Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. mars 1947. MOHGUNBLAÐIÐ Sjereignarstefnen gegn kommúnismahum GETUR sjereignarskipu- lagið og kommúnisminn lif- að hlið við hlið án þess að reyna ósjálfrátt að eyða hvort öðru? Þetta er gömul spurning, sem þó er ofarlega á baugi í dag. Það mætti orða spurning- una öðru vísi: Getur Stalin- isminn látið af þeirri stefnu sinni að ætla sjer að gegn- sýra allan heiminn og vill veröldin láta sjer það í ljettu rúmi liggja, hvernig Rússar lifa lífinu? Kommúnisminn er raun- ar afar rúmt hugtak, þ. e. a. s. rússneski kommúnisminn. Ef gera ætti tilraun til þess að skilgreina hann, yrði það nánast gert þannig, að hann væri hreyfing, sem kenndi sig við Rússland og hags- muni þess, en stefndi jafn- framt að heimsbyltingu, þ. e. a. s. umsköpun þjóðfjelags hátta í heiminum eftir rúss- neskum fyrirmyndum og rússneskri yfirdrotnan al- heimsins. Kommúnismi Stalins er kominn langt burt frá hin- um upprunalega kommún- isma. Rjetttrúnaðar Marx- isminn hefir beðið mikið á- fall. Tekjumismunurinn er í Sovjet-Rússlandi meiri en e. t. v. í nokkru öðru landi og yfirstjettareinræðið er meigineinkenni hins fúss- neska þjóðskipulags. Rj'ður brautina. En í viðhorfum sínum til umheimsins haga Rússar sjer ennþá samkvæmt kenn- ingum Marx, bæði í ýmsum framkvæmdum og um fram allt í áróðri sínum. Marxisminn er þannig fyrst og fremst notaður til þess að' ryðja stefnu Rússa brautina. í öllum löndum er rjetttrúuðum kommúnistum safnað saman og þeir æfðir í slavneskri undirgefni enn- þá auðmjúkari en sú prúss- neska nokkru sinni var. — Þannig tekst Kreml að halda við hinum uppruna- legu áhrifum sínum út á við og brúa hið breiða bil á milli orðagjálfurs kommúnista út í heiminum og staðreynd- anna heima í Rússlandi. Að sjálfsögðu koma fyrir árekstrar. Margir, gáfaðir kommúnistar hafa komist að raun um þá andlegu prettij sem þeir eru beittir. Sumir setja fram gagnrýni sína eins og Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg, gerðu einu sinni. En flestir þora ekki annað en þegja eða láta af öðrum ástæðum kyrrt liggja. Kjarni málsins er fyr ir flestum þeirra ekki vissan um að kommúnisminn- sje hin rjetta þjóðfjelagsskipan, þ e. a s. rússneski kommún- isminn, heldur hitt, að þeir í eftirfarandi grein ræðlr sænskur sljórnmálafrjeitaritari stefnu Sovjef-Rússlands og markmið í ufanríkismálum. Greinin birtisf í sænsku tímariii og vakti mikia athygli. 1 eigi eitthvað til þess að trúa á í hinum bolsjeviska fagn- aðarboskap. Og þeir trúa enda þótt þeir "hmra með sjálfum sjer spyrji sig ýmsra spurninga. Þessvegna er það, að herra Sven Lind- rot hefur aldrei greint á við Moskva, jafnvel ekki í smá- atriðum. Þessvegna heldur fjöldi sænskra kommúnista áfrarp að trúa hinum komm- únistiska áróðri og láta nota sig sem verkfæri erlends ríkis. Hin mikla spurning hefir í vaxandi mæli orðið þessi: Getur hin vestræna sjer- eignastefna, mótuð lýðræðis sósíalisma, lifað við hlið Stalin-kommúnismans ? Stalin'hefir nýlega svarað þessari spurningu játandi. Lenin var á sínum tíma þeirrar skoðunar