Morgunblaðið - 18.10.1947, Qupperneq 9
Laugardagur 18. ott. 1947
MORGVISBLAÐIÐ
9
MANNKYN SEM RÆÐUR YFIR ÓTAK-
MARKAÐRI ORKU ER í HÆTTU STATT
HÆTTAN er sú, aS .vjelarn-
ar taki ráðin af möimunum",
sagði Þorbjörn Sigurgeirssson
eðlisfræðingur er jeg hitti
hann að máli í gær. Þorbjörn
er fyrir nokkru kominn heim
vestan úr Bandaríkjunum, en
þar hefir hann verið tvö und-
anfarin ár. Hann kom hingað
heim nokkru áður en stríðinu
lauk, slapp frá Höfn yfir Eyr
arsund til Svíþjóðar, eftir að
Þjóðverjar höfðu lokað rann-
sóknarstofum Nielsar Bohr. En
þar vann Þorbjörn um skeið á
stríðsárunum, og ávann sjer
mikið álit, meðal lærðra eðíis
fræðinga, fyrir lærdóm sinn,
áhuga og elju.
Heilsað upp á „vírusa“.
Hvert var erindi yðar vestur,
sp} r jeg Þorbjörn?
Það kom til orða, að jeg
ynni við rannsóknarstöðina á
Keldum. Svo jeg ætlaði að
kynna mjer ýmislegt varðandi
huldusýkla „vírusa“. Því talið
er líklegt, ef ekki víst, að mæði
veikii) sem hjer gerir usla, stafi
frá vírusum. En nú er annar
maður kominn vestur í Amer-
íku, til þess að kynna sjer slík
ar rannsóknir, og tilraunir,
Halldór Grímsson efnafræðing
ur. Hann mun vinna á Keldum
er hann kemur heim.
Jeg notaði nú tækifærið til
þess að spyrja Þorbjörn fj jetta
af „vírusunum" og skrýði hann
svo frá:
Vírusarnir eru sýklar sem
greina þá í venjulegum smá-
vaxnir, að ekki er hægt að
greina þá í venjulegjum smá-
sjám. En ýmsir þeirra valda
sjúkdómum, og er því mikils-
vert að ná til þeirra, og fá að
vita hvernig eigi að vinna bug
á þeim.
Hægt er að eygja þá í svo-
nefndum „elektró smásjám".
En þar eru elektrónur notaðar
í staðinn fyrir ljósgeisla.
Til þess að einangra þá eru
notaðar svonefndar „idtraskil-
vindur, hraðskilvindur má má-
ske nefna þau verkfæri. Er
vökvi með vírusunum settur í
skilvindur þessar, og vírusarn-
ir skildir frá vökvanum.
Hvernig er hægt að skilja þá
úr vökvanum, svo smágerðir
sem þeir eru?
Þeir eru þyngri en vatnið, og
falla til botns í krafsviði skil-
vindunnar.
Bólusett við inflúensu.
Virusunum er skift í 3 flokka
eftir því hvar þeir lifa, á dýr-
um, plöntum eða á bakteríum.
Samlíf þeirra við bakteríurnar
er mjög einkennilegt. Ef sett-
ur er vírus á bakteríu, þá spi ing
ur hún eftir um það bil 20
mmútur. En útúr þeirri spreng
íngu koma um huhdrað virus-
ar. Setji maður vírusana í til-
raunaglas, með bakteríum, þá
eru allar bakteríurnar dauðar
eftir stuttan tíma.
— Er þá ekki hægt að nota
vírusana í baráttunni gegn
baktej'íu sjúkdómum?
— Það hefur að sjálfsögðu
verið j eynt. En mönnum hefir
enn orðið lítið ágengt i því
ehii.
Þorbjörn Sigurgeirsson lýsir
framþróun eölisfræðinnar
If heimsmynd.
fitt yia
IstORRUtn
Ei'fiðast er að eiga við dýra-
virusana. M.a. vegna þess að
vandasamt er að greina þá frá
öðrum smáögnum í dýralikam
anum, því þar er svo mikið af
ögnum af svipaðri stærð.
Þó hefir tekist að einangra
influensuvírusinn. Ef vökvi úr
líkama manns eða dýrs sem
sýkt er af influensu er bland-
aður blóði þá setjast „vírus“-
agnirnar utaná rauða blóðkorn
in. Má þannig skilja þá frá
öði'um protein ögnum vökvans.
Síðan er ,,vírusinn“ losaður frá
blóðkornunum. Þá er farið
þannig með hann, að hann
vei'ður hættulaus mönnum og
er svo hægt að nota bann sem
bóluefni gegn inflifCnsu.
Á þennan hátt er nú bólu-
efni gegn influensu fi'amleitt í
stórum stíl. Er vírusinn sem
bóluefriið er unnið úr aðallega
ræktaður í hænueggjum.
Á styrjaldarárunum var tals
vert gert að því, að bólusetja
hermenn gegn influensu.
í heimi atómkjarnanna.
— Hvenær hættuð þjer við
virusana?
