Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 1
Sfórveldin heita T> f >í , C Vlð Kaosteina um stuðningi sínum Sameinuðu þjóðirnar japönsku friðar- samningana saman í ágúst Sidney. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Kemsley. SAMKVÆMT tilkynningu, sem birt hefur verið í Canberra, Astralíu, hefst 26. ágúst ráðstefna bresku heimsveldislandanna um væntanlega friðarsamninga við Japan. Ráðstefnan mun að öllum líkindum standa yfir í viku, og gera menn sjer vonir um að breska heimsveldið geti að henni lokinni komið fram með sameiginlegar tillögur Um friðarskilmálana. Japanski hvalveiðiflotinn. Vitað ér, að Astralía hefur hug á að fá hvalveiðiflota Jap- ana. í stríð's/skaðabætur, auk þess sem hún mun koma fram með tillögur um upplausn auð- hringa á borð við Mitsui og Mftsubishihringana japönsku. Þátttaka Indverja. Dr. Evatt, utanríkisráðherra Astralíu, sem verða mun fyrir áströlsku fulltrúunum, hefur látið í ljós ánægju sína yfir þyí að Indverjar skuli hafa ákveðið að taka þátt í ráðstefnunni. — Gerir hann sjer vonir um að fá þar tækifæri til að kynnast ýms um indverskum áhrifamönnum en þess er nú ekki langt að bíða, að Indland verði mikilsverður, sjálfstæður nábúi Ástralíu. Enn er ekki ákveðið, hvort ráðstefnan verður haldin í Can berra, eða í nágrenni borgar- innar. StúdentaskiSii Banda ríkjamanna og Evrópu Washington í gær. 500 STÚDENTAR eru nú um það bil að leggja af stað frá Bandaríkjunum til Evrópu. Eru stúdentarnir víðsvegar að úr Bandaríkjunum. Tilgangur far arinnar er að gefa amerískum stúdentum kost á að kynna sjer ástandið í Evrópulöndum og ferðast sem víðast um. Búist er við, að erlendum stúdentum verði áð sama skapi auðveldað að ferðast til Banda- ríkjanna. Líkur eru til, að 8000 stúdentar fari til Evrópu eða komi til Bandaríkjanna í þess- um stúdentaskiptum á næstu mánuðum. Marshall viil skila afiur ítölskum skipum Washington. MARSHALL utanríkisráð- herra, tjáði blaðamönnum í gær, að bandaríska utanríkis- ráðuneytið hefði mælt með því við þingið, að það samþykti, að ítalíu yrði skilað aftur skipum og öðrum ítölskum eignum, sem Bandaríkin hefðu tekið eignar- haldi í styrjöldinni. — Sagðist Marshall líta svo á, að yrði skip- um þessum skilað, mundu þau verða mikilsverður liður í end- urreisn Ítalíu. Er einn blaðamannanna ljet á sjer skilja, að óvenjulegt væri fyrir sigurvegara að skila aftur skipum, sem tekin hefðu verið herfangi, svaraði utanríkisráð- herrann, að hann liti svo á, að Bandaríkin væru raunar veg- lyndari og sáttfúsari en flest lönd önnur. Mountbalten ræðir við Gandhi London í gær. MOUNTBATTEN, varakon- ungur Indlands átti í dag við- ræður við Gandhi. Viðræður þeirra stóðu í 1 % klst. og sner- ust um hinar væntanlegu stjórnarfarsbreytingar á Ind- landi. í Indlandi hefir nú ver- ið komið á fót sjerstakri stofn- un, sem á að fá til meðferðar málefni, sem snerta samband furstadæmanna indversku og annara hluta landsins. Menn gera sjer vonir um, að stofnun þessari takist að eyða þeirri ó- vissu, sem ríkt hefur í þessum málum. Við hersýningu Elizabeth prinsessa var ný- lega viðstödd hersýningu, sem haldin var í tilefni af afmælis- degi föður hennar. A mynd- inni sjest hún í éinkennisbún- ingi lífvarða sveitar. Tveggja ára afmælis alþjóðasamtakanna minnst í gær Washington