Morgunblaðið - 15.06.1947, Page 4

Morgunblaðið - 15.06.1947, Page 4
Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. MORGUNBLAÐIÐ ... ..........|--- IM—M— Sunnudagur 15. júní 1947Í 1 Fyrsia þing S. U. S. á Norðurlandi DAGANA 20.—23. júní verð ur haldið níunda sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna. Þing- haldið fer fram á Akureyri og er þetta í fyrsta skifti sem ung ir Sjálfstæðismenn halda Sam bandsþing á Norðurlandi. Samband ungra Sjálfstæðis- manna var stofnað á Þingvöll- um í sambandi við Alþingishá- tíöina 1930. Síðan hafa sam- bandsþingin verið haldin annað hvert ár, ýmist í Reykjavík eða á Þingvöllum. Eftir því sem Sambandið hefir eflst og fært út kvíarnar, hafa komið fram fleiri raddir um það að efna til Sámbandsþinga á fleiri stöðum út um land. Nú er í fyrsta sinni haldið Sam- bandsþing á Akureyri og fer vel á því að höfuðstaður Norður- lands hefir orðið fyrir valinu. Fjelagssamtök ungra Sjálf- stæðismanna hafa aldrei verið öflugri en nú. Um 20 fjelög ungra Sjálfstæðismanna eru í S. U. S. og 242 trúnaðarmenn í fulltrúakerfi Sambandsins. Hef ir einnig á sannast, hversu drjúgur liðstyrkur Sjálfstæðis- flokknum er í samtökum ungra Sjálfstæðismanna og aldrei bet ur en í kosningunum á liðnu ári. Sennilega verður Sambands- þingið á Akureyri nú eitt fjöl- mennasta þing ungra Sjálfstæð ismanna. Sambandsstjórn, Heimdallur og Stefnir í Hafnar firði, undirbúa sameiginlega ferð*fulltrúa á þingið að sunn- an. í förina munu slást fulltrú ar frá Rangárvallasýslú, Arnes .sýslu, Vestmannaeyjum, Arnes hrigu- og Kjósarsýslu og Borg arfjarðarsýslu, og verður það myndarlegur hópur, þegar sam an kemur. A norðurleiðinni slást í hópinn fulltrúar frá fleiri sýslum. Ungir Sjálfstæðismenn úr Reykjavík og nágrenni sem hyggjast að sækja þingið eiga að snúa sjer til skrifstofu Sjálf stæðisflokksins í Reykjavík sem j annast allar fyrirgreiðslur í sam bandi við ferðirnar. Samtök ungra Sjálfstæðis- manna er þjóðholl frelsishreyf ing, sem jafnan hefir staðið fremst gegn hverskonar óþjóð- legum kenningum og „internat ionölu“ byltingabrölti komm- únista. í baráttunni og huga unga fólksins hefir Sjálfstæðisstefn- an borið hærri hlut í viðureign inni við sosialismann. Æskan hefir sjeð í gegn um blekkingar og fagurgala kommúnista og slegið skjaldborg um lýðræðis hugsjónirnar undir merkjum ungra Sjálfstæðismanna. Þinghaldi ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri verður veitt mikil athygli og er þess að vænta að þaðan megi streyma holl politísk áhrif. Þrælahald í Rússlandi HVAÐA borgarar Sovjetríkj- anna eru dæmir í þennan þræl- dóm? Það er aðallega fólk, sem hef- ur reynt að hindra, gagnrýnt eða búist er við að láti' í ljós ó- ánægju með hið óhæfa stjórn- skipulag kommúnista. Þeir, sem best sleppa, þó undarlegt sje, eru hinir raun- verulegu glæpamenn, svo sem þjófar og morðingjar. En þeir sem verst er farið með eru and- stæðingar kommúnista, sem berjast gegn þeim af pólitísk- um ástæðum eða vegna trúar- bragða sinna. Þetta fólk nefna kommúnistar „óvini þjóðarinn- ar“. Hinir raunverulegu glæpa- menn eru aðeins 15% af þræl- unum. Afgangnum má svo aðal- lega skipta í sjö aðalflokka. 1. Þeir, sem segja skilið við kommúnista „veginn til lífsins“ eins og valdamennirnir þar orða það. Þetta felur í sjer það sem kallað er „afglöp í em- bættisrekstri". Eða ef einhver fer að áliti valdhafanna inn á svið ríkisins. Þarna er ótæm- andi uppspretta af nýjum þræl- um í fangabúðirnar. Dæmi: , Matreiðslukona á samyrkju- búi gleymdi að salta miðdegis- matinn. Hún var lögsótt fyrír „Misheppnuð störf í opinberri þjónustu“. Maður af samyrkjubúi var sendur til borgar til að selja rúg og seldi það á 23 rúblur í staoin fyrir 26. Hann var fangelsaður fyrir ljelega sölu- hæfileika. 