru pen- ingatekjurnar of háar? Þær eru of háar í samanburði við það verðj sém skráð er á erlenda gjaldeyrinum og ákvarðar verð- lag influttrar vöru“. Frá sjónarmiði dýrtíðar er þessi ályktun ekki rjett. Pen- ingatekjurnar eru ekki of háar í hlutfalli við vöruverðið, held- ur í hlutfalli við vörumac/nið á markaðinum. Ástæða þess, að verðbólga hefir orðið á Islandi, er sú, að' peningatekjur okkar hafa aukist stórlega, en þær vör- ur og þjónusta, sem við getum keypt fyrir peningana, hafa ekki aukist að sama skapi. Jafnhliða auknum fjárráðum einstaklinga og fyrirtækja hefir eftirspurn varnings og vinnuafls margfald- ast, en framboð hefir aukist lítt, staðið í stað, eða minkað. Af- leiðingin hefir orðið skrúfu- mynduð verðhækkun í nær öll- um greinum, uns nú, að svo ér komið, að meginatvinnuvegun- um liggur við stöðvun og gjald- eyristekjur okkar fara af þeim ástæðum þverrandi. Ef við viljum stöðva dýrtíð- ina, 'sem að mínum dómi er alls eina leiðin til að koma á hag- stæðum greiðslujöfnuði við iit- lönd, eigum við um tvent að velja: (1) Ánnað hvort verðum við að minnka peningaflóðið og þannig draga úr eftirspurn varn- ings og vinnuafls, (2) ellegar rýmka um innflutning og þann- ig auka framboð hvors tveggja. Seinni leiðin er að öllum lík- um ónóg, því að kaupgeta hefir vaxið um of. Hún myndi þó hafa dugað ein sjer fyrstu stríðs- árin, og leikur enginn vafi á því, að við hefðum getað, líkt og t. d. Kanadamenn, hindrað hækk- un verðlags 1940 og 1941 með aukning framboðs aðeins; En að sjálfsögðu hefði orðið að hafa samstarf við setuliðið ujn tak- mörkuð kaup bæði varnings og vinnuafls af landsmönnum. Fyrri aðferðin, hins vegar, er skjótvirkari, en hál, því að við erum senn á bylgjufaldi verð- bólgunnar. Svo sem gerð er grein fyrir í „Álitinu“, er fjár- skortur þegar orðinn í sumum greinum atvinnulífsins, og verð- ur að gæta varúðar, þegar fje er dregið úr umferð, að ekki komi til fjöldagjaldþrota og hruns. Hver eru ráð hagfræðinganna og hvernig leysa þau dýrtíðar- vandamálið? Tollmúrar. Fyrsta boðorð þeirra er tak- mörkun innflutnings með hækk- un tolla. Þetta er ekki dýrtíðarráðstöf- un, heldur hið gagnstæða. í stað þess að fylgja lögmálinu og auka framboð sem unt er, hyggjast þeir að þrengja vöru- markaðinn enn meir en orðið er og bæta þar á ofan 20—30% verðhækkun með nýjum að- flutningsgjöldum. Á bls. 62 segir, að við verð- um að „spara gjaldeyri, sem notaður er til neyslu, til þess að þeirn mun meiri gjaldeyrir sje til ráðstöfunar í þágu nauðsyn- legra framkvæmda“. Þessu skýtur skökku við, því að á- stæða'og einkenni verðbólgunn- ar er einmitt ofþensla í verk- legum frainkvæmdum (over- investment). í setningu þeirri, sem jeg tilfærði-áðan (bls. 14), viðurkenna fjórmenningarnir þetta. Þar segir, að hinar of háu tekjur landsmanna stafi af „ó- eðlilega mikilli fjárfestingar- starfsemi“. Ef tollalöggjöfin á að efla þessa starfsemi frekar og á kostnað neysluvöru, verð- ur afleiðingin óhjákvæmilega enn aukin verðþensla og dýr- tíð. Verkamaðurinn, sem vinn- ur við framkvæmdirnar, fær laun sín, en þegar hann ætlar að nota peningana, eru vörurn- ar, sem hann þarf að kaupa, ekki fyrir hendi eða af mjög skornum skammti. Þegar svo er í pottinn búið, hefir verðlag hneigð til að stíga ört. Venjan er að setja strangar verðlags- hömlur og vöruskömmtun, en það vill gefast misjafnlega, þeg- ar peningaflóð er mikið annars vegar; og svonefndur „svarti markaður“ verður til. Fjór- menningarnir virðast ekki trúa um of á verðlagshömlur og vöruskömmtun, en treysta, að háir tollar nægi til að draga úr neyslu. Þeir gleyma liinu, að tollar hækka verð og skapa ó- kyrrð á vinnumarkaðinum. Launastéttunum finst rjettilega, að 'hlutur þeirar sje borinn fyr- ir borð, og konra með kaupkröf- ur. Hærri laun, hins vegar, auka rekstrarkostnað, er á