Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 2
MORGVDiBLAÐlÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1947" r 2 IÞúsundir manna biða næturlangt á götum Lundúna, til þess að sjá Eliztbeth prinsessu og mann fcennar á leið til kirkju. Sumt kom með stóla og nesti, eins og sjá má hjer á mvndinni. Brfn nauðsyn síldarverksmiðju við Faxafióa Fjáimálaréherra kveSur Þjóðverja hafa áhuga fyrir síldarkaupum hjer S JÁVARÚT VEGSMÁL A- RÁÐHERRA, Jóh. Þ. Jósefsson uppiýsti í gær í umræðum um fcyggingu síldarverksmiðju á -Akranesi, að fram hefðu farið máiaumleitanir milli ísiensku ríkisstjórnarinnar og síldarinn- flytjenda í Hamborg, hvort hægt yrði að taka upp aftur út- fiutring á Faxasíld til Þýska- lands eins og fyrir stríð. Eins og kunnugt er, seldu ís- lendingar Faxasíld í stórum stíl til Þýskalands fyrir ágætt verð og á mjög hagstæðan hátt. Var isíldin flutt beint ut í togurum þannig. að dálitlu af ís og salti biandað saman við hana. — í Þýskalandi var síldin reykt og jþótti mjög vinsæli rjettur. Ráðherra upplýsti, að svar hefði borist frá síidarinnflytj- cndunum, þar sem þeir óska mjög að taka upp þessi viðskifti á ný. Færu nú fram miklar málaumleitanir af þeirra hálfu við yfirstjórn hernámssvæðis- ins um að fá Faxasíld frá ís- landi, en jeg get ekki á þessu fctigi fullyrt, hvað úr þessu verði. Hefur verið stungið upp á því a£ okkar hálfu, að skip yrðu fiend beint hingað upp til að Eækja síldina, vegna þess að mjög örðugt væri nð fá íslensk Bkip til þessara flutninga vegna liins mikla flutningskostnaðar. Hefði því komið til mála að «elja síldina frítt um borð hjer. Þessu hefur öllu verið komið á framfæri, en um niðurstöðu er ekki hægt að fullyrða ennþá. Umræður þessar spunnust út ar frv. Pjeturs Ottesen um að reisa 5 þúsund mála síldar- yerksmiðju á Akranesi, ef urt ci íyrir 1. okt. 1948. með full- komnum útbúnaði, þróm og fljötvirkum löndunartækjum. Skal ríkisstjórninni heimilt að iaka allt að 8 milj. kr. ]án til fcessara framkvæmda. I'ríiðar aðstípður nú. í Pjetur Ottesen flutti ítarlega (famsöguræðu með frumvarp- nu. Sagði hann í upphafi ræðu fiinnar, að með síldveiðunum a s.l. hausti hefði hafist nýtt tíma bil í atvinnusögu útvegsins hjer á landi. Nú hefðu bessar veiðar hafist á ný og væri magnið enn meira en á s.l. hausti. Er. erfið- leikarnir við að hagnýta síldina væru svo miklir að við svo bú- ið mætti ekki standa lengur. — Eina ráðið í þessu efni hefði ver ið að nota lýsisverksmiðjuna á Akranesi, en afköst hennár væru ekki nema 800 mál á sól- arhring, svo að það nær skamt. Ennfremur er hún bundin við lýeisbræðslu og fiskimjölsvinslu frá áramótum. Aðalúrræðið hefði verið að flytja síldina norður til vinslu. En reynslan væri sú, að þetta væri mesta neyðarúrræði, vegna mikils flutningskostnað- ar og tafa við afgreiðslu veiði- skipanna. Vjelar eru til í landinu. Af þessum ástæðum er frum- varp þetta fram borið, sagði Pjetur. Stærð verksmiðjanna er mið uð við það, að til eru bræðslu- vjelar fyrir norðan fyrir 5 þús. mála verksmiðju, sem eru í eign Óskars Halldórssonar útgerðar manns. Veit jeg ekki hvort hægt er að fá þessar vjelar, en tel ekki loku skotið fyrir það, að ríkisstjórnin gæti komist að samkomulagi um kaup á þess- um vjelum, eða sarnningar tækj ust milli Óskars og ríkisstjórn- arinnar um byggingu verk- smiðjunnar. Er þetta einasta leiðin til að hægt verði að koma upp verksmiðjunni fyrir næsta haust. Staðsett á Akranesi. Flutningsmaður kvað Akra- nes vera sjerstaklega vel sett í þessu skyni. í fyrsta lagi lægi sá staður mjög vel við miðun- um. í öðru lagi er þar nóg land rými og hafnarbætur hafa þar miklar verið gerðar á undan- förnum árum, og verður þó enn um bætt á næsta sumri. — I þriðja lagi er gnægð raforku á Akranesi nú eftir að Andakíls- Framh. á