Morgunblaðið - 25.10.1947, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 25. okt. 1947
MÁNADALUR
S)háíclóacja efítir J}ach cJondo
n
*«
38. dagur \
Hún lyfti lokinu á kistunni
og horfði aðdáunaraugum á
skart sitt.
„Þess vegna hefi jeg sjálf út-
búið hvílustað minn og nú fer
jeg þangað bráðum. Gamall
heimsspekingur'hefir sagt: Við
vitum að við eigum að deyja, en
við trúum því ekki. — En gam
aft iólk trúir því. Jeg trúi því.
En þjer skuluð hugsa um salt-
kerin og þá rennur yður reiðin
út af því að jeg hefi tekið há
ómakslaun af yður. Jeg mundi
gera alt til þess að losna við
saltkerin — jafnvel stela sein-
asta eyri ekkjunnar. brauð-
skorpu frá sveltandi barni og
jafnvel peningum af dauðum
uianni".
,,Trúið þjer á guð?“ spurði
Saxon og reyndi að herða upp
hugann.
Mercedes skellti hurðinni í
lás og ypti öxlum.
,,Hver veit? Jeg veit að jeg
fæ mjúka sæng“.
„En dómarinn?“ sagði Saxon
því að hún hafði í huga alt
það, sem Merceds hafði sagt um
sjálfa sig.
„Við skulum ekki hugsa um
það. Guð er góður, eins og eitt-
hvert skáldið hefir sagt. Jeg
skal einhverntíma tala meira
um guð við yður. Það er óþarfi
að óttast hann. En þjer skuluð
óttast saltkerin og hvernig
mennirnir kunna að fara með
hinn fallega líkama yðar eftir
dauðann".
VII. KAFLI
Billy var alveg hissa á því
hvað þeim leið vel. Hann var
alveg hissa á því hvað launin
hans entust. Þegar hann hugs-
aði um það að þau lögðu stöð-
ugt fje á banka, að afborganir
húsgagnanna voru greiddar
skilvíslega á rjetturn tíma, að
hann hafði altaf nóga vasapen-
inga og maturinn var mikill og
ríkulegur, þá skildi hann ekk-
ert í því hvernig Saxon gat líka
keypt sjer hitt og þetta. Hann
hafði minst á þett.a við hana
og sagt henni hrinskilnislega að
han skildi ekkert í þessu, en
þá hafði Saxon jafnan farið að
hlæja ofurlítið drýgindalega og
það hafði gert hann enn rugl-
aðri.
„Jeg get alls ekkiskilið hvern
ig þú ferð að því að fá allt
þetta fyrir kaupið mitt“, sagði
hann eitt kvöldið.
Hann ætlaði að segja eitt-
hvað meira, en hætti við það
og hnyklaði brýrnar.
„Heyrðu“, sagði hann svo alt
í einu. „Hvað er orðið af fallega
morgunsloppnum, sem þú hafð
ir svo mikið fyrir að sauma?
Jeg hefi aldrei sjeð þig í hon-
um, og ekki geturðu ætlað hann
handa drengnum“.
Saxon hugsaði sig um augna
blik og horfði einkennilegum
gletnisaugum á hann. Henni
hafði altaf veist erfitt að segja
.•ósatt, og síst af öllu gat hún
skrökvað að Billy. Hún sá að
andlitsdrættir hans urðu skarp
ari og það var merki þess að
farið var að síga í hann.
„Heyrðu Saxon —þú gerir
það þó líklega ekki — þú selur
vonandi ekki það sem þú saum
sögu. Hún sagði honum frá því
hvernig Mercedes hefði komið
sjer til þessa og að hún hefði
hirt bróðurpartinn. Hún sagði
honura frá greftrunarklæðum
Mercedes. En Billy kærði sig
ekki um að heyra það. Hann!
vildi halda sig við efnið. Og í
fullkominni alvöru sagði hann
Saxon að hún mætti alls ekkij
selja vinnu sína.
„Jeg hefi sama sem ekkert
að gera, Billy minn“, sagði hún.
Hann hristi höfuðið.
ar?
Þá: sagði hún honum upp alia
,,Þú gerir það ekki“, sagði
hann. „Jeg vil ekki heyra minst
á það. Jeg hefi lofað að sjá
fyrir þjer og jeg ætla að standa
við það. Jeg vil ekki að nokkur ;
maður geti sagt það með sanni
að konan hans Billy Roberts
verði að vinna fyrir sjer sjálf. j
Og jeg kæri mig ekki um að
verða að viðurkenna það. Það
er ekki nauðsynlegt heldur“.
„En Billy minn-----------“
„Nei, þetta er það eina, sem
jeg get ekki þolað, Saxon“,1
greip hann fram í. „Jeg er ekki
að hafa á móti því að þú saum- (
ir, því að það þykir mjer væntj
um. Mjer þykir vænt um hvern
einasta hlut sem þú hefir gert,
en jeg vil að þú gangir sjálf
í því sem þú saumar. Haltu bara
áfram að sauma alt hvað þú,
getur — en aðeins handa sjálfri
þjer. Jeg skal borga efnið. Þú
veist ekki hvað jeg er kátur á
daginn þegar jg hugsa um það
að nú sitjir þú heima og sjert
að sauma á þig og drenginn.
