Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói HVERNIG kommúnistar brjóí HÆGVIÐRI — Váðast Ijctt- slrýjað. 1 270. tM. — Þriðjuílagur 25. nóvember 19-17 ast til valda. — Sjá grein á bis. 7. — TVRONE POWER kvikmyndaleikari kemur út úr flugvjel sinni á Reykjavíkurflugvellinum. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon). STJÓRN Fexðafjelags ís- ktnás bauð blaðf.mönnum og Bokkjrum öðrum gestum til há- dc;gisverðar í Skíðaskálanum s. I' sunnudag. Forseti fjelagsins, Geir G. Zoega vegamálastj. bauð gest- ina velkomna og sttjórnaði sam kvseminu.. Hann gat þess að Ferðaf jelag- ið yrði 20 ára n.k. fimtudag, þ. 27. nóvember. Rakti hann starf semi þess, í höfuðdráttum frá stöfnun þess. Til máls tóku auk forseta Þor steinn Þorsteinsson sýslumaður, Kristján Skagfjörð framkv,- stjóri fjelagsins, Helgi Jónas- son frá Brennu, Hallgrímur Jónasson kennari, Sigurður Bjarnason alþingismaður og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður. í-fikum rænl BRETAR og Bandaríkjamenn í Berlín eru nú að rannsaka at- burði þá, sern leiddu til þess, að Ineter Frede, einum af þekktari btaöamönnum Þjóðverja, var rænc. Frede var nýlega biekktur tii að fara ínn á hernámssvæði Rús'sa í Þýskalandi, en síðan b. i.uf hann ekki sjest. SVO SEM kunnugt er hefur veður hamlað síldveiðum mjög alla siðustu viku, og var svo einnig nú um helgina. . Sjó- menn telja þó mikla síld vera, en hún er dálítið kenjótt síld- in og þegar veður hefur ekki hamlað allri veiði hefur hún átt það til að halda sig á miklu dýpi. Síðan á laugardag og þar til í gærkveldi komu hingað til Reykjavíkur 14 skip, með sam tals 6170 mál síldar. — Hæstu skip voru: Rifsnes með 1000 mál.og Hugrún með 1000 mál, Viktoría með 900 mál og Björn Jónsson með 850 mál. — í gær komu aðeins tvö skip og var Victoría annað þeirra. í gærkveldi var því nær all- ur flotinn kominn út á miðin, en ekki höfðu neinar frjettir borist um afla þeirra. í gær var byrjað að losa skip in með krana frá Siglufirði og gekk það mjög að óskum og verður haldið áfram að nota þennan krana eftir því sem við verður komið. Bretar byrja innflutning frá Palestínu NEW YORK: — Bretar eru nú byrjaðir að flytja her sinn frá Palestínu og íara flutningarríir fram gegnum hafnarborgina Ha- ifa og yfir landamærin hjá Poyt Said. Fer flutningurinn frajm bæði sjóleiðis eða að minsta kosti til aprílloka. Járnsmiðir viidu ekki leyfa undanþágu FJELAG járniðnaðarmanna hjelt fund í gærkvöldi. Var m. a. rætt um Varastöðina við Ell- iðaár. Trúnaðarmannaráð fjelagsins hafði rætt um hvort þeir vildu leyfa undanþágu til þess að vinna við Varastöðina samkv. tilboði því er borgarstjóra barst s.l. laugardagskvöid frá járn- smíðameisturum. Tillögur trúnaðarmannaráðs voru samþyktar á fundinum, en járnsmiðir leyfa samkv þeim ekki undanþágu á vinnu við varastöðina nema að geng- ið verði að kröfum þeirra, þ. e. a. s. að þeim verði greiddar kr. 170 í grunnlaun á viku í stað 158. Sigurður Hlíðar á bafavegi SIGURÐUR E. Hlíðar, þing maður Akureyrarkaupstaðar, var fvrir nokkru skorinn upp við botnlangabólgu. Tókst skurð urinn vel og er líklegt að þing maðurinn taki sæti á þingi í næstu viku. . > Tyrone Power kvik- myndaleikari heimsækir Reykjavík TilyUjun ein rjeði komu hans hingað, AMERÍSKI kvikmyndaleikannn heimsþekti, Tyrone Povver, kom hingað til bæjarins á sunnudag- inn við sjötta mann í einkaflug- vjel. Voru þeir fjelagar á leið vestur til Ameríku, eftir að hafa flogið víða um lönd, ails um 26 þús. mílur. Þeir fóru hjeðan aft- ur í gærmorgun áleiðis til Ný- fundnalands. Koma þessa þekta manns vakti hjer talsverða athygli, einkum meðal kvenþjóðarinnar og þótt leynt færi um dvöl hans hjer þyrptist fólk að honum bæði við komu hans á flugvellinum og þó einkum að Hótel Borg, þar sem hann og fjelagar hans gistu. í kaffitímanurn á sunnudag fyltust salirnir af forvitnu fólki, sem vildi sjá leikarann og um kvöldið ætlaði alt um koll að keyra, bæði inni í sölunum og úti fyrir Borg- inni og varð lögreglan að skerast í leikinn og loka Pósthússtræti um tíma á sunnudagskvöldið. Vasklegur ungur maður. Tyrone Povver, sem kvikmynda húsgestir munu kannast við úr fjölda mörgum kvikmyndum og nú síðast úr myndinni „Razors Edge“ (í leit að lífshamingju) er vasklegur ungur maður. Hann stýrði sjálfur flugvjelinni í þess- ari ferð, enda var hann flugmað- ur í stríðinu. Byrjaði hann sem óbreyttur liðsmaður í landgöngu- liði flotans, en var orðinn flug- liðsforingi áður en stríðinu lauk. Hlaut hann góðan orðstýr í styrj- öldinni. Tyronne Power er 33 ára. — Hann er blátt áfram.