Um áramótin 1945—46. Þá
fór jeg út í aðra sálma. Það er
svo margt sem er að gerast í
eðlisfræðinni á þessum árum.
Greip jeg því tækifærið, er jeg
var kominn vestur, að fylgjast
þar sem best með öllum nýjung
um.
Helstu og merkustu nýjung
arnar i eðlisfræðinni eru í sam
bandi við rannsóknir á atóm-
kjörnunum.
— Manni verður oft á að
spyrja jkkur vísindamennina,
að hvaða gagni rannsóknir
ykkar og væntanlegar nýjung
ar geti komið.
— Þeir menn, sem vinna að
atómkjarnarannsóknum, geta
ekkert um það sagt, að hvaða
gagni niðurstöður þeirra kunna
að koma. Menn vinna að því af
kappi, og leggja sig alla fram,
til þess að skilja það sem best,
er gerist í hinum litla heimi
kjarnanna. Síðar er svo hægt að
sjá, hvað bægt er að gera við
niðurstöðurnar.
Hver atómkjarni er bygður
upp af tvennskonar smærri ein-
ingum, sem kallaðar eru prótón
ur og neutrónur. Sú orka, sem
I hingaðtil hefir verið unnin úr
'kjörnunum, hefir fengist með
því einu, að þessar agnir innan
kjarnanna hafa fengist til að
1 breyta um innbyrðis afstöðu
sína.
I
f»egar efnið gerbreytist í orku.
I En ástæða er til að ætla, að
Þorbjörn Sigurgeirsson.
hægt muni verða, að vinna orku
úr efninu í miklu stærri stíl,
en bingaðtil hefir verið hægt.
Og það er þegar hægt verður,
að láta þessar frumeindir kjarn
anna breytast alveg í orku. Við
það myndi koma fram þúsund
sinnum meiri orka, en áður hef-
ir verið unnið úr nokkrum atóm
kjarna. Og takist þetta, þá ætti
að vera hægt að vinna orku úr
hvaða efni sem er.
— Þá er það alveg úr sögunni
skilst mjer, að orkumagn heims
ins sje æ hið sama einsog menn
áður hjeldu fram.
— Sú heimsmynd er úrelt,
síðan Einstein komst að þeim
sannindum að það væri teoret-
iskur möguleiki, að breyta efni
í orku.
Það hefir nú verið sýnt að
vissum tegundum efnis, nefni-
lega elektrónum. má breyta í
orku. Orkumagnið í heiminum
er því ekki óbreytanlegt nema
efnið sje reiknað með sem ein
tegund orkunnar.
Eitt gramm og 3800 tonn
af kolum.
í gamla daga, getur maður
sagt, svo sem fyrir 50 árum,
var það skoðun eðlisfræðinga,
að orkan í heiminum væri altaf
sú sama, en hún breyttist í mis-
munanai myndir. Einsog t. d.
þegar orkan frá sólinni fær vatn
ið til að gufa upp og ílytur bað
upp í háloftin og síðan rignir
vatnið niður á land, sem er tals-
vert yfir sjó . Við það breytist
sólarorkan í stöðuorku, sem
vatnið svo losar sig við, er það
rennur niður fjallshlíðina. En
þeirri orku er breytt í rafmagn,
þegar fallvötn eru virkjuð.
Nú er það sannað að orkan
er ekki ,,konstant“ nema að
menn reikni efnið sem eina teg
und orkunnar. Orka er í öllum
hlutum. Ef eitt gramm af hvaða
efni sem er breyttisí algerlega
í orku, myndi orkan úr gramm-
inu vera eins mikiJ og sú orka,
sem leysist þegar brent er 3600
tonnum af kolum.
— Svo þá yrði ekkert úr
atömsprengjunni, í samanburði
við þetta reginafl.
— Nei, jeg held nú ekki. Þá
yrði atomsprengjan einskonar
steinaldarvopn samailborið við
þessi ósköp. En sem betur fer,
eiga vísindin langt. í land, til
þess að koma þessu í kring. Alt
sem gert er í þessum efnum er
enn unnið fyrir opnum tjöldum.
Þvi svo löng er leiðin talin að
fullum árangri.
Rlannkynið á glöíunarbraut.*
Ef til vill væri óskandi að
maðurinn kæmist aldrei svona
langt í kunnáttu. Jeg er eigin-
lega helst á þeirri skoðun að
maðurinn sje að verða of vold-
ugur, sje að fá ægiafl í hendur,
sem hann er ekki fær um að
stjórna.
— En tækist mannkyninu að
beisla slíka kjarnorku?
Ja, þá myndi alt mannlíf
gerbreytast. Við fengjum
yfir ótakmarkaðri orku að
ráða. Enginn þyrfti neitt að
gera, nema að stjórna vjelum.
