Morgunblaðið - 07.11.1947, Side 1
16 síður
34. árgangur
254. tbl. — Föstudagur 7. nóvember 1947
»
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Allsherjarþing mun skipa milliþinganefnd
Byrnes vill þýska frið-
arsamninga næsta ár
Mun flýta anduirebn Evrópu
Winston Salem, North Carolina.
’ JAMES BYRNES, fyrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna. hefur tjáð sig fylgjandi því, að kvödd verði saman þegar
á næsta ári ráðstefna, til að fjalla um þýsku friðarsamningana.
Telur utanrikisráðherrann fyrverandi þetta vera nauðsynlegt, til
í-.ð flýta fynr endurreisn Þýskalands og allrar Evrópu.
Bandarísk aðstoð.
Byrnes ljet í ljós þessar skoð-
anir sínar í ræðu, sem hann
flutti í Winston Salem s. 1.
miðvikudag. Kvaðst hann álíta
að gefa ætti Þjóðverjum þegar
í stað leyfi til að hefja endur-
reisnina heimafyrir, í stað þess
að neyða þá til að byggja all-
ar vonir sínar á aðstoð Banda-
ríkjanna.
Neitunarvaldið má ekki
öllu ráða.
Um þýsku friðarsamningana
sagði Byrnes, að hann væri því
meðmæltur, að gengið yrði frá
þeim, jafnvel þótt Rússakynnu
að neita að fara að vilja tveggja
þriðju hluta fulltrúa hinnar
væntanlegu friðarráðstefnu.
Slík afstaða þyrfti engan veg-
in að þýða það, að verið væri
að gera sjersamning við Þýska-
land, heldur hitt, að engri þjóð
gæti haldist uppi að beita neit-
unarvaldi sínu þar sem heims-
friðurinn væri annarsvegar.
(ripps unt kolabirgð-
ir Brela
London í gærkvöldi.
SIR Stafford Cripps, efnahags-
málaráðherra Breta, skýrði frá
því í dag, að sökum góðveðurs-
ins í sumar, væri Bretland nú
betur búið undir veturinn hvað
kolabirgðir snerti, en s.l. ár.
Cripps sagði alla Breta mega
fagna þessu, enda þótt það
þýddi ekki það, að meira af
kolum yrði látið fara til heimil
anna. Framleiðsluna yrði að
auka, en til þess þyrfti meiri
kol. — Reuter.
Álil alyinnunefndar
BORGARSTJÓRI gaf þær
upplýsingar á bæjarstjórnar-
fundi í gær, að gefnu tilefni, að
dregist hefði að atvinnumála-
nefnd skilaði áliti m. a. vegna
þess, að gengið hefir treglega
að fá ýmsar upplýsingar frá
atvinnurekendum sem óskað
hefir verið eftir.
------------------------>
Skipling Palestínu
óhjákvæmileg
London í gær
ERKIBISKUPINN af York
flutti ra'ðu í dag og talaði með
al annars um Palestínu. Komst
hann í upphafi svo að orði
að enda þótt skipting landsins
væri að sínu áliti ekki besta |
lausn vandamálsins, væri nú
svo komið, að framkvæmd
hennar virtist óhjókvæmileg.
Erkibiskupinn taldi Bretum
hafa mistekist að halda uppi
friði í Palestínu, en sagði það
stafa af því, að þeir hefðu vilj
að sýna bæði Aröbum og Gyð
ingum fyllsta rjettlæti.
Biskupinn lauk ræðu sinni
með því að segja, að því fyr
sem Bretar flyttu her sinn burt
frá Landinu helga, því fyr
mundu aðrar þjóðir gera sjer
Ijóst að þær bæru einnig
nokkra ábyrgð á þessu máli.
— Reuter.
Annað að vila
en geta
Washington í gærkvöldi.
FRJETTAMENN hjer í Was-
hington hafa rætt við ýmsa sjer
fræðinga í sambandi við þá full-
yrðingu Molotovs í ræðu hans
í dag, að atomsprengjan sje hætt
að vera leyndarmál.
Sjerfræðingarnir vildu ekkert
láta uppi um það, hvað hæft
væri í staðhæfingu rússneska
utanríkisráðherrans, en bentu á
hversu geysimikill munur væri
að vita um gerð sprengjunnar
og smíða hana.
Að Ijúka heimsfluginu
NEW YURK: — Piper cub flug-
vjelarnar tvær, sem hjer voru fyr-
ir um tveim mánuðum síðan og
ætluðu kringum hnöttinn, eru nú
komnar til Alaska. Ætlunin er, að
þær komi til Los Angeles 9. þessa
mánaðar, en þá eru þrír mánuðir
liðnir síðan þær lögðu upp frá
austurströnd Bandaríkjanna.
<$>
Semur í London
Eamon de Valcra. forsætisráð-
herra Irlands, sem nú er stadd-
ur ásamt þremur öðrum ráð-
herrum sínum í London til að
semja við brerku stjórnina um
viðskipti milli Eire og Bietlands
llm 5000 mái
bárust hingað
yær
FIMM síldveiðiskip komu í gær
hingað til Reykjavíkur með sam
tals um 5000 mál síldar, er þau
höfðu veitt í Hvalfirði.
Af þessari síld fóru 400 mál
til beitufrystingar, en hitt fór
óskipt til bræðslu á Siglufirði.
En Hrímfaxi sem er ;að lesta
hjer síld flytur hana norður og
leggur sennilega af stað í dag.
