Morgunblaðið - 15.06.1947, Side 6
6
í3*rf
MORGUÍÍBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. júní 1947
ntílibikfi
Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Tilboð sem aldrei var
„HVERGI hefir hann minnst einu orði á tiiboð Dags
brúriar“.
Þannig komst Þjóðviljinn að orði, á miðvikudaginn var,
og er ákaflega hneykslaður yfir því, að hjer í blaðinu
skuli ekki hafa verið sagt frá „tilboði“, er stjórn Dags-
brúnar hafi gert ríkisstjórninni, um það, að kaupsamning-
ar fjelagsmanna yrðu framlengdir í sex mánuði óbreyttir.
Segir Þjóðviljinn að þetta tilboð hafi Dagsbrúnarstjórnin
gert þ. 12. febrúar s.l.
Heimtar greinarhöfundur af Bjarna Benediktssyni, að
hann skrifi, eða segir, að hann hefði þegar fyrir löngu
átt að vera búinn að skrifa um þetta hjer og telur það
hina mestu -ósvífni af honum, að hann skuli ekki hafa
komið þessu í verk.
En málið fær óneitanlega einkennilegan svip, þegar það
upplýsist, að hið umrædda tilboð, sem Þjóðviljahöfund-
urinn segir, að gefið hafi verið þ. 12 febrúar, hefir aldrei
\ erið gefið, allt sem sagt er í Þjóðviljanum, um það mál,
er uppspuninn helber.
Krafan, sem Þjóðviljinn gerir í þessu máli til Morg-
unblaðsins eða til utanríkisráðherrans sjerstaklega, er sú,
að hann hafi sjer við hlið spásagnaranda, er segi honum
hverju kommúnistar ætla sjer að ljúga upp næstu mán-
uði, eða hvað það er, sem þeim í framtíðinni kann að
detta í hug að segja af ósannindum, og þessum þeirra
uppspuna, á hann svo að svara í Morgunblaðinu fyrir-
fram(!)
Það getur verið spaugilegt, að heyra og sjá hve langt
kommúnisminn getur leitt menn langt út í vitleysur og
fjarstæður.
Á hann bóginn verður því ekki neitað, að það er stund-
um erfitt a'ð rokræða mál við aðra eins blábjána, eins
og þá, sem skrifa í kommúnistamálgagnið um þessar
mundir.
En þegar kommúnistar hafa tekið eitthvað í sig, og
telja sjer hentugt að fylgismönnum þeirra sje innprentuð
einhver firra, sem þeim dettur í hug, þá halda þeir áfram
að hamra á fjarstæðunni hvað eftir annað. Þetta er sjer-
kenni þeirra, og kippir sjer enginn upp við það.
í gær tóku ráðamennirnir í Dagsbrún sig til, og sömdu
viðbót við söguna um „tilboðið“. í hinni nýju útgáfu
skáldsögunnar er m. a. sagt, að þrír „sendiherrar“ úr Dags-
brúnarstjórninni hafi þann umrædda dag setið yfir ráð-
herrunum þrem uppi í Stjórnarráði, og spurt þá út úr
um það hvað ríkisstjórnin ætlaði fyrir sjer, og þá hafi
Dagsbrúnarmenn fengið svör við „tilboðinu“, sem aldrei
var til, og hafi Dagsbrúnarformaðurinn og varaformað-
urinn lesið svörin, sem ráðherrarnir gáfu þremenningun-
um og hafi ráðherrarnir „játað rjett bókað“, eins og þar
stendur.
Það er hugmyndaflug að tarna.
Menn geta gert sjer í hugarlund hvernig „senan“ hefir
verið eða er í kollinum á Sigurði Guðnasyni, Dagsbrúh-
arformanni, þar sem hann situr yfir ráðherrunum uppi
í Stjórnarráði, og á að hafa gert „tilboð“, eins og hver
annar einvaldur yfir orðum og athöfnum verkamannanna
um vinnufrið fram á miðjan síldveiðitíma, en ráðherrarn-
ir segja nei. Og þá dregur Sigurður blýantinn upp úr vas-
anum og „bókar“ framburð ráðherranna og les upp „bók-
unina“, en ráðherrarnir allir sem einn votta, að Dags-
brúnarformaðurinn hafi krotað hvert orð rjett. .niður
Þeir, sem á annað borð telja sjer hag í því, að birta
í blöðum upplognar fregnir, ættu að hafa meiri smekk,
en kemur fram í þessum frásögnum Þjóðviljans, á því,
hverju nokkrum lifandi manni gæti dottið í huga að trúa.
Annað mál er það, að þeir sem hafa samið þessa sögu,
um Dagsbrúnarmenn á ráðherrafundi, hafa sýnilega nokk-
ura hæfrileika, sem kæmu þeim að gagni, er sýna skop-
leiki úr bæjarlífinu.
Það væri synd, ef þeim yrði neitað um hlutdeild í hinum
\ insæla Fjalaketti hf.
