Morgunblaðið - 02.10.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2; okt. i!947
M ORGUTSBLAÐÍb
7
men
&
'enjamín ^JJriótjdnóóon:
Nýjar hugvekjur efíir
íslenska kennimenn
ÞAÐ þótti vel við eiga að
gefa út nj'fjar hugvekjur eftir
íslenska kennimenn í tilefni af
100 ára afmæli Prestaskólans,
sem haldið verðux hátíðlegt í
dag.
Hefir Prestaf jr.lag íslands
safnað hugvekjunum saman og
sjeð um útgáfuna, en' ísafoid-
arprentsmiðja h.f. gefið bókina
út með mikilli prýði og selur
hana við vægu verði í skraut-
bandi.
Nú hefir um stund verið
lítil hugvekjuöld, meðan vjer
höfum setið að striðsgróðan-
um í glaumi og gleði, aðrar
þjóðir sveittust bióðinu, ljetu
lífið milljónum saman á vígvöll
um eða hrundu mður af hungri
og harðrjetti. En bráðum tekur
alvaran við, þegar einnig vjer
þurfum að fara að hugsa um,
að ráða bætur á gjaldþroti
heimsmenningarinnar, og þá er
það ætlun prestastjettarinnar,
að kristindómurinn hafi enn
sem fyrr hinar bestu tillögur
fram að flytja, sje hann tekinn
alvarlega og eigi aðeins um
hönd hafður til háliðabrigðis og
fyrir siðasakir á tyllidögum. Að
minnsta kosti er vert að veita
því athygli, sem hann leggur til
málanna.
Jeg hefi undanfarna daga
verið að blaða í Nýjum hug-
vekjum eftir nálega áttatíu ís-
lenska kennimenn og eru þess-
ar hugvekjur glóggur spegill
af því, hvernig fagnaðarerindi
Krists er boðað með þjóð vorri
á fimmta tug 20. aldarinnar.
Þarf enginn að óttast að á þeim
sje neinn syfjublær. Það er grip
ið hispurslaust á viðfangsefn-
unum og reynt að gera þeim
nokkur sldl í stuttu máli.
Jeg greip af handahófi niður
í bókina og fyrir mjer verður
hugvekja sr. Gunnars Árnason-
ar á Æsustöðum- Vegurinn“
(bls. 20).
„Vegur Krists er öllum best-
ur og sá eini, sem fær er alla
leið ævinlega.
En hver er þá þessi vegur,
eða hver er hin" kristilega lífs-
breytni, — kannt þú að spyrja.
Og það vill svo ve] til, að það
svar er ekki torfundið: Verið
með sama hugarfari og Jesús
Kristur var, segir postulinn. Og
það hugarfar er auðsætt og því
auðlýst. Það er hugarfar kær-
leikans — sjálfsfórnarinnar.
Sá, sem ávinnur líf sitt með
því að slíta því öðrum til bless-
unar, hann ratar lífsveginn.
Þetta eru sannindin um lífið
og veginn“.
Aftur gríp jeg niður á bls.
321 og verður fyrir mjer niður-
lagið af hugvekju sjera Helga
Sveinssonar: Hamingja Jesú
Krists:
„Það þýðir ekki að ætla að
búa um sig í þægilegu sæti eins
og í leikhúsi og krefjast þess,
að nú sje tjaldið dregið til hlið-
ar og þá muni hamingjan birt-
ast i öllum glæsileik sínum.
Þegar tjaldið er dregið til
hliðar, þá er leiksviðið tómt.
Það ert þú sjálfur, sem átt að
fara inn á leiksviðið og leika
hlutverk þitt. Og ef þú ferð
rjett með það hlutverk, finnur
þú hamingjuna, annars ekki.
Hamingjan er ekkert loka-
takmark í sjálfu sjer. Hún er
aðeins möguleiki, sem mannin-
um er gefinn til að berjast á- .
fram til nýrra sigra, nýs vaxt-
ar og æðri þegmjettar í ríki
himnanna. Og hina sönnustu og
dýpstu hamingju finnur sá
andi einn, sem er í órofa tengsl
um við hið fagra, góða og full-
komna, og finnur návist guðs!
