Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. mars 1947. MGRGUNBLAÐI& 5 Cuðrún Sigurðardóttir frá fremstagili Fjárhagsráðið til fyr$tu umræðu í neðri deild nfisnningarorð f dag verður til moldar bor in Guðrún _ Sigurðardóttir kona Agnars Braga Guð- mundssonar. Andaðst hún á heimili sínu Langholtsveg 37 hjer í bænum þann 23. f. m. Guðrún var fædd á Hösk- Uldsstöðum á Skagaströnd 18 maí 1878. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Gunnlaugs ídóttir og Sigurður Hjálmars son er síðast bjó á Búrfells- hól í Svínavatnshreppi. Árið 1898 þann 25. janúar giftist Guðrún. eftirlifandi manni sínum, Agnari Braga Guð- mundssyni. Bjuggu þau fyrstu árin-á Hnjúkum og síðar á Smyrlabergi á Ásum. En árið 1909 fluttu þau að • Fremstagili í Langadal og keyptu þá jörð. Þar bjuggu þau í 14 ár en síðán á Blöndu brekku í Engihlíðarhreppi í 10 ár. Til Reykjavíkur flutt- ust þau fyrir nokkrum árium og hafa búið þar síðan. Níu börn eignuðust þau hjónin Guðrún og Agnar: 6 sonu og 3 dætur. Eru 8 þeirra' á lífi, öll fullorðin og hið mæt asta fólk. Eina stúlku mistu’ þau á öðru ári. Sex systkinin feru nú búsett í Reykjavík, en tveir bræðurnir á Blönduósi. Eru öll systkinin gift og flest fyrir löngu. Eiga þau samtals 18 börn og 8 barnabörn svo Guðrún sáluga átti 35 afkom endur á lífi, þá er hún fjell frá. Við Fremstagil í Langadal hafa þau hjónin Agnar og Guðrún verið oftast kend á máli okkar Húnvetninga. Þar bjuggu þau blómaskeið æf- innar. Þar var þeirra fyrir- myndarheimili með miklum framförum, að þeirrar tíðar hætti, frábærri gestrisni, glaðværð og manndómi í hví yetna. Þaðan eru fjölþættast ar minningarnar þó flestar hinar sömu hafi haldið áfram Síðan og ekki fallið skuggar á Guðrún Sigurðardóttir var góð kona og gufuglynd. Eft- ir hana liggur mikið og gott æfistarf. Hún var ágæt eigin kona, móðir og húsfreyja, glaðlynd rósöm í skapi og sí- starfandi. Henni var alltaf gleði að því að gera sínu fólki og gestum sínum lífið sem ánægjulegast. Þess vegna var hún líka gæfusöm kona sjálf og kom miklu áleið is á æfinni. Að ala og fóstra 9 börn og koma átta þeirra til mann- Jdómsára er mikið verk og örðugt hvernig sem aðbúnað- urinn er. En það var rniklu meiri örðugleikum háð við þau skilyrði, sem við var að búa fyrir 30—50 árum held- ur en víða er nú. Þetta verk hvílir að vísu lavarvetna á báðum foreldrum, en móðir- in hefir af því þyngsta vand- ann. Þegar þar við bætist öll heimilisstjórn á f jölmennu og og gestamörgu heimili við til- tölulega þröngan efnahag, þá reynir fast á kraftana. Þenna vanda leysti Guðrún Sigurð- ardóttir með mikilli prýði, enda naut hún alla æfi ástar og virðingar allra þeirra, sem hlut áttu að máli. Á efri árum átti hún sinn drjúga þátt í, að hlú að sínum mörgu barna- börnum allsstaðar þar sem tími og tækifæri leyfðu. Minn ingarnar um hana eru allai* bjartar og ánægjulegar. Hennar hreini og góðlegi svip ur, blíða og rólega lundarfar og hennar sívakandi um- h.vggjusemi og atorka var öllum ástvinum hennar mikil gæfa, og hverjum öðrum kunnugum til ánægju. í dag syrgir fjölmennur hópur þessa góðu móður, ömmu, langömmu og tengda- móðir. En þó eru viðbrygðin mest fyrir hennar aldur- hnigna lífsförunaut eftir nærri 50 ára farsælt hjóna- band. Þessi stóri hópur hefir þó svo sem með einum huga, við þá miklu huggun að una, að það var mikil gæfa að njóta hennar svo lengi, og að1 hún var svo góð kona sem. raun bar á. Aliir ástvinir og fjöldi annara vina fjær og nær eru í dag samhuga um það að blessa minninguna um hana. Jón Pálmason. — Truman Framh. af bls. 1 gera. Sjálfstæði Grikklands og Tyrklands verður að viðhald- ast.