Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18.inóv. 1947
Útg : H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson
Ritstjórl: Valtýr Steíánsson (ábyrgSarm.)
Frjeííaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinason.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr, 10,00 á mánuði innanlandf.
kr. 12,00 utanlands.
1 lausasölu -50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Stuttb ylgj u útvarp
til útlanda
HVERSVEGNA notar íslenska ríkisútvarpið ekki stutt-
bylgju þá, sem íslandi hefur verið úthlutað?
Þúsundii; íslendinga, sem erlendis dvelja mundu áreið-
enlega mjög gjarnan fá svar við þessari spurningu.
En þetta er ekki mál, sem aðeins varðar þá íslendinga.
sem erlendis dvelja og þyrstir í að fylgjast með því, sem
gerist í heimalandi þeirra. Það varðar alla íslendinga, líka
þá, sem heima eru.
Við eigum að taka upp stuttbylgjuútvarp á íslensku til
útlanda, að minnsta kosti einu sinni í viku til að byrja
með. Það á að flytja frjettir af því, sem gerist með þjóð-
inni, erindi og þætti um þjóðleg efni. Til athugunar væri
einnig að í slíku útvarpi væri rekin kynningarstarfsemi
um landið á erlendum málum. En fyrst og fremst er nauð-
synlegt og sjálfsagt að hafið verið stuttbylgjuútvarp á
islensku til þeirra íslendinga, sem erlendis dvelja. Þeir
eiga nú engan kost að hlusta á útvarp frá heimalandi
n'nu. Langbyngjusendingar Ríkisútvarpsins nú heyrast
lítið lengra en til Færeyja.
Það veit enginn, nema sá, sem erlendis hefur dvalið,
íjarri heimahögum, hversu mikils virði allt samband við
heimalandið er. Það eitt að heyra íslensku talaða vekur
yl og þakklætiskennd í brjösti fólksins.
Á stríðsárunum var urh skeið útvarpað hjeðan á stutt-
bylgjum til útlanda. En því hefur verið hagitt, algerlega að
ástæðulausu. Nauðsynin fyrir slíkt útvarp er ennþá fyrir
hendi þótt sarngöngur hafi nú tekist við þau lönd, sem
ílestir íslendingar dvelja í, það er að segja Norðurlöndin.
Kostnaðurinn við þetta útvarp þarf ekki að standa því
í vegi. Hóflegt væri að útvarpað yrði í eina klukkustund
i einu vandaðri dagskrá. Það væri engin goðgá þótt nokkru
fje væri varið til þess að gera hana sæmilega úr garði og
þannig að hún næði sem best þeim tilgangi að gefa í senn
gott yfirtlit um það, sem er að gerast með þjóðinni, og
ílytja ýmiskonar þjóðlegt efni í talmáli og tónlist.
Síldarflutningarnir
í GÆR biðu um 20 síldveiðiskip með 15—17 þúsund
mál síldar affermingar hjer í Reykjavíkurhöfn og betur
;leit út með veiðihorfur í Hvalfirði en nokkru sinni fyrr.
‘Samtals hafa nú aflast um 70 þúsund síldarmál hjer í
.Faxaflóa í haust og tæp 30 þúsund í ísafjarðardjúpi. Hafa
þannig aflast um 100 þús. mál það sem af er haustinu.
„ Undanfarið hafa fjórtán skip annast síldarflutninga
morður til ríkisverksmiðjanna á Siglufirði. Taka þau sam-
-tals um 34 þus. mál. Þegar Selfoss og Súðin hafa verið
, tekin til þessara flutninga annast þá skip sem taka nær 50
- þúsund mál síldar. Er þó ekki líklegt að það sje nægilega
mikill skipakostur til þess að flutningarnir geti gengið
•' eins greiðlega og nauðsyn ber til.
En á það verður að leggja mikla áherslu að sem allra
minnstar tafir verði á móttöku síldarinnar. Að því hefur
líka verið unnið af dugnaði að gera þessa flutninga sem
greiðasta, bæði af hálfu sjávarútvegsmálaráðherra, Síld-
arverksmiðjg ríkisins og Landssambandi útvegsmanna.
- Haust- og vetrarsíldveiðin getur haft mikla þýðingu fyr-
- ír gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar. Líklegt er að þegar hafi
* verið framleitt útflutningsverðmæti fyrir um 8 miljónir
króna úr þeim 100 þúsund málum, sem aflast hafa á haust-
inu. í fyrra haust varð Faxaflóasíldarinnar fyrst vart að
* ráði í desember en aðalveiðin hófst ekki fyrr en í janúar.
Stóð hún fram í mars. Nú er veiðin hafin í október. Hve
i iengi hún stendur verður að sjálfsögðu ekki fullyrt um.
