Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 2
2 MORGUPiBLAÐlÐ Laugardagur 18. okt. 1947 íslendingar ofurselja ekki frjálsræði sitt Önnur ræða Bjarna Benediktssonar við útvarpsumræðurnar s Hjer Ijirtist seinni ræ<ta Bjarna Benetliktssonar, er hann flutti við útvarpsumræðurnar á dögunum. Minnist ræðu- maður fyrst á dæmi um hlálegan frjettaburð komtnún- ista frá Islandi, þar sem öllu er snúið öfugt, rekur tvö- feldni kommúnista í samninganefndum, eins og Lúðvíks Jósefssonar, sem telur að viðskiftasamningar sjeu hinir bestu, meðan hann vinnur sjálíur að þeim, en níðir stjórn- ina síðan fyrir sömu samninga. Síðan ræðir ráðherrann um samningana við Tjekkóslóvakíu, sem drógust af eðli- legurn ástæðum, með samþykki eða fyrir tilverknað kom- múiusta. hvernig jafnvirðiskaupin geta verið þjóðinni dýr og óhentug, og að lokum hvernig sú leið, sem komm- únistar ræyna að teyma þjóðina inn á leiðir til uppgjafar á sjálfstæði og frelsi okkar Islendinga. Santa platan. Menn hafa nú heyrt málflutn ing háttv. 2. þm. Reykvíkinga og geta sjálfir dæmt um, hvort fcáttv. þm. hefði ekki getað fhitt þessa p,lötu, sem honum hefir verið lögð í munn, strax í upphafi. Það er sami söngur- ■inn, eins og vant er. Afneitun ailra staðreynda. Omengaður áróður, lapinn eftir alþjóða- áróðri kommúnista. í einni slíkri kommúnistiskri heimild suður í löndum var í sumar m. a. sagt um ástandið á íslandi: ..Verslunarjöfnuður Islands, sem hafði verið hagstæður fyrir stríðið, varð þá óhag- stæður, og skuld landsins við Bandaríkin varð smám sam- an veruleg fjárhæð. A þerma veg óx einnig fjárhagsleg undirokun íslands gegn Bandaríkjunum. Við stríðslokir. rjeði fjár- ■ magn Bandaríkjanna öllum þýðingarmiklum atvinnu- greinum á íslandi. ísland 'skuldaði þá í útlöndum, að langmestu leyti .í Bandaríkj- unum, 60 millj. króna, sem er mjög há upphæð fyrir lít- ið land.“ Menn sjá skyldleikann milli þessarar fræðslu og þeirrar, sem áður vall upp úr háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Einari Ol- geirssyni. h’ýðingarmesti markaðurinn. í öllum orðum háttv. þm. koru einkum fram, hvernig hann reynir að forðast umr. um þá tiilögu, sem hann hefur sjálfur flutt. Hann fullyrðir, að jeg vilji ekki semja við Rússa. Það hef- ur, engin áhrif á hann, þó að aldrei hafi verið gerð eins ræki- Jeg tilraun og nú til að ná samn tngum við Rússa. Þeir hafa og gert við okkur mikilsverða eamninga, sem eru að efni alveg hhðstæðir þeim hluta bresku fíamn., sem um sömu vörur fjall ar, og borga Rússar að öllu sam anlögðu nær nákvæmlega sama verð og Bretar. En til viðbótar samn. um þessar vörur höfum við svo okkar besta markað, sem sje fyrir ísfiskinn í Bret- landi. Þann markað vanmetur háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Ein- ar Olgeirsson, gersamlega, þó að öllum megi vera ljóst, að hann er hinn míkilvægasti af öllum okkar mörkuðum. Ekki virðist þó standa á háttv. 