Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 5

Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 5
Laugardagur 18. okt. 1947 MORGUNBLAÐIÐ Fjárhagsráð hefir sparað 50 miSj. kr. í gjaldeyri, en samt vantar 90 til áramóta Skýrsla fjárhagsráðs um gjaldeyrishorfur, sem sýn- ir að enn þarf að herða ólina í SKÝRSLU, sem Fjárhags- ráð hefir nýlega gefið ríkis- stjórninni um gjaldey'rishag: og horfur eins og nú stendur, kemur i ljós, að það vantar alt að 90 miljónir króna til þess að gjaldeyrisþörf og gjaldeyris tekjur standist á. Fjárhagsráð býst við, að -gjaldeyrisþörfin frá 10. október til áramóta til að fullnægja veittum leyfum og væntanlegum nemi 175,8 milj., en áætlaðar tekjur og gjald- eyriseign á sama tíma eru 98,2 miljónir en við það bætist svo kröfur, 10—12 miljónir. Og gjaldeyrishorfurnar eru ekki betri en þetta, þrátt fyrir að Fjárhagsráði hefir tekist með niðurskurði á innflutningi frá því í ágústmánuði að spara um 50 miljónir króna, frá þeirri áætlun, sem þá var gerð um' gjaldeyrisþörf landsmanna til áramótanna næstu. Hjer fer á eftir útdráttur úr skýrslu Fjárhagsráðs um gjaid eyrishorfurnar: Rannsókn sú á gjaldeyris- leyfum í umferð, sem getið var í fyrri skýrslu Fjárhagsráðs að yfir stæði, gaf m. a. þá niður- siöðu, að l'eyfi í umferð 1. ág. v.'. ru að meðtöldum leyfum fyr ir togara. Milj. kr. I fi fyrir togara 199.2 1 fi í ágústmán. voru 17.3 1 i í umferð 1. sept eru í • 216.5 'eðir Fjárhagsráð því næst, h '5 ráða megi af skárningu h :nna, gjaldeyrissölu bank- í ■ og fleira um það, hve mik i :fi fallið niður af leyfum á: s, og kemst að þeirri nið- ir öðu, að ekki hafi fallið nið U ' ma 17.8 milj. kr. í leyfum. (- deyrisþörfin til á - móta. járhagsráð hefir nú gengið frá áætlun um gjaldeyrisþörf- inn til áramóta, bæði af inn- flutningi og öðrum gjaldeyris- þörfum. Áætlar það, að veita þurfi 10/10. 'til 31/12. 73.7 milj. kr. Því næst segir í skýrslunni: „Gjaldeyrisþörfin 1/8. til 31/12. er þessi, að því er næst verður komist: Milj. kr. 1. Skrásett og framl leyfi við innköllun 1. ág. 199.2 2. Leyfi veitt í ágústmán. 17.3 3. Leyfi veitt 1. sept. til 10. okt. 32.0 4'. Gjaldeyrisáætlun 10/10. til 31/12. um 73.2 _Samtals til ársloka 321.7 Frá þessu dregst svo það, sem notað hefur verið af leyfum frá , því er skráning leyfanna fór fram. Sjest það af gjald- eyrissölu bankanna og ábyrgð- arskuldbindingum samkv. leyf um. Milj. kr. Gjaldeyrissalan hefur ver ið 1/8.—10/10. 88.9 Ábyrgðarskuldbindingar 10/10. eru um 57.0 Samtals 145.9 Leyfi í uipferð 10. okt. sem ekki er búið að gera ráðstaf- anir til að greiða og áætluð leyfi til ársloka 1947 verða þá 175.8 milj. kr. Af þessari upphæð verður eitthvað ónotað í árslok og fær- ist til næsta árs, en erfitt er að áætla, hve miklu það nem- ur. Enn er þess ógetið, að ekk- ert er hjer enn áætlað fyrir greiðslurn á því, sem yfirfært er án leyfa, en það mun verða um 2 milj. kr. Og enn má geta þess, að gjaldfallnar eru mikl- ar fjárhæðii\ líkl. 8—10 milj. kr. í skipaleigum o. fl., sem enn hafa ekki verið veitt leyfi fyrir, en knýja fast á“. Gjaldeyristekjurnar til áramóta. Þá ræðir Fjárhagsráð um gjaldeyristekjuvonir til ára- móta. Segir um það í skýrsl- unni: „Hefur verið gerð skrá um all an þann gjaldeyri, sem ekki er inn kominn til bankanna 10. okt. 1947 fyrir seldar afurðir, af- skipaðar og óafskipaðar, svO og væntanlegar ísfisksölur togar- anna til ársloka. Ennfremur um vörur, sem eru óseldar í land- inu og óvíst er um sölu á: Niðurstöður þeirrar skýrslu eru þessar: Milj. kr. 1. Seldar vörur: í sterling- gjaldeyri 50.5 í dollara-gjaldeyri 22.6 1 clearing-gjaldeyri 12.6 Samtals milj. kr. 85.7 2. Óseldar vörur, óákveðið í hvaða gjaldeyri 35.4 Samtals milj. kr.121.1 Verulegur hluti af því, sem talið