Morgunblaðið - 13.05.1947, Side 2

Morgunblaðið - 13.05.1947, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nú er það SUMIR þykjast vera hissa á því, s?ð ancjstæðingar nýrrar verðbólguöldu berjast á móti henni með nokkuð ólíkum for- sendum. Allir eru þeir þó sammála um, að nýjar grunnkaupshækk- anir nú mundu hafa í för með sjer slíka verðbólguöldu, sem þjóðinni í heild yrði hættuleg, en mundi alveg sjerstaklega bitna á verkamönnum. Það er engin furða, þó að menn komist að þeirri niður- stöðu eftir ólíkum leiðum. Því að allir þeir, sem ekki stendur á sama hvernig fer um fjármál íslensku þjóðarinnai> afkomu atvinnuvega hennar og vinnu verkamánna í næstu framtíð, hljóta að sameinast um að hindra, að öllu þessu verði steypt í hættu með nýrri hækk- un dýrtíðarinnar. Nýsköpunin. En þó að menn sjeu sammála um þetta, er eðlilegt að menn sjeu ósammála um margt. Bæði af því, sem gera skal, og af því, sem gert hefir verið á und.an- förnum árum. Allir þeir Sjálfstæðismenn, sem voru fylgjendur fyrrver- andi stjórnar og meginþorri þeirra var það, eru sammála um, að sú stjórn hafi unnið xnikið happaverk fyrir hina ís- lensku þjóð. Ef þá hefði ekki verið tekin sú stefna, sem Stjórnin gerði, undir forystu Sjálfstæðismanna, og sjerstak- lega Ólafs Thors, er fullvíst, að stríðsgróði okkar hefði að mestu leyti eyðst í óþarfa hluti. Vegna þeirrar stefnu, sem þá var valin, tókst að bjarga mikl- um hluta stríðsgróðans til ný- sköpunarinnar. Vegna hennar stöndum við nú betur að vígi í lífsbaráttu okkár en nokkru sinni áður, ef við kunnum með að fara. Nöldrið. Auðvitað hefir sitthvað far- ið í súginn á undanförnum ár- um, en ef hin rjetta stefna hefði eigi verið valin, hefði það fje orðið miklu meira en raun ber vitni um og afstaða okkar nú væri ólíkt erfiðari en hún er. betta eru sannindi, sem ekki verður á móti mælt. Hitt er skiljanlegt, að þeir, sem þessum miklu framkvæmd um voru andvígir, reyni að klóra í bakkann og benda á mis fellurnar. Það er ekki nema mannldgt og verður að skilja sem hvern annan breyskleika. Crjaldeýrisástandið. Þó að því sje haldið fram, sem satt er og óumdeilanlegt, að vegna athafna fyrrverandi stjórnar stöndum við nú betur að vígi um framleiðslutæki okk ar en nokkru sinni áður, þá er ekki þar með sagt, að enginn vandi sje fyrir höndum. Að vísu deila menn um gjáld eyrisástandið nú. Sú staðreynd er fyrir hendi, að reiðufje er uppgengið. I staðinn hefir ver- ið aflað nauðsynja í þjóðarbú- ið og miklar útflutningsvörur hafa verið framleiddar. Á með- an sala þeirra hefir ekki tekist er von, að gjaldeyristregða sje. Hversu lengi sú trlgða heldur áfrgm.er. að miklu leyti, kppaið Þriðjudagur 13. maí 1947 eitt, sem skiítir múli Hindrum stöðvun atvinnuveganna l^orðmenn og Íslendingar hefja í sameiningu merkingu síldar hjer ú land í sumar Frásögn Áma Friðrikssonar fiskifræðings. undir því, hvernig sölurnar tak ast og' hversu mikil síldveiðin verður. . Ef síldveiðin verður góð, þá eru líkur til að gjaldeyristekj- ur okkar kunni á þessu ári að verða meiri vegna framleiðsl- unnar en nokkru sinni áður. Um þetta er ekki hægt að full- yrða á þessu stigi. Reynslan ein fær úr því skorið. Hitt er víst, að verðið á síldarafurðum, sjer- staklega síldarlýsi, hefir hækk- að svo, að af því geta á þessu ári hlotist meiri tekjur en menn áður hefðu látið sig dreyma um. Framleiðslukostnaðurinn of hár. Þetta er þó aðeins stundar fyrirbrigði, sem að vísu gþtur bætt úr gjaldeyrisskortinum nú og greitt fyrir nýjum fram- kvæmdum. Hitt stendur eftir, að sala á einni aðalútflutnings- vöru okkar, fiskinum öðrum en síld, hefir tekist mun miður en vonir stóðu til. Það eina, sem þar hefir tekist betur en ætla mátti, er ísfisksalan til Eng- lands. En það er einmitt mark- aðurinn í Englandi, sem komm- únistar öðru fremur fjandskap- ast við og hafa viljað eyðileggja með tiltektum sínum. Þar fyrir utan er líklegt, að sala á hraðfrystum fiski