Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 10
1« MORGUNBLAÐIB Föstudagur 27. júní 1947, A FARTINNI cJ^eynilöcjrecýluióacýa ejtir jf^eter CfheijVieij 43. dagur XII. KAFLI. Jeg kem heim til mín klukk- an þrjú og legg mig. Jeg fer yfir alt málið í huganum og athuga hvert atriði gaumgæfi- lega til að vita hvort mjer hafi nú hvergi yfirsjest. En jeg held að alt sje í lagi. Ef jeg bara verð svolítið heppinn, þá geng- ur allt vel. Þið munuð nú fara nærri um það ,.mcð því að leggja saman tvo og tvo, að þau Rudy og Tamara hafa eitthvað mikið á prjónunum. Og þau verða að láta til skarar skríða sem fyrst. Þau _eru að komast í bobba og að, koma sjer út úr þessu. Og jeg býst við að jeg fari nærri um það hvað þau ætla að taka til bragðs. Je^ fæ mjer yindling og fer að hugsa um öll þau mál, sem jeg hefi fengist við þar sem fallegar stúlkur voru annars vegar. Jeg býst við því, að í hvert sinn sem einhver fer að fást við að rannsaka eitthvert óþrifamál, þá skjóti þar upp falle^ri stúlku. Og svo fer jeg að hugsa um það á hverja mjer mundi nú lítast best — Tamara, Ðodo eða frú Owen, ef jeg skyldi vera einn með þeim á eyðiey. Dodo kemur ekki til mála. því að húii hefir tvo svip- ina. Og þegar jeg hugsa betur um Tamara, þá held jeg að jeg vildi heldur bindast hámeri en henni. Þá er aðeins frú Owen eftir,. og hana þekki jeg ekki svo yel að jeg geti tekið neina ákvörðun. Jeg hugsa að jeg verði að kynnast henni betur. Klukkan fimm kemur Nik- olls vaðandi inn, eins og umtal- að vs-T. Hann segir að allt sje í lagi. Hann segir að Callaghan hafi .sett tvo menh á vörð í tómu húsi skamt frá frú Owen og aðra þrjá í húsið beint á móti, henni. Þetta sje alt helj- armenni og þeir muni færir um að taka hverju því sem að hönd um ber. Jeg spyr hvort hann viti hvað frú Owen ætli að taka sjer fyrir hendur. „Hún er heima núna“, segir hann. „Við sertdum þangað mann undir því yfirskyni, að hann væri frá gasstöðinni og ætti að athuga gasmæla. Hann náði tali af stúlkunni, sem hjá henni er, og hún sagði að frú Owen mundi verða heima í all- an dag. Hún hafði meira að segja gert ráðstafanir til þess að borða kvöldverð heima“. „Það er gott“, segi jeg. „Og nú skuluð þjer fara til skrif- stofu yðar og vera þar þangað til jeg kalla í yður, en þá verð- ið þjer að bregða fljótt við“. Hann er ánægður með það og fer. Eftir það fæ jeg mjer einn sterkan og vænan, svona í sótt- hreinsunarskyni, og fer svo að hátta. Jeg segi við sjálfan mig að mjer muni ekki veita af hvíldinni, því að óvíst sje hve- nær jeg muni frá svefnfrið næst. En svo ligg jeg þarna and- vaka góða stund og get ekki um annað hugsað en þetta Juliumál og hvort það muni nú ekki fara eins og jeg hefi ráð fyrir gert. Og jeg hugsa líka dálítjð um frá Lorella Owen. Jeg held að hún sje ekki svo afleit — fyrir utan það hvað hún er falleg í vextinum á jeg við. Jeg held að hún sje greind. Mig langar til að sjá hvernig hún ,er þegar hún hefir tekið af sje þessa gráu hárkollu og lag- að á sjer andlitið. Og mig lang- ar líka til að heyra málróm hennar — hennar rjetta mál- róm. Þetta kemur af því að jeg er brot úr vísindamanni. Jeg er mjög. gefinn fyrir rannsóknir, einkum þegar kvenfólk á í hlut. Ójá, margar góðar hefi jeg nú hitt um ævina. En jeg hefi aldrei hitt neina í leyniþjónust- unni, sem er svipuð Lorella Owen, og þess vegna langar mig jil að kynnast henni. Jeg sofna út frá þessum um- svifamiklu hugsunum. Og jeg segi ykkur satt, að það getur verið heppilegt að sofa, ef mað- ur hefir ekki annað að gera. Jeg vakna ekki fyr en klukk an átta. Jeg fæ mjer heitt bað hrin"i niður og bið að færa mjer mat. Þegar jeg hefi snætt sit j<*g nokkra stund og drekk kaffi og viský