í framkoipú, meðalmaður á hæð, dökkhærður og brúneygður og hvatlegur í hreyfingum. ísland var aðeins áfangi. í viðtali við Morgunblaðið sagði Tyrone Power, skömmu eft- ir að hann steig út úr flugvjel- inni, að í upphafi ferðarinnar hafi ísland alls ekki verið með á ferða áætluninni. En þegar ákveðið hafi verið að fljúga til Ameríku um Norður-Atlantshafið hafi ís- land verið eðlilegur áfangi á þeirri leið og þess vegna væri hann nú hingað kominn. Er hann var að því spurður, hvort hann hefði nokkuð þekt til íslands áður en hann kom hingað sagðist hann verða að játa að svo væri ekki. En sjer hefði þótt land sýn hjer hrikaleg og fögur og hjá sjer hefði vaknað löngun til að koma aftur til landsins og dvelja þá það lengi, að hann gæti gert sjer einhverja hugmynd um land og lýð, en þess væri ekki kostur nú. Leist vel á fólkið. Kvikmyndaleikarinn gát þess einnig, að við fyrstu sýn geðjaðist sjer vel að fólkinu og er hann var að því spurður, hvort honum fyndist ekki nóg til um öll lætin og ágengnina kvaðst hann vera vanur slíku og það yrðu menn í hans starfi að sætta sig við. „Þjer hefðuð átt að sjá lætin í fólkinu í Suður-Afríku, þegar við komum þangað. Einu blaðinu í Jóhannesburg þótti nóg um og birti mynd af stórum naugripa- hóp, baulandi og beljandi og mynd af mjer inn í hópinn, eins og til að lýsa skoðun sinni á þessu. Ekki kvaðst leikarinn hafa sjeð á þessari ferð sinni jafnmi: ið af fríðu kvcnfólki og væri hjer í Reykjavík og karlmen.iirnir- væru myndarlegir. Þriggja xnánaða ferðalag' Um ferðalag þeirra íjelaga ságði Tyrone Power: „Við lögðum af stað frá Miami í Florida .þann 1. september og fórum til Suður-Ameríku. — Frá Natal flugum við yfir AUants- haf til Afríku og með austur- ströndinni til Höfðaborga síðan til Johannesburg og Mosambique. Frá Afríku fórum við til Grikk- lands og komum við í Aþenu. —- Var þessi fyrri hluti ferðarinnar skemtiferðalag að mestu. Frá Grikklandi fórum við tii ítalíu og dvöldum þar í þrjár vikur til þess að taka þar hluta af kvikmynd, sem jeg er að leika í og á að heita „The Dark Woöd“. Var tekinn sá hluti myndárinnar, sem gerist þar í landi. Síðan h.jeld um við til Parísar og Lor.dorí, eií frá London til írlands, en þatf unnum við að myndatöku á ann^ ari mynd, sem er í bígetð og heitir „That old Magic“. Og frá írlandi komum við svo hingað. Heim förum við um Grænland, Nýfundnaland, Canada og von- umst til að vera komnir hcim til Hoílywood um næstu helgi.“ I Skrifaði hundruð undirskrifta Það var flugfjelag íslands, serffi annaðist móttökur Tyrone Pow« ers hjer. Var framkvæmdastjóri f jelagsins, Örn Johnson, áðalfiug- máður þess, Jóharines Snorrasbn og Sigurður Matthíasson, við- staddir komu flugvjelarinnatf ásamt fleiri starfsmönnum fje- lagsins. Er gengið hafði vcrið frá tollskoðun og lendingaeftirliti var ekið með flugmennina til Hótel Borg og fór þá eins og fyr segir. Ekki skoðuðu þeir fjelaear sig neitt um í bænum að ráði. Þeir snæddu kvöldverð að Hótei Borg með starfsmönnum flugfjeiagsins og fóru að hátta á ellefta tíman- um, því þeir ætluðu að vakna kl. 5 í gærmorgun. En kvikmyndaleikarinn fjekK nóg að gera við að skrifa nafis sitt á blöð, peningaseðla, ljós- myndir og í afmælisdagbækur. Mun hann hafa skrifað undír hundruð slíkra plagga og sýndi mikla þolinmæði. Um það og ýmislegt smávegis er sagt í „Daglega lífinu“ hjer J blaðinu í dag. ... -----~~------------ fS 2008 kr. siyrfcur 1 á viku VERKAMANNAFJF1 Dag3 brún hjelt fund í gærsiveldi. Þar var rætt um aöstoð við járnsmiðina, sem nú eig'g í verk falli. Var samþykkt á þessurn fundl að veita Fjel. járniðnaðarmanna 2000 kr. styrk á viku. Skal þetta fje veitt úr sjóði þ; im er fjelaginu áskotnaðist í sumatf er leið er fjelagið var í verk- falli. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.