Morgunblaðið - 26.04.1947, Page 1
34. árgangur
92. tbl. — Laugardagur 26. apríl 1947
Íaaíoldarprentsmiðja h.f.
IMýfasta íslenska flugvfelin varð að
nauðlenda við Síirkfubæjarklaustur
MARSHALL í KEFLAVÍK
George C. Marshall utanríkisráðherra
llinnisi fyrstu
slands-ferðar
sinnar s viðtali
við loryunislaiii
GEORGE C. MARSHALL
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna kom við á Kefla-
víkurflugvelli í gærkveldi á
leið sinni frá Moskva til
Washington. Ráðherrann og
fylgdarlið hans stóð við í
V/> klst., frá klukkan 10,30
til miðnættis, en síðan hjelt
vjelin áfram beina leið til
Washington.
Á f'Iugvellinum tóku á
móti Marshall, Bjarni B$ne-
diktsson utanríkisráðherra
ísiands og sendifulltrúi
Bandaríkjanna hjer á landi,
Mr. Trimble.
Viðtal við Marshall.
Tveir frjettamenn frá Morg-
unblaðinu vor.u einu ísjensku
blaðamennirnir viðstaddir
komu Marshalls hingað og áttu
þeir samtal við ráðherrann í
Hótel de Gink. Marshall mint-
ist komu sinnar hingað til lands
í júlí 1942 er hann kom í eftir-
litsferð ásamt þeim Bedel-
Smith hershöfðingja, sem nú
er sendiherra Bandaríkjanna í
Moskva, King flotaforingja og
Arnold yfirmanni ameríska
flughersins, er þá var.
„Jeg minnist komu minnar til
Islands þá með ánægju. Hjer
átti jeg ánægjulega kvöldstund
með Ólafi Thors þáverandi for-
sætisráðherra, sagði Marshall.
Núna á dögunum hitti jeg dótt-
ur hans (frú Mörtu Benedikts-
son sendiherrafrú) í Moskva og
bað hún mig fyrir kveðjur til
föður síns. Jeg var rjett áðan
að fá mjög vinsamlega kveðju
frá honum.
Anægjulegt að sjá flugvöllinn
fullgerðan.
„Mjer þótti vænt um að við
skyldum lenda hjer áður en
dimt var orðið til þess að jeg
gæti sjeð mannvirkin hjer á
flugvellinum og það er gaman
að sjá hann fullgerðan", hjelt
Marshall áfram. Þegar jeg var
FrL'. á bls. 12.
200 þús. manns
horfa á fluthing kistu
Kristjáns X.
KAUPMANNAHÖFN, fimtudag.
Frá frjettaritara vorum.
UM 200,000 manns söfnuðust saman við götur þær, sem farið
var eftir með kistu Kristjáns X. Danakonuhgs, er hún var flutt
frá AmaUenborg til Hallarkirkjunnar í gærkveldi. Aður en kista
konungs var flutt frá höllinni fór þar fram sorgarathöfn og
voru aðeins viðstaddir ættingjar konungs og hirðfókl.
Ætlast var til að almenning-
ur fengi ekki að vita hvenær
kistan var flutt, en það hafði
borist út og þessvegna var þessi
mikli. mannfjöldi samankom-
inn á götunum.
Þúsundir ganga framhjá
kistu konungs.
Klukkan 16 í dag var al-
menningi leyft að ganga fram-
hjá kistu konungs í Hallar-
kirkjunni og hófu þegar þús-
undir manna að ganga framhjá
kistunni. Kistan stendur á upp-
hækkuðum palli og ' er lokuð.
Hún er sveipuð ríkisfána Dana.
Við hlið kistunnar eru fjórar
Framh. á bls. 2
Forsefi lslands vH
jarðarför Kristjáns
fíunda
FORSETI ÍSLANDS mun
Chíistians Tíunda hinn
30. þ. m. segir í tilkynn-
ingu frá utanríkisráðu-
neytinu.
I fylgd með honum verð-
ur Angar Kl. Jónsson,
skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins.
