Morgunblaðið - 09.11.1947, Page 5

Morgunblaðið - 09.11.1947, Page 5
Sunnudagur 9. nóv. 1947 MORGXJTSBL 4ÐIÐ '5 ' agnús Friðriksson frá Staðarfelli MAGNÚS hreppstjóri Friðriks- son frá Staðarfelli verður til grafar borinn á morgun. Þar hneig í valinn, eftir langt, vel- unnið og að mörgu leyti merki- legt dagsverk, sá maður „er fremstur stóð að verki í rækt- unarframkvæmdum í bygðum Breiðafjarðar um síðustu þrjá- tíu ára skeið og hafði þar for- göngu um flest í þeim málum. Magnús var Dalamaður að ætt og ruppruna, fæddur 18. okt. 1862 á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Foreldrar hans voru þau Friðrik Nikulásson síð- ar bóndi í Hvammi og Björg Grímsdóttir kona hans. Magnús ólst upp í æsku hjá foreldrum sínum, er bjuggu við lítil efni. Þegar Magnús heitinn var á sjötta ári andaðist faðir hans. Fluttist móðir hans nokkru síð- ar að Lækjarskógi með börn sín og giftist þar seinni manni sín- um Jósepi Jónssyni. Rúmlega tvífugur fór Mágnús á búnaðar- skólann í Ólafsdal og var þar tvö ár. Árið 1887 kvæntist hann Soffíu Gestsdóttur frá Skerð- ingsstöðum, hinni ágætustu konu. Hún andaðist 1945. Þau hjónin reistu fyrst bú að Knar- arhöfn, en fluttust síðan að Arn arbæli. Nokkru eftir aldamótin keypti hann Staðarfell og bjó þar rausnarbúi nær tuttugu ár, þangað til hann hætti búskap. Þegar í æsku var Magnúsi mjög haldið til starfa eins og þá var títt um sveitadrengi og þaö því fremur er fyrirvinnu vant- ac’, en Magnús, þótt ungur væri, áh' gasamur, fljótur á fæti og ós,: hlífinn, og vakti hann þá þc r athygli á sjer fyrir góða f j V r.iensku og hagsýni og með- ar. : ann var í Ólafsdalsskóla tre ti Toorfi honum best allra si: . " heimamanna til aðdráttar- fc þar sem réyndi á hvort- tv' ja snarræði og góða for- sj Tókust honum líka slíkar fe • jafnan giftusamlega, þótt of • æru það svaðilfarir. ; '3 sagði Magnús oft, að Tc ; i í Ólafsdal ætti hann mest •ao bakka að maður varð úr sjer. í C a.fsdalsskóla fæddist og dafn a '; hinn mikli áhugi hans á rr: cunarmálum. Stóð hann fr: aarlega í þeim málum þeg- ar á frumbýlingsárum sínum, en þá kom fyrst til varanlegra frarntaka í þeim er hann fluttist að Staðarfelli og hafði keypt þá jörð. — Hófst hsnn þar þegar handa um túnasljettur og þurk- un lands og húsabætur. Var þar mikið verkefni. Sást þá líka fljótt á Staðarfelli, að ,,þar kló sá er kunni“. Steinhús mikið reisti hann og vandaði mjög til þess. Bar það langt af öðrum í- veruhúsum viö Breiðaf jörð þeim er úr steini voru. \ Þegar Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsness var stofnaö 1914 var Magnús einn af stofnendum og kosinn þá í stjórn þess. Á næsta ári tók hann við for- mensku þess og var síðan um þrjátíu ára skeið lífið og sálin í því. Mátti segja að hann rjeði þar einn öllu. Fórst honum það starf prýðilega úr hendi. Bar hann hag sambandsins meira .fyrir brjósti en sinn eigln hagn- að. Sparaði hann hvorki tíma nje vinnu að gera því gagn. Það starf Magnúsar er efni í langa grein út af fyrir sig. inningarorð Ræktunarfjelag Stykkishólms var stofnað fyrir atbeina Magn- úsar,-og veitti hann