Morgunblaðið - 18.10.1947, Side 8
8
MORGUTSBLÁÐIÐ
Laugardagur 18.« okt. 1947
f Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjór.: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*.
kr. 12,00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meS Lesbók.
Ötrúlegt en satt
í SKÝRSLU þeirri, sem Davíð Ólafsson fiskimálastjóri,
íulltrúi íslands á Parísarráðstefnunni í sumar, gaf ríkis-
stjórninni um störf ráðstefnunnar, segir svo m. a.:
,,Til þess að tryggja það ,að svo miklu leyti, sem að þeim
snýr, að endurreisn Evrópu verði framkvæmd, samþykkja
lxinar þátttakandi þjóðir að gera sitt til 1) að auka fram-
leiðsluna, aðallega á kolum og matvælum, eftir föngum,
2) að nota til hins ítrasta framleiðslugetu sína bæði hvað
snertir vinnuafl og tæki, 3) að fullkomna framleiðslutæki
sin og samgöngutæki svo sem frekast er unnt, og auka
þannig afkastagetu vinnuaflsins, vinnuskilyrði verði bætt
og afkomumöguleikar Evrópuþjóðanna bættir, 4) að yinna
saman innbyrðis og hafa samvinnu við aðrar þjóðir, sem
þess óska. að öllu því, sem leiðá mætti til lækkandi tolla
og minnkandi hindrana á milliríkjaviðskiftum, 5) að hafa
samvinnu um nýtingu sameiginlegra gæða“.
Getur það virkilega skaðað íslendinga, að aðrar þjóðir
Evrópu auki kolaframleiðslu sína á sama tíma og okkur
vantar sjálfa kol eða að aukin samvinna takist milli okkar
og annara þjóða um tollamál o. s. frv.?
Ef svo væri væru undarlegir hlutir sannarlega farnir
að gerast.
Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að framtíðaröryggi
allra þjóða velti á því, að einlæg samvinna takist meðal
þjóða heimsins um ábyrga samhjálp, útrýmingu, toll-
múra, þjóðernisofstækis og landamæradeilna. Þetta skil-
ur nú allur hinn menntaði heimur, þótt því miður sjeu
í dag of margir þröskuldar á vegi alþjóðasamvinnu.
En það er ótrúlegt en satt að hjer á íslandi skuli vera
til hópur manna, sem hatast við þessa viðleitni, telur þátt-
töku Islands í viðreisn Evrópu landráð og stefna sjálf-
stæði landsins í voða.
Þessir menn hugsa ekki eins og annað fólk og þeir eru
bókstaflega öðru vísi en aðrir íslendingar.
Hversvegna er hugsanagangur þeirra svo annarlegur?
Þeir eiga annað fósturland, sem þeir meta meira'en ætt-
land sitt. Það er sá sorglegi sannleikur. Þeirra andlega
fósturjörð er Sovjet-Rússland.
Umræðurnar um Parísarráðstefnuna hafa sannað það
svo greinilega, að ekki verður lengur villst.
AíturgÖngur
ALÞINGI hefur nú setið á þriðju viku að störfum. —
Þegar.það kom saman, biðu þess vandasamari verkefni
en oftast áður.
En það er sannarlega ekki of djúpt t'ekið í árinni, að
þingtímanum hafi til þessa verið dapurlega illa varið.
Mestur hluti hans hefur farið í umræður um blekkinga-
tillögur kommúnista. Má að vísu segja, að nokkur nyt-
semd sje í þeirri húðflettingu, sem þeir hafa fengið í þess-
um umræðum. Þjóðin veit nú betur en áður, hvers eðlis
starfsemi þeirra er og hvers er af þeim að vænta.
Flest önnur þingmál sem fram eru komin, eru þýðing-
arlausar yfirborðstillögur í gerfi þingsályktana. Margar
þeirra eru afturgöngur frá^íðasta þingi. Þá sofnuðu þess-
ar tillögur í nefndum. Engum kom til hugar að þær hlytu
afgreiðslu, varla flutningsmönnunum sjálfum.
En það eru ekki þessar afturgengnu og einskisverðu
þingsályktunartillögur, sem þjóðin bíður eftir nú. — Hún
væntir raunhæfra tillagna til lausnar á þeim vandamál-
um, sem barið hafa að dyrum hennar. Það verður Al-
liingi að vita.
Ríkisstjórnin hefur áreiðanlega gert sjer þetta Ijóst og
þess má vænta að á næstunni komi í ljós tillögur frá
henni.
En þjóðin verður líka að vita það, að núverandi ríkis-
stjórn er mikill vandi á höndum og það kostar mikið starf
að1 undirbúa frumvörp og tillögur sem ráða eiga bót á
c rfiðleikunum.
