Morgunblaðið - 07.11.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.1947, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. nóv. 1947 i Frægasta orusiuskip heinisins Forystuskipið „Victory“, sem Neísoa var á er hami stjórnaði orustunni við Trafalgar og vann siim mikl^ signr, er eiui við líði og þúsundir fcrðamanna koma árlega tii a'ð skoða<skipið. Um daginn fór fram allshcrjar hrcmgerning ©g viðgerð á skipinu, og þá var, myndin hjer að ofan tekin. Ný Þingmát Áínám prestskostninga — Hjeraðshæii Vill ekki taka að sjer varð- stöðu á flugvellinum Jéns Blöndal hag- fræðings minsi í bæjarsijóm BÆJARSTJÓRN minntist í gær látins bæjarfulltrúa, Jóns Blöndal hagfræðings, bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins. Forseti bæjarstjórnar Hall- grímur Benediktsson mælti nokkur orð. Fór hann miklum viðurkenningarorðum um Jón Blöndal. Hann átti sæti sem varafulltrúi í bæjarstjórn á ár- unum 1942 til 1946, en þá var hann kosinn aðalfulltrúi. Enn- fremur átti hann sæti í hafn- arstjórn bæjarins og í bæjarráði sem varamaður. í minningar- og heiðurskyni við hinn látna bað forseti bæj- arfulltrúa að rísa úr sætum sín- um. -----&-!>-*»-- IsB um ferefiisip é stiaimálshmanum Á FUNDI bæjarstjórnar í gær, skýrði borgarstjóri frá því, að á fundi bæjarráðs í fyrradag hefði komiö til umræðu breyting á maímálstíma skrifstofufólks. — Voru á þessum fundi bæjarráðs kosnir 3 menn er gera skyldu nákvæma rannsókn á því hvað slík breyting heíði í för með sjer fyrir bæjarstofnanir. Gat borgarstjóri í þessu sam- bandi hins eindregna vilja starfs manna hinna ýmsu bæjarfyrir- tækja, um það að t.aka bæri breytinguna upp. En margs væri að gæta, sagði borgarstjóri. T. d. myndi matmálstíminn fær ast yfir á ljósatímann, nauðsyn- legt myndi vera, að láta gera rnatstofur á vírinustöðum o. fl. Værí hinsvegar svo, að einhver hópur manna breyti um mat- máistíma, en hjá öðrum veroi bann óbreyttur frá því sem nú er, þá myndi það stórlega jafna r a f magn sálagið. Isiensk lig fluft í ál» varp í Ausfurríki 22. september s. 1. flutti út- varpið í Graz í Austurríki söng- lög eftir Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Kaldalóns, Árna Thorsteinson og Karl Runólfs- sori. Lögin voru sungin af Hertu Töpper, söngkonu við óperuna 1 Graz, en dr. Franz Mixa ann- aðist undirleikinn og ljek einnig nokkra dansa eftir Jón Leifs. A undan hljómleikunum mælti dr. Mixa nokkur inngangsorð um ísland og íslenska tónlist. 170 á námskeiðí á Sauðárkróki AXEL ANDRJESSON, sendi- kennari Í.S.Í , hefir nýlokið nám skeiði í knattspyrnu og hand- knattleik á Sauðárkróki. Þátttakendur voru alls 170 úr gagnfræða- og barnaskóla Sauð árkróks. Námskeiðið hófst 20. okt. og var lokið 1. nóv. Var áhugi og árangur nemenda með ágætum. Axel er nú kominn að Hóla- nkóla, þar sem hann kennir á jiárnskeiði. JÓN PÁLMASON, Stein- grímur Steinþórssoti. Jón Sig- urðsson og Skúli Guðmunds- son flytja fruxnvarj) um hjer- aðshæli. Samkvæmt því er lagt til að rikissjóður greiði 2/3 kostnað- ar við hjeraðssjúkrahús, sem eitt eða fleiri hjeruð í samein- ingu koma upp. Er þessum hæl um ætlað að vera í senn sjúkra hús, fæðingarstofnun, heilsu- gæslustöð og vistheimili fyrir gamalmenni. Afnúm prestskosninga. Gylfi Þ. Gíslason og Sigurð ur Bjarnason flytja á ný frv.