Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 12
VEÐUR UTLITIÐ: Faxaflói: Austan og SA-kaldi, — rign- Ing öðru hvoru. SIÐARI HLUTI erindis Bjarna Benediktssonar. — Sjá bls. 7. — 141. tbl. — Föstudagur 27. júní 1947. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnu- fjelaga Lýkur préfí og fær gitedalíu AÐALFUNDUR Sambands ísl. Samvinnufjelaga er haldinn að ínngvöllum 23.—25. þ. m. og segir á þessa leið um hann í frjett frá S. í. S.: Rjett til fundarsetu hafa 92 fulltrúar frá 55 sambandsfje- lögum með samtals 27.125 fje- lagsmenn. Fundinn sitja 87 fulltrúar, auk stjórnar Sambandsins, for- tryggingar tekið til starfa og nú þegar fengið 4000 brunatrygg- ingar5 á annað þúsund bíla- tryggingar og rúmar 1000 sjö- tryggingar. Vjelsmiðjan Jöt-, unn hefir verið keypt og und- j irbúningur hafinn til mikillar stækkunar á bifreiðaverkstæði fyrirtækisins. Undirbúningur var hafinn að stórauknum af- köstum Gefjunar og hafa þeg- stjóra þess, framkvæmdastjór- ar verið keyptar margar nýjar um, verksmiðjustjórum og end- urskoðendum. Formaður Sambandsstjórnar, Einar Arnason, setti fundinn og bauð gesti velkomna. Hann minntist tveggja starfsmanna Sambandsins, er látist höfðu á árinu,. þeirra Aðalsteins Krist- inssonar, fyrv. framkvæmda- stjóra, og Stefáns Rafnars, skrifstofustjóra. Mintist hann sjerstaklega beggja þessara manna fyrir gott og óeigin- gjarnt starf í þágu Sambands- ins alla þeirra starfstíð. Risu fundarmenn úr sætum í virð- ingarskyni við hina látnu. Formaður rakti gang hinna ýmsu framkvæmdamála, sem Sambandið hefir nú með hönd um, og skýrði fyrir fundinum, hvað áunnist hefði á árinu í hverju máli fyrir sig. Vilhjálmur ■ Þór, forstjóri, gaf ýtarlega skýrslu um starf- semi Sambandsins á- árinu, efnahag þess og rekstur. Á eftir skýrslu forstjóra fluttu framkvæmdastjórar og verk- smiðjustjórar skýrslur, hver fyrir sína deild. Helstu niðurstöður úr reikn- ingum Sambandsins eru þess- ar: Sala aðkeyptra vara og eig in iðnaðarvara nam 85,9 milj. kr. og hefir aukist um 15,5 milj. kr. frá árinu áður. Sala innlendar afurða nam 61,5 milj. kr. og hefir aukist um 45,1 innlendra afurða nam 61.9 milj. kr. og hefir aukist um 29.6 milj. kr. frá árinu áður. Öll vörusala Sambandsins var því 147.8 milj. kr. og hefur aukist um 45,1 milj. kr. á árinu. Sam- eiginleg sala Sambandsfjelag- anna var 201,6 milj. kr. og hef- ir aukist um 42.9 milj. kr. Gefjun framleiddi, meðal annars, 57.000 metra af dúk- um, 23.370 kg. af bandi og 71.780 kg. af lopa. Iðunn framleiddi, meðal ann ars, 40.900 pör af skófatnaði, sútaði 17.000 húðir og skinn, loðsútaði 12.000 gærur og afull aði 26.000 gærur. Tímarit Samgandsins „Sam- vinnan“ hefir stóraukið út- hreiðslu sína og er nú prentað í 12000 eintökum. Á árinu hefir Sambandið mjög fært út starfsemi sína: Auk útgerðar ,,Hvassafells“ hafa nokkur erlend skip verið tekin á leigu. Fyrir forgöngu Sambandsins hafa Samvinnu- vjelar til verksmiðjunnar, auk nýtísku ullarþvottavjela, sem eiga að geta þvegið alla ull, sem framleidd er í landinu. KommúnisSar koma í veg fyrir að Rauðka fái kol í FYRRADAG kom til Siglu- fjarðar kolaskip á vegum Síld- arverksmiðja ríkisins. Hafði SR selt Rauðku hluta af farmin- um og ennfremur kolaverslun bæjarins. Þar sem verkfall er ekki enn komið í framkvæmd hjá Rauðku (byrjar sennilega í kvöld) eða kolaversluninni, var gert ráð fyrir, að