Morgunblaðið - 15.06.1947, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. júní 1947 ^
Kommúnistar halda gleðifuad
Fagna vaxandi verð-
bólgu og stöðvun
atvinnuveganna
ÚTGERÐARHORFURNAR
Sósíalistaíjelag Reykjavíkur
hjelt fyrir fáum dögum fund til
að fagna, að vísu enn' aðeins
væntanlegum, sigri í Dagsbrún-
arverkfallinu. Það er engan veg
inn óeðlilegt, að slík hátíð sje
haldin í höfuðvígi kommúnista
hjer á landi. Því að ef Dagsbrún
vinnur þetta verkfall, verður
það ekki sigur verkamanna,
heldur kommúnista. Því meira,
sem kaupið hækkar nú, því lak-
ari verður hlutur verkamanna.
SÁ GLEÐST,
SEM HRUNID VILL.
í sambandi við þetta verkfall
skiptir minstu, hvort grunn-
kaupið hækkar nokkrum aurum
meira eða minna. Það, sem öllu
máli skiptir, er það, hvort vekja
tekst skilning almgnnings á því,
að hið síhækkandi verðlag verð-
ur öllum til ófarnaðar, öðrum
en kommúnistum.
Kommúnistum getur verk-
fallið þó því áðeins orðið til
góðs, ef það er rjett, sem flestir
andstæðingar þeirra telja, en
sjálfir þeir mótmæla, að tilgang
ur þeirra sje að koma fram
hruni á fjárhagskerfi íslenska
ríkisins og stöðvun atvinnuveg-
anna, í þeirri trú, að þeir geti
á rústunum byggt upp það þjóð
fjelag, sem þeir berjast fyrir.
Ef þessi er ætlun kommún-
ista, svo sem þeir áður hiklaust
hafa sagt, en þeir í bili telja sjer
hyggilegt að mótmæla, þá er
framkoma þeirra í verkfallinu
nú skiljanleg. Þá er eðlilegt, að
þeir gleðjist yfir, að þeim í bili
hefur tekist að - villa nokkrum
hundruðum verkamanna svo
sýn, að þeir átta sig ekki á, að
hinn öri vöxtur verðbólgunnar,
sem enn mundi stórlega aukast
við hækkandi grunnkaup, hlýt-
ur að verða þeim til ills.
35 MILJÓNIR YFIRFÆRÐAR
Á MÁNUÐI MEÐAN YFIR-
FÆRSLUR VORU „STÖÐy-
AÐAR“.
Fljótt á litið kann þó að virð-
•ast merkilegt, að kommúnistar
skuli hafa lagt á sig alt það erf-
iði, sem þeir hafa gert, til að
villa um fyrir verkamönnum í
þessu. Því að sannleikurinn er
sá, að ef ekki verða bráðlega
gerðar stórfeldar ráðstafanir til
lækkunar dýrtíðinni, hlýtur illa
að fara, hvað sem þessari deilu
líður.
Framleiðslukostnaður hefur
nú þegar vaxið svo gífurlega, að
meira nemur en hækkun afurð-
anna. Ef alt flýtur þetta sumar,
er það eingöngu að þakka hinni
gífurlegu hækkun á veroi síld-
arlýsisins, sem aðeins er stund-
ar-fyrirbrigði. Kostnaður við
allar aðrar íslenskar afurðir er
nú langt yfir heimsmarkaðs
verði.
Samfara þessum mikla kostn-
aði er óstjórnleg eyðsla á gjald-
eyri þjóðarinnar. Ríkisstjórnin
og Landsbankinn hafa verið á-
sökuð íyrir að stöðva allar yfir-
færslur nú á vormánuðunum.
Á meðan á „stöðvuninni" stóð
voru yfirfærðar 35 miljónir kr.
á mánuði. í maímánaðarlok var
„aðeins“ búið að veita innílutn-
ingsleyfi fyrir 350 miljónum
króna á þessu ári og gjaldeyris-
léýfi fyrir liðlega 50 miljónir í
öðru skyni.