- sitt um afnám prestskosninga. Segir í greinargerð að Kirkju- ráð hafi lagt til að frv. það er þeir fluttu á síðasta þingi rueði fram að ganga með nokkrum breytingum. Hafa flutxiirigs- menn nú sniðið frumvarpið eftir tillögum þess. Samkvæmt því skal forseti Islands skipa presta eins og aðra embættismenn. Þegar prestsembæth losnar, skal biskup auglýsa það í sam- ráði við kirkjumálaráðherra. Að loknum umsóknarfresti skal biskup senda kirkjumálaráð- herra rökstutt álit sitt á um- sóknum þeim, sem borist hafa um hverjum skuli veit embætt ið. Ennfrcmur slcal leita álits hlutaðeigandi hjeraðsprófasts, áður en embættið er veitt, svo og sóknarnefn eða sóknar- riefnda i prestakallinu og greiði þær atkTræði um það á sameig inlegum fundi. F.f þessir þrír aðiljar, biskirp,' hjeraðsprófast- ur og sóknarnefndir, verða á eitt sáttir í áliti srnu um um- sækjendur, skal veita embadtið samkvæmt því. Sje hlutaðeigandi prófastur meðal umsækjenda skal þó leit að álits sóknarnefndar einnar. Efling bindindisstarfsemi. Bjarni Benediktsson flytur frv. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að verja fje úr rík issjóði til eflingar bindindisstarf serni. Er þar lagt til að ríkisstjórn inni verið heimilað að verja í þessu skyni sem samsvarar tveim hundraðshlutum af ár- legum hagnaði áfengisverslun ar ríkisins á moðan hreinn hagnaður nemi 35 miij. kr. eða þar yfir. Verði hagnaðurinn minni megi verja til þessarar starf- semi sem samsvarar þrem hundraðshlutum, ef hami nem um 20—25 miljórium kr. en fjórum liundráðshlutum ef hagrxaðurinn nemur enn minni upphæð. IS’afnbreyling Vinnuveitenda- fjelags íslands. Hallgrímur Benediktsson flytur frv. um að ákvæði í nú- gildandi löggjöf, sem snerta Vinnuveitendafjelag íslands skuli gilda jafnt urn þennan fjelagsskap, þótt nafni fjelags- ins verði breytt og það nefnt Vi nnu vei tendasamba nd íslands London í gærkvöldi. HIN væníanlegu aukafjárlög verða lögð fram í n'eðri mál- stofu breska þingsins næstkom andi miðvikudag. Þá, en ekki fyr, mun Iíugh Ðalton fjár- málaráðherra, tjá bresku þjóð inni, lrvaða nýjar hyrðar hún þurfi að taka á sig til að flýta fyrir cfnahagsendúrreisninni. Þess er vænst, að í fjárlögun um verði gert ráð fyrir aukn um tóbakstolli cg gróðaskatti. — Reutér. TILMÆLI hafa komið um það frá Flugráði, að Reykjavíkur- bær taki að sjer slökkviliðsþjón ustu á Reykjavíkurflugvellin- um. Skýrði borgarstjóri frá þessu máli í gær á fundi bæjarstjórn- ar. Var málið rætt á síðasta bæj arráðsfundi. Þar var Agnar Koe fod Hansen flugvallastjóri við- staddur og Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri. 1 brjefi flugráðs, sagði borg- arstjóri, er talað um, að rekst- ur flugvallarins hafi reynst rík- issjóði mjög kostnaðarsamur, og nauðsyn sje á því talin að draga mjög úr útgjöldum ríkis- sjóðs við reksturinn. Hafa gjöld in verið áætluð 4x/i miljón kr. á ári. Flugráðið segir í brjefi sínu, að það telji eðlilegt, að leita samstarfs við Reykjavíkurbæ um samvinnu við slökkvistarfið, þar sem bærinn hafi fjölment og vel skipulagt slökkvilið. — Gæti það tekið að sjer v'arðþjón ustuna á vellinum. Flugmálastjórnin sje fús til þess, að láta bænum í tje þau slökkvitæki, sem á vellinum eru, og eins þau húsakynni, sem not- uð bafa verið fyrir tæki þessi. Er í brjefinu talað um hina miklu samgöngubót, sem Rvík er að flugvellinum. En hann hafi verið gerður, og starfrækt- ur, án þess að nokkrar f járhags- legar skuldbindingar hafi kom- ið á Reykjavíkurbæ. Borgarstjóri sagði m. a. að enda þótt bærinn hafi ekki orðið fyrir beinum útgjöldum vegna vallarins, þá hafi hann orðið fyrir