Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 8
v-v MORGUNBLAÐIB Föstudagur 27. júní 1947. I 8 í___________________ Erindi Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 7 í tonn a,f síldarlýsi og 10.000 tonn af freðfiski og þó aldrei ( meira en 40% af síldarlýsis- * framleiðslunni, þá taka þeir ekki við neinum freðfiski fyrr en sýnt er, að íslendingar framleiði svo mikið af lýsi, að þeir geti afhent 1% tonn af því á móti hverju tonni af freð- fiskinum. Þar sem Bretar ætla þó að taka helminginn af um- sömdum freðfiski strax, taka Rússar ekki neitt fyrr en sýnt er, hvort þeir fá áskilið lýsis- magn á móti. Til viðbótar þessu kaupa Rúss ar 2500 tonn af þorskalýsi af okkur, 10 þúsund tonn af salt- síld, eða 105 þúsund tunnur. Er verðið á síldinni mun lægra en síldarútvegsnefnd hefir hvað eftir annað tjáð ríkisstjórninni að þyrfti að fást til að ná kostn aðarverði. En slík rök bitu að vonum ekki á viðsemjendur okkar. Samninganefndin segir í skýrslu sinni frá 22. júní: „Er við sátum fastir við okkar keip -------sögðu þeir nú að fyrra bragði á fundi, að við skyldum þá bara selja síldina, þar sem við gætum fengið það verð, þeir gætu fengið nóga síld fyrir lægra verð en það, sem þeir hefðu þegar boðið.“ Einnig hefir verið samið um, að við skyldum kaupa af Rúss- um 60 þúsund tonn af kolum, 5000 stds. af timbri, 15 þúsund tonn af sementi, 50 kubikmetra af krossviði og 1500 tónn af salti. Sumar af þessum vörum eru nú mjög vandfengnar og þess- vegna mikill vinningur að kaupa þær svo sem samningar hafa náðst um. Ýtti þetta auð- vitað undir samningsgerðina við Rússa, þó að hún sje þeim mikla annmarka háð, að ómögu legt er að segja um, hversu mikinn hraðfrystan fisk þeir kaupa, fyrr en á daginn er kom ið, hversu mikið lýsi er fram- leitt. Útlendingar leysa ekki verð- lagsmálin fyrir okkur. Voru það auðvitað einnig von brigði, að ekki varð úr sölu þangað á öllum þeim öðrum vörum, er ráðgert hafði verið í nefndarálitinu 27. janúar, að unnt væri að selja þangað. Um slíkt var þó ekki að sakast, þar sem Rússar hafa aldrei keypt þær vörur af okkur og engin þar til bær stjórnarvöld þeirra hafa nokkru sinni látið í það skína, að þau vildu kaupa þess- ar afurðir. Mestu máli skiptir, að mark- aðinum við þetta mikla ríki er haldið opnum. Enda fá þeir nú meira hlutfall þeirrar vöru, er þeir leggja mesta áherslu á, síldarlýsisins en þeir fengu í fyrra. Astæðan til þess, að þeir setja nú svo ríkt skilyrði um afhend- ingu síldarlýsis fyrir kaupum * á hraðfrystum fiski, er auðvit- að sú, að vonir þeirra um kaup á síldarlýsi brugðust mjög í ;. fyrra vegna aflaleysis, sem þá varð hjer. En þar sem þeir telja ; sig gefa okkur mun meira fyrir * hraðfrysta fiskinn en þeir J^upa hann fyrir af öðrum sbr t.d. skýsrlu Erl. Þorsteinssonar, [ dags. 8. apríl 1947, síðu 4 og 5, j þá er skiljanlegt, að þeir vilji ekki kaupa hann af okkur, nema annað girnilegra fylgi með. Um þetta segir nánar í skýrslu samninganefndarinnar frá 22. júní á þessa leið: „Kváðu þeir flökin, sem keypt voru í fyrra hafa selst seint, og væru þau jafnvel óseld enn að nokkru. Ljetu þeir sem þeir vildu helst alveg losna við flökin, Kváð- ust þeir aðeins gera kost á að taka við þeim, til þess að ná í síldarlýsið.