Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐIÖ Föstudagur 14. mars 1947. t Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. FJÁRHA GSRÁÐID ÞAÐ voru einkum tvö atriði í stefnuskrá núverandi i íkisstjórnar, sem telja má til nýmæla. Annað var ákvæðið um fjárhagsráðið, sem á að samræma framkvæmdir ein- staklinga og almannavaldsins, og sjá um að þær verði gerðar eftir fyrirfram saminni áætlun. Hitt var ákvæðið um eignakönnunina. Frumvarp er nú komið fram á Alþingi um fyrra atriðið, íjárhagsráðið. Um verksvið fjárhagsráðs segir svo í 3. gr.: „Fjárhagsráð semur fyrirfram fyrir ár hvert áætlun um heildarframkvæmdir. Fyrir yfirstandandi ár semur ráðið áætlun þessa svo fljótt sem auðið er og að svo miklu leyti sem við verður komið. — í áætlun þessari skal gerð grein fyrir kostnaði við hverja framkvæmd, svo og með hverjum hætti fjár skuli aflað, enda skal kveða á um það, í hverri röð framkvæmdir skuli verða, svo að vinnuafl og f jármagn hagnýtist þannig, að sem mest not verði að. — Ennfremur semur fjárhagsráð fyrir ár hvert heildaráætl- un um útflutning og innflutning þess árs, magn og verð- mæti. Skal áætlun þessi miðast við það, að hagnýta sem best markaðsmöguleika og fullnægja sem hagkvæmast innflutningsþörf landsmanna.“ Gert er ráð fyrir, að fjárhagsráð leiti samvinnu um samningu áætlunarinnar við þá aðila, sem atvinnurekst- ur hafa með höndum, hvort heldur eru opinberar stofn- anir, fjelög eða einstaklingar, svo og við lánsstofnanir. Enn segir svo í 5. gr. frumvarpsins: „Til hvérs konar fjárfestingar einstaklinga, fjelaga og opinberra aðila, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnu- rekstrar, til aukningar á þeim, sem fyrir er, húsbygginga eða annarra mannvirkja þarf leyfi fjárhagsráðs. og gildir þetta einnig um framhald þeirra framkvæmda, sem þegar eru hafnar. — Þó skal ákveðið í reglugerð, að tilteknar minniháttar framkvæmdir sjeu heimilar án fjárfestingar- leyfis. Nánari ákvæði um fjárfestingarleyfi sjeu sett í reglugerð“. ★ Af þessu, sem hjer hefir verið frá sagt, er Ijóst, að fjárhagsráð, sem ráðgert er að skipað verði fjórum mönn- um, fær í hendur mikið vald. Ríður því á miklu, að þetta vald fari vel úr hendi og að því verði ekki misbeitt. Því var yfirlýst af ríkisstjórninni, þegar hún settist í valdastólana, að nýsköpuninni yrði haldið áfram af full- um krafti. Með hliðsjón af þessari stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar, verður að ganga út frá, að höfuðmark- miðið með fjárhagsráðinu sje það, að nýsköpunin geti ijaldið áfram með sama krafti og hjá fyrrverandi stjórn. Verði þessvegna því mikla valdi, sem fjárhagsráði er fengið í hendur, beitt með þetta höfuðsjónarmið fyrir aug- um, má vænta góðs af þessari ráðstöfun. En þá má öll- um ljóst vera, að mikil ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem falin verða framkvæmd þessa máls. Það er ekki sama hverjir skipa fjárhagsráðið. Ef þangað veldust menn fjandsamlegir nýsköpuninni, gætu þeir notað vald sitt þannig, að nýsköpunin biði stórhnekki af. En ríkisstjórn- in mun vafalaust tryggja, að svo illa takist ekki. ★ Undirdeildir í fjárhagsráði eiga að fjalla um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferð og verðlagseftirlit. Tekur þetta fjárhagsráð því við öllum þeim verkefn- um sem áður hafa heyrt undir Nýbyggingarráð og Við- skiptaráð enda á að afnema þessar stofnanir. Tekið er fram í greinargerð, að nokkur ágreiningur sje um skipun þessa valdamikla fjárhagsráðs. Sýnist það og eðlilegast að Alþingi geri kröfu til þess' að kjósa þetta ráð eins og venja er til um valdamiklar nefndir. Færi þá og að sjálfsögðu betur á, að ráðið yrði skipað 5 mönnum svo eðlileg skipting milli þingflokkanna verði í skipun þess. Vafalaust má telja að