Hættan sem þessu fylgdi ligg-
ur i því, að vjelarnar tækju
ráðin úr höndum fólksins. Það
afl sem hver einstaklingur gæti
stjórnað gæti hann notað til
ósakplegs tjóns fyrir sig og aðra,
ef bann beitti því afli óráð-
vendnislega. Eina vonin yrði,
að menn lærðu að beita nátt-
úruöflum þeim sem þeir fengju
i þjónustu sína, á skynsamleg-
an hátt, áður en það yrði um
seinan, áður en alt væri komið
i rúst og mannkynið með.
Ekki svo að skilja. Menn hafa
þegar handsamað kjarnorku,
I sem hægt er að nota til ægilegs
tjóns og ófarnaðar fyrir mann-
| kynið. ef til hennar yrði gripið
í styrjöld. Þvi ekkert er því til
í fvrirstöðu. að gerðar verði mik-
1 ið stæiri og öflugri kjarnorku
| sPrengjur, en hingaðtil hafa ver
ið gerðar.
— Vi3 hvað unnuð þjer fyrir
”°stan eftir að þjer hættuð við
vírus-yannsóknirnar.
Gáía geimgeislanna.
Jeg var lengst af við Prince-
ton háskólann, vann þar sem
gestur sem kallað er. Þar hafði
jeg hin bestu vinnuskilyrði, alt
sem jeg gat kosið af rannsókna-
tækjum og öðru. Þar kynnti
jeg mjer eftir föngum helstu
nýjungar í eðlisfræði, en þar
eru altaf að gerast merkilegir
Mutir. Oa hafði tækifæri til að
vinna sjálfstætt að rannsókn-
um. eftir því sem mjer best lík-
aði. Maður verður að leitast við
af fremsta megni, að læra af
náttúrunni.
Jeg vanr. m.a. að athugunum
á hinum svonefndu geimgeislum.
Rannsóknirnar á þeim er einn
þátturinn í atómkjarnavísindun-
um. Því í geimgeislunum, sem
koma einhversstaðar utan úr
geimnum eru agnir, sem að
miklu leyti eru sömu tegundar,
og agnir eða eindir atómkjarn-
anna. Eitt er merkilegt við
geisla þessa, að hverri eind sem
með þeim kemur, fylgir raeiti
orka, en annarsstðar þekkist, og
meiri o rka en tekist hefir að
gefa svipuðum ögnum af manna
völdum. En af því geimgeislarn-
ir hafa svo mikla orku fram-
kalla þeir meiri breytingar á
atómkjörnum, en annarsstaöar
þekkist. Orka sú, sem kemur til
jarðarinnar með geimgeislunum,
er þó ekki mikil að vöxtum, ekki
talin meiri, en sú orka, er berst
jörðinni með Ijósinu frá stjörn-
unum. Sumar af rannsóknum
þeim, sem gerðar eru á geim-
geislunum er hægt að fram-
kvæma með tillölulega einföld-
um tækjum.
Kennsla og rannsóknir.
Hafið þier getað aflað yður
rannsóknatækja til þess?
Já, nokkur tæki tókst mjer að
fá, sumpart fyrir góðvild
manna og sumpart af því, jeg
gat sætt tækifæriskaupum. —
Rannsóknartæki þessi eru' nú
komin, og verða sett upp í til-
raunastofu, sem jeg hefi fengið
í Háskólakjalaranum.
Jeg tek að mjer að kenna
verkfræðingaefnum í Háskólan-
um eðlisfræði og nota þessa
stofu í sambandi við kennsluna.
En auk þess kenni jeg dálítið í
Menntaskólanum. Svo vonast jeg
eftir að geta hagað daglegum
störfum mínum þannig að jeg
hafi nokkuð ríflegan tíma til
rannsókna minna.
— Hver eru þau verkefni sem
þjer hafið helst hug á?
— Fyrst ætla jeg að athuga
geislamagn frá ýmsum bergteg-
undum og sjá hvort bergið á
hverasvæðunum inniheldur
meira af geislamögnuðum efn-
um en berg annarsstaðar.
Kyndingin í jörSinni.
Líklegt er, að það sjeu geisla-
mögnuð efni niðri í jörðinni,
sem orsaka jarðhitann. Að ork-
an, sem kemur fram, þegar
kjarnar lunna geislamögnuðu
efna breytast, breytist í hita, en
sá hiti leiti til yfirborðsins.
— Jeg hef altaf haldið að jarð-
hitinn væri alveg stöðugur og
væri leifar frá því að öll jörðin
var glóandi.
Ef ekkert gerist í iðrum jarð-
ar, sem hjeldi jarðhitanum við,
segir þá Þorbjörn, þá væri jörð-
in orðin köld fyrir löngu. Svo
mikið hitamagn streymir út í
gegnum bergið.
Það er margt í sambandi /ið
hverina og eldfjöllin, sem gam-
an væri að hafa tækifæri ti! að
athuga gaumgæfilega. T.d. efa-
málið um það, hvort vatnið, sem
kemur upp á jarðhitasvæðunum,
er svokalað „nýtt vatn“ eða það
er regnvatn, sem hefur hitnað í
jörðinni og komið upp að nýju.
Eða hvort að jafnaði er um sam
Framh. á bls. 11.