þungum busifjum vegna tilkomu hans. Þvr eins og kunn- ugt er hafi bærinn á árunum fyrir styrjöldina, lagt mikla f jár hæð, eftir þeirra tíma mæli- kvarða, í íþróttasvæðið við Nauthólsvík. En þegar flugvöll- urinn kom varð alt það verk ónýtt, sem þar hafði verið gert. Margar íbúðarhúsalóðir hefðu orðið ónothæfar vegna vallar- ins. Enda hefði völlurinn ekki verið gerður fyrir tilmæli bæj- arstjórnarinnar, heldur þrátt fyrir mótmæii bæjarins. Borgarstjóri skýrði frá, að Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri hefði rannsakað þetta mál ítar- lega. Hann hefði skýrt svo frá, að húsakynnin fyrir slökkvi- liðstækin væri braggi, sem er svo ljelegur, að liann lekur, og svo kaldur að eitt sinn í fyrra- vetur var mælt 8 stiga frost r bragganum, þó allir ofnar væru kappkyntir. Slökkvitækin væru úr sjer gengin og þyrftu brátt endur- nýjunar við. Bæjarráðið hefði ekki afgreitt málið, sagði borgarstjóri. En hann skýrði frá þessu, til upp- lýsingar fyrir bæjarfulltrúana. Útgjöldin til slökkviliðsins á flugvellinum hefði hálft síðasta ár orðið kr. 180,000, svo ársút- gjöldin yrðu eftir því upp undir 400.000 kr. En slökkviðilsðsstj. liti svo á að núverandi varðlið á vellinum væri of fáliðað. Þar væru 8 manns. Þyrfti að fjölga varðmönnum. Og þá yrði kostn- aðurinn ennþá meiri. Borgarstj. var því andvígur að bærinn tækr að sjer að annast útgjöldin við varolið þetta og slökkviliðsþjón ustu, en taldi, að komið gæti til mála að stjórnin á slökkviliði flugvallarins yrði sameinuð stjórn slökkviliðs bæjarins, þó þannig að bærinn hefði ekki út- gjöldin á sinni könnu. Umferðaspegillinn kemur SAMÞYKT vap á bæjarstjórn-f arfundi í gær að heimila lög- reglustjóra að kaupa einn um- ferðaspegil til reynslu. Hefur Erlingur Pálsson mælt með því, að þetta yrði reynt. Á ferð sinni til Suður-FrakklandsT í sumar, kyntist hann slíkum umferðaspeglum, og hefur skýrt svo frá, að slysahætta yrði mun minni á fjölförnum götuhorn- um, þar sem slík leiðbeiningar- tæki eru, eftir því sem borgar- stjóri skýrði frá á fundinum, Setja á spegilinn á hornið á Barónsstíg og Laufásveg á 2x/z meters háa stöng. En spegillinr; er þannig gerður, að t. d. þeir sern koma austan Barónsstíg- inn, geta sjeð umferðina til beggja hliða á Laufásveginurrs áður en þeir koma fyrir hornið, Sendbi ekki helm gegn vlija sínnm Lake Success, N. Y. FRtJ Eleanor Roosevelt hefui’ endurtekið r einni af nefndum Sameinuðu þjóðanna þá stefnu. Bandaríkjanna, að flóttafólk f Evrópu verði ekki flutt tií. heimalanda sinna, nema það sjálft vilji. Þessi yfirlýsing frúarinnar kom fram í sambandi við end urteknar krÖfur Rússa um að hafist verið handa þegar í stað við að senda heim það flótta- fólk, sem ennþá býr í flótta- mannabúðum. áfgreiHsliÉmi i mjólkurbúðum FRESTA var að ganga til at- kvæða á bæjarstjórnarfundi í gær um breytingartillögur sem fyrir liggja, um afgreiðslutíma í brauð- og mjólkursölubúðum. Aðilar hafa ekki komið sjer sam an um tillögurnar. Þótti rjett að bæjarstjórnin eigi viðræður við báða aðila áður en nokkur á- kvörðun yrði tekin í málinu. Þingkosflingar í Pliiiipseyjym Washington. ELLEFTA þessa mánaðar munu fara fram fyrstu þing- kosningarnar í Philipseyjum, síðan Band,aríkin veittu þeim algera sjálfstjórn 4. júlí 1946. Meir en þrjár miljónir Philips eyinga hafa kosningarjett í ár, og áætlað er, að um 85 prósent þeirra greiði atkvæði í kosning- unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.