Morgunblaðið - 23.04.1947, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. apiíl 1947
Á HEIMILI ANNARAR
€ftir ' m (flVlOtl q. a erliavt
41. daour
„Alice elskar hann, og hún
er konan hans. Jeg gleymi því
aldÆi hvað hún var góð við
mig, þegar jeg var strákhvolp-
ur. Hún mundi altaf eftir því
að gleðja mig, á stórhátíðum og
á afmælinu mínu. Hún hafði
altaf tíma til þess að sinna
mjer, og hún tók svo sem ekk-
ert mark á því þótt jeg sýndi
að jeg var vitlaus eftir henni.
Hún hló bara að mjer og jeg
vissi að hún var saklaus eins
og engill. Þá var jeg smástrák-
ur. En jeg hugsaði eins til henn
ar eftir að jeg fór í stríðið. Jeg
var hárviss um það að hún
hefði ekki skotið Manders, en
þótt hún hefði gert það þá hefði
það verið alveg rjett. Og jeg
sá hana hvað eftir annað. Einu
sinni vorum við að koma úr
skotgröfunum og jeg var bæði
þrevttur og kaldur og taugarn
ar í ólagi. Þá fanst mjer hún
bíða mín. Það er heimskulegt,
jeg veit það. En stundum sá
jeg hina fögru ásjónu hennar
og Jyín horfði á mig blíðu aug-
unum sínum með barnslegu
sakleysi. — — Þú heldur að
jeg sje vitlaus. Jeg var það
máske þá, en þetta gerði mjer
gott. í stríðinu-------“
Hann þagnaði um stund og
inælti svo: „Jeg er kominn út
í aðra sálma. Jeg ætlaði bara
að segja þjer það, að þú átt
mig að. Skilurðu það? Þú ert
ung og falleg og þú munt á-
reiðanlega hitta einhvern ann-
an sem elskar þig. En hjer get-
urðu ekki veríð. Komdu og
vertu hjá mjer“.
Fyrir langa löngu — og þó
voru ekki nema nokkrar
klukkustundir síðan — hafði
hún verið að hugsa um þetta.
„Já, mig langar til þess,
Tim“.
Hann hafði búist við því að.
hún mundi snúast öndverð
gegn þessu. En þegar hún sagði
þetta var eins og þungu fargi
ijetti af honum.
„Þú ert góð stúlka", sagði
hann. „Þú skilur“.
Svo reykti hann dálitla
stund og sagði svo: „Vel á
minst, mjer hefir dottið ýmis-
legt í hug“.
,,Hvað er það?“
„Það er nú til dæmis þetta
— þý heldur nú víst að jeg sje
genginn af göflunum — en jeg
helcþað Sam viti eitthvað um
byssuna“.
Henni hnykti við, „Sam?“
„Já, og meira að segja hjelt
jeg einu sinni að Sam hefði
myrt Jack“.
„Hvers vegna?“
Hann varð alvarlegur. „Svona
vertu nú ekki æst. Jeg hefði
alls ekki átt að segja þjer frá
þessy".
„En Tim---------“
Hyjin sagði: „Jeg fer nú og
legg .mig aftur“.
„Hvers vegna sagðirðu 'að
Sam----------“
„Vertu nú ekki með neinar
grillur. Sam gerði það ekki.
Mildred gerði það. Mjer datt
aðeins Sam í hug vegna — ja,
vegna þess hvað hann var við-
bragðsfljótur að koma hingað í
kvöld. Það var beðið fyrir skila
boð til hans í klúbbnum, og
hann rýkur þaðan eins og eldi-
brar^ur um leið og hann fær
boðin. Það var naumast að hon
um J.á á. Honum er ekki sama
um Alice, það er að segja, hann
vill alt fyrir hana gera. En
hann gerði ekki þetta — jeg
var gkki með sjálfum mjer þeg
ar mjer datt það í hug — jeg
grun.aði alla. Nú sjest hvílík
vitleysa það var. Gleymdu
þessu, Farðu að sofa. A morg-
un er aftur dagur“.
í sama bili sá hann hinn
brotna Kupido. Honum hnykti
við og hann hrópaði: „Hvað er
þetta?“
„Það er Kupidomyndin henn
ar Alice. Einhver hefir brotið
hana“.
„Það var slæmt“, sagði Tim.
U„m þetta gat hún talað. Hún
sagði: „Tim, jeg er hrædd“.
„Við ljvað?“ spurði hann.
„Jeg veit það ekki. Það er
eitthvað hjer í herberginu —
eitthyað dularfult í húsinu —
__u
„Ertu gengin af göflunum.
Það er ekkert að óttast hjer“.
Það var ekki gott að útskýra
þetta fyrir honum. Það var
eins og hún væri að telja hon-
um trú um að draugur væri í
húsinu og enginn gæti sjeð
hann. nema hún. Hún sagði hik
andi: „Það er nú til dæmis
þessi mynd. Alice þótti ákaf-
lega vænt um hana. Það er
eins og einhver hafi viljað
hefna sín á henni með því að
brjóta myndina“.