einnig því forstöðu. Vann fjelagið mjög að ræktun fyrir kauptC nið, og ligg- ur mikið verk eftir það, en rækt unarskilyrði eru þar erfið, eink- um þurkun landsins, sem er fúa- sund í hvolfum milli Klappa ása. Vann Elagnús þar mikið og þarft verk. Þótt Magnús hafi lagt fram í hjeraðsþágu mikið og gott starí til þess að rækta landið og bæta það ljet hann ækki þar við lenda. Harin vildi manna og menta þá, er þeim löndum rjeðu, og eink- um þann hluta lýðsins er varla átti sjer kost annarar fræðslu en pess lærdóms, sem krafist var til fermingar, en það voru húsmæður og húsmæðraefni.— Því að bændaefni gátu þá leit- að búnaðarskóla. Þegar harmur sá bar að höndum þeim hjónum að einkasonúr og fóstursonur ásamt tveimur vinnuhjúum þeirra drukknuðu þar út með landi í eyjasundi, þá braust sú hugsun fram að erfa skyldu þau soninn á eftirminnilegan hátt. Var það þá að þau hjón buðust til þess að leggja fram höfuð- ból sitt Staðarfell fyrir skóla- setur, svo að þar gætu stúlkur hlotið kenslu þá, sem þeim væri nauðsynleg áður en þær gerðust húsmæður á sveitaheimilum. — Varð þetta með tilstyrk gjafa- sjóðs frú Benediktsen, og hefur þar á Staðarfelli, stúlkum svo skiptir hundruðum, verið veitt slík kensla, og hef jeg heyrt þær ýmsar síðan segja að hún hafi orðið þeim að ómetanlegu gagni. Það skal tekið fram, til and- svars því er nokkrir hafa hald- ið fram, að Magnús hafi er hann gaf ríkissjóði Staðarfell, áskil- ið sjer allháan lífeyri frá rík- inu, að það var ekki Magriús sjálfur sem gjörði kröfu um þann lífeyri, heldur var það rík- isstjórn og Alþingi er ákváðu upphæð hans. Hefur Magnás heitinn síðan lagt fram allmikið f je til styrkt- ar Staðarfellsskólanum, og mik- ið starf lagði hann fram til þess að efla hag hans og það veit jeg að hans heitasta ósk var sú að skólinn mætti vaxa að áliti og hagsæld, og ekki myndu vlnir hans minr.ast hans á annan hátt honum geðfeldari, en stuðla að því, að sem best væri hlynt að skólanum, svo að hann gæti orð ið hjeraðinu til hins mesta gagns og frama. Búskaparár sín á Staðarfelli bjó Magnús stórbúi og kunni vel að hagnýta sjer gögn og hlunn- indi jarðarinnar, sem jafnan hef ur reynst, — þótt erfið sje, — happadrjúg þeim, sem þar hafa bændur verið. Háfði Magnús þá á hendi útvegi fyrir sveitunga sína í ýmsum greinum. Hann var einn af stofnendum Versl- unarfjelags Dalamanna fyrir aldamótin síðustu og bar þann fjelagsskap mjög fyrir brjósti, og vitnaði oft til þeirra tíma, þegar bændur hófust fyrst handa um að koma á fót pönt- unarf jelögum. Hefur hann skrif- að sögu þessa fjelagsskapar og verður hún sennilega prentuð á næstunni. Þau hjónin Magnús og Soffía voru mjög samhent og ekki þótti honum ráð 'ráðið nerfla hún fylgdist með um málefnið, enda var hún greind og sjerstaklega hyggin kona, en yíirlætislaus. Þótti jafnan heimili þeirra fyrir- myndarheimili. Frá Staðarfelli fluttust þau hjón árið 1926 út í Stykkishólm. Magnús varð þar hreppstjóri nokkrum árum síðar og hjelt því starfi til dauðadags. Rækti hann það með röggsemd og skyldu- rækni og varð hinn vinsælasti meðal Hólniverja. Magnús