Það eiylíka vegna þess að jeg
veit hvað þjer þykir vænt um
að mega sauma á hann. En þú
sviftir mig algerlega þeirri
gleði ef jeg veit það að þú ert
að sauma handa öðrum til þess
að græða á því. Konan hans
Billy Roberts þarf ekki að
vinna — þ$ð er minn metnað-
ur. Skilurðu það? Auk þess
væri það ekki rjett“.
„Þú ert svo góður, elsku Billy
minn“, sagði hún blíðlega og
henni þótti vænt um að heyra
þetta þótt henni hálfsárnaði
þetta í aðra röndina.
„Jeg vil að þú hafir alt, sem
þú þarfnast og þig langar í“,
sagði hann. „Og þú skalt altaf
hafa nóg á meðan þessir hnef
ar tolla við handleggina. Mjer
þykir sjálfum ákaflega vænt
j um að þú hugsar.um klæðaburð
þinn. Jeg er nú enginn engill
og jeg lærði ýmislegt áður en
jeg kyntist þjer sem jeg hefði
ekki átt að læra. En jeg veit
hvernig mjer er innanbrjósts
og jeg veit það að jeg hefi aldrei
| kynst jafn snyrtilegri konu og
þjer. Og — og--------“
I Hann fórnaði höndum í vand
ræðum, því að hann kom ekki
, orðum að því, sem hann vildi
segja. En svo reyndi hann aftur:
„Jeg á ekki við það hvað þú
ert þrifin, því að margar kon-
ur eru þrifnar. Það er eitthvað
meira, eitthvað alt annað. Það
er Það er eitthvað, sem
mótast í meðvitund mína, eitt-
; hvað, sem altaf fylgir öllum
hugsunum mínum um þig. Þú
• ert í einu orði sagt dásamleg,
og þess vegna getur þú aldrei
j fengið of mikið af fallegum
fötum, og þú getur aldrci feng-
ið nógu falleg föt, sem hæfi
' þjer að mínu áliti. Þess vegna
j er þjer óhætt að fá þjer ný föt.
Jeg get unnið mjer miklu meira
inn. Billy Murphy fjekk sjötíu
og fimm dollara í vikunni sem
leið fyrir að berja niður „hetj-
una að norðan“. Þá borgaði
hann okkur það sem við höfð-
um lánað honum“.
En nú var það Saxo.n, sem
mótmælti. Hann ljest ekki
heyra það.
„Kannastu við Carl Hansen?
Þessir fábjánar, sem skrifa um
íþróttir, kalla hann Sharkey
annan. Og sjálfur kallar hann
sig „hnefaleikakonung flotans“.
Jég hefi athugað hann. Og jeg
hefi sjeð hann berjast og jeg
er viss um að jeg get gefið hon
um hæfilegt svefnmeðal •—
eins og að drekka. Ritari íþrótta
klúbbsins hefir lofað að koma
okkur saman. Sá, sem sigrar á
að fá hundrað dollara. Og þú
mátt fara með þá eins og þig
lystir. Hvað segirðu um það?“
„Ef jeg má ekki vinna mjer
neitt inn, þá mátt þú ekki held-
ur berjast“, sagði Saxon. „En
það á ekki að vera neitt „kaup
kaups“ á milli okkar. Því að
þótt þú leyfðir mjer að selja
sauma, þá mundi jeg aldrei
leyfa þjer að berjast. Jeg get
ekki gleymt því sem þú sagðir
um það hvernig það færi með
þig. Og jeg læt þig ekki eyði-
leggja heilsu þína, því að hún
er mín eign ekki síður en þín.
En ef þú vilt hætta við að berj-
ast, þá skal jeg gjarna hætta
að sauma fyrir peninga — mjer
er alvara með það. Og jeg skal
lofa meira — jeg skal aldrei
gera neitt, sem jeg veit að þjer
er á móti skapi“.
„Því lofa jeg líka“, sagði
Billy. „En mig langar nú samt
skolli mikið til þess að reyna'
mig við þennan uxa hann Han-
sen“.
Hann brosti og skifti um tón.
„Nú skulum við sleppa þessu
og þú syngur fyrir mig „Svíf-
ur að hausti“ og leikur undir
á — já, hvað heitir það nú aft-
ur þetta hljóðfæri?“
Hún greip ukulélén og söng
þetta lag. Og'svo spurði hún
hvort hún ætti ekki að syngja
hinn raunalega uppáhaldssöng
hans „Raunir kúrekans“. Svo
einkennileg áhrif hefir ástin að
henni var farinn að þykja þessi
söngur fallegur, aðeins af því
að hann hjelt upp á hann. Og
þegar hann söng vísuna ram-
falskt þá gat hún í hjartans ein
lægni tekið undir við hann og
sungið jafn falskt og hann. Og
henni kom ekki til hugar að
segja að hann syngi falskt.
