Morgunblaðið - 18.10.1947, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.10.1947, Qupperneq 11
Laugardagur 18. okt,. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 1! Ræða Bjorno Benediktssonar (Framhald af bls. 2). Frakkland og fleiri lönd. Þetta á ekki síður við t.d. um skipti okk.ar við Frakkland heldur en Tjekkóslóvakíu. Nú- verandi ríkisstjórn hefur aldrei hindrað, að til Frakklands væru seldar fiskafurðir, sem innflutn- ingsleyfi þar hefur þegar verið fengið fyrir, svo sem þessi háttv. þm. sí og æ fullyrða. Þvert á móti hefur ríkisstjórn in, eins iog skylda hennar að sjálfsögðu var, beitt sjer fyrir að fá framlengda gengistrygg- ingu á frankanum, til þess að geta greitt fyrir áframhaldandi sölum til Frakklands. Hitt liggur í augum uppi, að sama varan verður ekki seld til margra landa í senn. Það, sem búið var að binda í samn- ingum við einn, verður ekki á meðan þeir samningar eru í gildi selt öðrum, allra síst þegar ekkert liggur fyrir um, að sá vilji kaupa. — Þetta er augljóst mál, sem allir skilja, jafnvel háttv. þm. Sameiningarflokks alþýðu, Socialistaflokksins, ef þeir vildu beita því viti, sem þeir, þfátt fyrir allt, eru gæddir. Ndverandi ríkisstjórn hefur eftir föngum, eins og þegar er sagt, greitt fyrir sölum til Frakklands og til ítalíu. — Nú standa yfi: samningar \'ið Hol- land, sem eftir atvikum virðast vera rnjög hagkvæmir. Gallinn á jafnvirðiskaupum. En gallinn á skiptum við öll þessi lönd er sá, að ekkert þeirra vill borga hinn hraðfrysta fisk okkar í frjálsum gjaldeyri. Öll heimta þau jafnvirðiskaup svo- nefnd, eða clearing-viðskipti, og öll viija þau láta okkur fá þær af þeirra .vörum í staðinn, sem síst eru seljanlegar fyrir frjáls- an gjaldeyri. Það eru þessar leyfar, sem við verðum áð hirða, af því að hið háa verðlag knýr okkur til jafnvirðiskaupa. Geta okkar litla þjóðfjelags, einkum þegar svo er statt, sem nú, er hin&vegar mjög takmörk- uð til að taka á móti þessum vörum. Eitt af verkefnum París arráðstefnunnar var það að reyna að eyða þessum annmörk um jafnvirðisviðskiptanna og er haldið áfram viðleitni í þá átt. Ef árangur yrði af því, mundi það mjög ljetta fyrir okkur þessi viðskipti. En vöruveröið er einnig mjög'hátt í öllum þessum lönd- um, einkum á þeim vörum, sem jafnvirðiskaupin ná til. Þá hefi jeg og öruggt dæmi þess að samskonar vara keypt * með bunönum gjaldeyri í einu þess- ara landa er 3—4 sinnum dýr- ari en ef hún er keypt frá Bandaríkjunum. Þessar þjóðir skortir frjálsan gjaldeyrir og eru dæmi þéss, að sömu vörurp- ar eru helmingi ódýrari í frjáls- um gjaldeyri en í jafnvirðis- kaupum, sem miðast við inn- lenda mynt þeirra. Þar sem svo er, getur því borgað sig betur að celja afurðir okkar fyrir býsna mikið lægra verð, ef greiðsía fæst í dollurum og að vissu marki í pundum, og geta þá valið um, hvort víð kaupum nauðsynjar í þessum löndum éða annarsstaðar, þar sem verð- ið kar.n að vera ennþá lægra. Þetta þekkja allir, sem ein- hvern kunnugleika hafa af þess- um málum. Háttv. þingmenn Sameiningarflokks alþýðu, Soc- ialistaflokksins, sumir ekki síð- ur en aðrir. En af hverju halda þeir þá áfram þessum áróðri