Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1947 JHttgnttHtafeifc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Steíánsson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlsndfi. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Fundur utanríkis- ráðherranna 1 DAG hefst í London fundur utanríkisráðherra fjórveld- anna, Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Sovjet Rúss- iands. Markmið fundarins er að ræða um friðarsamninga við Þýskaland og Austurríki. Fulltrúar utanríkisráðherranna hafa undanfarnar vikur setið á fundum í London til þess að undirbúa ráðstefnu þessa. En sá undirbúningur hefur gengið óbjörgulega. Getur varla heitið að samkomulag hafi náðst um nokkurt atriði, er máli skiptir. Meðal annars hefur þeim ekki tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu um dagskrá ráðherrafundarins. — Ekki hefur heldur náðst samkomulag um sameiginlega skýrslu um störf fulltrúanna. Munu þeir að öllum líkindum gefa út tvær greinargerðir um það, sem fram hefur farið á fundum þeirra. Standa Rússar að annari en fulltrúar hinna stórveldanna þriggja að hinni. Þetta er ekki glæsileg byrjun á þessum fundi utanríkis- ráðherranna, sem ætlað er að fjalla um hin þýðingarmestu mál fyrir stjórnmálaástandið í heiminum. Er ekki of djúpt tekið í árinni að sjaldan hafi jafn dauflega hojft um sam- komulag milli þeirra stórvelda, sem nú móta stefnu heims- stjórnmálanna. Ágreiningurinn virðist fyrst og fremst standa um það, hvernig haga skuli gerð friðarsamninganna við Austurríki og Þýskaland. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn vilja ræða fyrst og Ijúka friðarsamningum við Austurríki. Á það sjónarmið geta Rússar hinsvegar ekki fallist. Þeir vilja ekki láta þá ganga fyrir og virðist vera lítið áhugamál að hraða þeim fremur en friðarsamningunum við Þýskaland. Orsakir þess eru alment taldar vera þær að Rússar vilji hafa frjálsar hendur í Austurríki og aðstöðu til þess að hafa þar hernáms- lið a. m. k. fyrst um sinn. Þeir vita að kommúnistar eru nær algerlega fylgislausir í Austurríki og engin von til þess að þeir nái þar áhrifum í nánustu framtíð. Þess vegna reyna Rússar í lengstu lög að tefja fyrir friðarsamningum við Aust- urríkismenn. Stjórn Hedtoft Hansen ÚR DAGLEGA Stjarna í bænum. 1 HEIMSFRÆGIR kvikmynda Ieikarar er manntegund, sem ' lítið hefir farið fyrir í Reykja- vík. En þegar þeir láta sjá sig þá munar líka um það. Ein af þessum stjörnum birtist hjer á sunnudaginn og kom jafnskjótt hugv.m fólksins úr jafnvægi og það svo að margt kurteisasta fólk varð sjer til skammar, en dónar fengu betra tækifæri til að þjóna sinni lund, en þeir hafaxlengi haft. Stjarnan. af kvikmyndaheim inum, sem birtist hjer óvænt heitir Tyrone Power. Þokkaleg ur maður, rúmlega þrítugur. Alúðlegur í allri framkomu og ólíklegur til að hann myndi ráðast upp á nokkurn ókunn- ugan mann að fyrra bragði með frekju. Andvörp og stunur. TYRONE POWER áði hjer á leið sinni vestur um haf og skal jeg ekki gera ferðalag hans að umræðuefni. Um það má lesa í frjettunum. En frá hinu ætla jeg lítilsháttar að greina hve heitar viðtökur maðurinn fjekk. Það byrjaði á flugvellinum, er hann kom út úr vjel sinni. Fáir vissu um komu hins merka kvikmyndaleikara og því til- tölulega fáir til að taka á móti honum. En það voru nógu marg ir til þess að andvörpin, stun- urnar og upphrópanirnar byrj- uðu hjá kvenfólkinu og undir- skriftasafnararnir fóru af stað. stað. Ó! Æ! Aa! HANN TYRONE var ekki fyr kominn út úr vjelinni sinni en það byrjaði: ,,Æ! Ó! A, a, a!