Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. júní 1947 lvlORGUNBLAÐIÐ Hútíðlegt iertugsafmæli þingræðis í Finnlandi ÞETTA var bæði fróðleg og Skemtileg ferð og viðtökurnar sem við fengum hjá Finnum voru alveg framúrskarandi sagði Jóhann Hafstein alþingis- maður er tíðýidamaður blaðs- ins spurði hann um Finnlands- förina. Hann og Bernharð Stefánsson komu heim á laug- ardagskvöld s. 1. Barði Guðmundsson og Einar Olgeirsson, fóru til Danmerkur, en Helgi Hjörvar varð eftir í Finnlandi. Ferðin. ítmauti — — Mönnum leikur forvitni á að heyra nánar um flugferðina út er þið urðuð að lenda á Hjalt landi svo alt sje tekið i rjettri tímaröð. — Smávægileg bilun kom fram í rafleiðslum annars mót- orsins, svo sá mótor misti nokk uð af afli sínu. Þótti flugmönn- um því vissara að setjast á flug völlinn á Hjaltlandi. Hann er syðst á eynni við þorpið Sum- burg, allstór flugvöllur er var mikið notaður í styrjöldinni. — Er umferð mikil þar nú? — Nei. Sama og engin. Við fengum bílferð til Leirvíkur og gistum þar. Þetta var laugar- daginn 17. maí. Flugvjel kom með viðgerðarmenn frá Prest- vík. Átti viðgerð að vera lokið á sunnudag. Fiugum við síðan til Sólaflugvallarins. En á þeirri leið kom í ljós að mótorinn var enn ekki í lagi eftir viðgerðina. Svo við settumst að í gistihús- inu við Sólaflugvöllinn til næsta dags. Þar fór fram við- gerð sem dugði. En^vegna þess- arar tafar, sem við urðum fyrir fengum við flugvjelina með okk ur alla leið til Stokkhólms og komum þangað á mánudags- kvöld. Meðan við Vorum á Sóla skoðuðum við bæjarstæði Erlings Skjálgssonar og fórum inn í Hafursfjörð. Á fimmtudag hjeldum við loftleiðis frá Stokkhólmi til Helsingfors. Vorum samferða fulltrúunum sem komu. frá Svíþjóð og Danmörku til þess að sitja þinghátíðina, Komu þrír fulltrúar frá hvoru þessara landa, forsetar í þingunum. En Norðmenn sendu sjö. Voru þar sinn fulltrúinn frá hvorum þingflokkanna. Fagerholm forseti finska þingsins tók á móti okkur á flug vellinum. Mátti heita að við gestirnir værum í nmsjá hans og starfsmanna þingsins allan tímann sem við dvöldum í Helsingfors. Hátíðin. Aðal afmælishátíðin fór fram á föstudag þ. 23. maí. En hátíð þessa hejldu Firmar í tilefni þess að liðin eru 40 ár síðan stjórnarskrá landsins var breytt þingið gert að einni málstofu og kosið til þess með almenn- um kosningum jafnt konur sem karlar. Áður var kosningarjett- urinn mjög takmarkaður, svo ekki höfðu nema 125,000 manns kosningarjett í landinu. Síð- an hafa litlar bréytingar verið gerðar á þinginu nema hvað aldurstakmark til kosningarjett Frá för islensku þingmannanna Ágæt ferð segir JóhaHn Hafstein hingað því óvíst væri bæði urn skipa og flugferðir. Hvernig virtist þjer hið al- menna ástand vera í Finn- landi? Erfiðar aðstæður. Fjárhagur Finha er vita- skuld mjög erfiður. Og þjóðin hefir lifað við skort. En öllum kom saman um, að líðan manna færi heldur batnandi. Stríðsskaðabótagreiðslurnar til Rússa eru æði þungbærar fyrir. atvinnuvegi þjóðarinnar og allan almenning. Ofan á þá erfiðleika bætist að sjá þarf öllum þeim, sem flutt hafa úr hjeruðunum, sem Rússar fengu, fyrir húsnæði og atvinnu. Það voru um 500 þús. íbúar í karelsku hjeruðunum sem Rúss ar iengu. Þeir máttu fara til ættlands síns, ef þeir vildu. Einn af finsku ráðherrunum, sem jeg átti tal við, sagði mjer að af þessari hálfri miljón manna, sem lent höfðu utan við hin nýju landamæri, myndu 17 vera eftir þar enn. G. A. úfskrifar 84 HiS veglega þinghús Finna er virSulegur vitnishurSur um byggingarlist þeirra. Hin vold- uga súlnaröS vekur sjerstaka athygli og einkennir stíl hyggingarinnar aS utan ar hefir verið fært niður úr 24 J ára aldri í 21 árs aldur. Hátíðahöldin hófust með guðsþjónustu í stórkirkjunni. Síðan var framhald í þinghús- j inu. Er það mjög tilkomumikil bygging. Hófst athöfnin með hljóðfæraslætti. Þá flutti Fag- erholm þingforseti ávarp. Næst flutti forseti Finnlands Paasi- kivi ítarlega ræðu. Rakti hann þær breytingar sem gerðar voru á tilhögun þingsins fyrir 40 árum. En hann átti sæti í