2. Framtakssamir og happa- sælir bændur, sem hafa á heið- arlegan hátt aflað sjer lítið eitt meira landrými heldur en ná- búar þeirra og trú á rjett sinn til að halda því. Þessir menn mynda einhvern stærsta þræla- hópinn — og eru vegna sinnar sterku byggingar og vegna þess hversu þeir eru vanir erfiðis- vinnu, úthaldsbestir. Þeir hafa verið fluttir frá óðulum sínum í milljóna tali og allir íbúar sumra þorpa hafa verið þrælk- aðir. Jarðir þeirra eru svo lagð- ar undir samyrkjubúin eða gefnar einhverjum kommún- ista. 3. Iðnaðarverkamenn, sakað- ir um þekkingarskort eða skemmdarstarfsemi. Alvarlegir glæpir í lögbók Sovjet # Rúss- lands. Undir þetta fellur endur- teknar fjarvistir eða seinlæti á vinnustað, én alvarlegasti glæp- urinn er þó mótmæli gegn hin- um langa vinnutíma, kaupi eða öryggi við vinnuna. 4. Verkamenn og kommúnist- ar frá öðrum löndum, sem tæld- ir eru til Rússlands með fögr- um loforðum um gull og græna skóga. Þeir koma sem pílagrím- ar til þessa föðurlands alþjóða kommúnismanns. Það er álitið athugavert að sleppa þessum mönnum aftur og eru þeir því Síðari grein kyrrsettir. Einnig Rússar, sem hafa verið erlendis eða eru grunaðir að hafa orðið fyrir á- hrifum af hugsunarhætti hins Vestræna heims. Þessir menn eru taldir með hinum útlendu gestum. Til dæmis var stúlka að nafni Anieblka á dansleik þar sem hún hlaut verðlaun fyrir að dansa best af þeim er þar voru. Kona ítalska sendiherrans var stödd á skemmtuninni og óskaði henni til hamingju með sigur- inn og talaði vingjarnlega við hana í tvær eða þrjár mínútur. Næsta dag var stúlkan handtek- in og send í þrælkunarvinnu. 5. Mótþróafullir prestar og trúrækið fólk, sem af einlægni trúir' á guð. Þetta fólk er sak- fellt vegna skoðana sinna í trúmálum. 6. Nokkrar milljónir af íbú- um Póllands, Búlgaríu og ann- arra leppríkja. Þetta fólk hefur myndað nýjan þrælahóp síðan heimsstyrjöldinni lauk og er farið með það eins og rússneska þræla. 7. Rússneskir fangar úr stríð- inu. Það er venja í Rauða hern- um að enginn einstakur her- maður má gefast upp. Hanh (verður að berjast uns yfir lýkur. Þess vegna er allt frelsi þeirra bundið við það hvernig þeir hafa barist að áliti foringjanna. — Heilar sveitir hermanna hafa verið reknar í fangabúðir vegna þess að þær hafa verið grunað- ar um mótþróa gegn kommún- istum. Þó hafa sár margra her- mannanna sýnt að þeir hafa barist meðan kostur var á. Það er óttinn við þennan þrældóm, sem hefur orsakað það að þús- undir af rússneskum hermönn- um hefur neitað að hverfa aft- ur heim til föðurlandsins. Samkvæmt lögum er hver fangelsun takmörkuð við ákveð- inn tíma en ríkislögreglan þekk ir engin lög. Hver dómur getur því haldist eins lengi og þeim sýnist. Það er haldið að aðeins 5%* af þeim sem dæmdir eru í fangabúðirnar sleppi þaðan aft- ur. Hvers vegna þessi ægilega kúgun hefur næstum verið ó- þekkt í öðrum löndum er næsta merkilegt og stafar af því að valdhafarnir í Rússlandi hafa lokað landinu fyrir frjálsum ferðamönnum. Árið 1930 settu Bandaríkin verkbann á vörur frá Rússlandi, sem unnar voru af ánauðugu fólki. En Molotov, sem þá var settur forsætisráð- herra — bældi niður orðróm- inn með frámunalegri lygi: „Margir atvinnulausir verka- menn