“ „Gvöð er hann ekki sætur“ — „Hann er alveg draumur!“ „Það er hann!“ „Gvöð, það er hann Tyrone!“ Og mikið má það vera erfitt að vera „Stjarna“. Hann Tyr- one var ekki fyr búinn að fylla út tollskýrslurnar þegar hópur- inn rjeðist á hann til að fá hann til að skrifa nafnið sitt. Það er nefnilega mikils virði að eiga undirskrift frá frægum leikara. Tíkallinn. EN í ÓÐAGOTINU til þess að komast á stað til að sjá hann Tyrone, höfðu sumar blómarós- irnar gleymt að taka með sjer blað til að láta hann skrifa á og þá var gott að hafa með sjer peningaseðil, enda var óspart veifað framan í manninn fimm köllum, tíköllum og jafnvel fimnihundruðköllum. Tvær ungar stúlkur voru þarna á vellinum í vandræðum. „Á jeg að láta hann skrifa á tíkallinn?" sagði önnur. „Ha?“ ansaði stalla hennar. „Já, en þá er bara verst, að jeg tími ekki að evða honum og þá erum við blankar!“ • „Jeg kom við hann“. OG ÞAÐ HLÝTUR að vera mikil sæla, að hafa komið við kvikmyndastjörnu. ,,Ó! veistu jeg kom við hann“ sagði ein blómarósin og stundi svo þungan um leið. „Nei. je minn, komstu við hann sjálf- an?“ sagði hin, sem ekki hafði orðið þeirrar ánægju aðnjót- andi. „En hann talaði við mig“, sagði sú þriðja hróðug. „Nee, og hvað sagði hann?“ „We will leave at seven“ (Við förum klukkan 7). Ekki ónýtt að vita það. • A Borginni. EN JAFNVEL kvikmynda- leikarar drekka eítirmiðdags- kaffi og þurfa á hressingu að halda eftir langa flugferð. Og hann Tyrone er engin undan- tekning. En hitt er annað mál, að stjörnur geta ekki fengið að vera í friði við eftirmidags- kaffið sitt á Borginni. Fiski- sagan flaug um bæinn og hann Tyrone var ekki búinn að sitja lengi við kaffibollan sinn á Bor.g þegar salirnar fyltust af fólki og hann varð að flýja úr veitingasölunum. F.yrst þegar hann steig út úr bílnum við Borg var þar engin hræða, utan tvær ungar telpur um fermingu, sem áttu víst ekki von á neinu sjerstöku. En er þær komu auga á Tyrone var eins og eldingu hefði slegið nið LÍFINU ur og þær hrópuðu báðar í einu: „Það er hann Tyrone Power“ og svo skvettust þær upp að aft an (eins og kálfar á vordegi) svo það sást í sólana á skónum þeirra. Og en magnast lætin. OG UM KVÖLDIÐ borðaði hann Tyrone á Borginni með fjelögum sínum og nokkrum starfsmönnum Flugfjeags ís- lands. Þar endurtók sagan sig, nema í heldur stærri stíl. Borg in fyltist af fólki, sem glápti eins og naut á nývirki og það skal sagt kvenfólkinu til hróss,. að strákarnir voru síst betri hvað ágengnina á manntetrið snerti. Og það var huggun þeim Islendingum, sem hálfskömm- uðust sín fyrir framkomu landa sinna að amerískir menn, sem þarna voru inni voru frekastir og framgjarnastir að ónáða Stjörnuna. Skrílslætin. ÞAÐ SEM mönnum leiddist við þenna aðgang í fólkinu, voru skrílsætin fyrir utan Borg ina. Þar hjekk lýðurinn, sem ekki komst inn á gluggunum og veinaði og skrækti, en þeg- ar beðið var um lögregluvernd fyrir veitingahúsið var því til svarað, að ekki væru til menn. Það breyttist þó eftir að lög- reglustjóri hefði verið látinn vita. Leist vel á kven- fólkið. OG SVO SKEÐUR það merkilega við heimsóknina hans Tyrone og eftir öll lætin, að honum leist svo vel á ís- lenska kvenfólkið, að hann kvaðst ekki hafa sjeð annað eins á sinni löngu reisu um fjölda mörg lönd. „Þær koma hjer inn í stríð- um straumum