nefnd þeirri er undirbjó þá s’tjórnarskrárbreytingu. Tveir aðrir menn voru viðstaddir þarna sem sæti áttu á fyrsta þinginu eftir umbyltinguna ár- ið 1907. Er Paasikivi forseti hafði lokið máli sínu voru fluttar kveðjur frá þeim þjóðum, sem boðin hafði verið þátttaka í þess ari hátíð. Fyrstur flutti Barði Guðmundsson ávarp frá íslandi. Næstur honum kom fulltrúi rússnesku stjórnarinnar. Var það kenslumálaráðherrann. Síð an fluttu fulltrúar hinna Norð- urlandaþjóðanna ávörp sín. Það vakti eftirtekt okkar komumannanna að alt sem tal- að var á sænsku við þetta tæki- færi var jafnóðum þýtt á finsku. En það sem talað var á finsku var ekki þýtt á sænsku. Er sænskan smám saman að víkja fyrir finskunni. Helstu fyrirmenn sem við- staddir voru þinghátíðina auk forseta Finnlands voru Manner heim márskálkur og fyrv. Finn landsforseti Stahlberg. Var það áberandi hve mikillar virðing- ar Mannerheim og hinn aldraði Stálberg njóta. Á laugardag vorum við svo í árdegisveislu hjá utanríkisráð herranum Enkel. En að henni lokinni gengum við á fund Paasikivi fofseta. Og um kvöld- ið var okkur hinum erlendu gestum boðið á leiksýningu í sænska leikhúsinu. Hve lengi voruð þið í Hels- ingfors? Upprunalega áttum við að vera þar fram yfir helgina. En við fengum ekki ákveðið lof- orð fyrir því hvenær við fengj- um flugfar til Stokkhólms. Ferð fjell á sunnudagsmorgun og fór um, við þá — ásamt Svíunum og Dönunum — annars átti að sýna ' okkur Borgaakastalann þann dag. Þingmannasambandið. Meðan við vorum í Helsing- forsborg sátum við í boði finsku deifdarinnar í alþjóðaþing- mannasambandinu. Fjelags- málaráðherrann, Helias, er for maður deildarinnar. Hann hafði mikinn áhuga fyrir því, að Finnar gætu tekið þátt í fundi þeim, sem haldinn verður hjer í júlí í sumar í þingmannasam- bandi Norðurlanda. Og sama var að heyra á öllum þeim, sem við áttum tal við. En þeir töldu mikla erfiðleika á að komast Akureyri, mánudag. GAGNFRÆÐASKÓLA Akur eyrar var slitið 31. maí. í skól- anum voru í vetur 319 nemend- ur. Skólanum var skipt í 11 deildir. Gagnfræðaprófi luku 84, og hafa þeir aldrei áður ver- ið jafnmargir. Þegar skólastjórinn, Þorst.. M. Jónsson, hafði gefið yfirlits- skýrslu um störf skólans á vetr inum afhenti hann gagnfræð- ingum prófskírteini þeirra. Við skólaslitin voru staddir nokkrir 10 ára gagnfræðingar skólans er gáfu honum mynd af Akureyri með þakklæti fyrir veru sína í skólanum. Þakkaði skólastjóri þeim gjöfina. Þá tók til máls Guðmundur Eggerz, fyrv. sýslumaður, og bar saman skólaveru sína í gainla Latínuskólanum í Rvík við skólavist nemenda Gagn- fræðaskóla Akureyrar og taldi að öllum nemendum Gagn- fræðaskólans þætti mjög vænt um.skólastjóra og kennara. Að lokum flutti skólastjóri langa og ítarlega skólaslitaræðu og lagði út af þessum orðum Prje- dikarans: Hvaða ávinning hef- ur maðurinn af öllu sínu atriti undir sólinnl. Ein kynslóð fer en önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu. M. a. lagði skólastjóri áherslu á við nem- endur í ræðu sinni, að lífið væri stærsta og þrungnasta alvara sem ti! væri. Á undan og eftir athöfninni var sungið undir stjórn Áskels Jónssonar, ■ söngkennara. Mik- ill mannfjöldi var viðstaddur. — H. Vald. AS innan er þinghúsiS vegleg hygging meS ghesilegum Veislur. Á-föstudagskvöldið var mikil . r. . . , . „ . , , ... salarkynnum. ftlvntkn svtnr hluta af aSal Inngsalnum. List- kallað er. Hjelt þingið þá rfí,,wr gullnar standmyndir prýSa veggina hak viS forseta- veislu Var þar margt manna og stólinn. Andspamis i saln’um eru tvílyftar svalir fvrir áheyr- mikill virðuleiki yfir þeirri sam j endur. LjósiS kemur aS ofan úr gluggum í hvelfingú hins komu. ‘ hringlaga fundarsals. STÓRGJÖF FRÁ BÓNDA London: — Stórbóndi einn í Victória hefur tilkynnt fjár- söfnunarnefnd í Ástralíu, að hann muni leggja fram 1000 nautgripi til söfnunarinnar. MAKRÍLL FRÁ NGREGI London: —*■ Samið hefur ver- ið að Norðmenn flytji til Bret- lahds 300 smálestir af nýjurr makríl fyrir 15. júní n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.