Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1947 flugufrepum ! hnekfcf j Nanking í gærkvöldi. hriLKYNNT var hjer í Nanking j dag, að ekkert væri hæfi. í Iflugufregnum um það, að nokkr- ir bandarískir flugmenn, sem skotnir voru niður yfir Kína í styrjöldinni, væru fangar hjá hinum svokallaða „Lolo“-kyn- flokki í Vestur-Kína. Vitað er, að margir úr kynþætti þessum eru mannætur. í tilkynningunni í dag er þess getið að 210 daga leit á land- svæðum kynþáttarins hafi eng- an árangur borið, nema hvað nú þyki sannað, að engir Banda- ríkjamenn geti verið fangar þarna. — Reuter. — Meðsl annara orða Framh. af bls. 6 Víða pottur brotinn. Einhver hefir nú tekið upp á því í Svíþjóð, að halda sýningu á því, hversu yfirvöldin geta íþyngt borgurunum. — Kort er þarna, sem sýnir, hvernig sænskur verslunarmaður kann að þurfa að koma við í 29 skrif stofum, til þess að fá innflutn- ingsleyfi. Auk þess er það sýnt með tölum og myndum, að 27 menn geta á átta mánuðum byggt 130.000 króna hús, en áð- ur en hægt er að ljúka við bygg inguna, verða 40 opinberar skrifstofur að fjalla um málið og að minsta kosti 110 embætt- ismenn að koma til skjalanna. • • Pardís öreiganna. Það virðist sem menn verði að fara til Svisslands til þess að komast að raun um hinn ó- hemiuháa framfærslukostnað Moskvubúa. Utgjöld svissnesku sendinefndarinnar í Moskva hafa nú verið tekin til umræðu í svissneska þinginu. Sviss- nesku skrifstofustúlkurnar, sem vinna við sendiráðið og fá um 10 pund á viku, kosta stjórn- ina um 1800 pund á ári, þó svo að húsakynni þeirra sjeu ekki annað en litið og óásjálegt hótel. Hinn opinberi svarti markaður er aðalútgjaldaliður- inn. Auk þess er svo lítið um grænmeti í þessari „paradís ör- eiganna“ að sendinefndin verð ur að fá alt grænmeti sitt sent frá Svisslandi. Þó svo að Svissland og Rúss- land hafi nú stjórnmálasam- band hvort við annað, þá hafa viðskifti milli landanna lítið aukist og eru ekki meiri en svo að þeirra er ekki getið í hag- skýrslu svissnesku stjórnarinn- ar. — Síldarverksmiðja ÍFramhald af bls. 2). árvirkjunin hefur verið full- gerð. Aðkallandi nauðsyn. Það orkar ekki tvímælis, að hjer er mikið og aðkallandi nauðsynjamál að ræða, sem eng an veginn má skella skollaeyr- um við. Síldarafurðirnar eru verðmestu og eítirsóttustú verð mætin sem Islendmgar fram- leiða nú og senda á erlendan markað. Það má því ekki henda oss í þriðja sinn, þegar slíkur afli berst upp í hendurnar á okkur, að við sjeum þess var- búnir að hagnýta hann til þess ítrasta. Þátttaka Reykjavíkurbæjar. Jóhann Hafsteia kvaðst sam- mála Pjetri um þá nauðsyn, að koma upp síldarverksmiðju við Faxaflóa, en hinsvegar væri álitamál hvar hún ætti að standa. Taldi harn því heppi- legast að stofna til ítarlegrar rannsóknar um hvar staðsetja æíti verksmiðjuna. Fyrir forgöngu Reykjavíkur bæjar hefði verið stofnað til rannsókna á þessu máli og kvaðst Jóhann áskilja sjer rjett að lokinni þeirri rannsókn, að bera fram breytingartillögu við frumvarpið. &■' Vantar geymsluþrær. Jóhann Þ. Jósefsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, benti á að einhver