Þjóðviljinn kénnir aftufhaldi
og „kreppuáformum“ ríkis-
stjórnarinnar um, áð þessar upp
hæðir eru ekki miklu hærri. —
Fram að þessu hafa tekjur
landsmanna af útflutningi af-
urðanna mest numið 290 milj.
Afurðaverðið þarf þess vegna
að hækka um nokkur hundruð
miljónir, ef vega á upp á móti
þeirri eyðslu landsmanpa, sem
þegar er orðin, hvað þá ef al-
menn grunnkaupshækkun á nú
enn ao verða til þess að auka
eyðsluna.
Kommúnistar segja / eflaust,
að ekki muni mikju í þessari
súpu úm þá grunnkaupshækk-
un, sem nú er farið fram á. En
safnast þegar saman kemur.
Gleði kommúnista kemur ekki
af hugsanlegri grunnkaups-
hækkun. út af fyrir sig heldur
hinu, að ef þeim tekst að koma
í veg fyrir stöðvun á dýrtíðar-
hækkuninni, þá hepnast þeim
því frekar að koma í veg fyrir
skynsamlega lækkun herinar. —
Ef kommúnistum tekst enn að
blinda meirihluta verkamanna
um raunverulegan velfarnað
þeirra, hlýtur svo að fara, að
innan fárra mánaða verði hjer
algert fjárhags öngþveiti.
EF SÍLDVEIÐARNAR
BREGÐAST.
Ef síldveiðarnar bregðast á
þessu sumri, er ekki annað
sýnna, en fyrir liggi hvort
tveggjá í senn algjör vanmáttur
ríkisins til að standa við skuld-
bindingar sínar, og’ fullkomið
getuleysi atvinnurekenda til að
halda rekstri sínum áfram.
Ríkið þarf að halda á tekjun-
um af síldveiðunum til að
standa undir skuldbindingum
þeim, er það batt sjer með fisk-
ábyrgðarlögunum s.l. vetur, því
að það mun bæði þurfa að borga
með hraðfrysta fiskinum og
saltfiskinum. Hraðfrysti fiskur-
inn hefur hinsvegar ekki selst,
jafnvel með þessu meðlagi,
nema því aðeins, að sala hans
sje bundin við afhendingu á
lýsi. Ef síldveiðarnar bregðast,
verður þessvegna að hef ja á ný
samningaumleitanir um sölu á
mestum hluta hraðfrysta fisks-
ins, og þá þýðir ekki að láta sjer
detta í hug að nefna neitt svip-
að verð og samið hefur verið
um nú, í trausti þess, að þau
kaup yrðu bætt upp með lýsis-
afhendingu.
Afkomumöguleikar íslend-
inga hafa þess vegna aldrei ver-
ið eins háðir síldveiðunum og
nú. E. t. v. er það einmitt þess
vegna, sem kommúnistar gera
sig líklega til að stöðva þær
veiðar. Þarf þó sannarlega ekki
á slíkri stöðvun að halda, til að
gera úrslit þeirra ærið óviss.
Menn þekkja það af áratuga
reynslu, að meiri óvissu um af-
komuna er vart hægt að hugsa
sjer, en þá sem hvílir á síld-
veiðum.
/ VETUR.
En jafnvel þó að ekki verði
úr stöðvun síldveiðiflotans og
síldveiðarnar takist svo, sem
vonir manna bestar standa til,
eru horfurnar framundan slík-
ar, að kommúnistar hafa á-
stæðu til að gleðjast í sínu
hjarta. Ef dýrtíðin vex énn, en
það hlýtur hún að géra ef grunn
kaupshækkanir verða nú al-
ment, þá er ljóst, aö míklir erf-
iðleikar, ef ekki algjör ómögu-
leiki, verða á útgerð næsta vet-
ur.
Útgerðarmenn hafa rjettilega
bent á, að fiskábyrgðin var mið-
uð við, að vísitalan hjeldist í
300 stigum. Hún er nú þegar í
310 stigum og mundi vera miklu
hærri, ef stórkostlegu fje væri
ekki varið úr ríkissjóði_ til að
halda verðlagi niðri, í því skyni
að hafa hemil á framleiðslu-
kostnaðinum.