takist í Englandi með skaplegum hætti, að því er verðið snertir. Hættan þar er sú, að Englend- ingar vilja ekki skuldbinda sig til að taka fiskinn, nema því aðeins að þeir fái lýsið í sínar hendur, þannig að allt er háð því hvernig síldveiðarnar tak- ast. Annarsstaðar hefir salan því miður gengið treglegar og fyrirsjáanleg eru mikil vand- ræði með sölu saltfisksins. Verðbólgan skapar hættuna. Það eru þessar ástæður, sem gera það að verkum, að enda þótt óumdeilanlegt sje, að ný- sköpuniri hafi gefið okkur meiri möguleika til góðra lífskjara í þessu landi en við nokkru sinni áður höfðum, og þó að gjald- eyristekjurnar á þessu ári verði e. t. v. meiri en nokkru sinni fyrr, ef síldin bregst ekki, þá er óneitanlegt, að ástand at- vinnumálanna 'er ískyggílegt. Verðlagið innanlands hefir í för með sjer, að kostnaðurinn við framleiðsluna á frosnum fiski og saltfiski er miklu meiri en alheimsmakaður segir til um. Til lengdar hlýtur þetta að hafa í för með sjer, að fiskur- önn verðí óseljanlegur, nema við finnum ráð til að samræma kröfur okkar við það, sem heimsmarkaðurinn leyfir. Grunnkaupshækkun væri glapræði. Þegar þannig stendur um undirstöðu atvinnuveg þjóðar- innar, er það meira glapræði en uro þgrf að tala, að ætla sjer að hækka grunnkaup hjer á landi. Kommúnistar vita þetta eins vel og aðrir. I sinn hóp fara þeir ekki dult með það. Þar segja þeir hreinlega, að þeir hafi ekki áhuga fyrir gtunn- kaupshækkun vegna hagsmuna almennings, heldur eingöngu til að reyna á þann veg, að knýja núverandi ríkisstjórn frá völd- um. En jafnvel þó að grunnkaups hækkunin væri ekki hættuleg fjárhagsöryggi og atvinnu al- mennings á þann veg sem hún er, mundi það tiltæki, að beita samtökum verkalýðsins í póli- tísku framdráttarskyni komm- únista, verða til þess að sam- eina alla lýðræðisunnendur í þessu , landi gegn tiltektum kommúnista nú. Handknattleiks- kepni Ármanns á Akranesi FJÓRIR handknattleiksflokk ar frá Ármanni fóru upp á Akranes síðatliðinn sunnudag og kepptu þar við lið frá Iþróttabandalagi Akraness. Leikar fóru þannig að Ármann vann í meistaraflokki kvenna með 13:5, en í meistaraflokki karla unnu Akurnesingar með 20:17. — 1 II. flokki karla unnu'Akurnesingar með 22:10 en í III. flokki karla vann Ár- mann með 13:10. Er blaðið átti tal við Jens Guðbjörnsson, formann Ár- manns, í gær, rómaði hann mjög viðtökur Akurnesinga og hve skemtilegt hefði verið að keppa þar. Leikirnir fóru fram í iþróttahúsinu á Akrangsi, en það var þjettskipað áhorfend- um. Á eftir var keppendunum haldið samsæti að Hótel Akra- nes, og var ferðin í alla staði hin ánægjulegasta. Tyrknesk þing- mannanefnd í Bret- landi London í gærkvöldi. JOWITT lávarður, innsiglis vörður konungs, flutti ræðu í dag, er tyrknesk þingmanna- nefnd snæddi hádegisverð í húsakynnum neðri málstofunn ar bresku. Lávarðurinn talaði urii Tyrk land sem „framsækið lýðræðis riki“, og sagði að mikið væri i framtíðinni komið undir góðu samkomulagi, vináttu og sam- vinnu Breta og Tyrkja. Jowitt sagði einnig: „Við höfum stundum verið ósam- mála og greint á um ýmislegt, en ekki þarf að gera ráð fyrir slfku í framtíðinni.“ — Reuter. FYRIR nokkru síðan hefir náðst samkomulag um ráðstaf- anir til verndar fiski L Norð- ursjó. Hefir ríkisstjórninni nú borist skýrsla um þetta mál fyr ir nokkru síðan. Þá mun á þessu sumri hefj- ast nýr þáttur í síldarrannsókn- um í Atlantshafi, merking síldar. Norðm. og ísl. vinna að henni í sameiningu og munu framkvæmdir hefjast þegar á næsta sumri. Árni Friðriksson fiskifræðingur skýrði blaða- mönnum frá þessum málum í gær. Norðursjórinn. Með hinni stórkostlegu aukn- ingu togaraflotans, er þjóðir Evrópu vinna nú að, er fiski- stofni öllum í Norðursjó mikil hætta búin. Þetta átti sjer stað í Norðursjónum milli styrjald- anna. Sem dæmi upp á þetta má nefna, að á árunum 1922 til 1929, veiddust að meðaltali af ýsu 128 þús. smálestir, en aðeins 94 þús. á árunum 