Enginn er eins og þú. Enginn
hefir sjeð það sama og þú. Eng-
inn hefir sömu möguleika og
þú. Enginn á dýprj skynjun á
hinu eilífa og ósegjanlega en
þú, sem harðdrægm stjórnmála
menn, fjárplógsmenn, -guðsníð-
ingar og svallarar ofsækja. Eng
inn er hamingjusamari en þú,
— maðurinn, sem Kristur hefir
sent til að frelsa heiminn. „Sæl-
ir eru þeir . . .“
Margir lesa skáldskap sjer til
gamans, en það er engu-síður
skemmtilegt að lesa hugvekjur
sjer til gagns. Á þetta ekki síst
við um þær hugvekjur, sem
fjalla um það, sem öllum kem-
ur við: eðli og tngang lífsins,
þau siðalögmál, sem ekki þýð-
ir að brjóta, og þær hugsjónir,
rem verið hafa eldstólpinn í
menningarbaráttu kynslóðanna.
Ekkert af þessu er nokkru
sinni nógu vandleea hugsað nje
því framfylgt, og því hefir svo
margt sigið á ógæfuhlið fyrir
ein-staklingum og þjóðum og
mannkyninu í heild þegar eng-
inn kann fótum sínum forráð.
Fyrir rúmum 20 árum- gaf
Prestafjelag íslands út Ilundrað
hugvekjur. Var þeim ágætlega
vel-tekið og seldust þær upp á
skömmum tíma. Jeg trúi ekki
öðru en þessar hugvekjur verði.
einnig keyptar og lesnar af ung
um og öldnum.
Eiginlega ætti svona hug-
vekjusafn að koma út á hverju
ári frá íslenskri prestastjett.
Það er tilbreyting fyrir Iþá,
sem eins og cðlilegt er leiðist
að hlusta alltaf á sóknarprest-
inn sinn, og eru farnir að
kunna hann utanað. Hje.r taka
margir til máls og hafa ýmis-
legt að segja. Auk þess fylgja
myndir af prestunum og ævi-
ágrip eflir biskup landsins.
Fjölbreytnin ætti því að vera
meiri, enda er óhætt að segja
að margar þessar hugvekjur eru
verulega snjallar.
Benjamín Kristjánsson.
Kveðið til
Benna
EINS og kunnugt er hefur
Bókaútgáfan Norðri geíið út
að undanförnu þrjá bókaflokka
ætlaða til lesturs börnum og
unglingum, hinar svo kölluou
Beverley Gray-bækur, Benna-
bækur og Óskabækur. -— Allir
þessir bókaflokkar hafa náð
mikilli hylli unglinga og jafnvel
fullorðinna líka. Af Eenna-bók-
unum eru þegar komnar út þrjár
bæ-kur, er nefnast: Benni í
leyniþjónustunni, Benni í frum-
skógum Ameríku og Eenni. á
perluveiðum.
Nýskeð barst forlaginu kvæði
frá einum aðdáanda Berma, ó-
nafngreindri stúlku, og er það
svohljóðandi:
Norðri þiggðu þökk frá- mjer,
þú átt g'óöa penna,
en kærast þakkir kann ,ieg þjer
fyrir Ivalla, Áka og Benna.
Ekki litlu ausa má
úr ævintýra brunni.
Mjer leiddist ekki að lesa um þá
í leyniþjónustunni.
Enn var flogið upp í loft
— ekki að spyrja að slíku,
slapp frá bráðum bana oft
Benni í Ameríku.
Oft mín sála um það bað
yfir fjöll og heiðar:
Ó, bara jeg mætti bruna af stað
með Benna á perluveiðar.
Jeg er engin Jessabil
jeg er úrval kvenna.
Góði Norðri, gerðu vel
og gefðu mjer fleiri Benna.
Fleiri Benna-bækur eru
væntanlegar á næstunni, og verð
ur þá efláust hægt að verða við
beiðni þessarrar vel hagmæltu
stúlku, sem endaði ljóðabrjef
sitt til forlagsins með þessarri
ástarvísu til Benna:
Arma báls en ekki táls
um þinn háls jeg spenni,
hrind mjer ei, þá ein jeg dey,
elskulegi Benni.
Norðri hefur bcðið blaðið að
geta þess, ao æskilegt væri aS
skáldkonan gæfi sig fram, svo
að hægt væri að senda henni
Benna-bækurnar áritaðar með
þakklæti fyrir ljóðið.
