Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 25. júní 1947 MORGUNBLAÐIB Á FARTINNI oCeynilögrejfuóaja eftir jf^eter (fhetjneij 41. dagur „Hvaða hrekki hefi jeg haft í frammi?“ segir hann. Nú ætl- ar hann víst að fara að veiða það upp ‘úr mjer hvað mikið jeg veit. „Það er nú fyrst þetta með hann Max Schribner", segi jeg. „'Jeg hringi til þín og bið þig að taka hann fastan, og hvað gerir þú? Þú maldar í móinn. Þú segist ekki gert gert það. Þú segir að það sje engin fram- bærileg ákæra á hendur hon- um. Þú ert með allskonar mót- bárur, og hvað gerirðu svo?“ „Já, hvað geri jeg svo“, segir hann og glottir nú. „Þú ferð rakleitt og tekur Max Schribner fastan“. segi jeg. „Þú þykist leika þar lag- lega á mig. Þú heldur að þarna hafirðu náð í mann, sem geti sagt þjer alt um Juliumálið. Þess vegna tekurðu hann fast- an og lætur mig ekkert vita. En þú hafðir enga hugmynd um það að þú gast ekki gert mjer meiri greiða. Hann sperrir brýrnar. Hon- um þykir þetta víst allmerki- legt. En jeg held áfram sög- unni, sem jeg hafði tekið sam- an á leiðinni í bílnum. „Sjáðu nú til“, segi jeg. „Þeg ar bú tókst Schribner fastan, þá komst Tamara að því undir eins. Ekki veit jeg hvemig hún hefir farið að því. En hún frjetti þetta og hún varð skelk- uð. Hvað gerir hún svo? Hún nær í mig og semur við mig. Hún segir að ef jeg vilji útvega sjer vegabrjef og sjá um það að Rudy Zimman og bófar hans geti ekki gert sjer neitt mein, þá skuli hún fletta ofan af þeim. Jeg felst auðvitað á það. Svo segir hún mjer upp alla sögu------og hvernig líst þjer á það? Og hvað heldurðu að hún vinkona þín frú Lorella Owen muni segja um það?“ Hann rissar á þerripappír og er alvarlegur á svip. „Og nú segi jeg þjer það“, segi jeg, „að jeg ætla að fara mínar eigin götur í þessu máli °g biggja ekki neina hjálp af þjer. Jeg ætla að ná í þessa bófa sjálfur, og ef einhver skyldi skjóta þá verð það jeg, og þú skalt fá að gefa skýring- ar á því á eftir“. „Heyrðu Lemmy seg- ir hann, en jeg gríp fram í: „Jeg heyri ekkert“, segi jeg. „Þú hefir verið að leika á mig, eða reynt það. síðan jeg byrjaði að fást við þetta mál. Þegar jeg bað þig að útvega mjer aðstóð- armann, þá vísarðu mjer á Callaghan. Ætlarðu svo kanske að segja mjer að þú hafir ekki beðið þennan Callaghan að lála þig vita um alt, sem jeg tæki mjer fyrir hendur? Heldurðu að jeg viti það ekki að þessi hliðarvagn Callaghans, hann Nikolls, átti að spýta öllu í hann, og svó átti Callaghan að segja þjer frá því? Hvað? ..“ Hann andvarpar mæðulega. „Það er þýðingarlítið að ætla sjer að slá ryki í augun á þjer, Lémmy“. segir hann. „Og jeg var á móti þessu frá upphafi. En hvernig komstu að þessu um Callaghan?“ „Það var mjög auðvelt“, segi jeg. „Jeg sendi þau Nikolls og Dodo Malendas heim til mín í Jermyn stræti. Jeg bað Nikolls aldrei um það að reyna að veiða neitt upp úr henni. En um leið og hann er kominn heím símar hann til Callaghans og biður að senda sjer hljóð- nema. Hann ætlaði að taka framburð hennar upp á hljóð- nemann og svo átti Callaghan að fá það til þess að hann gæti komið því til þín. Það hefði nú verið fengur fyrir þig. En Nik- olls var óheppinn. Áður en hann gæti fengið stúlkuna til að tala, komu sendimenn Rudys þangað og höfðu þau bæði á burt með sjer og fluttu þau á gamlan bóndabæ uppi í sveit“. Harrick tottar pípuna sína í ákafa. Hann er hugsandi. Eftir nokkra stund segir hann: „Lemmy. við skulum tala saman í hreinskilni. Það er best að enginn misskilningur sje okkar í milli“. „Þetta er fallega mælt“, segi jeg. „Nú ertu til með að vera hreinskilinn, þegar þú getur ekki annað. Jæja. talaðu þá, jeg hlusta“. Hann segir: „Jeg skil