VíkverjL óhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Þörf uppfynding
fyrir íslendinga.
JEPPA-BÍLLINN er eitt þarf
asta farartækt sem komið hef-
ir til íslands, enda munu óvíða
í heiminum vera jafnmargir
jeppa-bílar miðað við fólks-
fjölda og hjer. í sveitunum heU
ir jeppinn komið í stað hests-
ins á mörgum sviðum og jepp-
inn hefir auðveldað íslenskum
sveitamönnum stritið við bú-
skapinn á ýmsa lund.
Og nú hafa þeir fundið upp
tæki vestur í Ameríku, sem
gæti að sínu leyti orðið eins'
þarft tæki fyrir Islendinga og
jeppinn.
Það er hvorki meira nje
minna en heil útvarpsstöð, sem
bæði getur sent og tekið á móti,
en er ekki stærri svo, að fela
má í greip sinni og kostar ekki
meira, en venjulegt miðlungs-
útvarpstæki.
Geisihaglegt tæki.
EFTIR LÝSINGU amerískra
blaða á þessu nýja útvarps-
undri er þetta geisihaglegt
tæki. I stað víra eru leiðslurn-
ar í tækinu prentaðar og lamp-
arnir eru örsmáir, en það er
stríðsuppfynding. Búist er við
að tæki þessi komi á markað-
inn í Bandaríkjunum þegar á
næsta ári. Tæki þessi nota
bylgjulengdir, sem trufla ekki
á þeim bylgjusviðum, sem nú
eru alment notuð, t. d. talstöðv
ar í fiskiskipum, lögreglutal-
stöðvar og þessháttar. En það
þótti galli á talstöðvum amer-
ískra hersins, að þær trufluðu
sendingar og móttöku á algeng
um bylgjusviðum.
•
Símalagnir óþarfar.
EINS OG KUNNUGT er hef-
ir hundruðum þúsunda króna
verið eytt til símalagninga um
strálbygðar sveitir á íslandi.
En með hinni nýju talstöð ætti
að vera óþarfi að leggja einn
meter af síma í afskektar sveit-
ir landsins, en samt ætti hvert
kot á landinu að geta verið í
talsambandi við umheiminn.
Þetta tæki ætti í framtíðinni
að vera ómissandi fyrir bænd-
ur, lækna, blaðámenn og ferða
menn í óbygðum og fleira.
»
Verum nú fljótir til.
ÍSLENDINGAR eru yfirleitt
fljótir að tileinka sjer nýjung-
ar, en þó er það nokkuð mis-
jafnt, eftir því í hvaða starfs-
grein það er.
Það verður ekki sagt ura okk
ur, að við höfum notað okkur
til fulls útvarpstæknina og
eitt nærtækasta dæmið er hve
langan tíma það tók, að koma
ráðamönnum landsins í skiln-
ing um ágæti stálþráðarins.
En nú ættum við ekki að
sofa, heldur ættu sjerfræðingar
okkar að kynna sjer þá nýung,
sem hjer hefir verið gerð að
umtalsefni og sjá til að hún
verði flutt til landsins, eins
fljótt og auðið er til sparnaðar
fyrir landssjóðinn og hagræðis
fyrir dreifbýlið.
•
Skelt við skolla-
eyrum.
ENN ER skollaeyrum skelt
við þeirri uppástungu, sém
mun eiga alment fylgi, að kom-
ið verði á útvarpi til útlanda á
stuttbylgjum.
Fyrir utan íslendinga, sem
búsettir eru erlendis er það vit-
ið, að íslenskir sjómenn hafa
mikinn áhuga fyrir þessu máli.
Þeir vilja gjarna fá frjettir að
heiman, þegar þeir eru í sigl-
ingu langt frá ættjörðinni,
kanski vikum, eða mánuðum
saman. Margar þjóðir hafa sjer-
stakt sjómannaútvarp á stutt-
bylgjum fyrir sjómenru sína.
Gætu ekki sjómannasamtökin,
sem nú halda þing hjer í bæn-
um tekð mál þetta til með-
ferðar?
•
Leikfimisbúningar
skólabarna.
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI ríkis-
ins, Þorsteinn Einarsson, hefir
skrifað „Daglega lífinu“ brjef i
tilefni af brjefi barnakarls á
dögunum, þar sem kvartað var
undan þeirri ráðstöfun, að
skólabörnum væri gert að
skyldu að koma í sjerstökum
búningum til leikfimiiðkana.
Segir íþróttafulltrúinn að þetta
sje ekki nein nýbreytni, en til-
högunin stafi aðallega af þessu
tvennu:
9
Af hreinlæti og
holhístu.
,,Af hreinlæti og hollustu.
Vitað var að margir nemendur
nota sama sundbolinn eða sömu
skýluna í fimleikum og í sundi.