úrbót mur.di fást nú á næstunni með því að fjölga og breyta lýsis- og beinamjöls- verksmiðjunum við Faxaflóa. Það, sem sjerstaklega bagaði nú, væri skortur á geymslu- þróm, því að reynslan sýndi að að Faxasíldin geymdist svo vik- um skifti í þrónunum. Leggja ætti því áherslu á að auka þróarplássið til þess að bæta úr þessu. Finnur Jónsson benti og á, að þegar búið væri að gera nauðsynlegar breytingar á lýs- isverksmiðjunum við flóann, mundu þær geta afkastað um 4—5 þús. málum á sólarhring (þar með talin hvalveiðastöðin í Hvalfirði). Pjetur sagði, að þessar verk- smiðjur gætu aðeins unnið til áramóta, því að þá tæki ver- tíðin við og verksmiðjurnar bundnar við hana. Nokrrir fleiri tóku til máls og ljetu sumir þá skoðun í ljós að leysa ætti þetta mál með því að fá fljótandi síldarverk- smiðju. • 111111111 iiiiiimiiiiiiiiiiiiiit iii fiiniiiiiiitiiiimtMM' | Almenna fasteignasalan ! Bankastræti 7. sími 7324 | : er miðsföð fasteignakaupa. Þorsteinn Bjarnason að Hurðarbaki, sjö- tugur ÞORSTEINN Bjarnason, bóndi á Hurðabaki, verður sjötugur í dag. Hann er fæddur á óðalseign sinni Hurðabaki í Reykholtsdal, ólst upp þar og þar hefur hann búið alla sína búskapartíð. Faðir hans, Bjarni Þorsteinsson, var einnig alla sína æfi á Hurðabaki. Hafa þeir þrír ættliðir Þorsteinn eldri, Bjarni sonur hans og Þorsteinn yngri, búið meira en öid sam- fleytt á Hurðabaki, og sem betur fer, eru allar líkur til þess, að ættbálkur þessi búi þar enn lengi og vel. Hefur Bjarni, sonur Þor- steins, tekið þar við búi og virð- ist enginn verfeðrungur um alla búsýslu og er þá langt til jafnað, en hinn sonur Þorsteins, Svein- björn, hefur all-mikla blóma- og aldinrækt við hverina, sem þar eru skammt frá heimatúninu. Þorsteinn bóndi er hinn gest- risnasti og ávallt glaður og reif- ur. Fjör- og framkvæmdamaður eins og ýmsir ættmenn hans t.d. föðurbróðir hans, Þórður eldri á Leirá. Hann var á yngri árum sínum ..estamaður góður og hefur margur gæðingurinn verið frá honum fenginn. Jörð sína hefur hann bætt geysimikið. Stækkað heimatúnið og ræktað nýtt tún hjá hverunum. Hann hefur gjört húsabætur miklar. Nú er Hurðar- bak betra tveimur bændum en einum, er Þorsteinn tók við. Það er alltaf eins og hressandi blær fylgi Þorsteini, þar sem hann fer, áhuginn og kappið við hvert starf, hlýleikinn og hjálp- semi, enda er hann maður vin- sæll og einlægur vinur vina sinna. Hann er kvæntur Guðrúnu Sveinbjarnard. frá Sigmundar- stöðum, mestu myndarkonu og búa þau hjón nú hjá Bjarna syni sínum og konu hans, Sigríði Sig- urjónsdóttur frá Álfafossi, og una vel hag sínum. Óskum við vinir og frændur, sem ekki getum heimsótt hinn ! erna öldung á afmælinu, honum ! langra lífdaga, heilla og ham- ingju. Þorst. Þorsteinsson. Ófímabær skrif VEGNA blaðaummæla um fisksölu til Þýskalands, vill ríkisstjórnin taka það fram, að íslensk stjórnarvöid hafa lengi unnið að því, að afla rr.arkaðs fyrir íslenskan fisk á hernáms- svæði Bandaríkjamanna og Breta í Þýskalandi. Samningar um þetta standa enn yfir og verður þessvegna að svo komnu ekki sagt, hver árangur þeirra Guðjón Einarsson fcosinn form. VR