„Engum er illa við Alice. Þú
ert ekki með sjálfri þjer. Hættu
að hugsa um þetta. Þetta hef-
ir aðeins verið tilviljun. Ætl-
arðu að verða samferða upp?“
Hvernig átti hún að útskýra
það sem ekki varð skýrt?
„Nei, jeg ætla að bíða eftir
Richard".
Hann hafði ekkert á móti
því. Hann sagði: „Jæj'a, jeg
ætla að fara upp og reyna að
fá mjer blund“. Svo snerist
hann á hæli svo að náttslopp-
urinn flaksaðist og gekk upp á
loft.
Richard hlaut að koma bráð
um.
Byssan — Kupido — Webb.
Hún gekk fram í anddyrið og
lypti upp húninum á handriðs
súlunni. Leynihólfið var tómt.
Hún hafði búist við því. Mild-
red gat ekki látið byssuna á
sama stað.
Byssan var ekkert hættuleg.
Húnjmundi nú eftir því að hún
hafði tekið úr henni seinasta
skotið. Byssan var óhlaðin og
gat þyí ekki gert neinum mein.
Máske var hún hjá Webb?
Það var mjög hljótt í hús-
inu og aftur fanst henni eins
Og emhver hætta lægi þar í
lofti’iu, eins og einhver illur
andi .hefði komist þar á kreik
aftur.
Það var best að hún væri
ekki að bíða eftir Richard.
Samt sem áður stóð hún kyr
og virti fyrir sjer brotin af
Kupido. Svo lagðist hún á hnje
og fór að tína upp brotin.
Alice sagði að baki hennar:
„Hyii'nig hefirðu farið með
Kupido minn?“
XIX: KAFLI
Myra sneri sjer snögglega
við. Hún hjelt á einu brotinu í
hendinni.
Alice hafði skift um föt, var
nú komin í grænan silkikjól og
gullna hárið var eins og skín-
andi.umgjörð um andlit henn-
( ar. En andlitið var náfölt og
kalt eins og á líkneski. Hún
, sagði:
„Þú hefir brotið myndina“.
„Nei“.
„Þú braust hana vegna þess
að jeg átti hana og mjer þótti
vænt um hana“.
Myru sárnaði mjög og hún
mælti byrst: „Jeg braut hana
ekki“.
„Hvað ertu þá að gera?“
Myra leit á brotin og varð
starsýnt á litlu fingurnar. Svo
stóð hún á fætur og sagði: „Jeg
var að tína upp brotin“.
„Til hvers?“
„Q, Alice, jeg hefi ekki hug-
mynd um það hvernig þetta
hefir viljað íil“.
„Hvers vegna ertu að tína
upp brotin?“
„Jeg veit ekki. Einhver varð
að tína þau upp“, sagði Myra.
Alice hvesti á hana augun.
„Já, þú vilt skifta þjer af öllu.
Þú læst vera húsmóðir á heim-
ilinu, skipar fólkinu fyrir verk
um og lítur eftir blómunum.
En þetta er ekki þitt hús enn-
þá, Myra“.
Þetta var barnalegt, en Myru
sárnaði. „Jeg hefi ekki gert
neina tilraun til þess að setj-
ast í þitt sæti“, sagði hún.
„Þú ágirnist alt, sem jeg á.
Þú hefir gert alt sem þú hefir
getað til að eyðileggja það,
sem jeg elska“. Hún benti á
Kupidobrotin. „Hjer átti jeg
alt ,íður en þú komst“.
Skyndilega fleygði hún sjer
í stól, greip báðum höndum fyr
ir andlitið og hrópaði eins og
hún væri í sárustu neyð: „Hvers
vegna komstu hingað? Hvers
vegna ferðu ekki?“
En hún grjet ekki. Myra sá
að hún horfði á sig gegnum
greiparnar eins og hún væri
að athuga hver áhrif orð sín
hefði. Myru leit illa. Henni
fanst þetta hálfgerður leikara-
skapur hjá Alice. En hún sagði
samj;:
„Mg er að fara Alice. Jeg
gat farið á þessari stundu ef
þú vilt. Þú getur látið Franc-
i ine raða niður dótinu mínu og
j sent mjer það seinna“.
‘ Alice tók hendurnar frá and
! litinu.
| „Það er ekki hægt að fá bíl
á þessum tíma sólarhrings“,
sagði hún eftir litla umhugs-
j un. „Og svo er bráðum von á
I sakadómaranum. Það getur vel
veri ðað hann vilji hafa tal af
okkur öllum. Nei, það er best
að þú farir ekki strax. En þú
sjerð það sjálf að þú getur ekki
verið hjer. Þú getur ekki verið
hjer nema í hæsta lagi einn eða
tvo daga“.
Það lagði sterka angan af
liljunum hennar Mildred um
hcrbergið.
„Jeg hefi þegar sagt þjer það
að jeg ætla að fa.ra“.
„Hvert ferðu?“
„Tim hefir boðið mjer að
vera hjá sjer“.
,,Það er nú ekki langt und-
an. Og Cornelia mun sjálfsagt!
vilja að þú heimsækir sig oft“.
Æfintýrið um Móða Manga
Eftir BEAU BLACKHAM.
15.