1930 til 1936. Að tilhlutan Breta var hald- inn alþjóðafundur, er athuga skyldi möguleika á því hvernig sporna mætti við því,, að þessi sama saga endurtæki sig. Fund urinn kom saman í London vor- ið 1946. Voru þar mættir full- trúar frá Norðurlöndunum: ís- lartdi, Danmörku, Noregi og Sví þjóð; Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Eire, Póllandi og Portúgal. Á þessum fundi mættu fyrir Islands hönd þeir Árni Friðriksson fiskifræðingur og Stefán Þorvarðarson sendi- herra í London. Frá þessum fundi er skemst að segja, að á honum náðist ekki samkomulag. Var nefnd manna kosin til þess að hald'a áfram að fjalla um málið og finna lausn þess. Þeir Stefán og Arni áttu sæti í þessari nefnd. Fundur var svo að nýju kall- aður samari í London í jan. s.l. Ekki var komist að samkomu lagi, um einhæfar ráðstafanir til verndar nytjafiski í Norð- ursjó. T. d. náðist ekki sam- kömulag um smækkun skipa- stólsins, eins og Bretar höfðu stungið upp á. Heldur vildi hver þjóð fara sína leið, þótt allar væru sammála um að þörf væri á bráðum ráðstöfunum. — Fundum var því frestað og hóf- ust þeir á ný í s.l. mánuði og varð árangur af þeim fundum sem hjer segir: Allir urðu ásáttir um að minka skyldi sjósókn í Norður- sjó. Skyldi næstu þrjú ár sókn þangað vera 85% af því, sem hún var árið 1938. Þær leiðir sem þjóðirnar treystu sjer til að halda að þessú marki voru æði sundurleitar. tlönsku full- trúarnir vildu auka möskva- stærð veiðarfæra. Svíðar vildu stækka möskvana úr 80 mm í 90 mm og hækka lágmarksstærðir. Bretar vildu ekki láta skipastólinn, er , t sækja á í Norðursjó, vera meir en 85% af því, sem hann var árið 1938. Hollendingar vildu. takmarka heildaraflann hjá sjer. Þá vildu. Norðmenn banna veiði með dragnót og botnvörpu í Norðursjó 3 mán. á ári hverju. Frakkar og Belgir. töldu engar líkur til þess að veiði þeirra á næstu árum myndi samsvara 85% af veiði þeirra árið 1938» Þess skal getið, að enda þótt Belgir og Frakkar skuldbindi sig ekki á annan hátt en þenn- an, hefir veiði þeirra engin úr- slita áhrif á veiði í Norð- ursjó, þareð hún nemur aðeins um 6% af ^éirri veiði, sem þang að er sótt. Loks tóku Bretar að sjer, að koma því á framfæri við her- námsstjórnina í Þýskalandi, að sjá til þess að Þjóðverjar ger- ist aðilar að þessu samkomu- lagi, þegar þar að kæmi. Þá náðist samkomulag um alþjóðanefnd er halda skuli einn fund á ári, til þess að meta þann árangur, er næst með þess um ráðstöfunum, svo að kveða * upp dóm um það, hvort þær væru fullnægj andi. Jeg get bætt því við, sagði Árni Friðriksson, að fastlega er búist við, að þær ríkisstjórn- ir, sem hlut eiga að málij get-i: mjög bráðlega ráðstafanir í sambandi við þann vilja er full trúar þeirra sýndu og fram kom í nefndinni. Árni kvað þetta samkomulag þjóðanna myndi hafa mjög heillavænleg áhrif á „fiskveiða pólitíkina“ í Evrópu og værí fiskveiði þjóðanna til mikils ör yggis. Ekki taldi hann Islands- miðum stafa nein hætta af þess um ráðstöfunum. Síldarmerkingarnar. Næst vjek Árni Firðrik^on fiskifræðingur að hinu fyrir- hugaða samstarfi íslendinga og Norðmanna við merkingu síld- arinnar. En það var í bók Árna, sem út kom 1944, sem hanrs reyndi að rökstyðja þá skoð- un sína, að síldin sem væri fyr ir Norðurlandi á sumrum, færí að Noregsströndum til þess að hrygna á vetrum og væri þv£ V norska og íslenska síldin einn og sami stofp. Fyrir þessu værí þó ekki hægt að fá fullnaðar sannanir, fyrr en hafnar yrðu merkingar síldarinnar. — En merkingar á fiski hafa yfirleitt verið merkasti þátturinn við rannsóknir á lifnaðarháttum fisksins. Ekki hefir þótt tiltækilegt að merkja síld og ber þar tvennt til. Annars vegar, að síldin er viðkvæmur fiskur. Hinsvegar, að veiði hennar er með slíkum hætti, að lítil trygging er fyrir því, að merkin fyndust þótt merkt síld endurveiddist. Bandaríkjamenn hófu fisk« Framh. á bls. 11 j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.