Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. nóv. 1947 MORGV /V BLAÐIÐ :ií Fjelagslíf ASalfundur Knattspyrnu- fjelags Reykjavikur fer fram þriðjudaginn 2. dt’S- emfter kL 8Í4 i fjebesheim ili V. R. (miðhæð). Lagabreytingar og venjuleg aðat- fundastörf. Lagabreytingarnar liggja frammi hjá formanni fjeírgsuis. Stjór-i K. /{, F ramhaldsaSalfundu r fjelagsins verður hald- inn annað kvöld mið- vikud. kl. 8,30 í fje- lagsheimilinu. Stjórnin. ... 1. O. G. T VERÐANDl Fundur i kvöld kl. 8,30. 1. Inntaka nýliða. 2. Flagnefndaratriði annast III. fl. (O. C.) 3. Upplestur: kvæði Olga Clausen. 4. Einsöngur: Sigurð- nr Ölafsson. 5. Erindi um reglumál, Einar Rjörnsson, 6. Sameiginleg kaffi drykkja. Fjölmennið. Æ. T. SKRIFSTOFA STÓRSTtJKUNNAR Vrikirkjuveg 11 (Templarahöllinni) Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30 alla þriðjudaga og föstudaga. »>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦#♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Tilkynning ÖskiS þjer eflir brjefaskriftum einhversstaðar i heiminum? Safnið þjer frimerkjum? Hafið þjer áhuga á einhverju erlendu tungumáli? Lang ar yður til að komast í kunningsskap óður en þjer ferðist erlendis? Einnig verslunar- og vísindaerindum og yður til heilsubótar. Skrifið eftir upplýs- ingum THE RILLIKEN PEN CLUB, Rennweg 16, Ziirich 1, Switzerland. Sálarrannsóknarfjelag íslands heldur fund í Breiðfirðingabúð Skóla vöi'ðustíg 6, í dag kl. 8,30 e.h. Fund arefni: Sagt verður frá fyrirbxygðum á miðilsfundum Einar Nielsen. Fje- lagsmenn mega taka með sjer gesti. 7.I0N Bergstaðastræti 12 B. Vakningasamkoma í kvöld ki. 8. All ir velkomnir. Kaup-Sala 'SENDIÐ MYND, stóra eða litla, nýja eða gamla. Stækk un á mynd í 8—10 tommur kostar 12 kr. danskar, sje liún lituð bætast við Jcr. 5. Innrömmun með gleri og ramma kr. 10 danskar. CHRISTENSEN NIELSEN fotograf Silkeborg, Danmark, Tlf. Silkeborg 860. Nýir hjólbarSar fyrir bresk hjól stærð 900x16 — Mjög lágt verð. Vjer «endum verðlista eftir beiðni. HENRY GREENBERG & CO 116 Broad Street, New York 4, New Yox-k, U.S.A. Símuefni: „Kiekberg". Þafi er ódýrara að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstig 1. Simi 4256. NotuS húsgögn og lítið slitin jakkaföt keypt hæst verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Simi 6691. Fornverslunin, Grettisgötu 45 Kensla Reikningskennsla Les með byrjendum Algebru, Rúm og hornafr., Differentialreikning og £1. og bý undir gagnfr. og stúdents- próf. Dr. Weg, Grettisgötu 44 A. simi •5082. 328. dagur ársins. Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. I.O.O.F.Rb.st.l.Bþ.9711258141 □ Edda 594711257—1. Sextug verður í dag ekkjan Sigurlína Bjarnadóttir, Báru- götu 15. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Hildur Matthíasdóttir og Sigurður Sigurðsson, kennari, Urðarstíg 2, ísafirði. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin María Steinþórs- dóttir og Kristján Jóhannes- son, hreppstjóri í Hjarðardal í Onundarfirði. Hjónaband. Nýlega hafa ver ið gefin saman í hjónaband af sjera Garðari Þorsteinssyni, fr.k. Sigríður Jakobsdóttir og Björn Ólafsson, húsasmiður. Heimili ungu hjónanna verður á Nönnustíg 8, Hafnarfirði. Hjónaband. Nýlega hafa ver ið gefin saman í hjónaband af sjera Garðari Þorsteinssyni, frk. Ragna Björnsdóttir og Ólafur S. Ólafsson, bifreiða- stjóri. Heimili ungu hjónanna er á Skúlaskeið 22. Hafnarfirði. Hjónaband. Nýlega hafa ver ið gefin saman í hjónaband af sjei’a Garðari Þorsteinssyni, frk. Sigríður Ólafsdóttir og Ari Benjamínsson, bifreiðastjóri. Heimili ungu hjónanna verður á Nönnustíg 8, Hafnarfirði. Hjónaefni. S.l. laugardag op inberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurlaug Júlíusdóttir frá Sauðárkróki og Guðberg Har- aldsson, bifvjelavirki, Soga- bletti 14. Afmælishljómleikar Lúðra- sveitar Reykjavíkur verða haldnir í Austurbæjarbíó í kvöld kl. 7,15. Leikfjelagið sýnis gaman- leikinn „Blúndur og blásýra11 anað kvöld og er það síðasta sýning á þessu leikriti. Tvær sýningar hafa nú verið hafðar á „Skálholti“ (föstud. og sunnu dag.) og var aðsókn sem fyrr, hvert sæti skipað. Vegna veik- inda eins aðalleikandans verð- ur ekki hægt að hafa næstu sýningu fyrr en á föstudag í fyrsta lagi. Heilsuhælissjóð Náttúrulækn ingafjel. íslands hefur borist dánargjöf að upphæð kr. 5000, til minningar um Unu Vagns- dóttir frá Hafnarfirði. Með' þakklæti móttekið 18. nóv. ’47. Heilsuhælissj óðsnef nd. Dagrenning, 5. tbl. 2. árg., hefir borist Mbl. Efni er m. a.: — Vakna þú, íslenska þjóð, eftir Jónas Guðmundsson, Fæt- ur fagnaðarboðans, eftir F. B. Edgell, Hátiðarnar þrjár, eftir sjera Guðmund Einarsson, Edó- mítar — Assyríumenn, eftir J. J. o. fl. Skipafrjettir. — (Eimskip). Brúarfoss er á Siglufirði, lest ar frosinn fisk. Lagarfoss er í Kaupm.h. Selfoss fór fram hjá Látrabjargi í dag á leið frá Rvík til Siglufjarðar. Fjallfoss er í Rvík. Reykjafoss er í Rvík. Salmon Knot fór frá Rvik 20. nóv. til New York. True Knot kom til Rvíkur 24/11. frá Hali- fax. Knob Knot lestar í New York í byrjun desember. Linda lestar í Halifax í byrjun des- ember. Lyngaa fór frá Ábo í Finnlandi 23/11. til Rvíkur via Kaupm.h. Horsa kom til Ant- werpen 24/11. frá Leith. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunútvarp 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18,30 Dönskukensla. 19,00 Eskukensla. 19,25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20,20 Tónleikar: Píanósónata í h-moll eftir Chopin (plötur). 20.45 Erindi: Frumbyggjar jarð ar, II: Fyrstu forfeðurnir (dr. Ásjtell Löve). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Smásaga vikunnar: „Sag- an“ eftir Anatole France; þýð, ing Vilhjálms Þ. Gíslasonar (Þýðandi les). 21.45 Spurningar og svör um íslenskt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22,0*0 Frjettir. 22,05 Húsmæðratími (frú Dag- biört Jónsdóttir). 