Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLÁblB Laugardagur 26. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigtós Jónssen Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Jfrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kxistinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. Í lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. . Erfðafylgjan UM ÞAÐ verður ekki deilt, að íslenska þjóðfjelagið hefði núbetri aðstöðu en nokkru sinni fyrr, til þess að tryggja góða og örugga afkomu allra þegna sinna, ef ekki gamla erfðafylgjan — sundrungin — væri höfð í fyrirrúmi og rifi niður'jafnharðan alt, sem upp er bygt. Með aðgerðum fyrrverandi ríkisstjórnar á sviði ný- sköpunar atvinnulífsins var raunverulega lagður grund- völlur að nýju, glæsilegu þjóðfjelagi. En ekki gekk það mótstöðulaust að fá það fram, að verulegum hluta af hin- um erlendu innstæðum skyldi varið til kaupa á nýjum íramleiðslutækjum. Þá voru öfl sundrungar einnig að verki, sem töldu þetta hið mesta glapræði. Alt var til iundið, til þess að reyna að koma áformum ríkisstjórnar- mnar fyrir kattarnef. Reynt var að telja þjóðinni trú um; að ekkert vit væri í §ð serfija“þá um smíði togara, því að þeir myndu lækka stórlega í verði þegar frá liði. Reynsl- an hefir skorið úr um þetta, því ef við ættum nú að gera samninga um smíði togara, myndu þeir verða a. m. k. þriðjungi dýrari, og vafasamt hvort við gætum fengið nokkurn togara smíðaðan fyrst um sinn. ★ Hvar stæði íslenska þjóðin í dag, ef fyrrverandi stjórn hefði ekki unhið hið farsæla starf á sviði nýsköpunar- innar? Mikið er um það talað í dag, að gjaldeyrisforði þjóð- arinnar sje upp etinn, og er þáíii rjett. Ef fyrrverandi stjórn hefði ekki tekið þá ákvörðun, að verja miklum hluta erlendu innstæðnanna til kaupa á nýjum fram- leiðslutækjum, ættum við enn inni erlendis verulega íúlgu. Við gætum því enn um skeið lifað hátt, með því að ávísa á innstæðurnar, meðan þar væri eitlhvað af að taka. En brátt ræki að því, að innetæðurnar væru upp etnar. Hvað þá? Þá stæðum við uppi slippir og snauðir. Engin ný framleiðslutæki væri keypt og engir möguleik- ar til að kaupa þau, því til þess hefðum við engan gjald- eyri. Það verður því aldrei nógsamlega þakkað hið giftusam- lega spor sem fyrrverandi stjórn steig, er hún festi mik- inn hluta innstæðunnar, og bjargaði honum frá eyðingu. ★ En það er ekki nóg, að eignast ný og fullkomin fram- leiðslutæki. Tækin verða að vera í starfraékslu, til þess að þeirra verði not fyrir þjóðfjelagið og fólkið í landinu. Hin þungbæra dýrtíð í landinu hvílir jafnan sem svartur skuggi yfir atvinnuvegum landsmanna. Dýrtíðin er hjer margfalt meiri en í nágrannalöndum okkar. Einhverntíma hlaut sú staðreynd að blasa við, að við yrðum til neyddir að lækka framleiðslukostnaðinn, ef við vildum dkki verða undir í samkepninni á heimsmai;kaðinum. Nú er þessi stund upp runnin. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að við getum ekki selt fram- leiðslu bátafisksins því verði, sem keppinautarnir selja sinn fisk fyrir með góðum hagnaði. ir En hvernig mætum við þessum kalda veruleika? Hvað höfumst við að, til þess að leysa dýrtíðarvandamálið og koma atvinnuvegunum á rjettan kjöl? Þessu er fljótsvarað: Við rífumst innbyrðis og höldum áfram að gera auknar kröfur. Hvergi má slaka til. Nú eru verklýðsfjelögin hvött til að segja upp samning- um og gera nýjar kaupkröfur. Þetta á að bjarga atvinnu- vegunum, þegar nál. öll framleiðslan frá vertíðinni liggur óseld í landinu, vegria þess að við krefjumst miklu hærra verðs en keppinautar okkar! . Það er engu l'íkara en að við sjeum á vitfirringaspítala, svo heimskulega höfumst.við að. Og þó gætum við haft það betra en nokkur önnur þjóð, ef við skildum vitjun- artíma okkar, tækjum höndum saman og