“ Ýmsir þingmenn bentu á, að ræða forsetans kynni að hafa mikil og langvinn áhrif, auk þess sem hún varpaði ljósi á spurningar, sem væru ákaflega mikilvægar fyrir Bandaríkja- þjóðina. En sem dæmi um það, að all- ir þingmenn hafi ekki verið sammála um hjálparbeiðni Tru- mans forseta, þarf ekki annað en tilfæra orð tveggja öldungar deildarþingmanna, þeirra Ed- win Johnson og Smiths: Johnson: „Jeg er fús til að gefa miljónir til hjálpar hungr- uðum þjóðum, en ekki einn eyri til að aðstoða úr sjer gerigið konungsveldi11. Smith: „Við verðum að berj- ast fyrir frelsi smáþjóða heims- ,ins“. FYRSTA umræða um fjár- hagsráð fór fram í gær og stóðu umræðurnar allan dag- inn. Stefán Jóh. Stefánsson, for sætisráðherra, tók fyrstur til máls og fylgdi frumvarpinu úr hlaði með mjög ýtarlegri ræðu. Dró ráðherra höfuðnýmæli frv. saman í 5 atriði: 1. AkVarðanir um að sam- ræma rekstur þjóðarbúsins, eins og, segir í 2. gr. 2. Ákvæði um fast skipulag á fjárfestinguna í landinu. 3. Ákvæði um samvinnu at- vinnurekenda og verkamanna uni bætta aðstöðu verkafólks á vinnustöðum, betri hagnýtingu vinnuafls og aukin vinnuaf- köst. 4. Nýjar reglur um veitingu innflutningsleyfa. 5. Skerpt og bætt verðlags- eftirlit eftir nýjum reglufn. Ráðherra minnti í upphafi ræðu sinnar á þann mikla stór- hug fyrrverandi stjórnar um ný sköpun íslensks atvinhulífs. En til þess að þessar miklu fram- kvæmdir koini að fullum notum þarf að skapa fastan og tryggan grundvöll. Sá auður og þau at- vinnutæki, sem við höfum aflað okkur, geta horfið; ef ekkert er aðhafst til aukins öryggis og eft irlits, sagði ráðherrann. Meira þarf ef duga skal og því er það, að þetta frumvarp er fram borið. Fjárhagsráð. Ráðherra vjek síðan að frum- varpinu sjálfu. Þungamiðja frumvarpsins er í 2. gr. þar sem segir að ríkisstjórnin skuli skipa 4 manna fjárhagsráð, sem hafi það hlutverk að samræma framkvæmdir einstaklinga og almannavaldsins. Eru síðan tald ir upp 7 liðir, sem fjárhagsráð skal miða störf sín við. Samning heildaráætlunar. I 4. gr. er gert ráð fyrir að fjárhagsráð skuli leita sam- vinnu um samningu heildar- áætlunar við opinberar stofn- anir, fjelög og einstaklinga, sem framleiðslu, verslun, iðnað eða annan atvinnurekstur hafa með höndum, er fjárfestingu þarf til. Ennfremur skal fjárhagsráð hafa samvinnu yið lánstofnan- ir í landinu um samning fjár- festingaráætlunar, og ber þeim að skýra fjárhagsfáði frá fjár- magni því, er þær hafa yfir að ráða. Hafður verði hemill á fjárfestingunni. I 5. gr. er ef til vill mesta og þýðingarmesta nýmælið í þessu frumvarpi. Er þar mælt fyrir að til hverskonar fjárfestingar einstaklinga, fjelaga og opin- berra aðilja, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnurekstrar, til aukuingar á þeim, sem fyrir er, húsbygginga eða annarra mannvir.kja þarf ieyfi fjárhags- ráðs og gildir þetta einnig um framhald þeirra framkvæmda, sem þegar eru hafnar. Enginn vafi væri á því, þrátt fyrir að miklar framkvæmdir hafi verið gerðar á síðustu ár- um um útvegun atvinnutækja, að komið hefir í ljós að öll fjár- festing er of lítið háð föstu skipulagi. Með þessu er gerð al- varleg tilraun til að hafa hemil og skipulag á' því fjármagni, sem finnst í hinu ísl. þjóðfjelagi. Samvimia atvinnurekenda og verkamanna. Báðir þessir aðilar verka- menn og atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að of lítið skipu lag á hagnýtingu vinnuafls og bættri aðstöðu á vinnustöðvum hafi verið til óþurftar fyrir báða aðila. Er því lífsnauðsyn- egt að náin samvinna sje á milli þessara aðilja, er hið ísl. at- vinnulíf er byggt upp. Nýjar reglur um veitingu innflutningsleyfa. Er í 12. gr. kveðið á að út- hlutun leyfanna skuli miðuð við það að verslunarkostnaður verði sem minstur. Reynt verði, eftir því sem frekast er unnt að láta þá sitja fyrir, innflutn- ingsleyfum, sem best og hag- kvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu. Hingað til hefði verið farið eftir hinu svokallaða kvotasystemi, en það hefði ekki reynst vél. Hjer