það vel að þjer er orðið gramt í geði, Lemmy. En það er ekki mjer að kenna. Jeg skal sanna þjer það. Bíddu andartak11. Hann gengur út, en kemur aftujr eftir svo sem tíu mínút- ur. Hann er þá með brjef í hendinni. Hann segir: „Jeg fór til yfirmannsins og sagði honum upp alla sögu. Hann gaf mjer leyfi til þess að skýra þjer frá málavöxtum“. Hann sest við skrifborðið sitt. „Þú vilt fá að vita hvers jeg hefi hagað mjer eins og jeg hefi gert. Jæja, jeg er lögreglu- þjónn og jeg verð að hlýða fyr- irskipunum. Hjerna er útskýr- ingin á öllu saman“. Hann rjettir mjer brjefið. Jeg les það. Það er dagsett fyr- ir tíu dögum. Það er frá sendi- ráði Bandaríkjanna og hljóðar svo: „Kæri Mr. Herrick. Jeg rita yður viðvíkjandi samtali, sem jeg hefi átt við yfirmann yðar í leynilögregl- unni út af Juliu Wayles. Vjer höfum verið að reyna að ná í einn, af leynilögregluþjónum vorum, L. H. Caution, sem á að vera hjer í Englandi. en vjer höfum ekki getað haft upp á honum. En jeg er nú samt viss um að hann kemur í leitirnar eftir einn eða tvo daga, en á meðan hann er fjarverandi höf um vjer falið Charles Milton að rannsaka þetta mál. Mr. Milton ætlar að fara til manns, sem Schribner heitir og á heimji í Betchwörth til þess að reyna að fá upplýsingar um Juliu, og jeg vona að þjer verð- ið honum hjálplegur. En undir eins, þegar Mr. Caution kemur, á hann að taka við málinu. Og nú verð jeg að biðja um sjer- staka aðstoð yðar. en það verð- ur að fara dult. Mr. Caution mun rannsaka hvernig á hvarfi Juliu stendur., og hann mun reyna að finna hana. En hann má ekki fá að vita neitt um það að það eru „fimtu herdeildar" menn bæði í Bandaríkjunum og .Englandi, sem að þessu standa. Þeirri hlið málsins verður að halda stranglega leyndri, og hvað það áhrærir, þá mundi jeg vera yður mjög þakklátur, ef þjer vilduð veita frú Lorella Owen alla aðstoð í því máli. Hún er sem sje sjer- stakur erindreki amerísku leyniþjónustunnar og á að rannsaka þessa hlið málsins, komast að því hverjir eru fimtu herdeildar mennirnir. Vjer eruð ekki í neinum vafa um það, að Mr. Caution mun reka þessa rannsókn með sín- um alkunna dugnaði, og þá get ur vel verið að hann gefi yður einhverjar upplýsingar, sem gæti orðið að hinu mesta gagni fyrir frú Owen, og það væri því æskilegt að þjer Ijetuð hana vita um það. án vitundar Mr. Caution, eins ef hann fær ein- hvern mann til aðstoðar hjá yður, að frú Owen verði þá lát- in vita hvað þeim verður ágengt. Yðar einlægur Charles C. S. Senley fulltrúi í sendiráði Banda- ríkjanna“. Mjer verður á að brosa og jeg fæ Herrick brjefið aftur. Það er eins og jeg bjóst við“, segi jeg. „Þeri ætluðu þá að hafa mig fyrir fífl. Jeg átti að þeytast fram og aftur eins og asni og fást við hættulega bófa aðeins til þess að Lorella Owen mætti vera með gráa hárkollu og afskræmt andlit og þóst vera hinn mikli njósnari og upp- Ijóstari. Svona átti að fara með mig. Hvað ætlar þú nú að gera.?“ Herrick horfir beint framan í mig. „Þú verður að muna eftir því. Lemmy“, segir hann, „að einu sinni eða tvisvar sinnum áður, þegar þú hefir verið að rannsaka mál hjer í Englandi, þá hefir þú beitt undarlegum aðferðum. Jeg býst við að sendiráðið viti um þetta. Og það hefir víst álitið að frú Ow- en mundi fara gætilegar að rannsókn sinni, enda virðist hún vera mjög vel fær í þeirri grein“. „Það getur vel verið“, segi jeg. „En nú þykist jeg skilja, að hún hafi verið send hingað vegna fimtu herdeildarmanna, og að Rudy Zimman sje höfuð- paur þeirra. Og mjer skilst líka að þetta Juliumál sje eitthvað flækt inn í það. Jæja, jeg sagði þjer að jeg væri langt kominn með rannsóknina og það er satt. Og annað hvort held jeg nú éfram eins og mjer sýnist, eða jeg legg upp árar og lofa ykkur að verða ykkur til skammar — og þjer megið skila því til frú Owen, því að hún á sinn hluta af því“. Hann leggur frá sjer pípuna og segir: „Lemmy. jeg trúi öllu, sem þú segir. Jeg trúi því að þú getir gripið þau Tamara og Zimman hvenær sem þjer sýn- ist, eins og þú sagðir mjer. Og jeg trúi því að þú vitir hvar þau Nikolls og Malendas eru niður komin. Með öðrum orð- um að þú hafir sama sem leyst málið. Er það ekki rjett?“ GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 21. „Yðar hátígn“, svaraði jeg, „ef jhamingjan verður mjer eins hliðholl og hingað til, hef jeg víst lítið fyrir því að finna hest á leiðinni." Auðvelt reyndist að komast í gegnum borgarhliðið, því strax og varðmennirnir sáu prinsana, opnuðu þeir fyrir þeim. Og að lokum stóð jeg fyrir utan hliðið, og um leið og jeg þrýsti hendi minni að brjefi konungsins, sneri jeg mjer við og lagði hröðum skrefum af stað burt frá borginni. Fjórði kafli. Lagt af stað. Jeg var kominn úm mílu vegar frá borginni, þegar jeg dró brjefið, sem Anton hafði gefið mjer, upp úr vasanum. í tunglskininu sáust blóðblettimir á því greinilega. Utanáskriftin var á þessa leið: „Til vors hjartkæra og trygga Sir Ralph Hopton, hjá herjum vorum í Cornwall, með konunglegri kveðju.“ Þetta var ekkert annað en jeg hafði búist við, en þegar jeg las það og sá hið rauða innsigli konungsins, greikkaði jeg sporið. Þar sem jeg kærði mig ekkert um að rekast á varð- menn konungs, sem komið hafði verið fyrir víðsvegar í kringum Abingdon, stefndi jeg í vest.urátt og hugðist ná út á þjóðveginn, sem liggur til Bath. í myrkrinu hlýt jeg þó að hafa vilst og haldið of mikið í suður, því við sólarupprás kom jeg að vísu til bæjar eins, en þetta var ekki Faringdon, eins og jeg hafði búist við, heldur Wantage. Nú, við þessu var auðvitað ekkert að gera, og þess vegna ákvað jeg að reyna að fá mjer her- bergi. Svo vildi þó til, að bærinn var yfirfullur af ferða- mönnum, og jeg hafði lengi leitað, þegar jeg loksins fjekk inni í veitingahúsinu „Gullni lykillinn”. Og varla höfðu liðið fimm mínútur frá því jeg kom inn í her- bergið, þar til jeg var sofnaður. GÓÐUR FENGUR. — Jeg kem með nóg í soðið í dag, elskan. ★ Gamla konan: Veistu hvað verður um litla drengi, sem skrökva? Kalli: Þeir komast með strætó fyrir hálft verð. ★ Meðan stóð á áköfum ástar- atlotum í myndinni hnippti konan í mann sinn. Af hverju gerirðu aldrei svona með mjer. Heyrðu, svaraði hann, veistu hvað þeim er borgað fyrir að gera þetta. ★ Þegar Lincoln forseti heyrði áð Suðurríkjamennirnir hefðu hertekið einn hershöfðingja og tólf múlasna var það fyrsta sem hann sagði: Það var vissulega slæmt. Hver múlasni kostaði 200 doll- ara. Leikkonan: Heyrðirðu hvern | ig áheyrendurnir grjetu, þegar jeg dó í síðasta þætti. Hann: Var það ekki von. Þeir vissu að þú varst bara að leika. ★ ■; t j Jeg var djúpt inni í frum- skóginum, þegar jeg sá skyndi- lega hóp af mannætum koma þjótandi til mín. Guð minn góður, hvað gerð- irðu þá. Jeg starði á þá þangað til jeg varð svartur í framan og þeir hjeldu að jeg væri einn af þeirra flokki. ^ l’æn Jónas: Gott kvöld, gamli vinur. Jeg kom hjerna við til þess að fá hjá þjer regnhlífina, sem jeg lánaði þjer um dag- inn. Björn: Mjer þykir það leitt, en jeg lánaði hana öðrum vini mínum. Þurftirðu á henfii að halda. Jónas: Ja, ekki handa sjálf- um mjer, en náunginn, sem jeg fjekk hana lánaða hjá vill fara að fá hana. UNG DÖNSK STÚLKA óskar eftir atvinnu við iðnað. Góð meðmæli. Tilboð sendist Henny Jacobsen, Aaarp, Fyn, Danmark. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.