“ Þá segist nefndin hafa samið sjerstaka greinar- gerð til að sýna fram á, að ábyrgðarverðið yrði að fást, ef ríkissjóður ætti ekki að bera skarðan hlut frá borði. Síðan segir orðrjett: „Ekki haíði þetta mikil áhrif á viðsemjendur okk ar, þeir sögðust sem góðir kaup menn gera kaupin þar sem þau væri hagkvæmust. Við yrðum að vera samkepnisfærir í verði, ef við vildum selja varning okk ar. Verðlagsmálin á íslandi þóttu þeim vera vandi stjórnar- 'innar þar, en ekki ráðstjórnar- innar í Moskva“. Skömmu síð- ar í skýrslu sinni segir nefndin um verð það, sem að lokum samdist um á freðfiskinum: „ — — en oft fengum við að heyra, að þetta væri „aðeins gert til þess að ná samkomulagi alment“ og væri mikils til of hátt verð miðað við norsku flökin“. Undir síldinni komið. Ef góð síldveiði verður, svo að við getum fullnægt skilyrð- unum fyrir kaupum Breta og Rússa á hraðfrystum fiski, þá hafa íslenskar vörur með þess- um samningum verið seldar fyrir miklar fjárhæðir. Samkv. samningunum við Rússa mundu þá fást 96.116.625 krónur fyrir þær vörur, sem með þeim eru seldar. En sam- kvæmt breska samningnum kr. 87.812.955, og er þá ótalið það sem í Bretlandi fæst fyrir ís- aða fiskinn. Þar er nú búið að selja hann fyrir kr. 19,700,468. i ,það að vísu lægra en í fyrra, sem sumpart felst í því, að nú hefir ekki svo teljandi sje ver- ið sendur fiskur með flutninga- skipum og einnig hinu, að með alsölurnar eru nú mun lægri en í fyrra, þannig að meðal- sala á togara yfir mánuðina janúar—maí var 1946 £9.780:- 0:0 en nú £8.371:0:0. 1946 hafði á kíló fengist að meðal- tali kr. 1,37 en nú aðeins kr. 1,19. Ef síldveiðin verður góð get- um við þessvegna verið mjög ánægðir með árangur þessara samningagerða. Bregðist hún aftur á móti og batni ekki frá því, sem hún var í fyrra og hitteðfyrra, en það voru, eins og nógsamlega er kunnugt, mjög Ijeleg ár, þá er verra í efni. Miðað við meðaltals veiði þeirra ára, mundu Bretar og Rússar hvorir um sig ekki fá meira en 4697 tonn af síldar- lýsí. Ef svo færi mundu Bretar aldrei taka á móti meira en þeim 6000 tonnum af hraðfryst- um fiski, sem þeir þá væntan- lega verðg búnir.að taka á móti, og þá heimta afslátt á 2000 tonn um af þeim, svo sem áður grein ir. Rússar myndu aftur á móti [ ekki skyldugir tii að taka á' móti meira en 3130 tonnum af hraðfrystum fiski, og ef þeir tækju meira yrði sjálfsagt að semja við þá á algerlega nýj- um grundvelli. í stað 22 þúsund tonna af hraðfrystum fiski, sem sam- kvæmt þessum samningum er hámark þess, sem selt er, mundi þá ekki hafa verið seld nema 9130 tonn. Tæp 13 þúsund tonn væru þá óseld af því sem nú hefir verið samið um, og yrði á aflíðandi sumri að byrja samn ingsumleitanir um sölu á þeim. Þá væri ekkert síldarlýsi til að bæta upp verðið. Er þá vant að sjá, hvernig Islendingar kæm- ust hjá að hlíta heimsmarkaðs- verði fyrir þessa vöru sína, sem eftir þeim gögnum sem nú liggja fyrir, virðist e. t. v. ekki nema meira en hjer um bil helmingi af því verði, sem ís- lenski ríkissjóðurinn með á- byrgðarlögunum, ábyrgðist hraðfrystihúsunum. Norðmenn vilja ekki verðbólgu, og semja þessvegna ekki við okkur um fiskverð. Jeg hefi orðið svo langorð- ur um þær vörur, sem seldar eru samkvæmt samningunum við England og Rússland, að jeg verð mjög að stytta mál mitt um