XJílverji ólri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Frá Vestur-íslend-
ingum.
í MORGUNBLAÐINU í fyrra
dag_ ,er stutt viðtal við Gísla
Sigurbjörnsson forstjóra um
för hans til elliheimilisins að
Gimli. Þetta mun vera í fyrsta
sinni, sem Gísli hittir Vestur-
íslendinga í heimalandi þeirra.
Hann varð eins og aðrir Austur
íslendingar, er þangað koma,
hrifinn af móttökunum, hlýj-
unni og gestrisninni, sem ís-
lendingar mæta hvarvetna.
Hann kynntist því hveríiig
Vestur-íslendingar eru að berj
ast fyrir að halda í móðurmál-
ið, íslenska menningu og sam-
band við gamla landið. Þetta
þekkja allir, sem komið hafa í
íslbnindingabygðir, en er við
Gísli vorum að ræða um þelta
fram og aftur datt okkur þetta
í hug:
•
75 ára afmæli
Islendingabygðar.
Á NÆSTA ÁRI eru 75 ár
liðin frá því, að fyrstu íslensku
frurp.byggjarnir fóru vestur um
haf og settust að á sljettum
Kanada., - í tilefni afmælisins
munu íslendingar vestan hafs
hugsa til hátjðahalda. Og þá
verðum við hjer heima, að
mun? eftir þjóðarbrotinu vest-
an hafs’ sem í 75 ár hefir strit-
að og barist í fjarlægð frá
heimahögunum. Muna eftir
frumbyggjunum, sem komu
sjer svo vel í fjarlægu landi
meðal ótal erlendra þjóðabrota,
að nafnið íslendingur er heið-
ursnafn og bestu meðmæli
hverjum sgm það ber vestur
þar.
9
Fordæmi Svía.
Á ÞESSU ÁRI eru 100 ár lið
in frá því að fyrstu sænsku
frumbyggjarnir fluttu til Am-
eríku. í því sambandi verða
mikil hátíðahöld í Chicago, þar
sem Svíar eru fjölmennir.
Heima Svíar gera margt og
mikið til að heiðra sína amer-
ísku bræður og spara ekkert
til. Þeir ætla að senda einn
meðlim konungsfjölskyldunnar
vestur um haf og yfirleitt sýna
þjóðarbroti sínu vestan hafs all
an þann sóma, sem þeir geta
bestan í tje látið.
Þannig eigum við einnig að
fara að.
Virðingarmaður
frá íslandi.
ÞEGAR VIÐ förum að hugsa
um þ'að hvað við getum best
gert til þess að heiðra Vestur-
íslendinga á afmælinu kemur
fýr^t í hug, að senda þurfi hjeð
an virðulegan fulltrúa, helst
æðsta mann þjóðarinYiar, ef því
verður við komið, eða að
minsta kosti forsætisráðherra
landsins.
. Síðan mætti athuga hvort
ekki væri hægt að efna til hóp
ferða austur og vestur um haf.
Einskonár ferðamannaskifti.
•
Hendur yíir hafið.
VIÐ EIGUM að rjetta vinar-
hendi yfir hafið til bræðra og
systra vestan hafs og við get-
um verið viss um, að það verð-
ur tekið hlýlega á móti því
handtaki.
Og við þurfum að gera meira.
Við eigum að láta kennara okk
ar hjer í barnaskólunum segja
nemendum sínum meira frá
baráttþ Vestur-íslendinga og
sigrum þeirra. Við gætum
fengið kennara að vestan til
þess að ferðast hjer um skól-
ana og segja börnunum frá lífi
frænda þeirra vestan hafs og
við eigum að senda kennara
vestur til að segja frá högum
íslendinga heima.
Það er svo ótal margt, sem
gera mætti til að styrkja bönd-
in milli heimaþjóðarinnar og
þjóðarbrotsins fyrir vestan.
•
Austurbæjarbíó
til í sumar.
ÞEIR, SEM komið hafa á tón
listarhátíð Tónlistarfjelagsins í
Austurbæjarbíó ljúka allir upp
einum munni um, að það verði
glæsilegasti salur bæjarins fyr-
ir kvikmyndasýningar og hljóm
leika og allir hlakka til þegar
það verður opr.að. Er útlit fyr-
ir, að byrjað verði að sýna þar
kvikmyndir á miðju sumri. því
sáralítið er eftir að gera til
þess að salurinn sje tilbúinn.
Þegar þetta stóra kvikmynda
hús bætist við í bænum má bú-
ast við að atvinnan minki hjá
mlðaokrurunum og mun víst
enginn harma það, þótt þeir
verði að leita sjer annars
starfa.
Allir á einu gólfi.
ÞAÐ ER IiÁTÍÐLEG stund,
að koma í þennan mikla sal,
þar sem öll sætin eru á einu
gólfi, eins og nú er yfirleitt
farið að byggja leikhús og kvik
myndahús, þar sem • á annað
borð er hægt að fá nóg pláss.