1 En miklar líkur eru til þess að um mikla veiði geti enn
I orðið að ræða.
Þessvegna má einskis láta ófreistað til þess að hún verði
hagnýtt til hins ýtrasta.
uerji
,1
iknfar:
UR DAGLEGA LIFINU
Tjörnin og börnin.
ÞEGAR Tjörnina leggur láta
unglingarnir ekki standa á
sjer að reyna ísinn. Skautar
og skíðasleðar eru teknir fram,
því betri skemtun er vart að
fá, en skauta og sleðaferðir á
svellinu.
En ísinn getur verið hættu-
legur og unglingarnir kunna oft
ekki fótum sínum forráð, enda
kemur það oft fyrir, að börn-
in koma blaut heim eftir að
hafa dottið í Tjörnina, gegnum
vakir, eða veikan ís. Er það
mesta mildi, að ekki skuli hljót
ast fleiri alvarleg slys á Tjörn-
inni en raun ber vitni, en oft
skellur hurð nærri hælum.
Varúðarráðstaf anir.
FYRIR nokkrum árum gekk
Slysavarnafjelagið fyrir því,
að jafnan voru til taks björgun-
artæki við Tjörnina, kaðlar og
annað, sem hægt var að grípa
til, ef slys bar að höndum. Má
ganga út frá því sem vísu, að
þessi tæki sjeu þar enn og að
þeim hafi verið haldið við, því
tækin eru nauðsynleg.
En á hinu væri ekki vanþörf,
að hafa gæslumann við Tjörn- ’
ina altat þegar hún er ný lögð,
eða vakir eru á henni.
Það ættu viðkomandi yfir-
völd að athuga.
•
« Viðhald skauta-
svells.
OG ÞEGAR ís er á Tjörninni
á að nota tækifærið og sjá til
þess að bæjarbúar, bæði ung-
ir og gamlir hafi þar gott skauta
svell.
Skautasvellið er afleitt eins
og það er nú, eins og altaf þeg-
ar Tjörnina leggur í hvass-
viðri. ísinn er ósljettur og ó-
hreinn.
Nú er komið nóg af köldu
vatni í bæinn og ekki hægt að
bera því lengur við, að ekki
sje hægt að sprauta svellið,
en undanfarin ár hefir það ver
ið svo sökum vatnsskors, að
ekki hefir verið hægt að leyfa
að sprauta svellið.
Skautafjelagið hefir sjeð um
þetta mál undanfarin ár og virð
ist eðlilegast að það haldi því
áfram.
Kvörtun frá Aust-
fjörðum.
LESANDI Morgunblaðsins
á Austfjörðum hefir beðið um,
að minnst væri á erfiðleika,
sem útvarpshlustendur eiga við
að búa eystra vegna þess að
endurvarpsstöðin að Eiðum er
ekki í gangi nema endrum og
eins.
Segir lesandi þessi, að það
virðist tilviljun og dutlungum
einum háð hvenær stoðin sje
höfð í gangi þarna austurfrá,
en það er svo um marga út-
varpshlustendur á Austfjörðum
sem ekki hafa því sterkari
tæki, að þeir hafa ekkert gagn
af útvarpi frá Reykjavík, nema
að því sje endurvarpað um
Eiðastöðina.
Til þess var hún
bygð.
ÞAÐ ER UNDARLEG ráð-
stöfun, að hafa ekki Eiðastöðina
í gangi í hvert sinn, sem út-
varpað er frá Reykjavík. Aust-
firðingar greiða víst sömu af-
notagjöld af útvarpstækjum sín
um og aðrir landsbúar og til
þes var Eiðastöðin reist, að þeir
hefðu full not af útvarpssend-
ingum, eins og aðrir útvarps-
hlustendur.
•
Lengri útvarpstínii.
ANNARS ER það furðulegt,
hve seint það gengur hjá út-
varpsráði að lengja útvarpstím
ann frá því sem nú er.
Það hefir þráfaldlega og æ
ofan í æ verið á það bent með
rökum, að það gæti ekki kost-
að mikið að útvarpa einhverju.
skemtilegu efni t. d. á daginn,
fyrir fólk, sem vinnur inni-
vinnu og hefir gaman af að
heyra ljetta og skemtilega mús
ik. En það er eins og að klappa
steininn.
Gaman væri að heyra frá
útvarpsráðinu hvað það hefir
á móti því að lengja útvarps-
tímann, eða hvaða erfiðleikum
það strandar á.
•
Skemtileg dægra-
dvöl.
FJÖLDI Reykvíkinga dund-
aði við skemtilega dægradvöl
um helgina, en það var að labba
niður að höfn og horfa á síld-
arskipin koma sökkhlaðin í
höfn úr Hvalfirðinum.
