Morgunblaðið - 15.06.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 15.06.1947, Síða 10
1» Sunnudagúr 15. júní 1947 \ ( MORGUNBLAÐIB Á FARTINNI czCeynilöcjreflluðaýa e^tir Peter CCheijVieij 34. dagur , Máske hefði jeg átt að vera kyr og vaka yíir Nikolls — og' máske ekki. Jeg geri mjer að minsta kosti ekki neina rellu út af því. Jeg hefi líka fleira að sýsla. Mig er sem sje farið að gruna það að Nikolls hafi verið að leika á mig. Jeg lít á klukkuna. Hún er hálfþrjú. Nú er jeg að hugsa um að heimsækja stúlku. Ef þú ætlar að heimsækja stúlku, þá er fvrsti tími jafrían besti tími. Jeg set hreyfilinn í gang og ek í áttina til London. Og jeg raula fyrir munni mjer sama lagið, sem þrællinn var að syngja: „Everything is Jake“. Hvers vegna ekki? / IX. KAFLI Jeg ek eftir Londonveginum, er í besta skapi og leik mjer að því að reikna út hve marg- ar baunir þurfi í tylftina. Það er altaf gott að vera góður í reikningi, því altaf getur kom- ið að því að maður þurfi á því að halda. Það getur vel verið að þið haldið að það sje heimskulegt af mjer að gera það sem jeg ætla nú að gera. En ef þið hugsið ykkur vel um þá mun- uð þið sjá að jeg er ekki eins vitlaus og þið haldið. Jeg reikna dæmið þannig: Þegar þessi rjetta Tamara seg if mjer hvar hún á heima og biður mig að heimsækja sig, þá hefir henni gengið eitthvað til. Þið haldið máske að það hafi verið vegna þess að hún vissi ekki hver jeg var og hjelt að jeg væri Willie Careras. En þar skjátlast ykkur. Þið ætt- uð að muna það eins vel og jeg, að hún vissi þá að jeg var Lemmy Caution. Og jeg reikna það svo að hún hafi viljað að jeg vissi það hvar hana er að finna. Þið munuð nú kanske segja að það sje bjánalegt að ætla að hún vilji að jeg heimsæki sig, þegar hún veit að jeg er að eltast við þau Rudy Zimm- an. En þar skjátlast ykkur aftur. Þessi Tamara er bófi. Og bófar finna upp á.mörgu ein- kennilegu. Hversu öruggir sem þeir þykjast um sig, þá eru þeir altaf undir niðri smeikir við eitthvað, Þeir eru altaf að hugsa um það að sjer kunni að mistakast og þá muni kom- ast upp um sig. Það er enginn drengskapur til meðal bófa. Þegar einhver þeirra, strákur eða stelpa, heldur að í óefni sje komið, þá er fyrsta hugsunin hvernig hann geti komið sjer út úr þessu. Þeim er mest í mun að bjarga sjálfum sjer, hvað sem um aðra verður. Þetta getur nú verið, segið þið, en því er ekki til að dreifa að þessu sinni. Þið munuð segja að það sje alrangt að Tamara fari að k'oma upp um fjelaga sína vegna þess að hún sje hrædd. Og allra síst muni hún gera það þar sem hún muni vera kærasta Rudy Zimm an, cg stúlkur komi aldrei upp um bá menn, sem þeim þykir vænt um. Jæja, þið haldið það? Jeg hefi þekt stúlkur, svo vitlaus- ar eftir strákum, að þær hefðu vaðið út í eld og brennistein fyrir þá, meðan alt gekk eins og þær ætluðust til. En ef elsk- huginn gerið svo eitthvað — eitthvert smáræði — sem þeim líkaði ekki, þá urðu þær vit- lausar cg flettu ofan af hon- um. — Jeg þekti einu sinni laglega stelou í Hathkin County, sem hjelt við stigamann. Hann var leikinn í því að stöðva bíla, þar sem fáförult var, ræna þá sem í þeim voru og koma þeim í skilning um það að það' væri best fyrir þá sjálfa að gera ekkert veður út úr þessu. llann ljek þetta ár eftir ar. og með honum var þessi stúlka, sem hjet Wandy Long. Þetta var bráðlagleg stúlka, með fallegan" munn og þýða rödd. Hún var eins og engill. Hún hafði það hlutverk að standa á vegunum og láta sem sig vantaði far. Ungir menn, sem komu þar akandi í bíl, þurftu ekki annað en líta á hana og óðar stöðvuðu þeir bíl- inn. Þeir hjeldu að þarna hefði þeir veitt