ný gerir hækkun vöruverðs nauðsynl. Þannig koll af kolli, og við er- um á hraðri ferð undan straumnum, sepi við ætluðum að sækja móti. Fjórmenningarnir virðast raunar fá koinið auga á, hvert tollahækkun muni leiða okkur, og setja þeir tvo varnagla. Ann- ar er sá, að undanskilja hækk- uninni nokkrar nýlenduvörur og eldsneyti. En því miður eru þessir liðir hinir smæstu í fram- færslukostnaði fjölskyldunnar. Hinn er sá, að lækka heildsölu- álganinguna. Hún er nú á nauð- synjum 5—12%, og enda þótt hún verði strikuð út með öllu, er hún aðeins brot fyrirhugaðr- ar tollahækkunar. Um tollahækkun til að jafna greiðsluhalla er það annað að segja, að hún er óþörf og blátt áfram hlægileg í landi, sem hef- ir beinar innflutnings)hömlur (direct controls). Hún er þess ut an milliríkjamál og líkleg til að vekja gagnráðstafanir þeirra þjóða, sem við 'höfum skifti við. Ef við t. d. hækkum aðflutn- ingsgjöld varnings frá Bret- landi um 30%, er ekki ósenni- legt, að Bretar hækki aðflutn- ingsgjöld fiskjar okkar um sömu upphæð. Hvað um útveginn þá? Fjórmenningarnir benda og sjálfir á önnur veigamikil rök gegn tollahækkunum. Enginn vafi leikur á því, að leið okkar, fámennrar þjóðai, sem á afkomu sína undir mikl- um útflutningi, liggur ekki inn á svið einangrunar og tollrtiúra. Þvert á móti er öruggasta ráð- ið, sem við getum tekið gegn dýrtíð, að lœkka tolla. Við eig- um að nema burtu innflutnings- hömlur og aðflutningsgjöld á flestum vörum, sem teljast í framfærslukostnaði. Með því að verðlag í viðskiftalöndum okk- ar er langtum lægra en hjer, myndi á þennan hátt unt að færa niður vísitölu kaupgjalds til stórra múna, án þess þó að hagur launastjettanna versni hót. Slíkt myndi bæta rekstur útvegsins og sölu afurða og þannig rjetta greiðsluhalla við útlönd fremur en nokkuð ann- að. Að sjálfsögðu myndi verða röskun á atvinnu manna, en að- eins um stundarsakir ,því að út- flutningsframleiðslan krefst mjög aukins vinnuafls, svo fremi að hún hefir lífsskilyrði. Eignakönmm. Annað meginboðorð fjór- menninganna er svonefnd eignakönnun. Henni virðist ætl- að tvennskonar hlutverk: (1) í fyrsta lagi að, minka fjárráð manna, svo að dragi úr eftir- spurn. (2) í öðru lagi að afla ríkinu tekna, svo að „nýsköp- unin“ geti haldið áfram. Við skulum líta fyrst á þetta seinna. Það h'efir vakið athygli mína, að víða í bókinni er talað um ,,'skipulagsleysi“ í fjárfestingar- málum. Með því er átt við, að fjármagnið (hafi verið notað rauglega til að byggja hús og annan óþarfa í stað nauðsyn- legra atvinnutækja. Fjórmenn- ingarnir virðast m. ö. o. ekki gera sjer grein fyrir því, að á- hrif á kaupgetu og verðlag eru nákvæmlega hin sömu, hvort fje er fest í bygging íbúðar cða verksmiðju, og hvort sá, er eyð- ir fjenu, er einstaklingur eða i'íkisstofnun. Á hinn bóginn skal bent á, að framleiðendum er síð- ur en svo'ráðlegt að hefja stór- ræði á verðbólgutímum, eink- um þegar senn tekur að halla undan fæti. Á slíkum tímum ber Iiinu opinbera og að draga sem mest iná úr verklegum fram- kvæmdum, enda miðar stjórn á fjárfestingu (fiscal control) hvar vetna að því, að verðlag og at- vinna megi haldast sem stöðug- ust. í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Svíþjóð og fleiri löndum eru framkvæmdir hins opinbera skipulagðar langt fram í tímann með þetta fyrir augum. Uppdrættir eru gerðir af skólahúsum, skemmtigörðum, vegum, brúm, hafnarumbótum o. s. frv., þannig að hefja megi þe^si verk með stuttum fyrir- vara, ellegar skjóta á frest’, eftir því sem ástand í verðlags- og at- vinnumálum býður á hverjum tíma. Hagfræðingarnir — og nýja lagafrumvarpið — fara öfugt að, og kemur rík- ið fyrst, en borgararnr síð- an. í stað þess að bæta upp at- vinnurekstur éinstaklinga og fyrirtækja, hyggst hið opinfeera Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.