Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. mars 1947. M O R G U N'B L A Ð I Ð 11 GISTIHÚS BÚNAÐARFJELAGSINS Eftir Árna G. Eylands í fyrri grein minni um þetta efni — í Morgunblaðinu 11. mars — gekk jeg alveg framhjá gistihúsinu. Mun þ>að hafa vak- ið athygli þeirra lesenda sem kunnifgir eru málinu og vita um þær ráðagerðir, er uppi hafa ver- ið, um að leysa í senn húsnæð- ismál B. 1. og gistihúsvandræðin er snerta bændurna er leið eiga ' til höfuðborgarinnar. IX Búnaðarþing 1945 samþykkti meðal annast eftirfarandi álykt- un! „Búnaðarþing 1945 ályktar að Búnaðarfjelag íslands byggi hús fyrir starfsemi sína og gisti- heimili fyrir bændur, svo fljótt sem tök eru á, og með skýrskot- un til samþykktar Búnaðar- þings 1943 um húsbyggingarmál Bf. ísl. (mál m. 35) ályktar Bún- aðarþing að fela stjórn fjelags- ins: m . 1. Að tryggja lóð undir b.ygg- ingu fjelagsins á hentugum stað í bænum. 2. a. Að láta gera teikningu af' húsi fyrir skrifstofur, fundarsal, bókhlöðu og aðrar þarfir fjela'gs- ins. b. Ennfremur, að í sam- banclj við þessa byggingu verði reist gistihús fyrir allt að 100 gesti með tilheyrandi veitinga- sölum, enda fáist nóg þátttaka annarstaðar frá, að dómi sjóðs- stjórnarinnar. 3. Að sernja við ríkisstjórnina um annað tveggja, hæfilega leigu eftir Sámstaði, með áhöfn og öllu tilheyrandi, sem að sín- um hluta gæti borið uppi lán til húsbygginga, eða um sölu á eigninni fyrir hæfilegt verð, sem svo gangi til byggingarinnar. 4. Að leita kauptilboða í hús- eign fjelagsins, Lækjargötu 14 B; og selja, þegar ástæður !eyfa“. I’að sem farið er fram á í til- lögum þessum er komið í kring, að því er varðar tölulið 1 — samanber það sem sagt hefir [Verið hjer að framan -r— og tölu- Iið 3, því að samningar um leigu eftir Sámsstaði, eru komnir á. Um gistihúsmálið hefir nokk- uð verið ritað og rætt, en frek- ar virðast þær umræður og hug- myndin um 100 manna gistihús í sambandi við skrifstofubygg- ingu fí. /., hafa orðið til að spilla byggingarmálinu en til þess að greiða götu þess, enda í alla staði eðlileg að svo stórar fyrirætlanir tefji frekar hina sjálfsögðu og tiltölulega auð- yeldu framkvæmd, að koma upp .húsi fyrir starfsemi B. í 1‘ótt mikið sje byggt í höfuð- borginni og einnig víðar, mun nú svo komið horfum með stór- byggingar bæði um kostnað og framkvæmd, að ekki virðist [vænlegt að rígbinda sig lengur [við hugmynd Búnaðarþings 1945, um að hafa allt í eínu taki, húsakynni handa B. í. og 100 manna gistihús. Betri er hálfur sigur en enginn, og þótt gistihúsmálið sje áhugamál bún -aðarþingsmanna, er finna vel hvar skórinn kreppir á því sviði, inega erfiðleikarnir sem á því eru, að hrinda í framkvæmd slíku stórfyrirtæki ekki tefja eðlilegan frantgang þess að B. í. fái gott þak yfir höfuðið fyrir starfsemi sína. Það er því með ráðnum hug að jeg hef í þessum hugleiðingum, og þejm tillögum sem þar koma fram, gengið fram hjá gistihúsmálinu. X Nokkur atriði, varðandi hið umrædda gistihúsmál eru hins- vegar þess eðlis, að jeg tel nokkra þörf á að ræða þau nán- ar og jafnvel að leiðrjetta mis- skilning og missagnir er fram hafa komið í umræðum um mál- ið. Oft hefur verið vitnað til gistihúsanna norsku er ganga undir nafninu bœndaheimili, t. d. Bondeheimen í Osló, sam- nefnt gistihús í Bergen og Staf- angri o. s. frv. Einnig hefir ver- ’ið bent á að allvíða í norskum borgum og bæjum sjeu stór- byggingar er nefnist: „hús bænd- anna“ - Böndernes hus - og sjeu sameign ýmisra fjelaga bænda og fvrirtækja er þeir standa að A þetta hefur verið bent til fyr- irmyndar. Er það rjetmætt og eðlilegt. Þann misskilning er þó vert að leiðrjetta að