þetta frumvarp um fjárhagsráð verði eitt af aðalmálum yfirstandandi Alþingis. UR DAGLEGA LIFINU íslendingarnir á Holmenkollen. J. H. hefur ekki líkað alls kostar það, sem jeg sagði um frammistöðu íslendinganna tveggja á Holmenkollenmótinu um daginn. Hann hefur skrif- að mjer langt brjef þar sem segir á þessa leið: ,,Kæri Víkar! Þjer segið í blaðinu um ís- lendingana, sem stukku í Holm enkollen: „Það verður náttúr- lega varla sagt, að frammistaða þeirra hafi verið góð“. Rjett áður segið þjer: „Þeir stóðu og stukku 57 og 53 metra. Og þeir voru númer 95 og 93 í röð inni af 137 keppendum“. Ekki get jeg að því gert, að mjer finst hjer anda kalt til þeirra og vænti jeg þess, að þeir sjeu fleiri meðal lands- manna þeirra, sem undrast og jafnvel dást að hinni góðu frammistöðu þeirra, en hinir, sem eitthvað hafa út á hana að setja. Hvers máttum við vænta af þeim? • Mikið afrek. Skíðaíþróttin er hjer enn í bernsku og engin sæmileg skil yrði til þjálfunar í stökkum sem þeim, er þeir keptu í. Og meira að segja: Þeir höfðu aldrei átt kost á að gera tilraun til að stökkva af svona háum palli. Samt víla þeir ekki fyrir sjer að taka þátt í keppninni — á móti heimsins bestu skíða stökkmönnum. Og með hvaða árangri? Þeim, að þeir skjóta sjer fram fyrir næstum þriðja hluta allra keppendanna og fá góða einkunn fyrir stökkin. Jeg fyrir mitt leyti tel þetta mikið afrek og á borð við frammistöðu íslensku íþrótta- mannanna í Osló í fyrra, sem vakti hrifningu margra hjer heima og eftirtekt þar. I útvarpsfrjettum frá Kaup- mananhöfn áf skíðamótinu sem jeg hlustaði á, var getið tveggja amerískra keppenda, sem hvor ugur náði að staflda í stökkinu. Umtal sitt um Islendingana hóf t þulurinn með þessum orðum: „Islænderne klarede sig godt“ og einnig gat hímn um „ud- mærket Stil“ þeirra. Þessi orð danska útvarpsins benda ótví- rætt til þess, að erlendis hafi frammistaða þeirra þótt góð almennt. Sje svo, mega þessir tveir ungu skíðamenn vel við una og situr ekki á okkur hjer heima að vera að reyna að gera minna úr- afreki þeirra, enda mun sannleikurinn vera sá, að þessir tveir ungu menn sjeu á undan sínum tíma í skíðaíþróttinni á íslandi“. • Oþörf viðkvæmni. Þetta var brjef J. H. Mjer finnst það bera vott full mik- illi viðkvæmni, þótt margt sje þar rjettilega mælt. Jeg tók það greinilega fram í fyrri ummælum mínum að við betri árangri hefði varla verið að búast hjá okkar mönnum í þetta skiftið. íslenskir skíða- menn ættu þess. ekki kost að æfa sig á löngum stökkbraut- um, þær væru engar til hjer heima. En jeg er ekki sammála J, H. um það að við íslendingar gerum íþróttamönnum okkar mest gagn með því að standa agndofa af hrifningu yfir frammistöðu þeirra á erlend- um leikvangi, hvernig sem hún er. í umrætt skifti var hún kannske sæmileg miðað við all ar aðstæður en hver vill halda því fram að það sje „góð frammistaða“ að vera 95. í röð inni af 137. Það munu raunar hafa verið 97 þessara kepp- enda sem stóðu stökk sín. Hin- ir fjellu og komu þessvegna ekki til úrslita. í röðun. En ekki batnar okkar hlutur við það. Við Islendingar megum vara okkur á að vera of. „sjálfglaðl ir“. Það er gott og blessað að standa með sínum mönnum en það er bjálfalegt að vera ánægð ur með allt hjá þeim, hvernig sem til tekst. Og það er áreið- anlega ekki leiðin til betri af- reka og fullkomnjanar, hvort sem er á sviði íþrótta eða lista. • Slitin plata. Prentari hefur sitt af hverju út á morgunútvarpið að setja og skrifar mjer um það langt brjef. Farast honum þar orð á þessa leið m. a.: „Kæri Víkar. Það er viðvíkjandi útvarp- inu okkar — „Útvarp Reykja- vík“. Jeg ætla nú ekki að fara að gagnrýna dagskrána, heldur stundvísina á morgnana. Það er nefnilega svoleiðis, að Út- varpið auglýsir að dagskráin eigi að