22.15 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 22,40 Dagskrárlok. Sigurður Krisijáns- son alþingismaður lendir í bíislysi ÞAÐ slys varð s.l. laugar- dagskvöld í Austurstræti að Sigurður Kristjánsson alþing- j ismaður varð fyrir bifreið og hlaut af mikil meiðsl. Bar slysið þannig að, að Sig- urður var að fara yfir götuna er bifreiðin rakst á hann. Fjekk hann þungt höfuðhögg og skrámaðist töluvert á höfði. Ennfremur hlaut hann töluverð an áverka á síðu. Var hann þeg ai’ fluttur á Landsspítalann og var þar gert að sárum hans en hann síðan fluttur heim. Var hann þungt haldinn á sunnu- ^ dag og fyrrihluta dags í gær. j í gærkveldi var líðan hans töluvert betri og taldi læknir hans meiðslin ekki mjög al- varleg. Líkur eru þó til að hann hafi fengið snert af heilahrist- ing. Tapað . Tapast hefir nvyndaveski. Vinsam lega skilist á Grenimel 1. Vinna HREINGERNINGAR og giuggahreinsun. Sími 1327. Bjöm Jónsson. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Simi 5571. GuSni Björnsson. RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að okkur hreingemingar. Simi 5113 Kristján og Pjetiir. Fróðleg! erindi í Nátt úrufræðifjelaginu TÓMAS Tryggvason járð- fræðingur, hjelt í gær fróðlegan fyrirlestur á samkomu Hins ís- lenska náttúrufræðifjelags. — Fjallaði fyrirlesturinn um mæl ingaleiðangur Þjóðverja í Þing eyjarsýslum sumarið 1938, en Tómas var aðstoðarmaður Þjóð verjanna og túlkur. Gerði Tóm- as grein fyrir þeim kenningum, sem lágu til grundvallar fyrir því, að leiðangur þessi var far- inn. Jafnframt lýsti hann starfi leiðangursmanna og mælitækj- um. En mælingar þær, sem leið angursmenn framkvæmdu, eru grundvöllur undir áframhald- andi mælingum, sem munu leiða í ljós m. a. jarðhræringar og orsakir til sprungumyndana á jarðeldasvæði Þingeyjar- . sýslna. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem á ýmsan hátt sýndu mjer vinarhug á 70 ára afmæli mínu 15. þ.m. Gúdlaufrur Ingimundarson, Ásvallagötu 6. >♦♦04 Vjeistjóra vantar við frystihús í nágrenni Reykjavíkur. Framtíðarstarf fyrir vanan laghentan mann, sem getur einnig unnið að algengum lagfæringum. Tilboð merkt: ,,Frystihúsgæsla“ leggist á afgr. Mbl. fyrir 1. des. Skrifstofuvinna Ung stúlka með verslunarskólaprófi og vön ski’ifstofu- vinnu, óskar eftir ;starfi hjá góðu fyrirtæki. Tilboð merkt: „Atvinna“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. desember. Vegna jarðarfarar fyr verandi ráðherra maóonar (ddinaró d^ijRarlandi formanns sambandsstjórnar verður skrifstofum vorum vörugeymsluhúsum og sölustöðvum lokað í dag frá kl. 12 á hádegi. ddamland Íóí. óamuinnu jjeic acja Faðir okkar DAVlÐ ÓLAFSSON frá Kambi, Vopnafirði, andaðist í Landakotsspitala 23. þ.m. Börn hins látna. Móðir okkar og tengdamóðir SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR verður jarðsungin miðvikudaginn 26. nóv. Athöfnin hefst í Dómkirkjunni kl. lþ^ e.h. Börn og tengdabörn. Jarðarför konunnar minnar MÖGGU ÖLDU EIRlKSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 25. nóv. kl. 1,30 e. h. (en ekki kl. 4,30 eins og áður hefur verið auglýst). Árný Elríhsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins mins ERNST SCHAAL Unnur Schaal. Innilegasta þakklæti til allra, er sýnt hafa hluttekn ingu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns SIGURBERGS EINARSSONAR og heiðrað liafa minningu hans með nærveru sinni, aðstoð og minningargjöfum. Guð blessi ykkur öll. Árný Eiríkssdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.