. Ef grunnkaupshækkanir
verða nú, er viðbúið, að allir
slíkir hemlar brotni, og þá skap
ast þvílíkir örðugleikar um á-
framhald allrar útgerðar ís-
lendinga, að ósýnt er, hvernig
þeir verða leystir.
Á meðan atvinnuhorfurnar
eru þessar hafa þeir, sem láta
sjer ant um afkomu verka-
manna, vissulega ekki ástæðu
til að gleðjast. Hitt er skiljan-
legt, að Socialistafjelag Reykja-
víkur hafi sjerstakan gleðifund.
Kommúnistar telja sig aldrei-
hafa verið jafn-nærri marki
sínu og nú.
En ótímabær fögnuður yfir ó-
förum annara hefur oft snúist
upp í sorg. Kommúnistar muriu
hjer hljóta skell fyrir skildinga.
Þyí að reynslan mun kenna allri
þjóðinni það, sem meginhluti
hennar veit nú þegar, að komm-
únistar eru óhollir forsjármenn.
Afhafnasvæði bæj-
arfyrirfækja sam-
einuð!
Á FUNDI bæjarráðs er hald
inn var í fyrradag var sam-
þykkt að láta fara fram athug-
un á því hvort ekki muni vera
tiltækilegt að sameina athafna-
svæði nokkurra bæjarfyrir-
tgekja.
Þeir, sem athuga skulu mögu
leika þessa, eru: bæjarverk-
fræðingur, hafnarstjóri, raf-
magnsstjóri, vatns- og hita-
veitustjóri, slökkviliðsstjóri og
heilbrigðisfulltrúi svo og for-
stjórar strætisvagna og bæjar-
útgerðarinnar.
lafnframt því, sem menn
þessir skulu athuga þessa mögu
leika er ætlast til að þeir geri
tillögur til bæjarráðs um stað-
setnipgu til frambúðar fyrir
starfsemi stofnanna þeirra.
Flytja íbúarnir á Skóla-
vörðuholti í Karnp Knox?
BÆJARYFIRVÖLDIN liafa nú gert ráðstafanir til þess, að
ekki verði flutt í -bragga þá í Skólavörðuholti, sem losnað hafa
að undanförnu og mun bærinn láta rífa þá niður við fyrstrt
hentugleika. Þá hafa bæjaryfirvöldin cimrig* látið fara fram
athugun á því hvort ekki væri hægt að flýtja fólk það sem
býr í bröggunum i Skólavörðuholti, vestur í Karnþ Knox.
Borgarstjóri skýrði frá þessu
á fundi bæjarráðs á föstudagJ
Gat hann þess að hann hefði
nýlega skrifao húsaleigunefnd
tilmæli um að ráðstafa ekki
bröggunum, sem flutt er rrr 1
Skólavörðuholti. — Til dæmisl
hafa flutt þaoan i hús bæjar-
ins við Skúlagötu 15 fjölskyld-
ur og iir öðrum braggahverf-
um hafa flutt i húsin 14 fjöl-
skyldur.
Reykjavikurbær ætlar að
láta rífa jafnóðum þá bragga
er losna, svo að þetta bragga-
hverfi megi sem allra fyrst
hverfa.
I sambandi við þetta hefur
Magnús V. Jóhannesson athug-
að möguleika fyrir því, að
íbúar í skálurh i Skólavörðu-
holtinu flytji í spítalahverfið
í Kamp Knox. Braggar þar eru
alveg sjerstaklega vandaðir.
Athugun Magnúsar leiddi í
ljós, að hægt er að útvega 30
fjölskyldum íbúðir í spítala-
hverfinu í Kamp Knox. —
Magnús ræddi síðan við íbú-
aria í Skólavörðuholtinu um
flutningana. Kom þá í ljós, að
nú búa í bröggunum jiar 72
fjölskyldur, samt. 255 manns.
Af þeim hafa 24 fjölskyldur
þegar tjáð sig fúsa til að flytja
í Kamp Knox. Tuttugu og tvær
fjölskyldur hafa enn ekki gefið
ákveðið svar og 26 hafa neitað.