2. þm. Reykvíkinga að láta þann mark að fara út um þúfur, ef hann roætti ráða. Híutur Lúðvíks og Áka. Háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Einar Olgeirsson, fann að því að Lúðvík Jósefsson hefði ver- ið látinn hverfa úr samninga- nefnd utanríkisviðskipta. Það er eins og vant er, þá er fyrst komið við hjartað í þeim flokks rnönnum, þegar hreyft er við vegtillum eða bitlingum flokks broddanna. Um Lúðvík Jóscfsson er það að segja, að honum var sýndur sjerstakur trúnaður af ríkis- stjórninni, þegar hann var send ur til samninga í Englandi. Ifonn starfaði þar með öðrum ríkisstjórninni, að náð hefði ver ið þeim bestu samningum, sem unt var. Þrátt fyrir þessa ráð- leggingu hefur hann síðan geng ið fram fyrir skjöldu til að róg- bera stjórnina fyrir að fylgja ráðum sjálfs hans. Manninum var gefið færi á að bæta ráð sitt, en þegar sýnt Var, að hann hjeit uppteknum hætti, á kommúnistiska vísu, var auðvitað óhjákvæmilegt að ljetta af honum þessu mikil- væga trúnaðarstarfi. Jeg held, að háttv. þm. hefði ekki átt . ótilneyddur að taka upp umræður um Kefjavíkur- flugvöllinn. Frammistaða hæstv. fyrrv. flugmálaráðherra, Aka Jakobs- sonar, í sambandi við flugmál- in öll er með þeim hætti, að flokksbræður hans munu áður en varir flýja frá þeim umræð- um á sama veg og menn sáu til Einars Olgeirssonar hjer í kvöld. Um Keflavíkurflugvöll- inn mun .bráðiega birtast skýrsla og munu þá sannast blekkingar Þjóðvijlans og Aka Jakobssonar um það mál. Þar sem þessir aðilar hafa meðal annars skrökvað því upp, að flugvallarnefndin hafi samið og sent tillögur, sem hún aldrei hefur tekið afstöðu til, hvað þá meira. (Sú skýrsla birtist hjer í blaðinu í gær. Ritstj.). Frásögn háttv. þm., um samn inga við gjaldeyrissjóðinn er gersamlega úr lausu lofti grip- in. Það eru hrein ósannindi eins og svo margt annað, sem þessi þm. hefur sagt á síðari tímum. Jeg hefi heldur aldrei hótað atvinnuleysi. Það er aðeins eitt dæmi ósanninda þessa háttv. þm., alveg samskonar eins og að jeg sje meðeigandi í ísl. fisk hring eða Unilever-hringnum breska eins og hæstv. þm. gaf í skyn í Þjóðviijanum fyrir skömmu. Osannindi Einars um Tjckkó- slóvakíu. Einar Olgeirsson hefur nú far ið um landið endilangt til að skrökva því upp, sem hann end- urtók í kvöld, að jeg hafi hindr að sölu á hraðfrystum fiski til Tjekkóslóvakíu á þessu ári. Þessu til sönnunar á það að vera, að samningai við Tjekka Sannleikurinn er sá, að þeg- ar núverandi stjórn tók við völd um fyrri hlutann í febrúar s. 1. hafði fyrrv. stjórn ekki gert ráðstafanir til, að samningar yrðu teknir upp við Tjekka að nýju, jafnvel þó að vitað væri að þeir rynnu út þá í mánaðar- lokin. Sjást þess hvergi merki, að fulltrúar háttv. Sameining- arflokks alþýðu, Socialista- flokksins í ríkisstjórn hafi þá kvatt til þess, að þeim samn- ingum yrði hraðað, en auðvitað var það skylda hæstv. þáver- andi atvinnumálaráðherra Aka Jakobssonar að urtdirbúa þessa samningagerð, að því, er varð- aði sölu sjávarafurða, sem hann hafði með höndum. Kom það og á daginn, þegar um þetta var rætt í utanríkis- málanefnd 10. febrúar, skömmu eftir, að núverandi stjórn hafði tekið við, að allir flokkar, ekki síður fulltrúar Sameiningar- flokks