Sjóliðarnir skóku hnefana á eftir lestinni. Það virtist
sannarlega, að Surtur hefði rjett fyrir sjer, því ekki gátu
þeir gert sjer vonir um að hlaupa járnbrautarlestina uppi.
Á leið sinni til baka til Staðar, velti Móði Mangi því
fyrir sjer, hvað hann gæti gert. Hann gerði ráð fyrir, að
Surtur hefði í hyggju að stoppa lestina rjett fyrir utan
járnbrautarstöðina á Stað og flýja svo. Meðan Mangi
hugsaði þetta, heyrði hann Surt segja drýgindalega við
lestarstjórann:
Ha, ha! Enginn stenst Surti sjóræningja snúning. Nei.
síður en svo- Flotanum tókst að vísu að ná mjer á sjó-
ræningjasundi, og hingað var jeg fluttur, en ekki tókst
þeim lengi að hafa mig í haldi. Jeg ljek heldur betur á
þá. Auðvitað gerði jeg það! Jeg komst undan með fjár-
sjóðinn minn á sama andartaki og skipið ljetti akkerum
í höfninni.
Surtur strauk hendinni eftir kistunni sinni.
— Veistu hvað í þessari kistu er? sagði hann við lestar-
stjórann. — Gullpeningar — margir sekkir af gullpen-
ingum! Og demantar og djásn af öllu tagi! Ha, ha, ha. —
Aldrei skal þeim takast að handsama Surt, mesta sjó-
ræningja allra tíma!
Er hjer var komið, voru farþegarnir í lestinni byrjaðir
að halla sjer út um gluggana með ópum og óhljóðum. —
Lestarvörðurinn ypifaði rauða flagginu sínu út um einn
gluggann, eins og ætti hann lífið að leysa. Ekki vissi hann
cúmennilega, hvers vegna hann var að veifa flagginu, en
hann hafði það á tilfinningunni, að eitthvað yrði hann
að gera. Þetta var í fyrsta skifti á æfinni, að hann hafði
vitað til þess, að heillri járnbrautarlest væri stolið!
— Hvað get jeg eiginlega gert? hugsaði Mangi. Ætli jeg
gæti ekki orðið vatnslaus? Þarna var ráðið! Ef allt vatnið
færi úr gufukatlinum mínum, gæti vjelin ekki gengið.
Jeg mundi verða að stoppa. Þetta er að minnsta kosti
reynandi. Jeg veit að vatnshaninn er laus.
Mangi opnaði fyrir vatnið og það streymdi niður á
járnbrautarteinana. Eftir að hafa fafið um tvær mílur,
var gufuketillinn tómur, og eftir nokkur púst og lágar
stunur nám lestin hægt staðar-
— Hvað er að? spurði Surtur og horfði reiðilega á lest-
arstjórann. Hvers vegna er lestin að nema staðar?
Varðveiíir
kjarnorkuleyndarmál.
Jean Marley O’Leary er eng
in yenjuleg kona, þ. e. a. s. hún
hafði alveg sjerstakt tækifæri
til þess að fylgajst vel með
kjarnorkurannsóknum Banda-
ríkjamanna, sem kostuðu þá
tvo milljaðra dollara. Hún var
einkaritari vísindamannsins,
sem stjórnaði rannsóknunum
frá því september 1942 til á-
gústmánaoar 1945. O’Leary er
vel kunnug þessari vísinda-
grein og vitneskja hennar í
kjarnorkufræðum orðin mjög
mikil, en hún varðveitir leynd-
armálið.
★
Engisprettuplága.
Um þessar mundir er hin
mesta engisprettuplága í Al-
gier. Eru vágestir þessir þeg-
ar komnir norður að Miðjarðar
hafi. Álitið er að faraldur þessi
eigi rót sína að rekja til ó-
venjulega mikilla hita í Norð-
ur-Afríku.
'Ar
— Þjer megið ekki fará með
hundinn á bíóið, sagði dyra-
vörðurinn byrstur.
— O, hvað haldið þjer að
það geti verið skaðlegt," þótt
han sjái myndina, hún er ekki
einu sinni bönnuð fyrir börn.
★
Hún hefir sama áhuga á
karlmönnum og skattstjórinn.
Það eru fyrst og fremst tekjur
þeirra, sem hún hefir áhuga á
að krækja í.
TÉr
Mirming um Narvík.
Bretakonungur hefir ákveð-
ið að gefa Hákoni Noregskon-
ungi stýrishjólið af breska her
skipinu „Warspite“, sem átti
gifturíkan þátt 1 sigri banda-
manna yfir Þjóðverjum í sjó-
orustunni við Narvík 13. apríl
1940.
ic
íslausar hafnir.
Tveir Svíar hafa fengið einka •
rjett í Ameríku á uppfinningu,
sem miðar að því að halda
höfnum og siglinagleiðum til
þeirra íslausum, þótt mikil
frost sjeu. Eru notuð til þessa
rör, sem komið er fyrir undir
sjávarskTorpunni. Heitu vatni
er dælt í rörin. Það stígur upp
á yfirborðið og kemur í veg
fyrir að sjórinn frjósi.