Sviti, ryk og önnur óhreinindi
setjast í sundfötin meðan á fim
leikum stendur, svo er farið í
sundlaug í sömu sundfötum og
i flestum tilfellum gleymist að
þvo sundfötin áður og því ber-
ast í laugarvatnið óhreinindi
frá sundfötunym.
Víða erlendis t. d. í Banda-
ríkjunum, eru sundiðkendur
látnir vera sundfatalausir, sje
hægt að koma því við að piltar
og stúlkur sjeu sjer við sund-
iðkanir.
Þessi regla var tekin upp
vegna þess, að gætí sundstað-
urinn ekki lánað öllum sund-
iðkendum hrein sundföt, bárust
úr sundfötum, sem sundiðkend
ur áttu sjálfir, óhreinindi í laug
arvatnið.
Slík'um. aðskilnaði er ekki.
hægt að koma hjer við, nema
við sundlaug Austurbæjarskól-
ans og láta sundkennarar dreng
ina vera bera“.
•
Snyrtimenska.
„BETRI LIEILDARSVIPUR
fæst hjá fimleikaflokknum, ef
allir í flokknum eru í eins fim-
leikafötum og er með þessu
hægt að þroska meðal nemenda
meiri snyrtimensku.
Rjett er það, að þetta mun
skapa nokkur óþægindi á þess-
um skömtunartímum, en unnið
er að því að skömtunaryfirvöld
in taki tillit til þessa“.
Þetta segir þá íþróttafulltrú-
inn.
j MEÐAL ANNARA ORÐA .". . . j
I i—: —i I
Úlvsrp Reykjavík: Hvað er að!
NÆST þegar þú opnar fyrir
útvarpstækið þitt og ferð að
bölsótast yfir því, að útvarps-
fyrirlesarinn sje þur og leiðin-
legur, eða grammófónplatan
gatslitin, eða hljeín lengri en
góðu hófi gegni, eða dagskráin
styttri en sómasamlegt megi
telja, eða efnisvalið ljelegra en
verjanlegt sje — næst, segi jeg,
þegar þú opnar fyrir útvarps-
tækið þitt og lokar því aftur,
skaltu minnast þess, að stofn-
unin greiðir í ár meir en helm-
ingi hærri fjárhæð í skrifstofu-
kostnað og laun en hún borgar
fyrir útvarpsefni.
Þú skalt einnig kynna þjer
eftirfarandi:
• •
Tekjur: kr. 3.200.000.
I fjárhagsáætluninni fyrir ár
ið 1947 eru tekjur ríkisútvarps-
ins áætlaðar kr. 3.200.000 (af-
notagjöld 2.800.000, aðrar tekj-
ur 400.000). í sömu fjárhags-
áætlun er gert ráð fyrir því,
að launagreiðslur, að viðlagðri
verðlagsuppbót, nemi kr.
983.622, að skrifstofukostnaður
verði 283.000, að kostnaður við
húsaleigu, ljós og hita nái kr.
90.000, að varið verði kr.
290.000 til útvarpsstöðva — og
að greiddar verði kr. 550.000 á
árinu fyrir efni til flutnings i
útvarpinu.
• •
Rrjef til útvarpsins.
Að þessu loknu skaltu taka
þjer penna í hönd og skrifa
ríkisútvarpinu brjef. Ef jeg
fengi að ráða, yrði það eitt-
hvað á þessa leið:
Kæra ríkisútvarp.
Jeg hefi lesið rekstursáætlun
útvarpsins fyrir árið 1947 og er
óánægður. Jeg hefi sjeð það
svart á hvítu, að aðeins einum
sjötta hluta tekna útvarpsins er
varið í dagskrá þess. Jeg hefi
komist að raun um það, að fyr-
irlesararnir og listamennirnir,
sem daglega leggja leið sína
upp að hljóðnemanum, eru að-
eins um helmingi meira virði
eri»brjefaklemmurnar og eyðu-
blöðin og blýantarnir, sem jeg,
samkvæmt rekstursáætluninni,
hlýt að ætla að megninu af
hinum 283.000 króna skrifstofu
kostnaði sje varið til.
Og jeg hefi komist að fleiru.
Mjer er sagt, að útvarpskórinn
nýi, sem nú er daglega auglýst-
ur, eigi að kosta 70—75.000
krónur á ári. Ef greiðslan fyrir
útvarpsefni í ár er logð til
grundvallar, er þetta um einn
sjöundi hluti alls dagsskrár-
kostnaðarins.
• •
Nú má ekki skilja þetta svo,
að mjer sje yfirleitt illa við
kóra eða hljómsveitir. Síður en
svo. En þegar þess er gætt, að
(Framhald á bls. 12)
/