í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LEIÐTOGAR fjögurra þjóða — Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Kína — fluttu í dag ræður í tilefni af tveggja ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Ræðunum var út- varpað um allan heim á fjölda tungumála, en fyrir hönd Rússa talaði Vishinsky, aðstoðarutanríkisráðherra, eftir að Stalin einræðisherra, hafði mælst undan þvi að flytja ávarp. Forseti heiðrar Adolf Busch FORSETI íslands sæmdi þ. 25. þ. m. fiðluleikara Adolf Busch, riddarakrossi Fálka- orðunnar. Adolf Busch hefur unnið íslensku tónlistarlífi ó- metanlegt gegn með komum sínum hingað til lands. Attlee. Attlee forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni, að þjóðirnar yrðu að vinna saman, ætti að reynast kleift að bjarga komandi kyn- slóðum frá hörmungum styrj- aldanna. Hann lýsti yfir á ný stuðningi Breta við Sameinuðu þjóðirnar, en Siang Kai Shek, leiðtogi Kínverja, gaf sama heit í ræðu sinni skömmu seinna. Bretar saka Rú- meníustjórn um nasistaaðferðir Heldur fjöida manna í fangelsum, en láist að yfirheyra þá. Ramadier. Ramadier, forsætisráðherra Frakka, sagði í ávarpi sínu, að með stofnun alþjóðasamtak- anna, hefðu þjóðir heimsins sýnt, að þær gætu komið fram sem ein þjóð. Vishinsky, sem, eins og áður er sagt, talaði fyr- ir hönd Rússa, sagði hins vegar, að tvö ár vær of skammur tími til að hægt væri að segja með vissu, að takmarkinu hefði ver- ið náð með stofnun Sameinuðu þjóðanna. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. BRESKA stjórnin hefir sent Rúmeníustjórn mótmælaorð- sendingu, vegna aðgerða stjórnarinnar undanfarna mánuði. — Bandaríkjamenn sendu í gær samskonar mótmæli, en í orð- sendingu Bretastjórnar er því haldið fram, að meir en 1000 stúdentar, prestar og prófessorar hafi verið handteknir, án þess að opinberar sakargiftir hafi komið fram á hendur þeim. Ekki yfirheyrðir. Bretar halda því fram, að fólki þessu hafi verið haldið í fangelsum svo mánuðum skift- ir, en fæst af því hafi enn þá verið yfirheyrt. Stjórn Rúmen- íu mun hins vegar halda því fram, að þeir fangelsuðu hafi unnið gegn stjórnarvöldum landsins. Margir hafa látist. I mótmælaorðsendingu sinni saka Bretar stjórnarvöldin og um að halda ofangreindu fólki í svo ljelegum fangelsum, að margir hafi veikst þar og ýmsir látið lífið. Segir að lokum, að þessar aðfarir rúmensku Stjórnarinn- ar minni óþægilega á starfsemi leynilögreglu nasista á sínum tíma. London: — Templewood, greifi, fyrrum sendiherra Breta á Spáni, hefur nýlega farið í heimsókn til Don Juans, þess er kröfu gerir til ríkiserfða á Spáni, í Estorilhöllina nálægt Lissabon. Truman. Truman Bandaríkjaforseti, sagði í ávarpi sínu, að gagnsemi alþjóðasamtakanna byggist á því, að meðlimaríkin stæðu við allar skuldbindingar sínar. En hvort þessar skuldbindingar yrðu haldnar, byggðist aftur á afstöðu íbúa meðlimaríkjanna. Vonir veraltlar. Forsetinn sagði að lokum, að vonir veraldarinnar um fram- tíðarfrið byggðust á Sameinuðu þjóðunum. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Fyr- ir hönd Bandaríkjastjórnar og bandarísku þjóðarinnar, endur- tek jeg heitið um, að við mun- um gera okkar ýtrasta til að tryggja framgang Sameinuðu þjóðanna. Við munum gera skyldu okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.