Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 1
Bandaríkjaþing mun sam- þykkja bráðabirgðarhjálp handa Evrópu Vandenberg fordæmir stríðsáróður Rússa Hjer á myndinni sjest Elizabeth prinsessa á leiðinni til Westminster 'Abbeý. Áætlað er að um tvær miljónir manna liafi verið á götum ■Lundúna til að horfa á prinsessuna og mann liennar. Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ARTHUR VANDENBERG flutti ræðu í dág í öldúngaráðsdeild Bandaríkjaþings og lagði þar eindregið með því að frumvarpið um bráðabirgðaaðstoð til Evrópu yrði strax samþykt. Kvað hann állan drátt á þessu aðeins auka styrjaldarhættuna. í ræðu sinni fór hann hörðum orðum um áróður Rússa í garð Bandaríkjanna og sagði Marshall áætlunina alls ekki leiða til verslunarstyrjald- ar néma því aðeins að Molotov hjeldi áfram að hamra á slíku. Hjálp til Asíu < Stjórnmálaritarar líta svo á, að þessi ræða Vandenbergs nægi til þess að frumvarpið verði þeg- ar samþykt þar sem lítil eða engin mótmæli komu fram í þinginu. Wayne Morse, öldung- ardeildarþingmaður frá Oregon, gat þess að jafnframt þessu frumvarpi ætti að bera fram annað sem gerði ráð fyrir álíka hjálp til handa Kína, Filipps- eyjum og Kóreu. Komst hann m. a. svona að orði: „Við getum ekki með góðu móti beint aug- unum aðeins að Evrópu meðan kommúnistar reyna að slá hring um okkur í Kyrrahafinu“. Hann dró og mjög í efa hina svoköll- uðu ,,hlutleysisstefnu“ stjórnar- innar í garð Asíu. y Rómaborg í gærkvöldi. VERKFÖLLUM á Suður-Ítalíu er nú að mestu leyti lokið. Hafa verkamenn 1 Bari meðal annars tekið upp vinnu á ný, og til engra óeirða kom í dag. stúdenta 1. des. HIÐ nýskipaða Stúdentaráð Háskólans, sem annast allan undirbúning að hátíðahöldum stúdenta 1. desember n.k. hef- ur nú lokið öllum aðalundir- búningi. Eins og að venju, hefjast há- tíðahöldin með skrúðgöngu eldri sem yngri stúdenta frá Háskólanum kl. 1,30. Gengið verður um Suðurgötu og að Austurvelli. Þar flytur ræðu af svölum Alþingishússins próf. Ásmundur Guðmundsson. Að lokinni ræðu próf. Ás- mundar, verður hlje á hátíða- höldunum þar til kl. 4. — Þá hefst samkoma í hátíðasal Há- skólans. Þar flytja ræður próf. Guðmundur Thoroddsen og próf. Sigurður Nordal. Um kvöldið verður svo stú- dentasamkoma að Iiótel Borg. Þar mun dr. Sigurður Þórar- insson flytja ræðu. Fundur utunríkisruðherru fjórveldunnu hefst í dug 100 sðuðkindur farast ú Kópasker SÍÐASTL. laugardag drukn uðu um 100 sauðkindur í sjón- um, skammt frá bænum Snart- arstaðir við Kópasker. Sauð- kindurnar voru frá þessum bæ og áttu þær bræðurnir Guðni og Sigurður Ingimundarsynir, er bar búa. Jörðin Snartarstaðir er góð sauðiörð og gengur fje þar úti mestan hluta árs, þó því sje gefið mðe fjörubeitinni, sem þar er. — Á föstudag var veð- ur sæmilegt og var fjeið á beit ífjörunni eins og vant var. — Þegar leið á nóttina tók veð- ur rrjög að versna með mikilli fannkomu og stóð vindur af landi. 60 kindur flæddu. 5 Þá um nóttina var fje í mó- unum fyrir ofan fjöruna og mun það hafa hrakið undan veðrinu fram í fjöruna, en þar var lágsjáva. Þegar flæða tók mun veðurofsinn hafa verið svo mikill og ófærðin, að fjeð mun ekki hafa haft sig undan flóðinu og á þarih' hátt munu um 60 sauðkindur hafa farist. Snjóflóð tók 40 kin^ur. Við Snartarstaðarnúp standa fjárhúsin frá Snartarstöðum. Um nóttina skall snjóflóð yfir fjárhúsin frá Snartarstöðum. Um nóttina skall snjóflóð yfir þau og álíta menn þar að snjó flóðið, sem fór í sjó fram, hafi tekið með sjer 40 kindur. - Annars