sínum? Þrent fyrir höndum. Ástæðurnar fyrir því get jeg því miður tímans vegna ekki rakið aö þessu sinni. Hitt er augljóst, að, ef stefriu þeirra er fylgt, er ekki nema þrennt fyrir höndurn. Eitt er það, að atvinnuvegirn- ir, og einkum bátaútvegurinn, leggist algerlega niður um sinn, þangað til hinn bitri lærdómur reynslunnar hefur kennt mönn- um, að ekki verður hjá því kom- ist að láta undirstöðu atvinnu- vegi þjóðarinnar bera sig. En sá lærdómur mundi ekki fást fyrr en eftir langt tímabil atvinnu- Ieysis, fátæktar og eymdar. Annar möguleikinn er sá, sem háttv. Sameiningarflokkur al- þýðu, Socialistaflokkurinn, læt- ur skína í, að sje það, sem fyrir þm. hans vakir, að andvirði vöru okkar sje bætt upp á erlendum mörkuðum með annarlegum verðmætum, þ. e. a. s., að við högum stjórnmálum okkar á þann veg, að aðrar þjóðir vilji gefa meira verð fyrir fiskinn, til að kaupa þá breytingu á inn- anlandsmálum okkar. Þriðji möguleikínn er sá, að reynt verði að halda við nú- verandi fyrirkomulagi með lán tökum enn um sinn. Nauðsyn- leg lán íil þess mundu áreiðan- lega verða vandfeng'in. Eftirtektarvert er, að frænd- ur okkar Danir hafa fyrir skömmu teldð 40 milj. dollara lán. Þetta þótti svo mikil lán- taka, jafnvel þótt til 'endur rcisnarsíarfs væri, að fregn um hana var símuð víðsvegar um heim. Ef við tækjum tilsvarandi lán, mundi það ekki verða nema rúm millj. dollara, eða 7—8 millj. króna. Mega allir sjá, hversu lengi okkur dygði slík lántaka og hversu heillaríkt iværi að verja þó ekki meira fje en því í óseðjandirhít verð- bólgunnar. En jaínvel þó að miklu stærra lán væri fáanlegt, er greinilegt,* að afleiðing þess yrði einungis sú, meðan fjárhagsástandið er elcki breytt frá því, sem nú er, að við á skömmum tíma mund- um festast í skuldafeni, sem við ættum erfitt með að losa okk- ur úr. Auðvitað getur orðið óhjá- kvæmilegt að taka lán og stund um getur það beinlínis verið skynsamlegt. En hitt er s'tór- hættulegt að taka lán, sem fyr- irsjáanlega er ekki hægt að borga. Núverandi ríkisstjórn vill fyr ir alla muni forðast að þannig- fari fyrir okkur, á sama veg og hún vill eindregið berjast á móti hinum tveim afleiðingunum af tefnu háttv. Sameiningarflokks alþýðu, Socialistaflokksins. Takmörkum eyðsluna. Það er að vísu rjett, að þessir möguleikar verða ekki hindr- aðir nema því aðeins, að íslend- ingar, þjóðarheildin, takmarki eyðslu sína frá því, setn verið hefur. En það má ekki gerast með því, og á ekki að gerast með því, að byrðarnar verði ein göngu lagðar á einstakar stjett- ir, heidur verða þar allir að taka þátt í, hvei eftir sinni getu. Slík þrenging lífskjaranna er auðvitað ekki æskileg, þvert á móti, en þó er mönnum ekki boðið upp á nein hörmungar- kjör. Nú þegar síldveiðarnar hafa brugðist verða gjaldeyris- tekjurnar þó h. u. b. 300 miljón ir króna. A árunum fyrir stríð voru þær 50—60 milljónir. Ut- lenda varan hefur að vísu hækk að en hvergi nærri sem þessum mismun nemur. A þeim tímum, er aðrar þjóð- ir keppa að því, að koma mál- um sínum í ekki lakara horf en þau voru fyrir stríðið, verð- ur að segja, að þau kjör Is- lendinga, að geta haft það svona miklu betra