Æiiar aðreyna aS
setja hraðamet
Ottava í gærkvöldi.
FYRSTA bátnum, sem drif-
inn er með þrýstiloftshreiflum,
var hleypt af stokkunum hjer í
Kanada í dag. Strax og veður-
skilyrði leyfa, mun eigandi hans
Sir Malcolm Campbell, gera til-
raun til að setja nýtt hraðamet,
en húverandi met á hann sjálf-
ur.
Campbell, sem er 62 ára að
aldri, hefur náð 227 kílómetra
hraða á hraðbát sínum. Á hin-
um nýja bát gerir hann sjer
vonir um að komast um 20 kíló-
metrum hraðar.
Báturinn er drifinn með
tveimur þrýstiloftshreiflum, af
sömu gerð og notaðir eru í hin-
um heimsþektu Vampire-flug-
vjelum. —(Reuter.
KURTEISISHEIMSÓKN
LONDON: Breska orustuskip
ið Sirius er þessa dagana í
kurteisisheimsókn í Amster-
dam og tundurspillarnir Myngs
og Dunkirk eru í Rotterdam.
GULLI SMYGLAÐ
LONDON: Tollyfirvöldin í
Indlandi hafa undanfarna sex
mánuði gert upptækt meira en
400,000 punda virði af gulli,
sem reynt var að smygla frá
Persíuflóa og Austur-Afríku.
AÐALFUNDUR Ner ida-
sarríbands Mentaákólans í Rvík:
var haldinn í hátíðasal I.Ienta-
skólans á föstudagskvöldið, ep
var.
Mættir voru á fundinum full-
trúar frá hinum ýmsu árgöng-
um skólans. Nefnd sú, er sjeð,
heíur um söfnun þá, er Efofnað!
var til í tilefni af aldarafmæli
skólans til styrktar Bræðra-
sjóði, gaf skýrslu. Nemur fje
það, er saínast hefur nú rúm-
lega 150,000. krónum. Söfnun-
inni er þó ekki lokið og verðuij
haldið eitthvað áfram enn. Sam(
þykt var tillaga þess efnis, aði
þar sem söfnuninni væri ekkí.
lokið, yrði ekki að svo stöddií
tekin ákvörðun um ávöxtun f jár{
ins.
Þá fór fram stjórnarkosn-
ing. Formaður fulltrúaráðs dr,
juris Björn Þórðarson, fyrv. for|
sætisráðherra var endurkosinn^
en formaður stjórnarinnar vah
kjörinn próf. Alexander Jóhanri
esson. Aðrir, er kosningu hlutu
í aðalstjórn, voru Gísli Guð-
mundsson, tollvörður, frú Hild-
ur Bernhöft, cand. theol. Páll
Tryggvason, stud. juris. og Berg
sveinn Ólafsson, læknir. — Úri
stjórninni gengu Helgi Guð-
mundsson bankastjóri, sem var
formaður hennar síðasta kjör-
tímabil, Tómas Jónsson, borgar-
ritari, er var ritari hennar og
Gunnlaugur Snædal, stud. med,
Báðust þeir allir eindregið und-
an endurkosningu. Á fundinurri
urðu fjörugar umræður urtí
framtíð Mentaskólahússins, eri
engin ályktun var þó gerð urtí
málið. Býst stjórnin við að kalla
saman fund með haustinu til
frekari umrceðna um þaÖ mál.
N.k. mánudag heldur sam-
bandið árshátíð sína í Sjálfst,-
húsinu og að Hótel Borg.
ÓDÝRT FERÐALAG
LONDON: — Tveir ungij?
hermenn munu haf sett met |
því að ferðast á ódýran hátt,
Þeir fróu frá Durham til Glag
gow og aftur til baka um hvítst
sunnuna, en þetta er 450 mílntí
leið á 25 tímum. Þeir höfðu þgj
aðferð, að veifa bifreiðum og
öðrum farartækjum, sem fram
hjá fóru og árangurinn vaij
ekki ljelegri en þetta.
Ef Loftur getur það ekkí
— bá hver?