laglegan fugl. Pilturinn sem hún hejlt við hjet Freemer. Þau höfðu hald- ið saman í mörg ár. Og henni þótti vænt um hann. Einu sinni var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Hún stóð við dyrn ar og tók á móti honum þegar han kom út. Hann fór svo sem ekkert vel með hana, en henni stóð á sama um það. Svo var það efnn dag að Freemer stöðvaði bíl og var þá einn. í bílnum var ung stúlka. Freemer ljet hana afhenda sjer alla skartgripi sína og önnur verðmæti sem hún hafði. Að því búnu verður honum litið á stúlkuna og sjer að hún er bráðlagleg. Hann tekur þá ut- an um hana og kyssir hana. En hann vissi ekki að Wandy var skamt frá með kíki, sem afi hennar hafði notað í orust- unrú hjá Gettisburg, og sá alt saman. Morguninn eftir komu þrír lögregluþjónar heim til hans og náðu honum í bælinu. Wandy hafði þá símað til lög- reglunnar og kært hann. Þetta sýnir ykkur, að þegar ástin er annars vegar. þá eru stúlkurnar óútreiknanlegar. Máske vitið þið það, piltar. Máske þið hafið sjálfir rekið ykkur á það? Jeg ek inn í Mount stræti. klukþan rúmlega þrjú um nótt ina. Það er hálfkalt og jeg iðr- ast eftir því að hafa ekki haft frakka með mjer. En máske mjer hlýni á því sem er í vænd um — eða skyldi það verða kuldalegt? Jeg skil bílinn eftir í skoti og legg á stað til að íinna Grange. Eftir stutta stund tekst mjer það. Þetta er mikil bygg- ing, hornhús, sem stendur við tvær götur. Hvergi sjest ljós og þegar jeg kem að aðaldyr- unum eru þær læstar. Jeg fer þá inn í hliðargötuna og þar finn jeg aðrar dyr. Þær eru ekki læstar. Það er gler í hurð inni og svört tjöld fyrir að innan. Jeg fer þarna inn. Kem jeg þá inn í stórt anddyri og þar eru tvær lyftur. Anddyrið er stórt og lampar með ljósskýl- um eru þar á veggjum, svo að þar er heldur dimt og drunga- legt. Jeg 'læðist inn í anddyrið og svipast um eftir nafnatöflu, ef vera kynni að jeg sæi þar hvar Tamara býr. En það er auð- vitað tilgangslaust, því að hjer géngur hún sjálfsagt undir öðru nafni. Þegar jeg nálgast annan lyftuklefann heyri jeg að lyftan er að koma niður. Jeg svipðst skjótlega um eftir felugtað. Til vinstri er lítill gangur. Jeg hleyp inn í hann. Mjer datt. skyndilega í hug að verið gæti að Rudy Zimman væri í lyftunni. Jeg heyri að lyftuklefinn er opnaður .og svo gengur einhver fram hjá ganginum þar sem jeg stend. Það er ekki Rudy Zimman. Ónei. En hver haldið þið að það sje? Það er Dodo Malendas. Mjer hnykkir við. Þarna var ný ráðgáta. Þessi stúlka, sem jeg hjelt að þau Tamara og Rudy hefði rænt til þess að hún skyldi ekki ljósta upp um sig — hún er hjer í næturheimsókn þar sem Tam- ara býr. Lífið er undarlegt. Hvað hef ir komið fyrir þessa stúlku síð an henni og Nikolls var rænt heima hjá mjer og þau flutt til Leatherhead? Hvernig stóð á því að hún er hjer um miðja nótt? Þetta er eitt af þeim dæm um, sem koma fyrir þegar tvisvar sinnum tveir eru sjö. Jeg bíð góða stund. eða þang að til Dodo er komin út á götu. Þá kveiki jeg í vindling. Þá fer jeg aftur á stað og fer nú út um aðaldyrnar og kemst út í Mount stræti. Jeg svipast um eftir símaskýli. Þar er eitt. Jeg fer þangað inn, leita í síma- skránni að Grange og hringi svo. Eftir fimm mínútur segir einhver letilega og geyspandi „hailó“. ,,Jeg á mjög áríðandi erindi“, segi jeg. „Getið þjer gert svo vel og gefið mjer samband við ungfrú Tamara Phelps?