þess í milli, og er að. hugsa um hvort alt muni nú ganga vel og hvað muni verða uppi á teningnum. Eftir því sem jeg hugsa meira um það, því hræddari verð jeg um það að mjer muni hafa.yfirsjest og reiknað dæm- ið skakt, og þá hefi jeg gert mig að fífli í augum þeirra frú Owen og Herricks, en bófarnir munu hlæja að heimsku minni. Þið hafið máske komist í eitt hvað álíka. Þið hafið máske sett ykkur að gera eitthvað, undirbúið það á allan hátt, en orðið svo hræddir á seinustu stund um það að ekki muni nú alt fara eins og ætlað er. Ef svo er, þá vitið þið hvernig mjer líður núna. Jeg fylli glas ag gömlu Kentucky viský og ætla að hressa upp á taugarnar, en þeg ar jeg er að bera glasið að vör- unum, þá hringir síminn. Það er þjónninn niðri. Hann segir að kona sje í símanum og vilji tala við mig, en hún vilji ekki segja til nafns síns. Hann spyr hvort jeg vilji tala við hana. Hvort jeg vil? Jeg skipa hon- um að gefa mjer samband við hana undir eins. Og mjer er svo mikið niðri fyrir að jeg verð skjálfhentur. Eru það elli- mörk — eða hvað? Grunaði ekki Gvend? Það er Tamara. Þarna kemur röddin hennar silkimjúk og laðandi í símanum. „Jæja, Tamara“, segi jeg. „Þjer hafið þá ákveðið að koma yður út úr þessu. Þjer hafið þá ákveðið að framselja þessa skitnu lúsablesa, sem þjer haf- ið ve.rið í fjelagi við, og Rudy þar á meðal. Þjer eruð hyggin stúlka“. Hún hlær. Og hlátur hennar er svo 'töfrandi að hann gæti fengið fótalausan mann til þess að dansa Rumba. Hún segir: „Þjer máttuð vita að ieg er ein af þeim stúlkum, sem vita hvoru megin brauðið er smurt. Skilið þjer það? Jeg held að þessi leikur sje hættu- legur fyrir mig .... og áður en lýkur verður hann líka hættulegur fyrir yður og alla aðra. Já, jeg ætla að koma mjer út úr þessu. Og jeg ætla að standa við það sem jeg lofaði yður. En svo verðið þjer að ábyrgjast að mjer sje óhætt“. Mjer þykir rjettara að ýta undir hana. Jeg segi: „Jeg stend líka við það, sem jeg lofaði. Jeg hefi útvegað sjerrjettinda farmiða handa yður hjá sendiráðinu og þjer getið siglt á morgun. Þjer þurf- ið ekkert að óttast Rudy. Jeg skal vernda yður, barnið gott“. „Þakka yður fyrir, Lemmy“, segir hún í mjög þakklátum tón. „Og jeg fullvissa yður um það að jeg mun ætíð minnast yðar sem mikils manns, sem var góður við Tamara. Og það getur verið að jeg geti einhvern tíma gert. eitthvað fyrir yður, vinur“. „Það getur svo sem vel ver- ið“. segi jeg og er alveg viss um bað að hið eina, sem hún vildi fyrir mig gera er það að stúta. mjer á meðan einhver heldur á mjer höndum og fót- um. „Það getur svo sern vel verið að þjer getið gert mjer greiða“, segi jeg, „og jeg skal verða yður þakklátur, þegar þar að kemur. En svo að við snúum okkur að öðru. Hafið þjer gert það sem þjer lofuðuð að gera?“ „Já, og meira til“, segir hún. „Jeg.hefi gert meira en jeg lof- aði, Lemmy. En jeg get ekki sagt yður frá því í síma. Það getur verið að einhver komi að mjer. Jeg þarf að tala við yður undir fjögur augu, einhvers staðar þar sem Rudy kemst ekki að því“. „Jæja, hvar eigum við þá að hittast og hvenær?“ segi jeg. „Við skulum hittast í húsinu hans Schribners“, segir hún. „Þar er enginn maður. Jeg hefi lykil að því og þjer hafið lykil. Getið þjer fundið mig þar í kvöld á tólfta tímanum?