Á öllum bryggjum mátti sjá
prúðbúið fólk vera að horfa á
síldina. Sumir höfðu víst vafa-
laust aldrei sjeð síldarskip fyr,
með þilfarið fult af síld og „síld
arkarlana" hreistruga upp yfir
haus. Þarr^ voru ungir menn
og gamlir, konur og krakkar
til að skoða þessi undur.
Sildveiðin hefir aldrei ver-
ið meiri en nú um helgina og
vonandi að Reykvíkingar geti
enn nokkrar helgar skemt sjer
við þessa nýstárlegu sjón, sem
ef að líkum lætur verður harla
hverslegur við burður er líða
fer á veturinn.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
j Eftir G. J. A. |-
Enginn gefur sigrað í afomsfyrjöfd
ÞAÐ VAKTI nokkra athygli
á þrjátíu ára afmæli rússnesku
byltingarinnar, þegar Molotov
utanríkisráðherra, gaf 1 skyn í
ræðu sinni í Moskva, að Banda
ríkin hjeldu ekki lengur ein
leyndardómi atomsprengjunn-
ar. Blaðamönnum þótti þetta
miklar frjettir, og fjöldi atom-
fræðinga voru sóttir heim, til
að heyra álit þeirra á ummæl-
um rússneska utanríkisráðherr
ans.
Yfirleitt virtust sjerfræðing-
arnir sammála um, að ómögu-
legt væfi að Rússum hefði þeg
ar tekist að leysa leyndardóma
atomorkunnar. Þeir bentu á
hinn gífurlega kostnað atom-
rannsóknanna og alla þá vinnu,
sem það hafði kostað vísinda-
menn fjölda þjóða að framleiða
sprengjuna, sem varpað var é
Hiroshirha. — En þeir voru líke
sammálá um, að ekki mundi
langt líða, þar til Rússar og
aðrar þjóðir —stórar og smá-
ar — gætu framleitt þetta geig-
vænlega vopn.
Núna nýverið barst mjer blað
í hendur, þar sem eðlisfræð-
ingurinn Roald Tangen gerh
atomrannsóknir og atomsprengj
ur að umræðuefni. Hann segi:
meðal annars:
Mciri fræðsla nauð
synleg.
Fólk þyrfti að vita meira cn
það gerir um ógnir atomork-
unnar. Við verðum að opna aug
un fyrir næstu árum, sem
hljóta að ráða úrslitum um
menningu vora. — Enginn get-
ur að svo komnu máli dregið
upp mynd^af því, hvernig at-
omstyrjöld mundi verða. Til
þess skortir okkur reynslu. En
við getum gert okkur grein fyr-
ir augljósustu staðreyndunum.
Eyðileggingaráhrif atomsprengj
unnar eru svo óumræðilega
meiri en jafnvel stærstu venju-
legra sprengja. Sprengiefnið í
atomsprengju vegur aðeins örfá
kíló. Það verður aldrei mögu-
legt að koma upp áhrifaríkum
vörnum gegn atomsprengjunni.
Það er miklu ódýrara að nota
Notað við atomrannsóknir.
atomsprengjur en gamaldags
sprengjur.
Tangen ræðir það nokkuð,
hvað ske mundi ef atomárás
yrði gerð á eina af stórborgum
Evrópu. Hann tekur London
sem dæmi og segir:
• •
Árás á London.
Eftir að fyrstu eða annari
sprengjunni hefði verið varpað,
væri ef til vill hægt að ná
nokkru fólki saman til hjálpar.
Eftir þriðju og fjórðu sprengj-
una mundi engin aðstoð koma
til greina, og eftir þá fimmtu
eða sjöttu mundi borgin alger-
lega afmáð af yfirborði jarð-
ar. Fyrir minni bæi mundi ein
til tvær sprengjur nægja.
Tangen segir ennfremur:
Allir bandarískir sjerfræð-
ingar eru sammála um, að eng
ar varnir sjeu til gegn atom-
sprengjunni. Að nokkrum árum
liðnum, geta allar þjóðir fram-
leitt atomsprengjur. Ef aðeins
nokkur prósent af sprengjun-
um komast í gegnum varnar-
kerfið, er það meira en nóg
til að gersigra landið, sem árás-
inni er beint gegn. í atomstyrj-
öld verður það ekki lengur sá
sterki, sem hægt og bítandi sigr
ar þann veikari. Afleiðingin
yrði algert hrun fyrir alla að-
ila, og enda þótt einhver yrði
í lokin kallaður sigurvegari,
mundi það í raun og veru að-
eins gert til að fullnægja venj-
unni.