„Jeg er viss um að Bert og
allir aðrir hafa verið að stríða
mjer þegar þeir sögðu að jeg
syngi falskt“, sagði hann.
„Já, það er áreiðanlegt, því
að þú syngur vel“, sagði hún
þótt hún vissi að hún sagði ó-
satt, en það fannst henni ekki
JfrtírcrrciíimMíuíiðiíið
GULLNI SPORINN
118
á mjer. Teg hrasaði, og er mjer tókst að standa á fætur,
sxóð jeg um stund og kastaði mæðinni. En nú komu allir
menn okkar hlaupandi í áttina til mín og fram hjá mjer,
og flýðu með háum ópum niður hæðina. Þrjú af her-
tylkjum uppreisnarmanna höfðu verið send gegn okkur,
og svo mannmörg voru þau, að við gátum ekkert gert
nema hörfað undan. Samtímis þessu hófu hermennirnir
í virkinu ákafa skothríð á okkur, og jeg sá nú, hvernig
maður getur tekið þátt í orustu og tapað henni, án þess
að fá hið minnsta tækifæri til að verja sig.
En allt í einu heyrði jeg kröftug húrrahróp og sá, að
hersveitir Sir Berkeleys, sem til þessa höfðu leynst undir
trjánum við rætur hæðarinnar, voru að koma okkur til
hjálpar. TJppreisnarmenn höfðu sýnilega ekki þorað að
hætta á að sækja of langt fram, því allt í einu höfðu menn
þeir, sem aðeins andartaki áður voru á hröðum flótta, skip
ar sjer í fylkingar og sóttu nú fram á nýjan leik. Við
hjeldum sókn okkar áfram um hríð en neyddumst svo
aftur til að nema staðar, vegna hinnar áköfu skothríðar
uppr eisnarmanna.
Jeg hafði ekki veitt því eftirtekt, en flóttinn eftir fyrstu
árásina hafði haft það í för með sjer, að jeg var nú
kominn í fremstu víglínu og alveg undir moldarvirkið.
Foringjar okkar voru þegar byrjaðir að klifra upp, og jeg
og ýmsir aðrir fylgdum á eftir þeim. •
Nú vildi svo til að á sama andartaki, sem maðurinn,
sem á undan mier fór, ætlaði að ryðja sjer braut upp á
toppinn á virkinu, steyptist hann fram fyrir sig. Jeg gægð-
ist upp fyrir virkisbrúnina og sá einn uppreisnarmann-
anna lyfta byssu sinni til að rota hann. Þetta tókst honum
þó ekki, því jeg greip um fætur samherja míns og kippti
í, með þeim árangri. að við ultum saman niður virkis-
vegginn.
Þegar við skreiddumst á fætur, sáum við að flótti var
enn kominn í lið okkar. Áður en varði var jeg kominn
aftur á harða hlaupum niður hæðina, en á eftir mjer fóru
fjórir uppreisnarmenn. „Hvernig ætli þessu ljúki?“ hugs-
aði jeg.
— Nú eruð það ekki aðcins
þjer, sem hafið svalir.
•k
Miðasalinn gekk að konu,
sem var með lítinn dreng, og
spurði hann hvað hann væri
gamall, því það fer eftir aldr-
inum hvort krakkar þurfa í'.ð
hið sama og skrökva að hon-1 Þorga eða ekki
um.
I =
Til sölu
lítið notuð búsáhöld, svo
sem rafmagnspottar, olíu-
vjel, lítið gólfteppi, tveir
b.eddar og nýtt eldhúsborð
Tjarnargötu 8.
iminmriiM
Hann er bara fjögra ára,
sagði konan.
— Allt í lagi, sagði miða-
salinn.
— En litli snáðinn horfði i-
bygginn á miðasalann og bjóst
við því, að hann þyffti að íá
meiri upplýsingar, og þess
vegna sagði hann:
— Og mamma er bara 31 árs
gömul.
★
— Hvernig er það með bók-
ina sem jeg lánaði þjer í síð-
ustu viku.
— Já,. það er alveg rjett, en
jeg er bara búinn að lána vini
mínum hana. Þurftir þú að fá
hana?
— Nei, nei, ekki handa sjá’f
um mjer, en sá sem lánaði mjer
hana, sagði að eigandinn heiði
verið að spyrja eftir henni.
★
Skotinn: — Hvað kostar að
fá sjer bað?
Baðvörðurinn: — Einn shill-
ing.
Skotinn: — Er ekki hægt að
fá bað fyrir sex pence, éf þjer
látið helmingi minna af vatni
í baðkerið en vanalega.
★
Skoti nokkur fann á götunni
pakka með líkþornaplástri í.
Og til þess að geta notað plást-
urinn, fór hann í næstu skó-
búð og keypti sjer of litla skó.
★
— Þjer lítið miklu betur út
í dag, sagði læknirinn, um leið
og hann gekk inn í stofuna til
sjúklingsins.
— Já, jeg fór líka eftir því
sem stóð á meðalaflöskunni,
sem þjer ljetuð mig hafa.
— Nú, hvað stóð á henni?
— Passið að flaskan sje vel
lokuð