“ „Já, jeg skal koma þangað“, segi jeg. „Alt er í lagi“, segir hún. „Jeg hefi fengið alt að vita um sjerstaka manneskju — þjer vit ið hver það er — og þjer getið fundið hana í nótt. Jeg skal segj.a yður, þegar við hittumst, hvar hana er að finna“. „Það er ágætt, Tamara“, segi jeg. „Og jeg skal áreiðanlega koma. Jeg verð þarna á tólfta tímanum og þjer skuluð koma eins fljótt og þjer getið, því að ef við höfum góðan tíma, þá langar mig til að sýna yður nýtt kverkatak, sem jeg hefi fundið upp síðan við sáumst seinast“. „Æ, talið þjer ekki svona, Lemmy“. segir hún raunalega. „Yður er ekki alvara, en þetta særir mig. Mjer þykir svo vænt um yður, að jeg á þetta ekki skilið“. „Jeg var ekki, að gera að gamni mínu“, segi jeg. „En þjer skuluð ekki láta það á yður fá, því að jeg skal útlista þetta alt þegar við hittumst. Bless á meðan“. „Bless, Lemmy minn“, segir hún. „Og munið það að jeg hefi gert alt, sem jeg lofaði að gera“. ■ StlwímiiMatisiiu. - GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 23. Bæði af meðaumkun með þjófnum og til að forða sjálf- um mjer, fleygði jeg mjer nú einnig út í fljótið. Andar- taki seinna var jeg kominn að honum, náði fótfestu á botninum, skar á böndin, sem hjeldu honum við stólinn og lyfti honum upp. Og þarna stóðum við nú, pústandi og í vatni upp undir háls, en bjarndýrið stóð á fljótsbakk- anum og starði á okkur. Ekki hafði það þó meiri áhuga fyrir okkur en það, að eftir örskamma stund sneri það sjer við og gekk Urrandi upp götuna. Meðan á þessu stóð, hafði vasaþjófurinn og jeg skreiðst upp á árbakkann hinum meginn og undið föt okkar. Þjóf- urinn virtist alveg áhyggjulaus. „Veröldin er ekki sem verst, eftir allt saman,“ sagði hann. „Þakka þjer fyrir hjálpina." Og er hann hafði sagt þetta, skildi hann við mig, en jeg fór heim á herbergi mitt, til þess að þurka föt mín Jeg ákvað að kaupa hestinn daginn eftir, og var bráðlega sofnaður með brjef konungsins og peningana mína undir koddanum. Daginn eftir, eftir að hafa skoðað hóp af grindhoruðum hrossum, keypti jeg eitt af rauðhærðum náunga. Hest- urinn var að vísu engin fyrirmynd, en hann bar sig betur en hinir, og auk þess fjekk jeg með honum hnakk og beisli. Það var komið fram yfir hádegi, þegar jeg lagði af stað burt frá bænum. Það var heldur kalt í veðri en heiðskírt, og jeg var ekki langt kominn, þegar jeg rakst á kunningja minn, vasaþjófinn. Hann sat við lítinn eld, sem hann hafði kynt skammt frá veginum. „Verðurðu ekki sjóveikur á bikkjunni, fjelagi?“ hróp- aði hann. „Komdu hjerna og borðaðu með mjer.“ Jeg stöðvaði hestinn. „Það gleður mig, að það skuli liggja svona vel á þjer,“ svaraði jeg. „Og þó munaði minnstu í gær, að þú værir búinn að tapa líftórunni og kominn yfir í annan heim.“ ÞEGAR BENSÍNIÐ ÞRAUT. Hún: Geturðu ekki farið svo- lítið hraðara. ★ Tveir kunningjar, sem ekki hafa, sjest í fimm ár, hittast. — Ertu enn trúlofaður henni *Sellu? . •— Nei, — Þar varstu heppinn, því að hún var reglulegt gægsni og .... — En, en, nú er hún konan mín. ★ Það var ckki hey. í borginni Lindsay í Ontario var Elmer Jewell ásakaður um að svelta skepnur sínar. Sönn- unin var að einn af kálfum hans^ ætlaði að jeta taglið á meri einni. Kennarinn: Pabbi þinn hlýt- ur að verða reiður við þig, þeg- ar hann sjer þessar slæmu eink unnir þínar. Maggi: Nei, pabbi er alltaf ánægður þegar hann sjer eink- unnirnar mínar, því að þegar þær eru góðar gefur hann mjer krónu, en ef þær eru vondar sleppur hann að minsta kosti við að gefa mjer krónuna. ★ — Þjer skrifuðuð í auglýs- inguna að það væri fagurt útsýni hjer. — Já, það er kvennaskóli hjerna við hliðina! ★ Úr nútíma skáldskap: Andlit hennar var sem appel sína, sem hefir vaxið í drífhús- inu á Laugum og tær hennar eins og bananar. ★ — Hundurinn minn er sjer- lega vandlátur, hann vill ekki nema tugginn mat. — En er það ekki erfitt fyrir sjerlega vttraðærhuðá4jiÞ.hl h þig að .... — Nei, alls ekki. Hann tygg- ur matinn nefnilega sjálfur. ★ Kona, sem heyrir getið um bankahrun í Ameríku: Guð al- máttugur hjálpi mjer og dóu margir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.