Morgunblaðið - 28.03.1947, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.1947, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. mars 1947 Gjöf fil forsetafrúarinnar HraÖpressan affur í kvöld í ÞRJIJ kvöld hefir Lárus Ingólfsson leikari, Sigríður Ar- mann listdansari og Pjetur Pjetursson þulur skemt í Sjálf- stæðishúsinu fyrir fullu húsi og miklum fögnuði áheyrenda. Og af sjerstökum ástæðum hafa þau fengið húsið aftur í kvöld og mun það verða gleðiefni fyr ir hina fjöldamörgu, sem frá hafa orðið að hverfa undan- farin kvöld sökum rúmleysis. í gærkveldi ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna þegar listamennirnir komu fram og svo mun einnig verða i kvöld. Landsffokksglíman erí Þetta er „Spettkakan“, sem Vilhjálmur Finsen, sendiherra í Stokkhólmi sendi frú Georgiu Björnsson forsetafrú með fyrstu ferð AOA frá Stokkhólmi. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Mr. William Hipplc, upplýsingadeildarstjóri AOA á Norðurlönd- um, Vilhjálmur Finscn scndiherra og Mr. Lestrade Brown for- stjóri í Evrópudeild AOA. „Spettkaka" til íorsetafruarínnar Var fyrsta sendingin með AOA flugvjelinni frá Sfokkhólmi ÞEGAR sænsku og norsku blaðamennirnir, sem A.O.A. hafði 'boðið til íslands, sem fyrstu farþegum hinna nýju flugferða milli Stokkhólms og Ameríku, kom til Keflavíkur, hafði flugvjelin einnig með- ferðis sjaldgæfa sendingu til forsetahjónanna •— eða til forsetafrúarinnar, rjettara sagt. Vilhjálmi Finsen, sendi- lierra, langaði til að minnast þessa merkilega viðburðar í samgöngum vorum við aðrar þjóðir, sem þessar föstu flugferðir óneitanlega marka, með því að senda forseta- hjónunum eitthvað „typiskt“ sænskt. Það „typiskt" sænska, sem Finsen sendi, var heljarstór svokölluð ,„spettkaka“, rúm- lega 3 fet að hæð og kváðu slíkar kökur vera sjerstak- lega Ijúffengar, en frekar þungar í maga. f kökuna til forsetahjónanna fóru m.a. rúmlega 60 egg. En til allrar hamingju eru eggin ekki skömtuð í Svíþjóð. „Spettkökurnar" eru búnar til á Skáni og þaðan kom kaka Finsens. Hún var í sjer- stökum umbúðum og kom væntanlega óskemd fram að Bessastöðum. Þegar Finsen, kl. sjö að morgni fyrri miðvikudag fór vit á flugvöllinn við Stokk- hólm, hafði hann kökukass- anp með sjer og um leið og hann kvaddi sænsku blaða- mepnina og óskaði þeim góðr- ar iferðar og ánægj ulega veru hjér heima sagði hann þeim frá sendingunni til forseta- hjónanna og bætti við, um leið og og kakan var borin inn í flugvjelina: „Guð hjálpi ykkur piltar, ef þið jetið af kökunni á leiðinni, forseta- frúin mundi aldrei gleyma því!“ Vonandi líkar „spettkakan“ vel að Bessastöðum! Landsflokkaglíman hefst í íþróttahúsinu við Hólogaland í kvöld kl. 9 e. h. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum og verður hörð keppni í þeim öll- um. Takast þar á margir hestu glímumcnn landsins. Myndin hjer að ofan er af Guðmundi Guðmundssyni, en hann er einn af þeim, sem keppir í þyngsta flokkinum og einn skemmtilegasti glímumað- ur landsins. Um 400 keppendur í meistaramóti í handknattleik MEISTARAMÓT ÍSLANDS í handknattleik innanhúss hefst á morgun í íþróttahúsinu við Hálogaland. Á mótinu verður alls keppt í sex flokkum, tveimur kvennaflokkum og fjórum karlaflokkum. Níu íþróttafjelög taka þátt í mótinu og senda alls um 40 lið. Einstakir keppendur verða um 400. Kept verður í meistaraA flokki karla og kvenna, í 2. flokki kvenna og 1., 2. og 3. flokki karla. Ármann og Haukar taka þá^t í öllum flokkunum, f.R. og K.R. í öllum, nema 2. fl. kvenna, F.H. í öllum, nema 1. flokki karla og Fram í öllum, nema 1. og 3. flokki karla, Víkingur keppir í meistara-, 1. og 2. flokki karla, íþrótta- samband Akraness í meist- araflokki kvenna og 2. og 3. flokki karla og Valur í meistara- og 2. flokki karla. Meistaraflokknum, 2. og 3. flokki karla, eða í þeim flokk- um, þar sem sex lið eru eða þau lið, sem vinna í riðlun- um keppa síðan til úrslita. í hverju liði mega vera 10 menn, en þó ekki fleiri en 7 á gólfinu í einu. í meistaraflokkj kvenna eru Haukar, Ármann, f.B.Ak. og Fram í A-riðli, en ÍR, FH og K.R. í B-riðli. í meistara- flokki