alþýðu, Socialistaflokks- ins, en aðrir,%voru þá sammála um, að eðlilegt væri að fresta samningum við Tjekka þangað til að lokið væri samningum við Kússa, vegna þess að fyrr væri ekkf sýnt, hversu mikið yrði aflögu af þeirn vöru, sem Tjekkar helst óskuðu að fá, en ekki síst fulltrúar Sameining- arflokks alþýðu, Socialista- flokksins, vildu umfram allt láta Rússa ganga fyrir öðrum um þær vörur sem aðrar. Um þetta ber fundargerð utanríkis- málanefndar 10. febrúar s. 1. órækt vitni. Afleiðing fyrirheita Áka. Það var því að samkomulagi að Pjetri Benediktssyni sendi- herra var falið að fara til Prag og fá samninginn við Tjekka framlengdan. Náðist samkomu- lag um þá framlengingu, en vegna þess að samningarriir við Rússa stóðu lengur en búist hafði verið við, voru Tjekkár sjálfir ekki reiðubúnir til nýrr-’" ar samningsgerðar í sumar, þegar samningpnum við Rússa var lokið. Varð það til þess, að samningurinn var enn fram- lengdur til 1. október, enda eru nú hafnir samningar að nýju með góðu samkomulagi beggja ríkja, Ef dráttur þessi hefur komið að sök, ber háftv. þingmönnum Sameiningarflokks alþýðu, Socialistaflokksins, síst að saka aðra um hann. Drátturinn er bein afleiðing þeirra 'háu hug- mynda, sem einmitt þessir þm. vöktu hjá mönnum um mögu- leika til sölu á íslenskum af- urðum í Rússlandi, en því mið- ur fengu ekki staðist. Það eina, sem leggja má öðr- um til lasts, er yfirleitt að leggja nokkurn trúnað á orð manna eins og háttv. þm. Sigl- firðinga Áka Jakobssonar. En til þess eru vítin að varast þau. Samningar hafa allan timann verið í gildi við Tjekkó-_ slóvakíu. Hitt er svo annað mál, að fresturinn á fullnaðarsamning- um hefur alls ekki orðið til þess að hindra sölu á íslenskum af- urðum til T.jekkóslóvakíu. Tjekkar hafa að vísu keypt minna af hraðfrystum fiski en við hefðum vonað. En allan þennan tíma hafa verið í gildi samningar við Tjekkóslóvakíu, sem gera ráð fyrir ríflegri sölu af fiski til þeirra. Ástæðan til, að Tjekkar hafa keypt minna af fiski en menn hafa vonað, er auðvitað ekki síst hið háa verðlag okkar. Þeir menn, sem mestan hafa kunnugleikan og sjálfir hafa samið við Tjekka segja þó, að það sje ekki eina ástæðan. í skýrslu sinni frá 22. júlí segir Pjetur Benediktsson: „Það sem mestum erfiðleik- um veldur um viðskipti við Tjekkóslóvakíu er það, að Tjekk um þykir við kaupa oflítið af þeirra vörum.“ Einar Sigurðsson segir í stór- merkri skýrslu, sem hann hefur sent 30. september: „En versti þröskuldurinn í sambandi við innflutning á frosna fiskinum til Tjekkó- slóvakíu er afstaða tjekkneska þjóðbankans. Vegna óhagstæðs greiðsluja,fnaðar milli íslands og Tjekkóslóvakíu hefur bank- inn hvað eftir annað dregið á langinn veitingu gjaldeyris- leyfa, þrátt fyrir það innflutn- ingsmagn, sem heimilað er í verslunarsamningum milli land anna. Til að bæta úr því virð- ist um fáar leiðir að ræða aðrar en að auka innflutninginn frá Tjekkóslóvakíu ef íslendingar vilja hagnýta sjer þennan mark að til hins ítrasta“. Örðugleikarnir á viðskiptum. Það er sem sagt Landsbanka- valdið í Tjekkóslóvakíu, sem