SKI PAUTíiCRÐ
RIKISINS
Aðvörun
Hjer með skal athygli vakin
á því, að vörur sem sendast
áttu með Esju í þessari viku
til Akureyrar, Siglufjarðar,
Húsavíkur og Kópaskers verða
allar sendar með mótorskipinu
Straumey EA 381, og vörur,
sem áttu að sendast með Esju
til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur og Stöðvar-
fjarðar verða sendar með mót-
orbátunum Hvanney og Sæv-
ari, Hornafjarðarvörur að
mestu leyti með Hvanney. —
Þetta eru sendendur beðnir að
athuga vegna vátryggingar
varanna og fleira.
Unglingur j
óskast til að vera úti með |
2 stálpaðar telpur frá kl. |
10—6 á daginn. Uppl. í |j
síma 4109.
3
inuinitnnu
Stúdent
óskar eftir vel launaðri
atvinnu til áramóta. Til-
boð sendist afgr. Mbl. sem
fyrst, merkt: „Áríðandi
— 356“.
BÍ.ST AÐ ALGLÝSA
í MORGLMIL4ÐIMJ
Stá iLa
óskast í vist. Gott sjer- j
herbergi.
Valgerður Stefánsdóttir
Garðastræti 25.
immnmaiiBaflii-iiiiitiiMiiiiiimiimiiiiiittttiMiiitMictMia
Asbjörnsons ævintýrin. —
Óglejrmanlegar sögur
Sígildar bókmentaperlur.
bamanna.
líllllllllflMIIIIIIIIIIMIMMIIIIIII
SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFJELAGIÐ GRÓTTA
heldur
skemmfiifund
í Tjarnarcafé, uppi, föstudaginn 3. okt. kl. 8 e. h. fyrir
fjelaga og gesti.
Ýmislegt til skemtunar.
Aðgöngumiðar verða afhentir í Versl. Boston, Lauga-
veg 8 og hjá formanni fjel. Bergst. 14. NEFNDIN.
VepnaviilípEi.
i
Nanking í gærkvöldi.
HERSVEITIR kínversku stjórn
arinnar hafa tekið ýmsar þýð-
ingarmiklar stöðvar af komm-
únistum meðfram járnbrautinni
frá Ciiangchun og Mukden og
einnig hafa þeir sótt langt norð-
ur fyrir Ilwaiten, sem þeir her-
tóku nýlega.
Hinsvegar hafa kommúnistar
unnið nokkuð á við járnbraut-
ina frá Tientsin til Mukden. -—
Hafði ait verið rólegt á þeim
vígstöðvum í tvo mánuði og
kemur sókn kommunista þar
stjórninni nokkuð á óvart. —
Stjórnarsinnar hafa. hörtckið
flutningaskip, sem var að flytja
mikið af hergög.num til komm-
únista. — Reuter.
<*>
Eslenskir guðfræðingar
1847—1947.
Ihílíðarrit á aldarafmæli Prestaskólans.
1. bindi: Sjera Benjamín Kristjánsson: Saga Presta-
skölans og Guðfrœðisdcildar Háskóla íslands.
Þctta er mjög ítarleg lýsing á aðdraganda að stofnun
PreStaskólans — sem þá þótti stórt fyrirtæki —, starfi
hans í rneir en 60 ár og starfi guðfræðideildarinnar eftir
að Háskóli íslands tók til starfa. Myndir fylgja af kenn-
un:m, sem starfað hafa að guðfræðikennslunni þetta
tímabil, svo og gömlu prestaskólahúsunum í Hafnar-
stræti og Austurstrætk
2. bindi: Björn Magnússon dósent: Kandidatatal 1847
—1947. Viðbætir: Kandidatar frá Kaupmannahafnar-
háskóla.
Hjer er um að ræða geysifróðlegt og merkilegt rit,
sem kostað hefir höfund þess óhemju vinnu og fyrirhöfn
pg ómissandi verður hverjum þeim fræðimanni, sem fæst
við ættfræði og persónusögu. — Myndir fylgja æfiágrip-
um allflestra guðfræðinganna, alls yfir 400 myndir.
Það fer ekki hjá þvi, að íslenskir Guðfrœðirigar 1847
—1947 verði talið eitthvert merkasta rit sinnar tegundar,
er út hefir verið gefið hjer á landi, enda ekkert verið til
sparað af höf. og útgef. hálfu, til þess að svo mætti verða.
Ritið er 727 bls. i Skírnisbroti, með hátt á 5. hundrað
myndum, en kostar þó ekki nema 100 krónur. Fæst hjá
bóksölum og útgefanda, sem sendir það gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
JJ.f. Júftur
Reykjavik. — Sími 7554. — Pósthólf 732.