Tónlistarhátíðin hefir yfir
sjer ennþá glæsilegri brag, en
hún ella hefði' haft, vegna þess,
að hægt var að hafa hljómleik-
ana í Austurbæjarbíó.
•
Brjef um barna-
Icikvelli.
í SAMBANDI VIÐ skrif um
barnaleikvelli hefir móðir skrif
að mjer alllangt brjef um þá
og heldur hún því fram. að út
af fyrir sig sjeu barnaleikvellir
ekki lausn á hættunni, sem
börnin sjeu í á götunum, Það
þurfi að gera aðrar og meiri
ráðstafanir og menn megi ekki
láta blekkjast af áróðri þeirra,
„sem vilji slá sjer upp“ á barna
leikvallamálinu.
Barnaleikvellirnir eru nauð-
synlegir og sjálfsagðir, segir
brjefritari, en börnin tolla þar
ekki nema tiltölulega stutta
stund daglega og sækja út á
götuna og eru í jafnmikilli
hættu eftir sem áður. Jeg býst
við að brjefritari hafi mikið til
sins máls, og verður vcnandi
tækifæri til að ræða þetta mál
nánar síðar. En nú ætla kon-
urnar að fara að halda fund um
þetta mikla vandamál og verð-
ur gaman að heyra hvað þar
kemur fram af raunhæfum til-
lögum.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
ÚHendinaahersveilir nteð grírhum shsmliðum
Efiir Richard Long,
STJÓRNIN í Aþenu er nú á-
hygyiufull út af fregnum. sem
borist hafa um útlendingaher-
sveitir við norðurlandamæri
Grikklands og stærri borgum
nágrannalandanna. Fregnir,
sem birtar hafa verið í ,,Estia“,
blaði konungssinna, bera það
með sjer, að útlendingaher-
sveitir sjeu á leiðinni til víg-
stöðvanna í Norður-Grikklandi.
Haldið er fram, að miðstöð
liðsöfnunar í hersveitir þessar
sjeu í Herklúbbnum í Milano en
sá fjelagsskapur hefir verið í
höndum kommúnista frá stríðs
lokum. Undanfarnar vikur hafa
meir en 2.000 menn verið flutt-
ir frá þessari miðstöð til júgó-
slavnesku borgarinnar Split
við Adríahaf. Tvö hundruð her
menn eru komnir til Malone.
Þýskir hermenn.
Sextíu prósent af hermönn-
um þessum eru Þjóðverjar,
hinir franskir og ítalskir. Allir
eru þeir undir forystu spanska
hershöfðingjans Miatha.
Skotfæri handa herjum þess-
um eru flutt á smábátum frá
„Norður-Evrópu“ til Júgó-
slavíu.
Enda þótt ofangreindar her-
sveitir hafi enn ekki tekið þátt
í bardögum við gríska stjórn-
arherinn, og þrátt fyrir það, að
Júgóslavar hafi opinberlega
mótmælt því, að þessar her-
deildir hafi verið stofnaðar,
eru iyegnir af þeim svo þrálát-
ar, að gríska stjórnin getur ekki
leitt þær hjá sjer.
Margir embættismenn í
Grikklandi líta svo á, að út-
lendingahersveitirnar sjeu eins
konar „rússnesk gagnárás, gerð
til þess að minka áhrif aðstoð-
ar Bandaríkjanna vð Grikki".
Svar útlendingslns.
Þessir sömu menn segja, að
sjeu einhverjir Albanir, Júgó-
slav^r eða Búlgarar teknir til
fanga í orustum við skæruliða-
hersveitir, geti þeir jafnan
komist hjá því að koma upp
um afskifti síns eigin lands af |
grísku borgarastyrjöldinni með
því einu að segja: „Jeg er ekki
að berjast fyrir alþjóðaher-
sveitina“. Þögnin ein svarar
frekari spurningum.
Svar stjórnarinnar.
Svar grísku fetjórnarinnar við
þessu ófremdarástandi felst í
aukningu hersins. Hefir verið
gefið leyfi til þess að auka her-
inn um alt að 30% eða í 145.000
manns. Áætlað er, að um 20.000
nýir menn muni hafa gengið í
heripn fyrir miðjan júlímánuð,
og 30.000 að auki verða sendir
til vígstöðvanna, strax og þjálf
un beirra er lokið.
Gríska stjórnin er staðráðin
í að vinna bug á mótstöðu
skæruliðanna, áður en erlend
íhlutun hefir algera ringúlreið
í för með sjer.
GLÍMUFJELAGIÐ Ármahn
hefur sótt um 20 þúsund kr.
styrk til bæjarins, >il að senda
flokk íþróttamanna til Finn-
lands.
Þar verður í sumar mikil í-
þróttahátíð í Hefsingfors, og
hefur Ármenningum verið
bocin þáttaka.