Morgunblaðið - 09.11.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 09.11.1947, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. nóv. 1947 Fimm mínúfna krossgáfan Lárjett: — 1 barefli — 6 kveikur — 8 forskeyti — 10 hús — 11 hljóðfæri — 12 á fæti — 13 eins — 14 nyt — 16 líkamshluti. Lóðrjett: — 2 ending — 3 orka — 4 eins — 5 nagdýr — 7 ofar — 9 fljót — 10 afkvæmi — 14 hljóðstafir — 15 skáld. Lausri á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 frítt — 6 æst — 8 og — lOii — 11 karfinn — 12 an — 13 N. N. — 14 ála — 16 öldur. Lóðrjett: — 2 ræ — 3 ísafold ■— 4tt — 5 lokkar — 7 vinna — 9 gan — 1 Oinn -—■ 14 ál ■— 15 au. Fundur Reyklavíkur- prófasfsdæmis FYRIR nokkru síðan var hald inn ■ hjeraðsfundur Reykjavík- urprófastsdæmis og var á fund inum rætt um hina fyrirhuguðu Neskirkju. ýSamþykkti fundurinn, að beina þeim tilmælum til bæj- arstjórnar Reykjavíkur, að hún gjöri gangskör, að því að af- henda Nessöfnuði þá lóð sem ákveðin hefur verið til bygg- ingar Neskirkju. Bæjarráð ræddi tilmæli þessi á fundi sínum í fyrradag og var samþykkt að vísa málinu til bæjarverkfræðings. Ármann sæfcir um íþróllasvæði GLÍMUFJELAGIÍ) ÁRMANN hefur sótt um íþróttasvæði fyrir f jelagið í Nóatúni í Höfðahverfi. Hyggst fjelagið gera þar tvo handknattleiksvelli og 400 m. langa hlaupabraut. Þá hyggur fjelagið og á að koma þar upp fjelagsheimili. Bæjarráð hefur mál þetta til meðferðar á föstudagsfundi sín- um og vísaði það málinu til skipuíagsmanna, til umsagnar. — Meðai annara orða Framh. af bls. 6 að engu samþykktir mikils meirihluta stofnunarinnar. • « Austrænt „lýðræði“. Stjórnmálanefndin hefur sam þykkt skipun milliþinganefnd- ■ arinnar. Rússar segjast ætla að hafa hana að engu. Þetta þýð- ir það, að rússnesku leiðtog- arnir neita að hlýða ‘vilja meiri hluta stofnunar, sem þeir hafa gerst aðilar að og skera á úr deilumálum þjóðanna á lýðræð islegan hátt. Mjög líklegt má telja, að þeir ’hafi með þessu brotið stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna — ef ekki, hafa þeir að minnsta kosti þverbrotið þær lýðræðisvenjur, sem við eigum að venjast. En afstaða þeirra og styrfni mun grundvallast á austrænu „lýðræði“. Píanófcnleikar Jórunnar V'iðar í Auslurbæjarbíó FRÚ JÓRUNN VIÐAR hjelt íyrstu píanótónleika sína í Aust urbæjarbíó síðastliðið miðviku- dagskvöld og var húsið fullsetið. Þetta var jafnframt ánægjuleg vígsla á hinum nýja bíósal, sem er hinn stærsti og glæsilegasti á landi hjer, en þetta voru fyrstu tónleikarnir, sem þar eru haldn- ir síðan salurinn var fullgerður. Er ástæða til að þakka forgöngu mönnum þessa fyrirtækis fram- takið, því salurinn, sem er lát- laus, en í besta máta smekkleg- ur, reyndist að hafa prýðileg hljómskilyrði og er nú enn betur en verið hefur búið að tónlist höfuðstaðarins að þessu leyti. Jórunn Viðar fór vel af stað á þessum fyrstu tónleikum sín- um, svo vel, að öllum, sem á hlýddu, má vera._það ljóst, að hún er til þess í heiminn borin að þjóna frú musica, og þá fyrst og fremst við píanóið, sem hun hefur þegar náð ágætlega vel á vald sitt, svo sem tónleikarnir báru vitni um. ( Fyrsta viðfangsefnið var Pre- lúdía og fúga í As-dúr eftir Bach. Nokkurs taugaóstyrks gætti að sjálfsögðu í upphafi (það hendir þá sem vanari eru), en þetta lagaðist þó fljótlega, og óx henni ásmeginn við hvert við fangsefni út alla tónleikana. Næsta og veigamesta verkið var sónatan op. 109 eftir Beet- hoven. Þenna tónaóð, sem fullur er af jnnileik og töframætti, túlkaði frúin ágætlega vel með