trygðum fram- tíð atvinnuveganna og nýsköpunarinnar. Víkverji áhrifcir: ÚR DAGLEGA LÍFINU Heklufrjettir í Texas. FRJETTIRNAR af Heklugos inu hafa barið víða um heim og vakið athygli. Víðast hvar erlendis hafa menn sett gosið í samband við mikla hættu og óttaV að Hekla myndi enn valda slysum og dauða. Þann- ið hefir maðurinn hugsað, sem sendi ættingja sínum, sem hjer,dvelur símskeyti og sagði: „Hefi heyrt um Heklugosið. Hefir þú orðið fyrir nokkru slysl“. Á dögunum fjekk jeg brjef frá stúdent í Texas, sem hafði kynst þar þremur íslenskum námsmönnum. Hann segir m. a. á þessa leið í brjefi sínu: Mjer varð illa við er jeg heyrði útvarpið segja frá því að Hekla væri farin að gjósa. Mjer varð hugsað til vina minna á ís- landi -og hvort þeir væru í nokkurri hættu, en þá mundi jeg eftir því að Hekla er svo langt frá Reykjavík og að vin- ir mínir myndu sennilega ekki vera í neinni hættu. • Mexikanski hcrbergisfjelaginn. BRJEFRITARINN heldur síð an áfram að segja frá kynnum sínum af íslenskum námsfjelög um við háskóiann í Téxas. (Sig urður Matthíasson og kona hanj Þóra Þórðardóttir og Njáll Símonarson) fræddu mig og herbergisf jelaga okkar Sigga sem er .mexikanskur og heitir Carlos Molina, um ísland. Car- los var vanur að hóta þvr, að einn góðan veðurdag myndu Mexikanar koma til íslands og setja mexikanska flaggið á Heklutind. En Siggi svaraði því jafnan' til, að fyrst yrðu Mexi- kanar að fá leyfi íslendinga til að koma til landsins; það leyfi myndi tæpast auðfengið, því j Islendingar væru menn vandir að virðingu sinni. Þegar við Carlos heyrðum um Heklugosið og við mint- umst vina ókkar vankaði hjá okl * r á ný löngun til að heim- sækja Sögu-eyjuna og sjá „FALLIG ISLAND STÚLKA“. • Vilja fá fleiri íslend- inga til Texas. BRJEFRITARINN frá Texas lýkur máli sínu með þessum orðum: „En í alvöru talað. Það sem mig langaði til að kæmi fyrir augu sem flestra Islend- inga, er að þessir þrír íslend- ingar, sem jeg nefndi, eignuð- ust hjei>marga vini í Texas, sem þótti leitt er, þau fóru heim, og koma kanski aldrei aftur. Við vonumst eftir því að fleiri Islendingar konw til okk- ar. Við gleymum ekki þessum vinum okkar frá íslandi, sem voru sannkallaðir fyrirmyndar fulltrúar þjóðar sinnar. Okkur þykir r«*jög fyrir að heyra að Hekla skuli valda sorg í „Landi miðnæturssólarinnar“. Og jeg lýk bessum orðum mínum með því sem hihir norrænu vinir mínir kendu mjer endur fyrir löngu: „Skál í botn fyrir Is- landi“. John H. Hall Jr. (Jón Hallsson)“. Þannig er brjef stúdentsins í hinu fjarlæga landi, sem leidd ist að heyra frjettirnar um Heklugosið. Misnotkuu á þörfu tæki. ÞAÐ tók tímann siríh að fá Ríkisútvarpið til að fara að nota stálþráð til upptöku á efni. Þegar skrifað var um | þetta hjer í dálkana í fyrra og bent á að útvarpið þyrfti að eignast svona tæki kunnu sum ir útvarpsmenn okkur litlar þakkir fyrir ábendinguna. Og kanski hefði það betur aldrei verið gert. Síðan útvarpið fjekk stálþráðstækið hefir það verið notað í tíma og ótíma. Það stríplast ekki svo strákar á íþrótamóti, að því sje ekki lýst út í æsar á stálþráð og sent út í Ijósvakan, ekki einu sinni, heldur hvað eftir annað og oft á dag. Ef þessi misnotk- un stálþráðsins heldur áfram, kemur að því að útvarpsnot- endur formæla þessari svo ann ars börfu uppfindingu. • Flámælti skólasöngurinn. ÚTVARPSÞULURINN, sem ljek lögin í hádegisútvarpinu á sumardaginn fyrsta, er vafa- laust hljómlistarunnandi og hefir vit á tónum. Það mátti heyra það á því hve hQpum dauðleiddist að leika kórsöngv ana frá Laugarvatnsskólanum í fyrnefndum útvarpstíma. Og það er vafalaust fleirum, sem hefir leiðst að hlusta á þann hörmungarsöng. Eitt lagið bætti þó úr, því það var að minsta kosti hægt að hlæja að því, en það var lagið, þar sem karlmannsröddin baulaði á eft- ir kórnum. Svo var það nærri því eins spennandi og víðavangs hlauoið, að fylgjast með því hvort. söngvarinn eini og á eft- ir, myndi ná fjelögum sínum. En honum tókst það aldrei. Lærdómsríkur var söngur Laugarvatnsskólanemenda að því leyti til, að flámæltara fólk hefir ekki áður heyrst í ein- um hóþ. Það ráð er gefið hjer af einlægni. að eitthvað af þeim tíma. sem nemendur í þessum skóla nota til þess að iðka söng list verði varið til framburðar- kenslu í íslensku. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ADOLF Hitler var strangur kennari, en það, er hann kendi. kendi hann vel. Hinir sjálfs- ánægðu hlógu að fimtu her- deildum hans, sögðu að þetta væru andlega bilaðir menn. En að bví kom, að Hitler ruddist inn í Noreg, því nær án þess að einu einasta skoti væri hleypt af; Maginotlínan fjell fyrir honum og franski her- inn fór í mola. Hinir sjálfs- ánavðu fundu sannleikann í fangabúðunum: Land, þar sem fimta herdeild hafði náð að festa rætur, gat ekki varist ó- vinum sínum. Fimta herdeild Bandaríkjanna. FYRIR þrem vikum síðan, var því haldið fram fyrir þeirri neÞi^. fulltrúa,deildar Banda- ríkjaþings, sem rannsakar á- kærur um óþjóðlega starfsemi, að ef Rússland skæri upp her- ör gegn lýðveldislöndunum, mundu Bandaríkin komast að raun um það, að innan landa- mæra þeirra væri fimta her- deild, sem væri öflugri en nokkur þeirra, sem Hitler kom á fót. Þessi fimta herdeild var ennfremur sagt, var Kommún- istaflokkur Bandaríkjanna. William C. Bullitt, fyrver- andi sendiher’ra Bandaríkjanna í Moskva. bar vitni fyrir nefnd inni. Hann sagði meðal annars: Rússar eru að koma fimtu herdeildum á fót á hernaðarlega I mikilvægum stöðum víðsvegar í heiminum, með árás á Banda- ríkin fyrir augum. Kommúnistaflokkurinn er fimta herdeild þeirra í Banda- ríkjunum. Undantekningarlaust má gera ráð fyrir, að allir baftdarískir kommúnistar sjeu föðurlandssvikarar. Kommúnismi er ekkert ann- að en „rauður fasismi“. Stalin mun því aðeins leggja á hilluna áform sín um al~ heimsyfirráð, ef Bandaríkin segja honum það — og meina það. Vel skipulngt. J. Edgar Hoover, yfirmaður bandarísk.u leynilögreglunnar, hafði sömu sögu að segja. Hin kommúnistiska fimta herdeild, sagið hann. ,,er mun betur skipulögð en deildir nasista í löndum þeim, sem þeir her- sátu, áður en þeir gáfust upp“. Hoover hjelt því einnig fram, að kommúnistar væru aðeins „rauðir fasistar“. Meðlimatala Kommúnistaflokksins, sagði hann ennfremur, skiftir ekki svo miklu máli. Hann hafði eftirfarandi ummæli eftir ein- um af leiðtogum komrpúnista: „Styrjöld milli Bandaríkj- anna-eg Rússlands múndi vera órjettlát, þess vegna verðum við að berjast gegn henni. En ef til hennar kæmi, mundi I Kommúnistaflokkur Bandaríkj anna áreiðanlega standa með Rússum“. Bandarískir kommúnistar svöruðu þessum ásökunum með því að skírskota til mannrjett- indaskrár Bandaríkjanna, en þessi tilraun tíl að lýsa komm- únistum sem venjulegum bandarískum borgurum, fór út um búfur, þegar Eugene Denn isr aðalritari flokksins, var kall aður fyrir fyrgreinda nefnd Bandaríkjaþings. Hann neitaði að svara fyrstu spurningu nefndarmanna — að skýra frá hinu raunverulega nafni sínu og hvar hann^væri fæddur. Atta nöfn. Herbert Hoover sýndi þó fram á. að þessi kommúnista- leiðtogi hefði getað notað hvað sem var af átta nöfnum. Hið rjetta nafn hans var að vísu Francis Eugene Waldron, en á hinum langa starfsferli sínum hafði hann notað nöfnin Franc is Xavier Waldron Jr„ Frank Waldron, Eugene Dennis, F. E. W. Dennis, Gene Dennis, Paul Eugene Walsh og „Milton“. Að aflokinni rannsókn. lýsti rannsóknarnefnd Bandaríkja- þings yfir eftirfarandi: „Það er samhljóða álit þessarar nefndar, að Kommúnistaflokk- ur Bandaríkjanna sje í raun og veru erindreki erlendrar stjórn ar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.