er versti þröskuldurinn, en ekki hin slæma ríkisstjórn í íslandi. Nú er sannleikurinn sá, að það, sem gerir Tjekkum fært að kaupa af okkur fiskinn, þrátt fyrir okkar háa verðlag, er það, hversu hátt verðlag er í þeirra eigin laridi. Verð á ýmsum vör- um þaðan er, þess vegna mun hærra en fyrir þær er hægt að fá annarsstaðar að, og það, sem verra er, að til skamms tíma hefur. vöruúrval verið þar lítið og afhendingarfrestur langur. Reynslan er ólygnasta vitnið. Á meðan við áttum nægan frjálsan gjaldeyri og unnt var að kaupa þar sem kaupin voru hagkvæmust var erfitt að beina viðskiptum til Tjekkóslóvakíu, þrátt fyrir eftirrekstur Lands- bankans íslenska um að nota innstæðuna, sem sjálfsagt hef- ur verið rækilega stutt af Hauki Helgasyni og Einari Olgeirssyni sem þá voru mikils ráðandi um innflutninginn. Alt gert, sem unt er til að eyða örðugleikunum. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar gert gagngerðar ráð- stafanir til að auka innflutn- ing frá Tjekkóslóvakíu. M. a. hefur hún tvisvar á þessu ári sent einn gerkunnugasta mann í innflutningnum, dr. Odd Guð jónsson, fyrrv. formann Við- skiptaráðs, til Tjekkóslóvakíu í því skyni að greiða fyrir inn- flutningi þaðan og afla sjer heimilda um, hverjar vörur þar er hægt að kaupa. Við framlengingu samning- anna í sumar tóku Tjekkar vel í það að heimila okkur kaup ýmissa vörutegunda, sem við höfðum ekki fengið áður, og er það skoðun kunnugustu manna, að vörukaupin frá Tjekkóslóvakíu megi töluvert auka frá því, sem verið hefur. Núverandi ríkisstjórn lætur sjer auðvitað hvergi bregða, þótt háttv. Sameiningarflokkur alþýðu Socialistaflokkurinn, saki hana um athafnaleysi og illvilja, þegar hún er einmitt ötullega að vinna að því að ryðja braut þeim hindrunum, sem staðið hafa í vegi þessara viðskipta. Háttur valdamanna í hinum virðulega flokki er einmitt þessi. Sakast mest um eigin gerðir. Sjálfir hafa þeir tekið fullan þátt í öllum þeim aðgerðum, sem þeir gagnrýna, svo sem samningunum við Breta og Rússa á s. 1. vori og frestun fullnaðarsamninga við Tjekka. Lúðvík Jósefsson og Ársæll Sigurðsson gerðu engar athuga semdir gagnvart ríkisstjórninni um, að þeir teldu bresku eða rússnesku samningana varhuga verða, heldur fullyrtu þeir þvert á móti berum orðum, að þeir samningar, sem að lokum voru gerðar, væru þeir hag- kvæmustu sem unnt væri að ná. Á sama veg höfðu Einar Ol- geirsson, Brynjólfur Bjarnason og Ársæll Sigurðsson ekkert að athuga við frestun Tjekka-samn ingsins, þegar hún var ákveðin á fundi utainríkismáianefndar hinn 10. febrúar s. 1. Allt er þetta auðvelt að sanna, en cngu að síður halda háttv. forsprakkar Sameiningar flokks alþýðu, Socialistaflokks- ins, áfram ósannindum sínum I þeirri trú, að einhverjir verði til að trúa ósómanum, ef hann er nógu oft endurtekinn. En máls- svarar sannleikans mega ekki vera svo værukærir, að þeir telji eftir sjer að leiðrjetta rang- hermið, þó að það sje sí og sö endurtekið. Framh. á bls. H eamningamönnuin qg sagðihafi dregist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.