Bensínbirgðir hennar
voru að þrotum komnar
í GÆRKVELDI var farið að óttast um nýja flugvjel, sem var
á leið hingað til lands frá Grænlandi. Voru hjálparflugvjelar
farnar að leita hennar og aðra nauðsynlegar ráðstafanir gerðar.
En um kl. hálf tíu nauðlenti flugvjelin austur við Kirkjubæjar-
klaustur og gekk lendingin slysalaust.
E>rjú Norðuriand-
anna hvarfa um
hveifiskori
London í gærkvöldi.
Alþjóðamatvælaráíinu hef-
ur borist orðsending frá
frönsku stjórninni, þar sem
sagt er, að Frakkar þurfi að
fá 10 milljón skeppur af
korni til þess að hægt verði
að hafa brauðskammtinn ó-
breyttan frarri að næstu upp-
skeru. Samskonar málaleitan
ir hafa borist frá Noregi,
Sviss, Finnlandi, Svíþjóð,
Tjekkóslóvaklu, Póllandi,
Belgíu, Eire og yfirvöldum á
hernámssvæðum í vestur-
hluta Þýskalands. Samtals
fara þessar þjóðir fram á að
fá 15 milljón skeppur af
hveiti. — Reuter.
Gúsfaf Svíakonungur
í heimsókn í
Monaco
Nizza í gærkvöldi.
GÚSTAF Svíakonungur
dvelst nú í heimsókn í ‘Mon-
aco. Hann var í dag gestur
Louis II. prins í kastala hans.
Konungur mun síðan fara til
Nizza og hafast við í Riviera
sjer til hressingar. — Reuter.
Máli Kesselrings að
verða lokið
MÁLAFERLUM í máli Al-
bert Kesselrings marskálks,
fyrrverandi yfirmanns þýsku
herjanna í ítalíu, er nú að
verða lokið. Rjettarhöld í
máli Kesselrings hafa staðið
yfir hjer í Feneyjum í þrjá
mánuði.
Formaður herrjettar þess,
sem hefur mál marskálksins
til meðferðar, sagði verjanda
lians í dag, að vitnaleiðslu
mundi verða að ljúka á morg
un (laugardag). — Reuter.
Loftleiðir og
V estmannaey jar
Flugvjel þessi er af Anson-
gerð. Loftleiðir h.f. og Vest-
mannaeyingar hafa keypt
hana í fjelagi vestur í Ame-
ríku, til þess að annast flug-
ferðir milli Eyja og Reykja-
víkur, og var hún á leið það-
an er þetta gerðist.
Klukkan langt gengin tvö í
gær lagði flugvjelin af stað
frá flugvellinum Blue West á
vesturströnd Grænlands og
var búist við að hún mvndi
vera komin á Reykjavíkur-
flugvöll tæplega hálf átta. —-
Ekkert samband náðist við
áhöfn flugvjelarinnar alla
leiðina.
Flugvjelar fara að leita
Þar eð ekkert hafði frjetst
til flugvjelarinnar og hún
ekki komin á þeim tíma, sem
flugáætlun hennar gerði ráð
fyrir, voru gerðar allar nauð-
synlegar ráðstafanir. M.a.
fóru tvær flugvjelar frá
Keflavíkurflugvelli til þess
að leita hennar.
Mátti ekki tæpara standa
Eftir því sem á kvöldið leið,
fóru menn að óttast um af-
drif hennar. Vitað var að flug
vjelin hafði ekki bensín nema
til mjög takmfirkaðs tíma.
Ilún gat verið á lofti til kl.
tæplega 10 í gærkvöldi.
En klukkan rúmlega 10 bár
ust þær fregnir, austan frá
Kirkjubæjarklaustri, að flug
vjelin hefði lent þar um kl.
9,30.
Flugvjelin mun vera lítið
skemd
í viðtali er Morgunblaðið
átti við Jón Björnsson að
Kirkjubæjarklaustri, sagðist
honum svo frá, að staðar-
menn hefðu orðið flugvjelar-
innar varir um kl. 9,40. Þá
var flugvjelin sest. — Ekki
hafði hún sest á flugvöllinn
þar, heldur á Klaustursheiði,
sem er norður af Systrastapa.
Maður þar á þænum fór þeg-
ar út eftir. Voru þá þar fyrir,
Framh. á bls. 12