gullfallegar og altaf heldur maður, að nú geti ekki komið fleiri laglegar, en stöðugt bætist við. Þetta ætlar að yerða endalaus straumur af svona gullfallegum stúlkum“, sagði hann Tyrone. Nú held jeg að þær þurfi að æa og óa og andvarpa eftir þessa yfirlýsingu. HEDTOFT HANSEN, foringi danskra jafnaðarmanna hefur fyrir skömmu myndað hreina jafnaðarmannastjóm í Dan- mörku að öðru leyti en því að utanrikisráðherrann, Gustav Rasmussen, er utan flokka. Þessi stjórn er í verulegum minnihluta í danska þinginu þar sem flokkur forsætisráðherra hefur aðeins 57 þingmenn af 148. Stjómin hefur þegar fengið sitt fyrsta áfall, þar sem einn af ráðhermm hennar, Alsing Andersen, varð að segja af sjer nokkram dögum eftir að hann hafði tekið við embætti. Varð hótun Ihaldsflokksins um að bera fram vantraust á hann þess vaidandi, en Andersen var hermáiaráðh. er Þjóð- verjar rjeðust á Danmörku vorið 1940 og hefur af sumum verið gefið það að sök, að danski herinn hafi veríð óviðbú- inn því að veita innrásarhernum nokkra mótspyrnu. Vegna hinnar veiku aðstöðu stjómarinnar í þinginu mun forsætis- í áðherra ekki hafa talið ráðlegt að leggja til átaka við stjórn- arandstöðuna um vantraust á þennan ráðherra enda þótt hann tæki algerlega upp hanskann fyrir hann í umræddu máli. Hedtoft Hansen hefur oft komið hingað til íslands, nú seinast í sumar, og er kunnugur hjer mönnum og málefnum. Það kemur nú í hans hlut að hafa nokkur afsl^pti af því, hvernig Danir taka í handritakröfur Islendinga. Er fuil ástæða til þess að ætla að hann muni verða íslendingum hliðhollur í því máli. Til þess benda ýms ummæli hans og ekki síst ræða Buhls, fyrrverandi forsætisráðherra, á Þing- völlum í sumar, en hann á einnig sæti í hinni nýju ríkisstjórn. Islendingar verða því að vænta þess að hin nýja ríkisstjórn muni líkleg til þess að taka á því máli af sanngirni og skiln- ingi. MEÐAL ANNARA ORÐA ----j Eftir G. /. Á. j -—■ Rússar, Þýskaland og fleira * STJÓRNMÁLARITARAR telja líklegt, að Rússar kunni að fara fram á það á fundi ut- anríkisráðherranna, að fjórveld in flytji allan her sinn frá Þýskalandi. Rússar eru ekki meir en svo hrifnir af áhrifum Band.aríkjamanna og Breta í Þýskalandi og telja að komm- únisminn" eigi ekki upp á há- borðið í landinu, meðan áhrifa vestrænu lýðveldanna gæti þar. Rússnesku stjórnarvöldin munu hinsvegar gera sjer vonir um, að hinir þýsku stríðsfangar, sem þau hafa þjálfað í Rúss- landi, geti komið að góðu haldi, fáist herir bandamanna fluttir frá Þýskalandi. • • Grikkland. Tilboð grísku stjórnar- innar um sakaruppgjöf handa skæruliðum hefir ekki borið þapn árangur sem vonast var effir. Ein af ástæðunum er tal- in sú að ýmsir skæruliðar, sem Rússar kunna að krefjast brott- flutnings herjanna frá Þýska- landi. ekki þóttu nógu trúaðir á ágæti kommúnismans, voru sendir til Júgóslavíu og „geymdir“ þar meðan sakaruppgjöf stjórnar- innar var í gildi. ■ .?>,: l • • Atomstyrjöld. Bandaríkjamenn leggja nú mikla áherslu á að æfa varnir gegn atomárásum. í Washing- ton er byrjað að þjálfa hjúkr- unarlið til að aðstoða fólk, sem særast kynni af atomsprengj- um. • • Aróður. Rússnesku stjórnarvöldin hafa tekið upp að nýju sið, sem lagð ist niður á styrjaldarárunum. Áróðursgreinar úr Pravda eru lesnar í verksmiðjum, en verka menn fagna þeim eins og vera ber og samþykkja einróma yf- irlýsingar um fylgi sitt við Stalin. (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.