en fyrir stríðið, eru vissulega ekki kröpp. Allra síst þegar á það er litið, hvað okkar bíður, ef þessi kostur verður ekki valinn. Þá er ekkert annað framundan en sá ófarnaður, sem stefna Socialistaflokksins hlýtur að leiða til og áður var lýst. Verndum okkar dýra arf. Menn verða þessvegna að átta sig á, að hjer er ekki að- eins um að ræða fjárhagsleg atriði. Það, sem við nú eigum að taka ákvörðun um, er, hvort við eigum með hærri kröfum en efni standa til, að tefla mál- um okkar í það horf, að eitt af þrennu bíði okkar; fjárhagslegt öngþveiti, sala1 stjórnmálalegs frjálsræðis eða ósjálfstæði, sem leiðir af botnlausum skuldum. íslenska þjóðin mun vissu- lega ekki velja neinn af þess- um kostum. Núlifandi kynslóð mun ekki fara þannig með hinn dýra arf, sem lienni héfur hlotn sst. Hú:i mun ekki cíurselja frjálsræði sitt á fyrstil árum hins endurreista lýðveldis, held ur rriun hún liaga máhim sín- um svo, r.ð við getum skilað landinu í hendur cftirkomenda okkar alfrjálsu og mcð blóm- legri efnahag cn nokkru sinni áður. Flugvallarstjóri Áka gleymdi að innheimta lendingargjöldin SÉsfíai siafar frá im íleiri bamafæðbigar SKÝRT er frá því í síðustu Hagtíðindum, að árið 1945 hafi tala lifandi fæddra barna ver- ið 3434, eða 26,6 á hvert þús- und landsmanna. Er það mun hærra hlutfall en næsta ár á undan, og hefir ekki verið svo hátt síðan 1930. Fór þetta hlut- fall sílækkandi fram til ársins 1940, en hækkaði svo mjög ört. Af börnum fæddum 1945 voru 847 eða 24,2% óskilgetin. Er það örlítið lægra en næstu ár á undan, sem voru með hæsta móti. A*nnars heíir hlut- fallstala óskilgetinna barna hækkað mikið á síðari árum. Árið 1945 dóu hjer á landi 1179 manns, eða 9,1 af hverju þúsundi landsmanna. Er það lægra manndauðahlutfall héld ur en nokkurt ár undanfarið, en árið 1944 var hið minnsta manndauðaár, sem komið hafði áður. Þá dóu 9,6 af hverju þús- EINAR OLGEIRSSON reyndi ekki með einu orði í gær, að afneita eða afsaka stuld og skjalafals kommúnista, sem ut- anríkisráðherra upplýsti í fyrradag.. Einar mintist ekki á það brjef, er Erling Ellingsen skrifaði utanríkismálaráðuneyt inu, þar sem hann segir að sjer sje ókunnugt hvar eða hvern- ig „plagg“ það, er birtist í Þjóð- viljanum 5. okt. s.l., hefur kom- ist í hendur greinarhöfundi. Hinsvegar kom Einar með þá fáránlegu skýringu, að flug- vallarnefndin hefði víst verið neydd að skrifa undir skýrslu þá, er birt var á Alþingi í fyrra- dag! Þetta framferði sýnir að kom múnistar hafa ekki' hreina sam visku í málinu. Vanræksla írúnaðarmanns Áka. Umræðurnar um Keflavíkur völlinn heldu áfram í gær, og stóðu óslitð frá 1-4% Eysteinn Jónsson, flugmálaráðherra tók fyrstur til máls. Áki hafði spurt með miklum þjósti, hvort lendingargjöld væru greidd á Kefiavíkurflug- vellinum. Eysteinn upplýsti að svo væri, en það hefði dregist mjög á langinn, því að komið hefði í ljós, ótrúleg vanræksla í að koma þessu á. En sá, sem átti að sjá um þetta vsr fyrverandi flugvallar stjóri, er Áki skipaði. Svo langt gekk þetta, sagði Eysteinn, að útlendingur kom upp í stjórnarráð og spurði hvort ekki væru innheimt lend- ingargjöld hjer! Er flugvallarstjóri Aka