“ Hann bíður mig að bíða á meðan hann líti, í gestskrána. Svo segir hann: „Jú, Tamara Phelp>s er hjer. Hún býr á ann- ari hæð. Bíðið þjer snöggvast“. Nú verður þögn. Jeg bíð og er að hugsa um það hvað Tam ara muni nú taka til bragðs, þegar jeg segi henni hver jeg er. Hvort hún muni þegar smella heyrnartólinu á, eða hlaupast á burtu eins og fjand- inn væri í hælUnum á henni. En máske verður hún líka hrædd þegar hún veit við hvern hún talar. Nú kemur hún í símann. Hún segir með sinni lágu, köldk’ rödd: „Halló, hver tal- ar?“ Je? brosi í taltúðuna. I Bílamiðlunin I Bankastræti 7. Sími 6063 i er miðstöð bifreiðakaupa. «Mlft*Mimi*IIIMMM*MIMIMIMfllMI*M*M«t •••••••* ••••••*'•* GULLNi SPORINN Eftir Quiller Couch. 15. „Nei — fljótt, sverðið mitt! Það er gott að finna til vin áttu þinnar. Það er leitt að deyja svona ungur — jeg hefði ennþá getað skemmt mjer svo mikið. Teningarnir voru falskir — hefurðu fundið sverðið Jeg þreifaði niður með hliðinni á honum, fann það og tók það upp frá gólfinu. „Þú átt að eiga það, Jack og hestinn minn og brjefinu þarftu að koma til skila Segðu Delíu.... Þeir eru að koma upp stigann. Segðu... .“ Hurðinni var hrundið upp, og á þröskuldinum stóðu næturverðirnir. Þeir hjeldu ljóskerum sínum hátt á loftí svo bjarminn frá þeim fjell á hið föla andlit Antons. Þeir voru sex eða átta saman undir stjórn lágvaxins manns, sem í hendinni hafði langan staf og um hálsinn langa, gylta keðju. Bak við mennina stóð hópur af kven- fólki, sem lyfti sjer á tá til að sjá inn í herbergið, en aftast sást í eldrautt andlitið á gestgjafanum. „Jæja, segðu nú eitthvað, herra Short“! „Vissulega, vissulega, en sem stendur hefi jeg svo margt að hugsa“, svaraði Short, sá lágvaxni með stafinn. Hann renndi augunum yfir herbergið, og þegar hann sá aðeins einn, sem mundi geta- veitt mótstöðu, ræskti hann sig og sagði ákveðinn: „I nafni konungsins handtek jeg ykkur!“ — Jæja, og hvað hefur skeð? „Morð“, svaraði jeg. „Hættu þá þessum morðum — þau eru ekki leyfileg“. Svo dró hann penna og blekbyttu upp úr vasa sínum og sagði: „Og nú verð jeg að yfirheyra ykkur“. „Já, og nú er það of seint“, sagði jeg, um leið og jeg sleppti Anton, „því veslings vinur minn er látinn“. „Þá verðið þjer að koma með mjer, ungi maður“. „Koma með yður?“ „Já, ákærður fyrir morð!“ „Fíflin ykkar!“ hrópaði jeg og vár ævur af reiði. —• „Þeir seku komust undan fyrir meir en tíu mínútum síðan. Og stöðvið mig nú ,ef þið þorið!“ Jeg rjetti hermanni þeim, sem ætlaði að grípa mig, vænt kjaftshögg, og um leið og jeg barði um mig með VESLINGS BAKARA- SVEINNINN. standa þarna og glápa. Held- urðu að það væri ekki nær fyr- ir þig að fara inn og athuga af hverju rýkur. ★ — Það var svo kalt þar, sagði pólfarinn, að ljósið á kertunum fraus og við gátum ekki slökkt á þeim. — Það er ekki mikið, sagði annar maður, þar sem við vor- um var svo kalt, að orðin komu út úr okfrur í klakastykkjum, og við urðum að bræða þau í potti til þess að heyra, hvað við vorum að segja. — Þekkirðu Svein? —: Jeg er nákunnugur hon- um. — Getur maður trúað því sem hann segir? — Ja, jeg held, að þegar hann segir sannleikann, sje ó- hætt- að trúa hyerju orði, en þegar hann lýgur, ættirðu ekki að trúa neinu, sem hann segir. ★ Negraprestur ávarpaði söfn- uðinn á þesa leið: Mínir elsk- anleeu, dýrðlegasta krafta- verkið var með brauðhleyfana og fiskana. Það voru 5000 brauð hleyfar og 2000 fiskar og post- ularnir 12 urðu að gleypa það allt. Kraftaverkið var að þeir sprungti ekki. 'ér Eftir misheppnaða frumsýn- ingu á einu leikriti Oscars Wilde, kom hann í klúbb sinn seint um kvöldið. — Hvernig gekk leikritið, spui’ði einn vinur hans. — O, svaraði Wilde. Leik- ritið, það var allt í lagi með það, en áhorfendurnir, þeir voru alveg mislukkaðir. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGTJNBI-AÐINTJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.