var fjörmaður alla ævi, greindur vel og framúr- skarandi minnugur á menn og málefni. Atburði, sem hann var riðinn við, mundi hann nákvæm- lega og nær altaf að ár- og dag- setja þá og skeikaði því varla. Fljótur var hann að átta sig á málum og oft kappsamur með eða móti þeim. Þótt hann væri skapfestumaður var hann fljót ur til geðbrigða. Hann gat glaðst af litlu líkt og barn og sárnað mjög, ef honum fannst að sjer væri órjettur gerður. Gestrisinn var hann og jafnan glaður og reifur heim að sækja. Virtist mjer, frá þeim tíma’er jeg kynt- ist honum fyrst, að hann vildi leysa hvers manns vandræði þeirra er hans leituðu og gladd- ist ér-hann hafði gert góðan hlut nauðleitarmanns síns, eins og honum sjálfum hefði borið happ að höndum. Jeg get sjálfur borið um það, af eigin raun, að er jeg hóf bú- ískap að Staðarfelli, sem frum- býlingur, þá voru mjer ráð Magn úsar heitins og aðstoð hans í verki mikilsverð. Þess manns er af reynslu og ráðdeild gat sagt mjer hversu þar skildi hverju starfi best hagað og þótt gustaði nokkuð á vináttu okkár um skcið, fann jeg aftur hina hlýju vinarhönd Magnúsar útrjetta, er viö höfðum áttað okkur á þeim misskilningi og mun báð- um hafa verið jafnkært'að hitt- ast heilir aftur. Höfum við Magn ús heitinn nú á síðari árum unn- ið mikið saman í skólaráði Stað- larfellsskólans og stjórn Búnað- arsambandsins og var ekki hægt að kjósa á betri og atorkumeiri samstarfsmann en hann. Magnús fjekkst töluvert við ritstörf nú á síðari árum. Prent- að er eftir hann í 25 ára afmæl- isriti Búnaðarsambands Dala og Snæfellsness saga sambandsins og búnaðarfjelaga á sambands- svæðinu. Hann hefur, eins og áð- ur er sagt ritað sögu Verslunar- fjelags Dalamanna (í handriti) og nú, á allra síðustu árum, hef- ur hann ritað endurminningar sínar, og er nokkur hluti þeirra fullsamin. Mun þar vera marg- víslegur fróðleikur. Hann hefur- einnig skrifað greinar um ör- nefni í Árbók Fornleifafjelags- ins (Örnefni í Hvammslandi og örnefni í Arnarbælislandi). Magnús hefur hlotið ýms vin- áttu og virðingarmerki. Búnað- arfjelag íslands gerði hann að heiðursfjelaga, sömuleiðis Bún- aðarsamband Dala- og Sriæfells- ness. Afhenti og sambandið hon um eirsteypu af mynd er þr.ð hafði látið Ríkarð Jónsson gera af þeim hjónum. Magnús hlaut verðlaun úr sjóði Kristján kon- ungs IX. fyrir unnar jarðabætur og riddari varð hann Fálkaorð- unnar. Tvær dætur þeirra hjóna eru á lífi. Björg Ijósmóðlr og hús- freyja í Túngarði og Þuríður, húsfreyja á- Akri í Hvamms- sveit. Hólmverjar kveðja Magnús að kirkju sinni í dag og að heimil- inu, þar sem þeir svo oft hafa notið gestrisni hans og góðra ráða. Sveitungarnir gömlu og aðrir vinir hans af Síröndum utan og Dölum innan færa hon- um á morgun hinstu kveðju að Staðarfelli, óðalinu h'ans kæra, þar sem ástvinir lians hvíla, og þar sem hann hafði látið búa þeim hjónum hvílu- rúm. Vjer vinir hans, sem ekki get- um verið þar viðstaddir, mun- um senda þangað kveðju og þakklæti fyrir margar ánægju- legár liðnar stundir. „Far þu í friði. Friður guðs þig blessi“. Þorst. Þorsteinsson. Útvarpið 11111111111111111111111111111111 Dönsk IIIBIIIIICIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIII I i Svefnherbergis- húsgögn dökk, notuð, til sölu: 2 i rúm, sjerstæð, 1 náttborð, i 1 snyrtikommóða, með stórum spegli og 8 skúff- um 1 klæðaskápur. Til- boð merkt: „Svefnherberg ishúsgögn 1947 — 791“ sendist afgr. Mbl. fyrir 13. þ. m. 