fór frá var þetta enn í ólagþ. en var kippt í lag, er hánn fór. Áki hafði fullyrt að ekki þyrfti nema 50 menn á Kefla- víkurflugvöllinn. Eysteinn kvað furðulegt að heyra þetta, er maður ber sam- an allan þann fjölda, er Áki rjeði á sínum tíma, en það mun verða upplýst síðar. Umræður. Áki sá sinn kost vænstan að sýna sig ekki í þinginu eftir þá útreiö, sem hann fekk í fvrra- dag. En Einar Olgeirsson reyndi að koma flokksbróður sínum til hjálpar. . Hjelt hann 2% tíma ræðu í gær og þuldi áfram rang færslur Þjóðviljans og vitaiaði í hina.stolnu og fölsuðu skýrslu, sem Áki birti í tillögu sinni. Stríðshættan stafar af einræð- isherrunum. í fundarlok kvaddi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sjer hljóðs. Benti hann á þá miklu breytingu, sem orðið hefði á E. Olgeirssyni frá því á þriðjudagskvöldið, er hann rnisti málið í miðjum klíðum og hljóp frá hljóðnemanum löngu áður en ræðutími hans var lið- inn. En.nú þegar færri hlýddu á hann, væri hann svo mállið'- ugur að hann gæti malað tóma vitleysu í hálfan þriðja klukku tíma. Ráðherrann sagði enn íremur áð Einar Olgeirsson væri sí- felt að tala um yfirvofandi styrj öld. I því sambandi kvaðst hann vilja varpa fram þeirri spurn- ingu hvaðan Einar teldi að þessi hæta stafaði? Reynslan sýnir, sagði ráð- herrann, að það eru ekki lýð- ræðisþjóðirnar, sem hefja árás- ir á aðra, heldur væru það á- valt einræðisherrarnir. — Hann kvaðst ekki trúa því, að hokk- urum dytti í hug, eins og nú væri ástatt í heiminum, að hefja nýja síyfjöld. En ef slík óham- ingja ætti að henda þjóðirnar, að styfjöld brytist út, myndn þá kommúnistar treysta sjer til að halda því fram að það væri hagkvæmt fyrir íslendinga' að eini millilandaflugvöllurina hjer á landi væri í rniðri höf- uðborginni? Þegar forseti lauk fundinum, voru liðnar 20 mínútur íram yfir venjulegsm fundartíma og var þá einn þingmaður á mæl- endaskrá, Gylfi Þ. Gí&lason, auk utanríkisráðherra, sem ekki hafði lokið máli sínu. Framh. af bls. 9 bland að ræða af „nýju vatni“ og regnvatni. En teíja má mjög líklcgt, ef ekki alveg víst, að t.d. viö ekl- gos 'kemur mikið af vaíni upp úr glgunum, sem cr nýtt á yJ'ii - boroi jarðar. -k Þegar Þorbjörn, hinn Jærði eðlisfræðihgur, ætlaði að gefa mjer lektíu um jarðhitann, þá spurði jeg hann, hvort jeg mættí ’ekki eiga' hana í bakhöndinni, því jeg vissi ekki, hvernig :njer tækist að gera lesendunum skilj- anleg, þau vísindi, sem jeg þegar hafði hlýtt á. Það er þitt lesari góður, en ekki mitt, að skera úr um það, hvernig þetta hefur tekist. Hafi jeg klórað mig sæmilega fram úr því þá mun jeg með ánægju gera aðra tiiraun, til þess að leita til Þoibjarnar til að frcoð- ast af honum, um hinar stór- feídu nýjungar á sviði eðlisfræð innar. Því nú vona jeg að hann sje alkominn heim, og að hann eigi eftir að vinna lengi fyrir land sitt og þjóð. Fyrir sllka menn ,eru verkefni á hverju strái. V. St. Athugn vilja íbúnnna London. — Fidltrúar utanríkis- ráðherranr’i hafa komist að sara- komulagi irai að fara til hinná fyrri nýlondna Itala og kynná sjcr viíja sjálfs fólksins um framtið þeirra. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.