er undir tölulið 2, mun ekki koma inn fyrr en eftir áramót, en þó verður ekki með vissu um það sagt. Áætlar ráðið að fyrir áramót komi um tæpl. 10 milj. króna undir þessum lið, eða alls um 95 milj. kr. Gjaldcyrishagur bankanna. Fjárhagsráð athugar því næst gjaldeyrishag bankanna, og kemst að þeirri niðurstöðu, að þegar tillit er tekið til ábyrgðar- skuldbindinga þeirra og yfir- dráttarlánsins í Bretlandi, sem greiðast verður af aíurðum þessa árs, skuldi þeir. nú í ster- ling- og dollaragjaldeyri 5.5 millj. kr. en eigi í clearing gjald eyri 8.7 milj. kr. Eigi þeir bá 3.2 miljónir umfram skuldir, og má bæta þeim við gjaldeyris- áætlunina hjer að framan til þess að sjá úr hverju er að spila til þess að mæta gjaldeyriskröf- unum. Verður það samtals S8.2 millj. kr. Eítir þessu kemur dæmið þannig út samkv. skýrslunni: ' Milj. kr. Gjaldeyrisþörf til að full- nægja leyfum, veittum og væntanlegum til ára- móta 175.8 Gjaldeyristekjur og gjald- eyriseign 98.2 Vantar þá milj. kr. 77.6 Auk þess eru kröfur þær, 10 —12 milj. kr., sem áður getur. Þessi mikli niðurskurður á inn flutningnum hefur þó ekki nægt til þess að koma gjaldeyrismál- unum í lag. Vegna þess hve hin ar eldri skuldbindingar og leyfi voru miklar, hefur æ meira safn ast upp hjá bönkunum af gjald- eyrisleyfum, sem ekki hefur ver- ið með neinu móti unt að full- nægja. Er nú svo komið, að hjá þeim liggja beiðnir um yfir- færslu á gjaldeyri sem leyfi hafa verið veitt fyrir eða eru þess eðlis, að eingöngu gjaldeyris- vandræði hafa valdið, að eigi er búið að veita leyfi fyrir, alls um 66 milj. króna. Auk þess eru í umferð gjaldeyrisleyfi svo mil- jónum króna skiftir, sem bank- arnir hafa ekki veitt viðtöku vægna gjaldeyrisvandræðanna Ofan á þetta bætast svo inn- heimtur, sem liggja hjá bönk- unum fyrir vörur, sem fluttar hafa verið inn í landið, og eng- in gild leyfi eru fyrir, að upp- hæð um 24 miljónir króna. Spillir áliti og trausti. Þetta ástand hlýtur að spilla trausti bæði landsins og verslun arstjettarinnar út á við, og má ekki við svo búið standa. Ef síldarvertíoin í sumar hefði orðið góð, hefði gjaldeyrisástand ið orðið nokkurnveginn viðráð- anlegt um þessi áramót, með þeim niðurskurði á innflutningi sem fjárhagsráö hefur gert, og eigi getur verið öllu meiri á svo skömmum tíma. 1 fyrri skýrslu sinni leiddi f jár hagsráð atbygli að hinu alvar- lega íjármálaástandi og jafn- framt að því, að brýna naðsyn (Framhald á bls. 12) Sæeiska skonnortan Trinite brann og sökk út af Crindavík „Við æHuðum til Gaufaborgar, en kom- umst á Hótel Borg" SENNILEGA er það eins dæmi í sögunni, að sama skipið strandi (nái sjer sjálft á flot) og fáum dögum síðar brenni það og sökkvi. Þetta hefur alt komið fyrir hina þrímöstruðu skor.n- ortu Trinite. En eins og lesend- um blaðsins rekur minni til, þá var skipinu rent á grunn í Þor- lákshöfn s.l. laugardagskvöld, er það var að því komið að sökkva. Skipverjum tókst að ná skipinu út aftur, án þess að önnur skip kæmu þar nærri og á fimtudags- morgun, er Trinite var á leið til Hafnarfjarðar, urðu nokkrar sprengingar í skipinu, brann það og sökk síðla kvölds. „Allir sluppum við ómeiddir úr þessari ferð sem hinni fvrri“, sagði Erag: Jóhannesson, er T. ar matsveinn á skipinu, er tíðinda- maður blaðsins ótti tal við skip- brotsmenn, þar sem þeir halda til að Winston hóteli á Reýkja- víkurflugvelli. Skipsfjelagi hans E.einhard Sigurðsson skaut því hjer inn, að segja mætti að þetta væri ein kennilegt ferðalag. Ferðinni var heitið til Gautaborgar, en við komumst þangað ekki, heldur til Hótel Borgar. Eldsins vart. Frásögn skipverjanna var á þá leið, að um kl. 7 á fimtudags- morgun, er fjórir menn voru á þiljum, sáu þeir hvar mikinn reyk lagði upp úr vjelarúmi skipsins. — Vjelstjórinn