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 11111111111111111111 ii iiiin ii iii'^iii iii iiiiiiiiiiiiiiiii'iii^iiiiiii Efri hæð í DAG. 8.30 Morgunútvarp 9.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni: Allrasálnamessa (sjera Jón Auðuns). 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.15—16.25 Miðdegistónleikar a) Impromtus op. 90 eftir Schubert. b) 15.40 Lög eftir Stephen Foster (Frank Lut- her syngur). c) 16.05 Fiðlu- konsert í D-dúr eftir Pro- kofiett. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen o. fl.) 19.30 Tónleikar: Carmen, svíta eftir Bizet. 20.00 Frjettir. 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Óskar Corts og Fritz. Weisshappel): a) Sónata í D-dúr eftir Vivaldi. b) Pre- ludium allegro eftir Pugn- ani — Kreisler. 20.35 Erindi: Ferð í Norðurset- ur á Grænlandi (Guðmund- ur Þorláksson magister). 21.00 Tónleikar: Norðurlanda- kórar syngja. 21.15 Heyrt og sjeð (Rögnvald ur Sæmundsson). 21.30 „Við orgelið”. — Yfirlit um þróun orgeltónlistar. Tón. leikar með skýringum (Páll Isólfsson). 22.00 Frjettir. 22.05 Danslög: , 23.30 Dagskrárlok. t Á MORGUN. 8.30 Morgunútvarp. 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 íslenskukennsla, 1. fl. 19.00 Þýskukennsla. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpshljómsveitin: ís- lensk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veginn. (Jón Sigurðsson bóndi. í Ystafelli). 21.05 Einsöngur — (Kristinn. Hallsson): a) Helgum frá döggvum (írskt þjóðlag). b) Rósin (Árni Thorsteinsson). c) Áfram (Árni Thorsteins- d) In diesen heilgen Hallen. (Mozart). e) Lofsöngur (Beethoven). 21.20 Erindi: Hvað vantar til að klæða landið skógi? (Há- kon Bjarnason skógræktar- stjóri). 21.45 Tónleikar. 21.50 Lög og rjettur. — Spum ingar og svör. (lóafur Jó- hannesson prófessor). 22.00 Frettir. 22.05 Frá sjávartúveginum (Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri). Ljett lög.' 22.30 Dagskrárlok. og ris í Hlíarhverfinu til i sölu. I risinu geta verið í 4 herbergi og eldhús. — i Nánari uppl. í síma 6089. | iiiiiiiiiiii['iiiiiii iitiiiiiiiiii111111111111■■11111111111111111iiin lllllllllllli I Barnavagn I = Til sölu er vel með far- I I inn enskur barnavagn á há i | um hjólum. Tilboð send- í | ist afgr. Mbl. fyrir n. k. i í fimtudag,-merkt: „Barna- i i vagn 99 •— 793“. tlllllllllllll■fllllllUllll■ll•lllllltllll■••ll«ll■m■lll■tllUlll■■l. Ef Loftur getur þatf ekki — Þá hver? StÆ za óskast í Ijetta vist, hálfan eða allan daginn. Fátt í heimili. Sjerherbergi. — Uppl. Rauðarárstíg 13, II. hæð, kl. 1—3 í dag. Andlitsbaðvatit (Lotion) selt á Bergstaða- stræti 14 (miðhæð). Kom- ið með glös. iimiiittiiiiiniiiiiiiimiii ifiliiiiiiiiiinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.