væri því farið inn á nýja braut, og þótt það reyndist e. t. v. nokk- uð erfitt í framkvæmd, þá væri það rjettlátasta leiðin að láta þá sitja fyrir sem best og hag- kvæmust. innkaup gera. \ Bætt verðlagseftirlit. I 15. gr. segir að innflutnings og gjaldeyrisnefnd (sem fjár- hagsráð starfrækir) skuli í um boði fjárhagsráðs og í samráði við það hafa með höndum eftir- lit ’á öllu verðlagi og skal miða verðlagsákvarðanir við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur. Hingað til hefði það verið lát ið gilda, að fyrirtæki hafa fengið það sem þau hafa vaíit- að, hvernig svo sem rekstrin- um hefur verið háttað. Dýrtíðin. Dýrtíðin er stórkostlega hættu leg fyrir okkar þjóðfjelag og má ekki mikið við auka til að allt atvinnu- og framkvæmda- líf stöðvist. Eina ráðið er því fyrst um sinn að borga vísi- töluna niður en það mun koma að því síðar að ráðast verður gegn dýrtíðinni með samvinnu neitenda, framleiðenda og ríkis valdsins. Ráðherrann benti og á það, að viss takmörk væru fyrir því hvað við gætum framkvæmt á stuttum tíma. Byggingarmálin. Ráðherra drap næst á býgg- ingarmálin sem eru eitt af höfuð viðfangsefnum ríkisstjórnarinn ar. Rakti hann þær framkvæmd ir, sem gerðar hefðu verið á s. 1. ári og þær sem fyrirhugaðar væru á þessu ári. Mikið hefði verið gert, en meira þyrfti ef duga skyldi. Sem dæmi upp á "4 hina geysilegu aukningu bygg- inga á síðari árum, benti ráð- herra á að árið 1942 hefðu ver- ið flutt inn 20 þús. tn. af sem- enti en 1946 73 þús. tn. Hefir innflutningurinn þannig fjór- faldast. Að lokum sagði ráðherra, að hjer þýddu engin- óp og óhljóð eða hártoganir, heldur verður að ganga hreint til verks. Hjer er um að ræða merkilega til- raun, sem jeg skal ekkert segja um hvernig fer, en ef vit, vilji og samtök eru fyrir hendi mun mikið ávinnast. Einar Olgcirsson. Næstur tók til máls Einar Ol- geirsson, og talaði í hálfan ann- an tíma. Eru engin tök að rekja ræðu hans hjer, en aðal- uppistaðan í henni var að þetta skipulag, sem lagt er til í frv., væri gott en stefnan slæm. ■—■ Kom hann inn á bankapólitík- ina að vanda og eyddi löngum tíma í að ræða um bankavaldið, þetta óskapl. vald, sem er svo mikill þyrnir í augum Ein^rs að hann stendur varla svo upp á Alþingi, að hann æsi sig ekki upp gegn bönkunum. Þá tók til máls Jón Pálma- son. Gagnrýndi hann frum- varpið nokkuð og vildi að f jár- hagsráð yrði kosið af Alþingi. i Þá tók til máls Sigfús Sig- urhjartarson og talaði aðal- lega um húsnæðisvandræðin. Sagði að vantaði 25 milj. kr. til að framfylgja löggjöfinni um opinbera aðstoð við bygg- ingar í kaupstöðum. Ekki alt undir hraðanum komið Næstur tók til máls Jóhann •Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra og flutti mjög athyglisverða ræðu. Það er ekki alt undir hrað- anum komið með framkvæmd ir, eins og E. O. heldur fram. Vil jeg í því sambandi minna á það dæmi, sem Sigf. Sigurh. nefndi, að 25 milj. kr. vantaði til framkvæmda á löggjöfinni um opinbera aostoð við bygg- ingar. Svo er um mörg lög, sem sett hafa verið á síðustu árum, og hafa í-för með sjer sívaxandi útgjöld, sem svo er ekki hægt að standa við. Víða er kallað til ríkissjóðs um út- gjöld nú, sem erfitt mun að rísa undir. E. O. sagði að við yrðum að þora að segja þjóðinni, að við megum ekki verða háðir er- lendum lánstofnunum. Við verðum að'þora að segja henni meira. Við verðum að þora að segja henni, að horfast í auga við þá staðreynd, að við eigum keppi nauta, sem keppa við okkur um að afla sömu gæða ur skauti náttúrunnar og bjóða þær afurðir fyrir mikið, jafn- vel helmingi lægra verð en ís- lendingar treysta sjer til að hjóða. Af þessu verðum við að þora að taka afleiðingum. Við eigum sterka keppninauta, sem gera ekki eins sterkar kröfur Framh. á bls. 12 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.