er þessi mikli fjárskaði ekk.i enn fullkannaður. Þeir bræður Guðni og Sigurður hafa misst þarna milli 30 og 40% af bústofni sínum. Brúðarkjól! Elísa- betar Brúðarkjóll Elizabetar vakti mik- ið umtal í tískuheiminum. Má telja fullvíst, að þeir verði ekki fáir, sem stæla kjól prinsessunnar ----------» <,-<—:- Tyrone Power kosinn í stjórn fjelags kvik- myndaieikara FJELAG kvikmyndaleikara Ameríku hjelt nýlega fund og var bá kosin ný stjórn. Forseta- kosningu hlaut leikarinn Ron- ald Reagan én meðstjórnendur voru kosnir Tyrone Power, Ed- ward Arnold, Van Heflin, Dana Andrews, Anne Revere, Dan Duryea og Charles Bickford. Aðrir stjórnendur voru kosnir: Walter Pidgeon, Gene Kelly og William Holden. Gjaldkeri var kosin Olivia De Havilland, en ritarastöðina hlaut Leon Ames. Eitt atriðið á stefnuskrá fjelags ins er útrýming kommúnism- ans. Ógnarástand í fangabúðum Rússa 75 deyja daglega við Muehlberg Frankfurt í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FRANZ HOLLER, einn af þingmönnum fylkisins Saxon-Anhalt á hernámssvæði Rússa í Þýskalandi, tjáði frjettamönnum í dag, að að minnsta kosti 75 manns Ijetu nú daglega lífið í fangabúðunum við Muehlberg í Austur-Þýskalandi. Flýði Rússa ® Holler er nýkominn til her- námssvæðis Bandaríkjanna. — Skýrði hann frjettamönnum frá því, að hann hefði flúið, þar sem hann óttaðist það að verða hand- tekinn af rússnesku leynilögregl unni. ráðstefna MONTE VIDEO: — Dagblaðið Pais sagði í dag að ráðgert hefði verið að kommúnistaflokkar Suður-Ameríku mundu koma saman þar í borg til þess að minn ast hundrað ára afmælis útgáfu bókar Karl Marx, Commumst Manifesto. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eru nú komnir til London, en þar mun á morgun (þriðjudag) hefjast fundur ut- anríkisráðherra fjórveldanna. Hafa bæði Molotov og Mars- hall þegar rætt við Bevin breska utanríkisráðuneytinu, en Bidault — franski utanrík- isráðherrann — kom síðastur og mun hitta Bevin á morgun, áður en fundir hefjast. Mikil eftirvænting er yfirleitt ríkj* andi yfir ráðstefnu ráðherr- anna, enda flestir sammála um, að árangur hennar sje ákaflegg mikilsverður. i Osamkomulag. Ekki er hægt að segja. að mikil bjartsýni sje samfara hinni nýju ráðstefnu utanríkis- ráðherranna. Hafa fulltrúar þeirra verið á fundum að und- anförnu, en svo til ekkert sam komulag náðst — fulltrúarnir jafnvel ekki getað komið sjer saman um dagskrá fjórvelda- fundarins. Er aðaldeilumálið í. sambandi við Austurríki, en. Bandaríkin, Brétland og Fx’akk landi vilja að fiiðarsamningar við Austurríkismenn verði tekri ir fyrir hið fyrsta. Rússar eru aftu.r á móti andvígir þessu. Framtíðin. Stjórnmálaritarar eru sam- mála um að þessi fundur utan- ríkisráðherranna kunni að valda miklu um framtíðina. Er yfirleitt litið svo á, að Marshall muni taka því illa, ef Rússar reyni að draga málin á langin, og er jafnvel sagt að hann muni hafa aðeins stutta viðdvöl í London, ef Molotov enn einu sinin geri tilraun til að koma í veg fyrir það, að bandamenn gangi frá samningum við aust- urrísku stjórnina. T vinnu- laun í Frakkiandi París í gærkv. NYJA stjórnin franska kom saman til fjögra klukkustunda fundar í dag. Er talið líklegt, að stjórnin muni fallast á al- menna launahækkun. en jafn- vist er að hún reyni í lengstu lög að láta verðlag og laun haldast í hendur. Aðalverkefni stjórnarinnar er auðvitað að leysa verkfalls- málin, en um ein miljón manna hafa nú lagt niður vinnu £ Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.