karla eru Haukar, Val- ur, K.R., og Ármann í A-riðli, en Víldngur, Í.R., Fram og F.H. í B-riðli. Mótið hefst kl. 4 á morgun og heldur áfram kl. 8 e. h. Það heldur svo áfram á sunnu dag, mánudag og þriðjudag, en verður þá frestað til 8. Frá Vibro-verksmiðjunni smiðju norður á Akureyri. —• Gat hann þess, í sambandi við þetta, að mikill hluti allra nýbygginga þar um slóðin væru hlaðnar úr steini. Þörf- in fyrir nýbyggingar væri þar mikil og sama væri að segja um nærsveitir þar og annarsstaðar Norðanlands. fleiri, er skipt í tvo riðla, en apríl og líkur 15. apríl. Efni í 100 ferm hús úr Vibro- steini kostar nærri 0 fiiís. kr. Verksmiðju verður komið upp á Akureyri SEINT á s. 1. sumri tók til starfa hjer í bænum fyrir- tæki, sem framleiðir steina til húsagerðar. Fyrirtæki þettá heitir Vibro h. f. og er verksmiðja þess inn við Fífuhvammi í Kópavogi. Framkvæmdastjóri fjelags-1 ins, Örn Guðmundsson, bauð blaðamönnum í gær að skoða verksmiðjuna og kynnast starfrækslu hennar. Um uppfyndingu Vibro- steina, sagði örn, að hún væri komin frá Svíþjóð. Þar í landi eru nú um 60 slíkar' verksmiðjur, þá hafa Finnar komið upp hjá sjer einum 20. f löndum þeim, sem herjað var í, í síðustu heimsstyrj- öld, svo sem Póllandi, Hol- landi, Tjekkóslóvakíu, Noregi og Danmörku, hafa margar Vibroverksmiðjur verið sett- ar á laggirnar. Þá mun áður en langt um líður verða sett- ar upp Vibroverksmiðjur í Vínarborg, til þess að endur- byggja borgina, en þar mun þurfa að byggja alt að 2000 íbúðarhús. Framleiðslan Vibrosteinninn er gerður úr sementi, sandi og vatni og er ákveðnu lilutfalli fylgt milli þessara efna. Blandan er síðan sett í hrærivjel, það- an í vjel, sem mótar steininn við vjelhristing, en við það verður styrkleikinn meiri og samdráttur í veggjum hverf- andi. Frá þessari vjel, er steinninn fluttur til gufu- herslu, í til þess gerðum klefa og er hann látinn vera þar í einn til tvo sólarhringa, en þaðan er hann fluttur ■ í geymslustað og látinn standa uns hann hefur náð nægum styrkleika. öll framleiðsla verksmiðjunnar er undir ströngu eftirliti. Efni í 100 fermetra hús Er örn Guðmundsson var að því spurður hversu marga steina myndi þurfa til bygg- ingar á 100 fermetra húsi, einlyftú, kvað hann til þess þurfa um það bil 3000 steina og myndu þeir kosta því sem næst 6000 krónur og væri verðið miðað við efni komið á bíl við verksmiðjuna. Um einangrunargildi Vibro steina, sagði örn, að nægja myndi að klæða innan á stein vegginn einfalda trjeteks- plötu á grind og klæða svo utan á hana með pappa. Bygt eitt frystihús Stærsta húsið, sem fjelag- ið hefur útvegað efni til væri hraðfrystihús Þórkötlustaða h.f. í Grindavík, en það hús er mikið um sig. Áætlaður byggingakostnaður var tals- vert minni, en gerður hafði verið og er slíkt sjaldgæft nú á dögum. Verksmiðja á Akureyri. Að lokum gat Örn Guð- mundsson, f ramkvæmdast j. þess, að á þessu ári myndi > Vibro h.f. láta reisa verk- — Maivælaaðsfoð ■ Framh. af bls. 1 völd Breta hafa aflað sjer, benda til þess, að brauðskamt- ur Júgóslava hafi verið mun meiri en almennings í Englandi. Er það tekið sem dæmi, að þeir Júgóslavar, sem erfiðisvinnu stunda, hafi til skamm's tíma fengið 800 grömm af brauði á Úag. Mun skammtur þessi vera næstum því helmingi meiri en skammtur þeirra manna í Bret- landi, sem stunda erfiðisvinnu. Þá er og bent á, að Júgóslav- ar hafi boðið til sölu utanlands svínakjöt, smjör og alifugla, en þessar fæðutegundir eru mjög ríkar af hitaeiningum. Ávarp lil ökumanna frá S.V.F.Í. AÐ GEFNU tilefni eru það tilmæli Slysavarna- fjelagsins, til allra öku- manna á Islandi, að verði Iþeir varir við slasaða menn á vegum úti, þá ? veiti þeir strax þá aðstoð, I sem þeir geta í tje látið, I eða láti vita um slysið. Ef menn þurfa að stöðva I bifreið af framangreind- ! um ástæðum skulu þeir f veifa báðum höndum í ? kross yfir höfði sjer og í helst hafa veifu, svo sem E vasaklút eða trefil, í hönd- E unUm. Jafnframt eru öku- f 3 menn góðfúslega beðnir } að taka sjerstaka kall- | merki til greina. Slysavarnafjelag íslands. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.