að henni yrði dð svara neitandi. Hans álit var að kommúnisminn yrði að breiðast út eða hverfa. — í hans augum var Þýskaland tilvalið byltingar land. — Hann gerði bylting- una í Rússlandi nærri því af tilviljun. Keisarastjórnin þýska hafði kallað hann frá Sviss til þess að nota sem Trjóuhest í Rúss landi zarsins. Þannig skap- aði óöldin í Rússlandi mögu leika fyrir byltingu lítils minnihluta í landinu. En hann varð fyrir beisk- um vonbrigðum. Þjóðverjar hliðruðu sjer hjá byltingu. En Lenin hjelt til dauða dags fast við þá hugmynd, að heimsbýltingin væri nauð synleg, ef hið kommúnist- iska stjórnskipulag Rúss- lands ætti ekki að falla. Stefna Stalins. Hugsjón Lenins var síðan haldið á loftí með kenningu Trotskys um áframhald bylt ingarinnar. En annar maður tók nýja stefnu-. Stalin lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að maður gæti vel hugsað sjer sósíalismann þ. e. a. s. kom- múnismann eftir rússneskri fyrirmynd, framkvæmdan í einu landi. Það væri hægt að framkvæma þetta vegna þeirra andstæðna, sem „auð valdsríkin“ væru í inn- byrðis. Stalin trúði þannig á það að hægt væri að framkvæma sósíalismann í einu landi. — Hann vann í samræmi við þetta, en þetta þýddi þó ekki það, að hann hyrfi frá hugmyndinni um heimsbylt ingu. Það þýddi hinsvegar, að hann áleit að hann yrði að gera Rússland svo sterkt að hin langþráða heimsbylt- ing, sem heimúrinn þó var tregur til að aðhyllast, yrði framkvæmd með aðstoð ut- an frá í stað innan frá í hverju landi, það er að segja með hjálp Rauða hersins í stað uppreisnar herra Linde rot. Það liggur í eðli málsins, að ákvörðunin um að vinna sameiginlega að heimsbylt- ingunni og eflingu Rúss- lands hlaut að leiða af sjer að allur áróður byltjngar-' stefnunnar yrði notaður í þágu rússneskra þjóðarhags- muna Stalin talar þannig, sem ókrýndur keisari Rússlands. En það skýrir þó ekki á- standið fyllilega að benda á hina ótvíræðu heimsveldis- stefnu Rússa. Við verðum að minnast þess, að Rússar telja sig vera að berjast fyr- ir betri heimi. Það verður oft vart vissrar spámanns- hneigðar hjá Rússum, bæði sem kommúnistum og þjóð. Og það sem er enn þá þýðingarmeira er, að hjá stjórn Rússlands er lítils um burðarlyndis að vænta. Það má að vissu leyti jafna henni við Múhameðstrúarmenn. Lýðræðið felur í sjer ríka hneigð til umburðar- lyndis. Það getur mæta vel þolað að nágrannaríki hafi annað þjóðskipulag og stjórnarform. Hin vestrænu lýðræðisríki vildu náttúr- lega gjarnan að Rússland hallaðist í lýðræðisátt og ynni með þeim. En hugsjóna leg krossferð á hendur Moskvu, vegna þjóðskipu- lags hennar er varla hugs- anleg. Ef að til styrjaldar kemur, hlýtur það að verða af öðrum ástæðum og þá fyrst og fremst af útþenslu- stefnu Rússa sjálfra. En nú hefir Stalin látið í ljós skoðun sína á sósíalism- anum í einu landi og nú fyr- ir skömmu sagt í samtali við Alexander Werth. „Jeg dreg möguleikana fyrir friðsam- legu samstarfi alls ekki í efa. Jeg tel þá þvert á móti vera vaxandi. Framkvæmd kommúnismans í einu landi er fyllilega möguleg, sjer- staklega landi eins og Rúss- landi.