byrja kl. 8.30. — en sá er bara gallinn á, að það kem- ur sjaldan eða aldrei fyrir að það byrji svo snemma. Og platan, sem spiluð er fyrst, er orðin svo slitin, að hinu fallega lagi er misþyrmt á hverjum morgni. — Viltu nú, kæri Víkar, biðja blessaða útvarpsmennina okk- ar að mæta ,,presís“ við hljóð- nemann, svo að þeim sje ekki bolvað á hverjum morgni, og einnig að spila óskemda plötu, svo að maður haldi ekki að þeir sjeu að spila jazz. Svo er annað, sem oft er tal- að um, og það er að lengja morgunútvarpið. Við höfum — eins og svo margir aðrir •— fengið okkur útyarpstæki á vinnustaðinn, og veitir það okk ur mikla ánægju. Kæri Víkar, viltu nú vera svo góður að~ minnast á þetta í dálkunum þínum. — Fyrirfram þökk!“ 4*«--------------------------—.n--------■■_■■-----—-- I MEÐAL ANNARA ORÐA,... | l -------------------i Överland: Leið Sovjels er ekki okkar Síðan Arnulf Överland hneykslaði „austræna11 menn á rithöfundamótinu í Stokk- hólmi í vetur, hefir hann hald- ið fjölda fyrirlestra um „aust- rænt og vestrænt lýðræði“, meðal ananrs í stúdentafjelög- unum í Kaupmananhöfn, Oslo og Gautaborg. Nýlega talaði hann í stúdentafjelaginu í Þrándheimi og í „Samfunds- akademiet“ á sama stað. í um- ræðunum varð andmælendum hans fátt um svör, en gripu til fúkyrða og líktu honum við Göbbels. Överland komst m.a. að orði á þessa leið: „í dag þykir „radikalt“ að segja uss! ef komið er við sum- ar pólitískar spurningar. En ef við komumst svo langt hjer í Noregi, að við þorum ekki að tala, þá eigum við ekki langt eftir. — Jeg fyrir mitt leyti ætla mjer að nota frelsið með- an jeg hef það. Og jeg held því fram að leið Sovjets sje ekki okkar leið“. ★ Hann sagði að Rússar „svindluðu“ með hugtakið lýð ræði. Kommúnistarnir gerðu óp að honum, en Överland svaraði, að einmitt þeim væri nauðsynlegt að hlusta á sig. Hinir borgaralegu þyrftu þess síður, því að þeir hefðu aldrei haft trú á rússnesku „ideal- demokrati“. Allir virtust þykj- ast lýðræðissinnaðir. Jafnvel sovjetsamveldið, sem áður hefði kallað sig „einræði ör- eiganna" væri nú kallað „sov- jetlýðræði". Og Hitler sagðist líka vera fulltrúi hins sanna lýðræðis. ★ Enginn harðstjóri vill kann- ast við að hann sje einræðis- herra, og fólkið vill heldur láta kalla sig agað og hraust, en að sagt sje um það að það sje teymt á eyrunum. Það fær leyfi til að lesa blöð með ýmsum nöfnum en sama efni. Við kosn ingarnár fær það leyfi til að segja „já“ og 99% mæta á kjöf fundi. Hvílík eining! Stjórnarfarið í Sovjetsám- veldinu og Názi-Þýskalandi var innbyrðis líkara hvað öðru en það var sócialisman- um. Jeg er áfeldur fyrir það að bera þessi lönd saman. En það er ekki mín sök. Það var ekki jeg, sem stóð á Rauða- torgi og tók á móti Ribbentrop með nasistafánum og nasista- söngvum. Jeg er sócialisti en fylgi ekki* þesskonar sócial- isma. Ef sócialismi getur ekki lifað án kúgunar, þá á hann ekki skilið að lifa. Maðurinn Þráir ekki kúgun, heldur frelsi. Fyrir því höfum við barist. 'k Um Finnland sagði hann m. a.: „Það má ekki gleyma því, að Finnland er á áhrifasvæði Sovjetsamveldisins. Það er fjár hagslega háð Rússum vegna skilmála friðarsamninganna, og getur komist í þá alvarlegu aðstöðu að verða „af frjálsum vilja“ að leita á náðir Rúss- lands. Mikilsmetinn sænskur hagfræðingur hefir sagt mjer, að Finniand sje glatað Norður- löndum. Jeg trúi því ekki. En þann dag, sem Finnar trúa sjálfir ástarjátningum sínum til Sovjet, eru þeir glataðir Norð- urlöndum. ' 'k Þess hefir verið krafist af mjer að jeg væri „solidarisk- ur“ — en með hverjum? Með Komintern, sem aldrei hefir verið „solidarisk“. Eða með hugsjóninni, sem hverfur í hvert skifti sem Moskva dett- ur í hug að taka upp aðra línu?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.