annað. Rjett er að geta þess, að nýlega er búið að gera viðskiptasamkomulag við Svía og kaupa þeir af okkur 60 þús. tunnur af síld, og gildir sama um það og sagt er hjer að fram- an um söluna til Rússa. Norðmenn komu hingað til samningaumræðna og varð enginn viðskiptasamningur við þá gerður. Meðal annars var rætt við þá um samvinnu á út- boði á hraðfrystum fiski, en af hálfu þeirra var því þá lýst yf- ir, að þeir teldu sig ekki hafa hag af því að bjóða sinn fisk út nú fyrir svo hátt verð, sem Islendingar krefðust. Fulltrúi þeirra sagði orðrjett í íslenskri þýðingu: „Að norsku frystihús- in væru ánægð með það verð, sem þau fá fyrir freðfisk og þau hefðu ekki áhuga fyrir verðhækkunum, þar sem þær mundu gera aðstöðu þeirra erf- iðari eftir eitt eða tvö ár, þeg- ar búist er við, að verðið falli, og þær gæti einnig stefnt í verð bólguátt", sbr. fundargerð frá 31. mars 1947. En um muninn á framleiðslu kostnaði hjer og í Noregi skal aðeins vitnað til þess, sem segir í síðasta febrúar hefti Ægis s. 51—52, en þar stendur m. a.: „Hitt er aftur á móti staðreynd, að á sama tíma sem hjer er greitt 84% eyrir fyrir kíló af slægðum og hausuðum fiski, greiða Norðmenn 37% aura ís- lenska fyrir fisk í samskonar ástandi og þetta verð nær eins og stendur til mikils hluta afl- ans.“ Að vísu er hærra verð greitt fyrir þann fisk, sem hrað frystur er, en það er aðeins lítill hluti aflans, og mikið lægra en það sem hjer er greitt. Þá standa þepsa dagana yfir samningar við Tjekka og Finna. -Skal jeg ekki rekja þá að sinni. Tæpur þriðjungur -seldur af saltfiskinum. Um saltfiskinn skal þess get- ið, að framleiðsla hans til þessa er 27 þúsund tonn, að mestu leyti bátafiskur, og ber þess- vegna ríkissjóður ábyrgð á verði hans samkvæmt ábyrgð- arlögunum, og nemur það kr. 2,25 fyrir kíló f. o. b., sbr. þriðju grein laganna. Af saltfiskinum er enn aðeins búið að selja um 8500 tonn, eða tæpan þriðjung. Miðað við verðið á því, sem þegar hefir verið selt, mundi ríkið verða að greiða 12 miljón- ir króna í uppbætur til að ná ábyrgðarverðinu, ef öll fram- leiðslan seldist við sama verði. Auðvitað standa yfir marg- víslegar tilraunir til að selja saltfiskinn í ýmsum löndum og er enn of snemmt að greina frá þeim. Sá mikli annmarki er hinsvegar á að selja fiskinn til ýmissa þeirra landa þar sem líklegt er, að hann sje eftir- sóttur, að þau geta ekki greitt hann nema í sínum eigin gjald- eyri, sem stundum er verðlítill og reikull í gengi. Til að ná ein hverju andvirði mundi þá verða að taka vörur, sem hjer henta misjafnlega og eru langt yfir heimsmarkaðsverði, enda e. t. v. beinlínis hækkaðar í verði til að samsvara hiinu háa verðlagi, sem íslendingar hafa á sínum vörum. Slíkar vörur verða svo aftur til hækkunar á íslensku verðlagi, svo að við erum litlu bættari. Um síldarmjöl gekk ekki sam an við Englendinga vegna þess að heimtað var hærra'verð en Hr. ritstj. SUMARIÐ er byrjað og heilla óskir sjómanna liðnar hjá. Ein gjöf kom þó, nokkru eftir sum- armál, send af voru háttvirta j viðskiftaráði, sem sje gjald- eyrisskömtun. Að vísu var hún nokkuð fúl. Eins og hún hefði legið í meltingarfærum vissra manntegundar frá 3 punda tímabilinu og fram til þessa tíma, að hægt var að fæða af sjer enn verri afstyrmi en hið fyrra. Hvaðan