gistihúsin: Bondeheimen í Osló, Bonde- heimen í Bergen, Trönderheim en í Þrándheimi o. s. frv. sjeu eign norskra bændafjelaga eða fyrirtækja er bændur stancla að. Þau eru eign norsku angmenna fjelaganna. Stofnuð og starfrækt með hvorutveggja fyrir aug- um: að gistihúsin geti verið nokkurt menningaratriði, og að rekstur þeirra sje starfsemi ung mennafjelaganna fjárhagslega til styrktar. Um ,.hús bændanna" gegnir nokkuð öðru máli. Að þeim standa ýmsir aðilar, er alla jafna hafa einhvern rekstur varðandi Iandbúnað ineð hönd- um, eða fjelagsmálastarfsemi. Má þar til nefna, sparisjóði, banka, samvinnu-verslanir, mjólkurbú o. fl. o. fl. Því er svo komið hjer á landi að vjer erum orðnir of seinir fyrir um að koma upp Bœndahöll í Reykja- vík með þessu sniði, á þeim fjár- hagslega grundvelli sem títt er í Noregi og til hefir verið vitnað. Hefði hjer verið þannig ástatt, að fleiri eða færri af eftirtöldiim stofnunum og fjelögum hefði vantað þak yfir höfuðið og viljað slá sjer saman um skrif- stofubyggingu: — Samband ísl. samvinnufjelaga, Sláturfjelag Suðurlands, Búnaðarbankann, M j ól k u rsamsölu m, B ún aða r- fjelags íslands og fleiri mætti telja, — þá hefði verið tilvalið að byggja fíœndahöll sem öllum hlutaðeigandi aðilum til hags- bóta. Sem betur fer getum vjer sagt, eru þessir aðilar allir, nema B. í. búnir að eignast húsakyiiHÍ til sæmilegrar fram- búðar, og munu því ekki eiga neina samleið um að koma upp stórbyggingu til sameiginlegra eigin nofci. Eigi að síður væri ekki nema gott eitt um það að segja ef þessir aðialr tækju höndum sam- an um að koma upp gistihúsi í höfuðborginni, er auk þess að bæta úr brýnni almennri þörf, verði sjerstaklega reist með það fyrir augum að greiða fyrir bændum og sveitafólki sem á er- indi til Reykjavíkur. Sömuleiðis er vel farið ef B. I. vill hafa forustu um þetta góða mál, þótti jeg sje ekki einn um þá skoðun, að öðrum aðilum standi það ennþá nær, og sann- gjarnara sje að krefjast átáka til úrlausnar úr annari átt. það er, frá þeim viðskiptastofnunum er mest fara með afurðasölu fyrir landbúnaðinn og viðskiptamál hans yfrrleit, og hafa þannig all- mikið fje i veltunni. En hversu sem til tekst um þetta, utn gistihúsbygginguna, má það ekki eiga sjer stað að hún verði til þess að hindra fram gang þess að husnæðismál B. í. verði leyst á viðunandi hátt. Og sist af öllu má það eiga sjer stað að Búnaðarþing og Búnaðar- fjelag íslands verði, með því að blanda saman tveimur svo ó- skildum málum sem húsnæðis- máli fjelagsins og gistihúsmál- inu, til þess að tefja heppilega lausn hins fyrrnefnda. . XI. Aðstaða er ekki fyrir hendi til að byggja í höfuðborg landsins hús eða höll bændanna. er rúmi á einum stað skrifstofur þeirra viðskiptafyrirtækja er bændurnir eiga í borginh'i, bún- aðarbankann, o, fl., og lofa B. í. að njóta góðs af um aðstöðu og húsakost. Þessi aðilar búa svo vel að það er ekki þörf á slíkri stórbyggingu. Aftiír á mót.i er hjer mesta nauðsyn og um leið auðveldlega kleift, að koma upp góðri Búnaðarbyggingu á ghesi legum stað, þar sem saman verði safnað undir einu þaki með B. f. sem megin aðila öllum þeim búnaðarskrifstofum er starfa að einhverju, mestu- eða öllu leyti á vegum ríkisins. Þetta er auðvelt ef B. í. og landbúnaðarráðuneytið taka höndum saman um *málið, og hinn fyrirnefndi aðdi nýtur fulls stuðnings hins síðarnefnda, sem þess aðila er öll slík mál verða að lokum mestu. Slíkt samstarf ætti að vera auðvelt, slíkur stuðningur og forusta auð fengis, Ef skjótt’ er við brygðið og vel á háldið, er Hægt að hefja framkvæmdir um byggingu Bún aðarbyggingarinnar, á horninu ádngólfsstræti og Sölvhólsgötu, innan