sem er finskur, Tove Tovio, var nýlega kominn upp, er menn urðu reyks ins varir. Ætlaði hann þá að fara niður, til þess að kanna, hvað komið hefði fyrir þar niðri, en vegna reyks gat hann ekki komist þangað. Skipverjum vár nu ljóst að eldur hafði kviknað í vjelarúminu og voru þeir allir í yfirvofandi hættu. Allir hrá- olíugeymar skipsins fjórir, voru fullir af olíu. Var nú ekki beðið boðanna og voru þeir fjórir er sváfu niðri ræstir í snátri. Skipið yfirgefið. Engu'rn \anst tími til að taka ncitt af fötum, eða öðrum eig- um, og vooru skipverjar því allir fáklæddir mjög. Þegar allir voru komnir upp, ætlaði skipstjórinn að ná í skjöl skipsins, en vegna þess hversu reyksvælan fór vaxandi gat hann ekki komist að þeim. Var nú bát skonnortunnar skotið á flot, en hann’ er ætlaður aðeins þrém mönnum. Svo bekkurinn var þjett setinn, því þeir voru nú átta í honum og urðum að gæta hinnar mestu varúðar. — I Veður var sæmilegt meðan skip- I brotsmenn voru í kænunni. V—2. Er þeir höfðu róið nokkurn spöl frá bátnum, kváðu við tvær ægilegar sprengingar. Eldsúl- urnar náðu jafn hátt möstrun- um og alskonar brak þeyttist hátt í loft upp. Sjerstaklega var þeim minnistætt, er olíutunna, I er staðið hafði á þilfarinu, þeytt ist upp líkast V—2 sprengju og náði alt að 100 ’metra hæð og f jell í sjóinn rjett hjá hinu brenn andi skipi. Þegar sprengingarn- ar urðu, varð hitinn af eldinum svo mikill, að loftið varð vel heitt alt í kringum þá í bátnum. Segja þeir f jelagar, að sjón þessi" hafi verið hin tignarlegasta. Björgun skipverja. Um klukkan 9 bar vjelskinið Skaftfelling að. Skipið var á leið til Vestmannaeyja. Þegar skip- verjar á Slíaftfellingi sáu skonn oríuna fyrst, hjeldu þeir, að þar myndi vera togari, sem kviknað hafði í. Skipbrotsmenn voru all- ir teknir um borð í m.s. Skaft- felling. Þá munu skipbrotsmenn hafa verið búnir aö róa því sem næst 1 y2 sjóm. Haíði skipstjór- inn orð á því við skjpbrotsmenn, að þeir myndu aldrei hafa náð landi á báínum. Munu orð bans hafa reynst sönn, því nol-kru eftir að þeim hafði verið bjarg- að tók veður að versna. Skaftíellingi var nú siglt að hinu brennandi skipi. Var það þá logardi : tanfa á milli. Um það bil 200 faðma frá skipinu, nam Skaftfellingur/ staðar. — Nokkru síðar kváðu við tvær sprengingar, scm voru cngu minni en þær tvær fyrstu. Var nú ljóst, að skipinu yrði ekki bjargað og hjelt Skaftfellingur ferð sinni áfram til Eyja. Skipbrotsmenn komu frá Vest mannaeyjum í flugvjel klukkan 10 í fyrrakvöid og hafði umboðs maður skipsins hjer Allan Er- landson boð inni fyrir þá á H. Borg. Síðar um kvöldið fóru þeir eins og íyr segir suður á Reykja- víkurflugvöll og verða þeir þar sennilega til mánudags. I gær tókst að i;á í föt handa skip- verjum. Rcynt aS bjarga Trinite. Bátur úr Grindavík freisfeð- ist til að bjarga Trinite, en pað reyndist árangurslaust, enda var skipið þá þegar svo mikið brunn' ið. Þessi bátur heitir Skírnir. — Tóicst skipverjum á honum að koma taugum í hið brennandi skip og ætluðu að draga það ínn til Grindavíkur, en á leiðirmi slitnaði taugin. Ekki voru frek- ari björgunartilraunir gerðar og um klukkan 7 í fyrrakvöld stakkst Trinite á framenda brennandi niður í djúpið. Þessir menn voru á Trinite, er þetta gerðist: Frans Aström skipstjóri, ís- iendingarnir Reinhard Sigurðs- son frá Siglufirði, Magnús Sig- urðsson, ísafirði og Bragi Jó- i hannsson Siglufirði og Jón j Franklín sem er reiðari skips- ins Norðmaðurinn Sigvald Skjol den, Færeyingurinn Djuurhus og Finninn Tove. • Alt eru þetta hinir knálegustu mc-nn. íslen tingarnir þrír vonast til að geta komist á togara hjer; í vetur og er ekki nokkur vafi á að svo verði. Allir eru þcir; þarðduglegir menn. Sv. Þ. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.