er þetta komið? Er það komið frá sömu mann- veru og áður? Hefir þessi per- sóna (hver sem hún er, sem kemur þessu af stað) ekkert næmi fyrir því, hverjir afla gjaldeyrisins eða eru hvatir hennar á svo lágu stigi, að held ur vilji hún illt gjöra (og sín sje getið) en ekki neitt. Því það er vitanlegt af fyrri reynslu, að þetta hefir í för með sjer sundrung, sem leitt getur af sjer stórtjón fyrir land og þjóð. Því ekki hef jeg trú á því, að sjómenn mótmæli ekki kröftug- lega slíkum ráðstöfunum og noti til þess hver þau meðul, sem best þykja henta. Við von- urrl að þessu verði komið í lag nú þcgar af betur hugsandi mönnum, sem vilja sjá rjett, firra þjóðina vandræðum og sjálfum sjer til sóma. Sjómenn, sem fiskið og flytjið fisk á er- lendan markað, þið aflið gjald- eyrisins, en þið megið ekki þeir vildu greiða. Af áætluðum útflutningi af sumarframleiðsl- unni hefir aðeins verið seldur 1/8 hluti eða 5000 tonn til Hol- lands fyrir £ 35 pr. tonn f.o.b. og er allt í óvissu hvernig fer um sölu á afganginum. Bæði í Bretlandi og Rúss- landi leituðu nefndirnar fyrir sjer um sölu á landbúnaðaraf- urðum en án árangurs, aðallega vegna þess að krafist var hærra verðs en þessar þjóðir vildu greiða. Verðlagið skapar örðugleikana. Af yfirliti þessu sjest, að margvíslegir örðugleikar hafa verið á að ná þeim viðskifta- samningum, sem gerðir hafa verið. Ber þar þó einn örðug- leikann hæst: Hið háa verðlag, sem við þurfum að heimta til að standa undir þeim tilkostnaði, sem nú þegar er orðinn á fram- leiðslu okkar. Fyrir þessar sak ir getur því enn mjög brugðið til beggja vona um afkomu þessa árs og er hún mest háð síldveiðunum. En þeim mun örðugra sem verið hefir að ná þessum samn- ingum, því þakklátari megum við vera þeim mönnum, sem tekið hafa á sig mikið erfiði og langa útivist til að ná þeim. Leyfi jeg mjer að þakka þeim mikið og gott starf og láta uppi þá von að samningarnir verði til að styrkja vináttubönd okk- ar við þær þjóðir, sem þeir eru gerðir við og við óskum að eiga sem best mök við um alla fram tíð. njóta hans. Það er maður í stjórnarráðinu, sem ráðstafar honum eftir geðþótta. Þið eig- ið að vera þrælar bundnir á j klafa þessa manns. Eruð þið samþykkir þá þegið, ef ekki þá talið og framkvæmið. Meðan hægt var að fá vörur fyrir pen- ingana í Englandi þá átti að skammta okkur 3 pund, svo þegar ekkert var hægt að fá af nýtilegum varningi fengum við gjaldeyrir ótakmarkað, en nú fer að verða von á að fá nothæfan varning fyrir pen- inga, þá skal gjaldeyririnn af okkur tekinn. Slíka svívirðingu og slíka skömm látið þið aldrei viðgangast. Kæru fjelagsbræð- ur, sendið Sjómannafjelaginu mótmælalista af hverju skipi og fylgið málinu með öruggri festu. Sjáið hvað setur. Við höf um stuðning útgerðarmanna í fyrri árásinni er á okkur var gjörð og jeg trúi ekki öðru, en að við eigum þeirra samúð enn, þeir vita hvað gildir að halda fólki og gjöra það ánægt. H. Pjetursson. YFIRGEFUR KOMMÚNISTA. London: — Dr. Fritz Loew- enthal, sem var fulltrúi komm- únista á þýska ríkisþinginu, meðan það var og hjet, hefur nú snúið baki við þýsku kommún- istunum, sem njóta stuðnings Sovjetríkjanna, og sótt um upp- töku í social demokrataflokkinn Gjaldeyrismál sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.