“ Þetta ætti að vera nægilega greinilegt, finst manni. En þótt ólíklegt sje, mælir reynslan þó gegn því. — Kjarni málsins er nefnilega sá, að ekkert bendir til þess að Kreml hyggi á að afvopn- ast áróðursvopnum sínum. Þvert á móti hefir í þeim löndum, sem Sovjetríkin hafa áhrif í verið hafin, greinileg Sovjetskipulagn- ing. í þessu sambandi kemur manni í hug árið 1927, þegar Chiang Kai-Shek og Kuom- ingtang í Kína brutu skyndi lega allar brýr við Mosku, en með honum hafði þá ver- ið reiknað sem öruggum hlekk í keðju heimsbylting- arinnar. Það var mikill ósig- ur fyrir Stalin, enda gerði Trotsky, hinn mikli keppi- nautur hans, allt sem hann gat til þess að notfæra sjer hann. Hann benti á þá ein- feldni Stalins ,að taka upp samvinnu við jafn þjóðern- issinnaðan flokk og Kuom- ingtang í staðinn fyrir að tryggja sjer samvinu Kína með sósíaliseringu lands- ins. En í þetta skifti eru Rúss- ar ákveðnir í að láta niður- stöðuna ekki verða slíka. Bak við járntjaldið. Bak við járntjaldið er stöð ugt unnið að útbreiðslu kom múnismans. Takmark henn- ar er útrýming hinna borg- aralegu afla, sjerstaklega þeirra, sem sjá djúpið milli hinna kommúnistisku kenn- inga og lífskjara fólksins í Rúslandi. Moskva hefir sterkari tök á kommúnistaflokkum þeim meira fje en nokkuru sinni fyrr. Þetta verður varla skýrt á annan hátt, en þann, að Moskva búi sig und ir nýja sókn í sambandi við þá heimskreppu, sem nú er að öllum líkindum stefnt út í. Allt bendir þannig til þess, að árásar og heimsveldis- stefna Moskva sje óbreytt. Spurningin um það, hvort sjereignarstefnan og komm- únisminn geti lifað hlið við hlið, ætti þessvegna að orð- ast þannig, hvort þessar tvær stefnur muni gera það friðsamlega. Það er e. t. v. ekki hægt að svara þessari spurningu end anlega nú. Ef það væri hægt Væri unnt að svara með fullvissu spurningunni um það, hvort verður held- ur stríð eða friður. En svo mikið er hægt að segja, að hið síðarnefnda, hinn margþráði friður, krefst mikilla breytinga á af stöðu Rússlands. Hann krefst, aukins umBurðar- lyndis í Moskva, Mikilvægasta sönnunin fyrir breyttri afstöðu Rússa væri upplausn kommúnista- flokkanna eða breyting' þeirra í vinstriflokka, sem ekki væru hrein verkfæri Moskva. En ef til vill er það draumsýn ein. En á þeirri draumsýn kann svarið við J spurningunni um stríð eða hinna ýmsu landa og leggur.frið að velta. Sníða- og saumakensla !! Síðasta námskeið mitt á vetrinum. — Uppl. 1 síma 4940. Ingibjörg Sigurðardóttir. FramSíSaratvinna Þekt fyrirtæki hjer í bænm vantar góðan bókhaldara strax. Hæg vinna, góður vinnu- tími. Fæði á staðnum. — Tilboð ásamt mynd ef til er, og uppl. um mentun eða fyrri vinnu- stað óskast sent fyrir mánudagskvöld til afgr. Mbl. merkt: „Ungur maður“. 1>V*> vxpx* EEeildsölufyrirftæki sem hefir góð ensk sambönd etc. etc. gæti, ef til vill, losnað við lagarvörur, gegn framtíðar- samvinnu í sambandi við mann, er stofnsetur sig erlendis. — Tilboð merkt: „Viðskifti“ send- ist Morgunblaðinu fyrir n.k. mánudag!.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.