upprunalegri músiktilfinningu. Hjer þarf þó mikils við, og þar á meðal reynslu, sem aðeins skap- ast með aldrinum og stöðugri túlkun. Ef til vill mætti segja, að nokkuð hafi skort á hið de- móniska og ægifagra í öðrum þætti verksins, en hver tæmir það mikla innihald, sem liggur í verkum Beethovens? Þeir eru þá fáir, og hafa gengið í gegn- um marga hreinsunarelda. Víða gætti skáldlgera tilþrifa í fyrsta þættinum, og tilbrigðin voru, þrátt fyrir nokkrar tempo-breyt ingar, sem um mætti deila, prýðilega sungin og af miklum innileik. Aðalatriðið er, að heild armeðferðin var afrek, ekki síst á „fyrstu“ tónleikum. Frá Beethoven lá svo leiðin til Chopin, Debussy og Liszt- Paganini. Var brátt auðheyrt að Chopin á veÚvið skap Jórunnar, og kom nú enn bétur í ljós hið óþvipgaða og frjálslega við Ieik hennar. Best naut sín Polonais- en, þótt allt væri vel leikið. Þá var og skemmíilegt að heyra Debussý-lögin, sem voru „perl- andi“ og skýr í allri meðferð hennar. Að lokum voru Liszt- Paganini tilbrigðin í a-moll, og gáfu þau frúnni gott tækifæri til að sýna tækni yfirburði og allskonar gneistaflug. Hjer er um merka listakonu að ræða, þar sem frú Jórunn Viðar er, ærlega og alvarlega, og umfram allt: Hjer rennur ó- svikið músikblóð í æðum. P. í. t fiiiiiiiiiiiiiMtiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiitimmiiiiiiiiiiiiliiiii BEST AÐ AUGLYSA t MORGUNBLAÐINU — Reykjavíkurbrjef. Framh. á hls. 8 Prófessor tnlnr ÞEGAR DÖNSKU kommún- istarnir höfðu beðið ósigur sinn í kosningunum þkr í landi, og höfðu mist í einu um það bil helminginn af fyrra fylgi sínu, þá var einn af forystumönnum flokks Mogens Fog prófessors að því spurður, hvað hann teldi orsökina til þess, að flokkurinn hefði fengið svo herfilega út- reið. Prófessor þessi var áhrifamik ill maður í andstöðuhreyfing- unni í Danmörku, eftir að Hitler hafði gert innrás í Rússland. Hann var í samsteypustjórninni, sem sett var á Iaggirnar í land- inu eftir uppgjöf Þjóðverja. — Hann er sá af flokksmönnum kommúnista þar í landi, sem hefur þótt manna álitiegastur til trausts og og halds fyrir flokk- inn. Blaðamaður, við blað, sem oft hefur verið kommúnistum hlið- holt, spurði þenna mann, hvort hann hjeldi ekki, að auðmýkt og uridirgefni danskra kommún- ista við erlent vald, hefði verið orsök þess, hve fylgið hefur hrunið af flokknum. Prófessor- inn hafði engu öðm til að svara en því, að hann áliti að stefna flokksins hefði verið alveg lauk- rjett. Svarið er eðliiegt. Iýommún- istar ráða engu um stefnu flokks ins, hinir minniháttar dátar út um lönd. Þeir verða að hegða sjer í öllu eins og þeim er sagt. Og mega ekki segja annað, en að stefnan sem þeim er ávísuð sje hin eina rjetta. í öngþveiti sínu segir svo aum ýngja maðurinn, að hann hafi alltaf verið að berjast fyrir því, að bæta kjör þeirra, sem lakast eru staddir í þjóðfjelaginu. — Skyldi það þá ekki einmitt vera fróðlegt að heyra hvernig þetta hefur tekist í „alþýðuríkinu“. Hvort vegurinn til batnandi kjara fyrir þá lakast stæðu liggi um hlaðið hjá einveldinu, þar sem allur atkvæðarjettur al- mennings er afnuminn, og eng- inn má hafa aðra skoðun, en valdhafarnir. Hinn danski prófpssor, sem hældi sjer af brjóstgæðum til þeirra bágstöddu, bauð sig fram á Amager. Hann fjekk um 5000 atkvæðum færra en komm- únistaflokkurinn fjekk fyr- ir tveim árum síðan á hinni flötu eyju. — Fimm þúsundir manna þar, sem trúðu því árið 1945 að kommúnistar vildu, og væru menn til að bæta kjör hinna bágstöddu, voru nú komn- ir á