tveggja mánaða. Hún getur verði kornin undir þak í haust, og B. í. og fleiri aðilar flutt 1 bygginguna vorið 1948. Þetta er góður kostur og betri en að bíða eftir öðrum, sem ekki verður sjeð að sje í neinu betri nema ef telja skal þann hje- góma, að B. í. eigi enclilega að reisa eigin byggingu á eigin lóð og að ríkið og ríkisstofnanir megi þar hvergi ’nærri koma (nema að leggja til lóð og styrk úr ríkissjóð). Ef það er ákveðin ætlun for- ráðamanna B. í. — og það skylc^ enginn efa — að ætla hinu aldna fjelagi, að vinna um ókomin ár af festu og alúð, að málefnum bændanna, og ef það ei” trú þeirra og sannfæring að sú starfsemi þurfa að vera studd fullri forsjá og henni stjórnað frá varanlegum víg- stöðvum, ættu þeir að nota það tækifæri er nú býðst' til að leysa húsnæðisiHál B. í. með mikilli sæmd. Verði það gert auðvel- legar og betur, og um Ieið jafn- fljótt, á annan hátt en þann sem hjer hefir verið bent á, ber að sjálfsögðu að hafa það er betra reynist. Sje eigi svo, ætti að mega nýta tillögur þær. er lijer hafa verið framsettar, þótt þær kunni að brjóta nokkuð í bága við hugmyndir er áður hafa verið uppi um lausn málsins, án þess þó að þeirn hafi unnist það fylgi, og svo fast hafi verið á haldið, að til úrræða drægi. Sje það ofsagt að mál þetta þoli enga bið, er þó fullljóst, að bið verður ei til bóta, Betra hefði verið að byggja í fyrra eða í ár, heldur en að eiga það eftir næsta ár, og skárra verður að byggja næsta ár heldur en að fresta því um óákveðinn tíma og vita þó að því verður ekki frestað nema skamma stund. XI. Lóðin sém B. í. eí búið að fá við Sölvhólsgötu týnist von- andi ekki þótt B. I. byggi ekki á henni í bráð, en verði í þess stað meðeigandi í Búnaðar- byggingu á hornlóðinni vestan við. Vonandi koma síðar dagar og ríð að koma upp hinu umræddu gistihúsi. Mætti þá ef til vill velja því stað á lóð B. J. við Sölvhólsgötu gegnt S. I. S., ann- ars staðar á lóðinni kemur vart til greina að reisa gistihús. Fyrr má rota en dauðrota, og minna má gagn gera en 100 manna gistihús. Götuhlið lóðarinnar við Sölvhólsgötu er 30 m. Til samanburðar má nefna að götu- hlið Hótel Borg við Pósthús- stræti er tæpir 30 nj-d °g Hótel Borg rúmar 60— 65 gesti til gistingar. Það er kominn tími til, að hugmyndin um gistihús ,,i sam- bandi við“ skrifstofubyggingu B. í. verði látin devja drottni sínum, (ef að nokkurn tíma hef- ir átt að taka hana bókstaf- lega). Það væri sannarlega nógu náið „samband“ að hafa gisti- húsið“ í næstu byggingu. Kcm- ur nokkrum manni til hugar að Iv. E. A. myndi telja Hótel fje- lagsins bétur komið í sömu byggingu sem skrifstofur fje- lagsins eru í, heldur en þar sem það er í öðru húsi i nágrenninu? Það er ekkert last um íslenska bændur, nje starfslið B. í., þótt þess sje til getið, að hjer í landi kunningsskaparins, væri lítil starfsbót að því, að hafa sem mest „innangengf* úr 100 manna gistihúsi í - skrifstofur Búnaðarfjelags íslands. Saman það sem saman á í góðri og glæsilegri Búnaðar- byggingu og byggjum hana án tafar. Hótelið getur komið sið- ar þegar samkomulag, kringum- stæður og kraftar leyfa. 10. mars 1947 Arni G. Eylands. Lítið á húsgögnin hjá okkur! Stofuskápar (mikið úrval) Bókaskápar, Sængurfataskápar, Sófaborð, Plötuskápar með spilara og margt fleira. HÚSGÖGN CO., Smiðjustígi 11. Þeir, sem vilja vita fyrirfram hver verða endalok hinnar örlagaríku Moskvaráðstefnu, sem nú stendur yfir, ættu að lesa greinina 6. ágúst 1947 eftir Jónas Guðmundsson í nýútkomnu hefti af Dagrenningu. — Fæst í bókaverslunum. — JJiman tJ U)c 'a^renntng. Reynimel 28. — Sími 1196.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.