kol til þess- ara aðila fengjust afgreidd, en kommúnistar í „Þrótti“ neituðu því á þeim forsendum, að SR hefði upphaflega keypt kolin og ráðið skip til flutninganna. —- Gengu þeir Þóroddur Guðmunds son og Pjetur Baldvinsson, vara formaður Þróttar, mjög kapp- samlega fram í því að hindra uppskipunina. Mælist þetta, sem von er, mjög illa fyrir á Siglu- firði, þar sem kolabirgðir bæj- arins eru langt frá því of mikl- ar. i Svíarnir, sem keppa í afmælismóti IR, koma í dag 59 ísienskir þáftSakendur í mófinu SÆNSKU frjálsíþróttamennirnir fimm, sem taka þátt í afmælismóti tR, koma hingað til bæjarins loftleiðis í dag, en það eru þeir Lennart Atterwall, Anton Bolinder, Roland Nilsson, Roland Sundin og Curt Lundquist. — Fararstjóri þeirra er Sverker Bensson. Þátttakendur í mótinu verða 50 auk hinna sænsku íþróttamanna. Hildigunnur Eggertsdóttir. ÞESSI unga stúlka, sem fædd er á Skúfum í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu, kom til Winnipeg í byrjun september, s.l., og hóf þegar nám við Success Business College Winnipeg; hún hefir nú nýlok- ið þar pró^og hlotið fyrir frá- bæra tækni í vjelritun, gull- medalíu The Business Educa- tors Association of Canada. Ungfrú Hildigunnur vann á skrifstofu Eimskipafjelags ís- lands í Reykjavík. (,,Lögberg“). Fram og Valur keppa í kvöld SJÖUNDI leikur Knattspyrnu móts íslands fer fram á íþrótta- vellinum í kvöld og hefst kl. 8,30. Keppa þá Fram og Valur. Bæði þessi fjelög hafa leikið tvo leiki í mótinu til þessa og unnið þá báða. Má gera ráð fyr- ir leiknum jöfnum og tvísýnum. Skagfirsku bænd- urnir á Kirkjubæjar- klausiri SKAGFIRSKU bændurnir, sem verið hafa á ferðalagi hjer um Suðurland, heimsóttu í fyrra dag kornræktarstöð Klemensar bónda á Sámsstöðum og í gær- morgun lögðu þeir af stað frá Múlakoti, í Fljótshlíð, áleiðis til Kirkjubæjarklausturs, en þang- að voru þeir væntanlegir seint í gærkvöldi. -— Þar eystra munu þeir dvelja í eina tvo daga og munu þeir fara eins langt aust- ur og vegir leyfa. Hingað til Reykjavíkur eru bændurnir væntanlegir á laug- ardagskvöld og munu dvelja hjer í bænum þar til á þriðjudag að þeir halda heim á leið. Með- an þeir standa hjer við skoða þeir Landbúnaðarsýninguna og Skagfirðingafjelagið ætlar að halda þeim kaffisamsæti í Odd- fellowhúsinu á sunnudag kl. 3. Allmikil áia í Haganesvík AÐFARANÓTT 25. þ. m. ljet Rifsnes reka í Húnaflóa út af Kálfshamarsvík og fjekk eina síld. í gær sigldi skipið vegna smá vjelabilunar til Siglufjarðar. Urðu skipverjar þá varir við allmikla átu, einkum í Haga- nesvík. Knattspyrnumól 1. flokks KNATTSPYRNUMÓT Reykja víkur í I. flokki hófst í gær- kvöldi og fóru þá fram tveir leikir milli KR og Fram og Vals og Víkings. Leikar fóru þannig, að KR vann Fram með 1:0, en Valur og Víkingur gerðu jafntefli 0:0. DÓMARAR FÁ BÆTT KJÖR. London: — Laun æðsta dóm- arans í Eire, sem hafa verið 4.000 pund á ári, verða nú auk- in um 15% og aðrir dómarar landsins munu fá laun sín hækk uð sem svarar 20 til 30%. Á sunnudag fer fram keppni^ í 200 m. hlaupi, hástökki, kúlu- sen varpi, 1000 m. hlaupi, kringlu- kasti, stangarstökki og 1000 m. boðhlaupi. 