í kapitalisku ríkjunum munu öfundast yfir þeim lífs- kjörum er fangarnir búa við í okkar norðlægu hjeruðum“. — Stjórn Bandaríkjanna ljetti af verslunarbanninu. Hver grun- semd hefur síðan jafnan verið barin niður / af „vinveittum ferðamönnum“, sem oft halda því fram að fangabúðirnar sjeu litlu verri en sumarheimili skáta. Henry Wallace mistókst auð- sjáanlega að sjá á ferð sinni til Rússlands og Síberíu árið 1944, það sem Wendell Wilkie nefndi „hið veftjulega samansafn fangabúða“. Waelabe fjekk hug myndir sínar í skemmtiferð með Ivah Nikislov, hinum rudda lega foringja í Dalskroi, stærstu og hræðilegustu fangabúðunum í Síberíu, sem taka yfir land- svæði, sem er nokkru stærra en Frakkland og sem er að öllu leyti stjórnað af ríkislögregl- unni. Þar eru þrælar drepnir svo þúsundum skiptir í hinni hamstola tilraun Sovjetríkj- anna til að komast fram úr öðr- um þjóðum í gullframleiðslu. Mannúðlegar refsingar voru í frumatriðum í lögum í Rúss- landi þangað til 1928, er hinn tröllaukni áætlunarbúskapur hófst með fimm ára áætluninni. Þá var hætt að hugsa um nokk- uð annað en það að fá verkið unniö. Þannig hvarf góðgjörn þjóð. Og var hneppt í fjötra, vegna hins hamslausa kapp- hlaups. Og hugmyndir LeninS um mannrjettmæti allar kæfðar, Ríkislögreglan og dómsmála- ráðuneytið hafa haldið því fast fram aftur og aftur að með „óvina flokkana" skuli fara ver heldur en þá sem fremja ópólitíska glæpi. Seimon Firin, háttsettur foringi í ríkislögregl- unni sagði: „Við segjum við ykkpr venjulegu glæpamenn, Við skoðum ykkur ekki sem ó- vini af því að meðal ykkar er engínn sonur landeiganda eða kaupmanns". Það eru þúsundir barna £ þessum fangabúðum. Eftir til- skipun frá 1935, sem aldrei hef- ur verið numin úr gildi, ná refs- ingar hegningarlaganna yfir börn niður að 12 ára aldri. —• Þrælunum er bannað að eiga börn, en margar konur freista þess að*eignast börn í von um að þær fái stundarhvíld um meðgöngutímann og sjerstakan matarskammt. Á sjöunda eða áttunda mánuði eru þær fluttar í Sjerstakar fangabúðir. Þar sem þær hafa hægari vinnu í eitt ár, í lok ársins er barnið tekið frá móðurinni og alið upp af ríkinu og hún fær oft á tíðum ekki að sjá það framar. Þegar þrælahaldið var tekið upp urðu leiðtogar Sovjetríkj- anna að leysa úr erfiðu hag- fræðispursmáli. Árið 1932—33 var meðalkaup verkamanna í Sovjetríkjunum 1496 rúblu á ári, en kostnaðurinn við uppi- hald fanganna var áætlaður 500 rúblur. Þetta virðist vera nokk- Framh. á bls. 8 Dagskrá Sambandsþings ungra Sjálfstæðismanna 20.-23, júní á Akiireyri. EINS og áður er skýrt frá efna ungir Sjálfstæðismenn til Sambandsþings á Akureyri í þessum mánuði dagana 20.—23. júní. Dagskráin hefir verið ákveðin í stórum dráttum á þessa leið: Föstudagur 20. jún: Kl. 10 f. h.: Þingsetning — Skýrlsa formanns um fjelagsmálefni og störf sambandsins. — Kosning nefna. Lögð fram frumvörp að ályktunum. Kl. 4 e. h.: Umræður um þingmál. Nefndarálit. Kl. 9 e. h.: Ávörp þingfulltrúa. — Kaffidrykkja. Laugardagur 21. júní: I Kl. 10 f. h.: Framhaldsumræður um þingmál. Afgreiðsla mála. I Kl. 2 e. h.: Stjórnarkosning og önnur störf. j Kl. 9 e. h.: Kvöldskemmtun. Sunnudagur 22. júní: Kl. 2 e. h.: Útisamkoma í Naustaborgum, — skemmtistað Sjálfstæðismanna á Akureyri. — Ræðuhöld. — Skemti- atriði. — Dans. — Þingslit. ★ Unnið hefir verið kappsamlega að undirbúningi þinghaldsins og er búist við góðri þátttöku. Fulltrúar frá Reykjavík og Hafn- arfirði eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.