aðra skoðun. Og svona er þetta um allar jarðir. Fylgið hrynur af komm- únistum. En þar sem þeir hafa rússneskan her á bak við sig, eins og í Póllandi og í Ungverja- landi, þar þurfa þeir ekki marg- ment fylgi, til að hafa völd. Nýlega sannfrjettist frá Pól-1 landi, þar sem þeir ráða öllu, að um 5% kjósendanna fylgi þeim. Og þeir voru innan við 10 kommúnistarnir, sem hrifs- uðu til sín vöid í Ungverjalandi sem kunnugt er. Svo menn geta ímyndað sjer að kommúnistar leggi ekki mikið upp úr því, að hafa fjölmenni með sjer. Því þeir hugsa sjer að vinna völdin með hinum austrænu aðferðum, en ekki með þeim lýðræðisregl- um, sem gilda í vestrænum lönd- um. í Dómkirkjunni kl. 2 í dag. (Sr. Sigurjón Þ. Arnason). Harry Steinsson, Hringbr. 68. Haukur Steinsson, Hringbr. 68 Ásta Eyjólfsdóttir Kolbeins, Kolbeinsstöðum. Birna Þórðardóttir, Sörla- skjóli 84. Elísabet Guðjohnsen, Lauga- vegi 40. Erna Magda Dyrset, Lauga- vegi 24B. Kristín Jónasdóttir( Máva- hlíð 8. | Vil kaupa | I nýja 5 manna fólksbifreið, \ 1 ameríska. Tilboð leggist 1 | inn á afgr. Mbl. merkt: i | „A. K. 914 — 804“ fyrir \ § kl. 6 þriðjudagskvöld 11. I nóv. .................... iiinii iii lls. Dronning Alexandrine * Næstu tvær ferðir frá Kaup- mannahöfn verða sem hjer segir: 18. nóvember og 6. des. Flutningur tilkynnist til skrif- stofu Sameinaða gufuskipa- fjelagsins í Kaupmannahöfn. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pjeturssoi) MflllllflilMtlllll III lllll IIIIMI11111111111111111111 IIIIIHtllQ Vjelar í efnalaug j til sölu. i Nýleg white sprit hreinsi- I vjel, sem tekur ca. 20 i fatnaði í einu, distiílations- = tæki og fúga. Allir til- i heyrandi mótorar og rofar i fylgja ásamt leiðslum. — | Tilboð merkt: „Hreinsi- i vjel“ sendist Mbl.. fyrir I miðvikudagskvöld. i iMMMMMMMMMMMMIMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMM1 IIIMIMMMII1111MM11111111MMMMMMMMMIMMIMIIMIIIMMIIII Stórt, fallegt | | Franskt sjel | i (fjórfalt) til sölu. Tilboð = \ merkt: „17 —797“ send 1 i ist afgr. Mbl. fyrir þriðju- = i dagskvöld. | ■ IIIIIIIMIMIIf MMMMMMMMMMMMMMMMMIMMIIMMMMIMII IMMMMMMMMMMMMMMIII.. | Herbergi ( Sjómaður óskar eftir I i herbergi, helst í vestur- | i bænum. Tilboðum sje skil = i að til afgr. Mbl. fyrir mið i i vikudagskvöld, merkt: = í ..Strax — 801“. 111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMMMMIMlf >1111 MIII Ml| teppi. stórt og lítið, til 1 söiu. Uppl. í síma 6186. | S MIIIMIIMIIMIMIIIIMIIIIIMMMIIMIMIIIIMMIIMMIIMIIIMIIIMl \ Mikið urval af íslenskum i i og útlendum frimerkjum. = j TÓBAKSBÚÐIN 1 Austurstræti 1. MMMMMMMMMMMMMMMIMMMM IMMIMI MMMMMMMM MMI* ! Jarðyrkjuvjelar <§) f Vegna mikilla takmarkana á innflutningi, og erfiðleika f á útvegun, sendið okkur nú þegar pantanir yðar til x afgreiðslu fyrir vorið:* f Herfi (fyrir traktora og hesta) Áburðardreifarar (fyrir tilbúin áburð) Villemöes. i »> \J*\ri6tján Cj. (jíáíaóon (C Co. Í ®^®®<®®<®<®^SX$><®^<®<$K^<®<®^®^><$K®<®®<$><SK®^K$K$K$>^<®K$Kg><^<^^K$><$>^K$K$. Frá Batex Company Ltd., Bratislava, Tjekkóslóvakíu, útvegum við allar tegundir af skófatnaði gegn gjald- eyris -og innflutningsleyfum. Sýnishorn fyrirliggjandi. SIGURÐUR ÞORSTEÍNSSON ÍI.F. Grettisgötu 3. Simar 5774 & 6444. 1 Cjartar Cjíátaáoa Craelmcj Ctorp. | 52 Wall Street, New York, N. Y. tftvega á hagkvæman hátt allskonar verslnnarvörur, "|> vjelar og efni til iðnaðar.’ —- Pantanir afgreiddar svo % fljótt sem auðið er, og fyrirspurnum fúslega svarað. |>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.