Skipin sem komu í gær voru
þessij Victoría með 1000 mál,
af þyí fóru 400 til beitu. Guð-
mundur Þorláksson 600 mál,
Bragi með sama málafjölda og
Riísnes og Fagriklettur með
1400 mál hvort.
Veiðiveður var ekki hagstætt
í gær á Hvalfirði.
Síid á ytri hðfnlnni
ÞEGAR hafnsögumenn fóru í
gærmorgun til móts við ms.
Dronning Alexandrine, út á ytri
höfn, sáu þeir síld vaða þar í
torfum.
Torfurnar voru tvær og virt-
ist síldin vera þjett. Er nú kom-
ið eiris og í fyrra, er síldin óð
alt inn fyrir Kolbeinshaus.
Börn í þrælkunarvinnu.
NtlRNBERG — Ákærandi Banda-
rikjanna í rjettarhöldunum yfir fyr-
verandi yfirmönnum I. G. Farben,
hefur lagt fram sönnunargögn, sem
sýna. að fyrirteekið notaði jafnvel
átt ára börn í þrælkunarvinnu í
verksmiðjum sínum.
Rússar segjast ekkert
skipta sjer af henni
Verið að flæma okkur úr Sameinuðu
þjóðunum, segir Vishinsky
LAKE SUCCESS, N. Y., 1 gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
STJÓRNMÁLANEFND Sameinuðu þjóðanna samþykkti í
kvöld með 43 atkvæðum gegn sex þá tillögu Bandaríkjatma, að
skipuð verði milliþinganefnd, sem í eigi sæti allar meðlima-
þjóðir S. Þ.
Fulltrúar sex þjóða sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una, en strax að henni lokinni, tilkynnti Vishinsky,
að Rússland mundi engin afskipti liafa af „Litla
alsherjarþinginu", eins og nefnd þessi hefur verið
kölluð að undanförnu. Vishinsky hafði áður ráð-
ist heiftarlega á tillögu Bandaríkjanna og haldið
því fram meðal annars, að með hemd væri verið
að reyna að flæma Rússa úr Sameinuðu þjóðunum.
Forsæiisráóherra
Burma sýnl bana-
fiiræls
Rangoon í gærkvöldi.
I DAG var gerð tilraun til að
ráða forsætisráðherra Burma
af dögum, er hann var á leið-
inni frá Búdda-musteri nokkru
til Rangoon. Var hafin skothríð
á bifreið hans, er hún átti um
50 mílur ófarnar til höfuðborg
arinnar. Sakaði forsætisráðherr
ann þó ekki, en hinsvegar varð
jeppabifreið, sem ók á eftir bíl
hans, fyrir skotum, með þeim
árangri, að breskur hermaður
sem í henni var, ljet lífið, en
liðsforingi særðist.
Aðeins stutt er liðið síðan for
sætisráðherrann kom til Burma
frá London en þar ræddi hann
við bresku stjórnina um vænt-
anlegt sjálfstæði landsins.
Frumvarpið um sjálfstæði þess
var samþykkt í neðri málstofu
breska þingsins i gærkvöldi.
Greiddu 288 atkvæði með því
en 114 voru á móti. Reuter.
EINS og áður hefir verið skýrt
frá í blaðinu, lauk atvinnuleys
isskráningu ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurbæjar s.l.
miðvikudag, en slík skráning
fer fram ársfjórðungslega.
Sjáir erfiðum vetri.
STUTTGART — Clay hershöfð-
ingi liefur sagt i ræðu fyrir þýsk-
um embættismönnum, að þeir megi
búast við erfiðum vetri, en ef þeir
bili hvergi. geti þeir vænst þess, að
endurreisnin liefjist af fullum krafti
á komandi vori.
Afstaða Rússa.
Áður en atkvæðagreiðslan
fór fram, höfðu fulltrúar ýmissa
landa — þar á meðal Frakk-
lands og Noregs — tjáð sig tillög
unni fylgjandi. Sir Hartley
Shawcross, breski fulltrúinn,
hafði og lýst yfir fylgi sínu í
langri ræðu, þar sem hann
meðal annars ræddi afstöðu
Rússa til bandarísku tillögunn-
ar og Sameinuðu þióðanna yfir
leitt.
Teheran og Yalta.
Shawcross minntist meðal
annars á það, að bæði í Teher-
an og Yalta hefði verið lýst yf-
ir ákvörðun stórveldanna um
samheldni. En síðan hefði eítt
þessara stórvelda þráfaldlega
reynt og stundum tekist að
neyða alla aðra til að lúta vilja
sínum.
Otti og grunsemdir.
Samheldni, hjelt Shawcross
áfram, verður ekki náð á þenn-
an hátt. Við höfum hvað eftir
annað farið bónarveg að Rúss-
um. Ef hinir rússnesku sam-
starfsmenn okkar vildu aðeins
einu sinni varpa fyrir borð öll-
um ótta sínum og grunsemdum,
mundu þeir sjálfir geta gert
mikið til þess, að sú samvinna
náist, sem þeir lótast keppa að.
Um ræðu þá, sem Vishinsky
flutti í dag, sagði Shawcross:
Vishinsky hefur ekkert
getað lagt fram þeirri full-
yrðingu sinni til sönnunar,
að „Litla alsherjarþingið“ sje
í ósamræmi við sáttmála Sam
einuðu þjóðanna. Er jeg
hlustaði á ræðu hans, gat jeg
ekki annað en hugsað til þess
hvað skeð hefði, ef hann í
einum af þessum frægu
(Framhald á bls. 12)
I