200 m. er skipt í A, B og C- riðil. í A-riðli keppa Svíinn Curt Lundqvist og iR-ingarnir Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen og Örn Clausen. Ev- rópumeistarinn Bolinder keppir í hástökki, en Skúli Guðmunds- son, KR, verður þar aðalkeppi- nautur hans. í kúluvarpi verður áreiðanlega sú harðasta keppni, sem hjer hefur verið háð til þessa. Ósennilegt er, að Huseby reynist eins auðvelt að sigra Roland Nilsson og honum hef- ur veitst að vinna þá aðra kúlu- varpara, sem hingað hafa kom- ið, þar sem Nilsson er upprenn- andi „stjarna" í góðri æfingu. I fyrra náðu þeir nákvæmlega sama árangri 15,69 m„ og í sumar hafa þeir einnig kastað jafnlangt, 15,29 m. Roland^ Sundin keppir í 1000 m. hlaupi i við 8 íslendinga. Verða það I sennilega ÍR-ingarnir Óskar j Jónsson og Kjartan Jóhanns- son, sem veita honum mesta keppni. — í kringlukasti mæt- ast þeir enn Roland Nilsson og Gunnar Huseby, KR. -— Svíarn- ir keppa ekki í stangarstökki nje 1000 m. boðhlaupi, en stang- arstökkskeppnin verður senni- lega mjög hörð. Á mánudag verður keppt í 100 m. hlaupi, hástökki, kúlu- varpi, 2000 m. hlaupi, spjót- kasti, 400 m. hlaupi, langstökki og 4x100 m. boðhlaupi. 100 m. hlaupinu verður skipt í riðla eins og í 200 m„ og verða þeir sömu þar í A-riðli. Kepp- endur í hástökki og kúluvarpi verða einnig þeir sömu. í 200 m. hlaupi keppir Sundin, en í þeirri grein hefur aldrei verið keppt hjer áður. Tími fyrsta íslend- ingsins verður því nýtt íslenskt met. Verður keppnin þar áreið- anlega mjög skemtileg. Því mið- ur getum við íslendingar ekki veitt Evrópumeistaranum Atter wall harða keppni í spjótkast- inu, en það verður gaman að sjá þennan gamla og þrautreynda íþróttamann kasta hjer á vell- inum. Jóel Sigurðsson, ÍR, verð- ur með í spjótkastinu í fyrsta sinn í ár og ennfremur sigur- vegarinn frá 17.-júní-mótinu, Hjálmar Torfason, HSÞ. Lund- qvist keppir í 400 m. hlaupi, en af Islendinga hálfu keppa þar m. a. Árni Kjartansson, Á, Páll ÍR og Kjartan Jóhanns- son, lR. — 1 langstökki og 4x 100 m. hlaupi keppa íslending- ar eingöngu. í langstökki keppa m. a. Oliver Steinn, FH og Finn björn Þorvaldsson, ÍR, en það eru einu íslendingarnir, sem þar hafa stokkið yfir 7 metra. Mótið hefst á sunnudag kl. 4 e. h„ en á mánudag kl. 8,15 síð- degis. — Þ. Önundarfjörður og Dýrafjörður I vegasambandi við ísafjörð ísafirði, fimtudag. VEGURINN yfir Breiðdals- heiði hefir verið mokaður fyr- ir nokkru síðan, en bílaumferð var ekki leyfð alment vegna bleytu á veginum fyrr en s.l. mánudag. Með opnun Breiðdalsheiðar-' vegar kemst Önundarfjörður og Dýrafjörður í bílasamband við ísafjörð. Þetta er í seinna lagi, sem vegurinn opnast, enda var óhemjufönn í vetur og leysing verið hæg. Enn hefir vegurinn til Súg- andafjarðar ekki verið mokað- ur, en það mun verða gert nú næstu daga. — MBJ. Halldórsson, KR, Haukur Clau- Bæjakeppni milli ísafjarðar og Siglu fjarðar Isafjörður, fimtudag. ÍÞRÓTTAFLOKKAR frá Siglu firði komu hingað í gærkvöldi með Fagranesi frá Arngerðar- eyri, en þangað komu flokk- arnir með bílum. Annar þess- ara flokkka er fimleikaflokkur stúlkna, sem ætlar að sýna fim leika hjer og í nágrenninu. — Fararstjóri þess flokks og kenn ari er frk. Bodil Juul. Hinn flokkurinn eru frjálsíþrótta- menn, sem hingað koma í boði Iþróttabandalags ísfirðinga, og munu þeir taka þátt í bæja- keppni fyrir Siglufjörð við ís- firðinga í frjálsum íþróttum og verður keppt á föstudag og laugardag. Þetta er fyrsta bæjakeppnin, sem ísfirðingar taka þátt í. —• Fararstjóri Siglfirðinga er Helgi Sveinsson. — MBJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.