GUÐJÓN EINARSSON var í þriðja sinn í röð kosinn for- maður Verslunarmannafjelags Reykjavíkur me ðdynjandi lófa taki á aðalfundi þess í gær- kveldi. Aðrir er hlutu kosningu í stjórn voru: Baldur Pálmason, Einar Elíasson og Þórir Hall og voru þeir kosnir til tvóggja ára. Fyrir eru í stjórninni: Sveinbjörn Árnason, Gunnar Ásgeirsson og Gunnar Magnús- son. — í varastjórn Ingvar Pálsson, Þórður Guðmundsson og Ólafur Stefánsson. Áskorinn á bæinn. Fundurinn gerði svohljóð- andi ályktun: Að gefnu tilefni beinir aðalfundur V.R.. hald- inn 24. nóv. ’47, þeim tilmæl- um til borgarstjóra Reykjavík- ur og bæjaryfirvaldanna, að innanbæjarmenn verði látnir sitja fyrir atvinnu við af- greiðslu- og skrifstofustörf í fyrirtækjum bæjarins. Enn- fremur skorar fundurinn á aðra atvinnurekendur í bænum að gera hið sama sökum þess að horfur eru á minkandi atvinnu verslunarfólks. Með ölinu. J Á fundinum var rætt um öl- frumvarpið og skoraði fundur- inn á Alþingi, að samþykkja ölfrumvarpið sem nú er til um- ræðu. Fimm mínútna krossgátan SKÝRINGAR: Lárjett: — 1 enda — 6 kepni — 8 hvíldi — 10 tvíhljóði — 11 draslið — 12 saman — 13 íþróttafjelag — 14 veiðarfæri — 16 blóta. Lóðrjett: — 2 forsetning — 3 subbuleg — 4 eins — 5 iand í Afríku — 7 vaggar — 9 manns nafn — 10 viður — 14 frum- efni — 15 þyngdareining. Lausn á síðustu krossgátu: Lárjetí: — 1 — lengi — 6 sjó — 8 au — 10 te — 11 skortir — 12 ku — 13 nr. — 14 auð — 16 myrða. Lóðrjctt: — 2 es — 3 Njörð- ur — 4 gó — 5 raska — 7 þerra -— 9 uku — 10 tin — 14 av —■ 15 ðð. — Handlcnattleiksmótið (Framhald af bls. 2). Meistaraflokk kvenna vann Ármann með 4 stigum, vann einn leik og gerði tvö jafntefli. Fram og KR hlutu 3 stig hvort fjelag og ÍR. 2. II. flokk k.venna vann Fram með 2 stigum. KR hlaut ekkert. Fleiri kepptu þar ekki. xiiiiiiiii i iuitiiii iini iiiiiiiiiin ii iiiiiiiintif m*i m i iii iii it ! Jcg þarf ekki að auglýsa. ! i LISTVERSLUN ! VALS NORÐDAIILS ! Sími 7172. — Sími 7172. ! Húseign í Sieflavík til sölu Hálf húseignin (efri hæð) Heiðavegur 12 í Keflavík, sem er nýtt steinhús, er til sölu nú þegar. íbúðarhæð- in er 4 herbergi auk efdhúss og rúmgóðrar innri for- stofu samt. 112 ferm. að stærð. öll nýtísku þægindi eru í húsinu. Nánari uppl. gefur eigandinn á staðnum, eða undir- ritaðir. SVEINBJÖRN JÓNSSON, GUNNAR ÞORSTEINSSON, hœstarjettarlögmenn. - .. --------------- --------------------------------------------' v 4. * Eflir Roberi Slorm THI£ 1« FOR Y00, M && POREAV ! A<2 PH Pi-ANE LAND£ AT IT$ PE5>TlNATI0N"“ OH? THANkf YOlJ | ’ Um leið og flugvjelin lendir, færir flugfreyjan .Wildu samanbrotinn brjefmiða. Wilda gengur út úr flugstöðinni og þakkar guði fyrir að Phil skuli ekki hafa þegar komið auga á hana. Er hún sjer að hún hefur rángt fýrir sjef, þegar hún brýtur sundur briefmiðann. Á honum stendur: Wilda . . . Þú ert lN ATAXI, WILDA D0RRAY READ4 THF Mfc'AéAðf HANDfD HfR BV THf AIRLINE <&TEWA)?FEí>> — Wf'dU*' VJtik, t*'W% lUsivySavft jaln falleg hvort sem þú ert með gleraugu eða’ gleraugnalaus. En hversvegna alla þessa leynd?, — Phil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.