bls. 8 Ölfrumvarpinu vísðð til l. um- mk með 10:13 í GÆR fór fram atkvæða- greiðsla um ölfrumvarpið við 1. umræðu. Andstæðingar frum varpsins ætluðu að reyna að fella það við 1. umræðu og koma þannig í veg fyrir að málið fengi þinglega meðferð í nefnd. En svo fóru leikar að samþykt var að vísa málinu til 2. umræðu með 19 atkvæð- um gegn 13, en 3. þm. voru fjarverandi. Þessir þingmenn sögðu já: Barði Guðmundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson, Ey- steinn Jónsson, Gunnar Thor- oddsen, Gylfi Þ. Gíslason, Hall- grímur Benediktsson, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Jó hann Hafstein. Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jörundur Bryn jólfsson Ólafur Thors, Sigurð- ur Bjarnason, Stefán Jóh. Stefánsson, Stefán Stefánsson og Steingr. Steinþórsson. Þessir sögðu nei: Áki Jakobs son, Einar Olgeirsson, Finnur Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Hermann Guðmundsson, Jón Gíslason, Katrín Thoroddsen, Lúðvík Jósefsson, Páll Þor- steinsson, Pjetur Óttesen, Sig- fús Sigurhjartarson, Sigurður Guðnason og Skúli Guðmunds- son. Fjarverandi voru: Sigurður Kristjánsson, Sigurður E. Hlíð ar og Jónas Jónsson. Málinu var síðan vísað til allsherjarnefndar með 17 gegn 8 atkvæðum. Kommúnistar halda i fyrirlestra gegn Bandaríkjunum Varsjá. PÓLSKI kommúnistaflokk- urinn tilkynnti nýlega að sjer- stakir fyrirlestrar gegn Banda- ríkjunum mundu bráðlega hefj ast. Aðalefni fyrirlestra þess- ara verður „Amerísk heimsveld isstefna“. Andrei A. Zhdanov mun flytja fyrsta fyrirlestur- inn þegar hann ávarpar þing Austur-Evrópu kommúnista- flokkanna í desember. — Reuter. Vatnsskatturinn verður hækkaður vegna nýju vatnsæðarinnar Lagt er að hann verði 1 prósent af iasteignamati, ...... TIL ÞESS að Vatnsveita Reykjavíkur fai staðist undir þeim ut- gjöldum er henni ber á komandi ári, leggur vatns- og hitaveitu- stjóri til, að vatnsskatturinn verði hækkaður upp í eitt prócent af fasteignamati húsa. Tekjur vatnsveitunnar munu hrökkva skamt til, næsta ár að óbreyttum vatnsskatti og horfur á að Vatnsveitan muni safna alt að iy2 miljón króna viðbótarskuld með óbreyttum vatnsskatti. Morgunblaðið átti í gær tal® við Helga Sigurðsson forstjóra vatns- og hitaveitu, um þessa fyrirhuguðu hækkun. Mál þetta kom fyrst ívrir fund bæjarráðs er haldinn var s.l. föstudag, en á þeim fundi var málið ekki rætt. I viðtali blaðsins við Helga Sigurðsson komst hann m. a. svo að orði: Ástæðan Þessi hækkun, sem jeg legg til að gerð verði á vatnsskattinum, er til þess, að standast kostnað af vegna lagningar hinnar nýju aðalæða, sem nýlega er lokið, en hún kostaði rúmar 6 milj. Sömuleiðis á nauðsynleg- um innanbæjarlögnum, bæði í nýjar götur og nokkrar æðar er leggja þarf vegna heilla hverfa, sem byggst hafa í seinni tíð, svo sem Laugarneshverfi, Lang- holts- og Kaplaskjólshverfi. — Og að lokum vegna sívaxandi kostnaðar við reksíur og viðhald vatnsveitunnar. Innanbæjaraukningin hefur verið óvenju mikil á síðustu ár- um, vegna þess hversu margar nýjar götu hafa verið byggðar. Hin síðustu ár hefur vatns- skatturinn ekki hrokkið til að standast undir þessari aukningu og rekstri vatnsveitunnar. Hafa því safnast nokkrar skuldir auk skulda vegna nýju vatnsæðar- innar frá Gvendarbrunnum. Á stríðsárunum hafði vatns- veitan óvenjulega miklar tekjur af vatnssölu til skipa, en þær hafa nú aftur minkað í eðlilegt horf. Síðan hafa tekjurnar ekki hrokkið fyrir gjöldum. Gjöldin 1948 Árlegur vatnsskattur nemur nú samtals um 600 þús. kr. En útgjöld vatnsveitunnaar næsta ár, eru áætlaðar á þriðju miljón. Af þessu eru vaxtagreiðslur tæp 400 þús., afborgun af lánum rúm 500 þús., auk afborgana af skuld við bæjarsjóð. Innan bæj- araukningin er áætluð 800 þús. á næsta ári. Rekstur og viðhald 350 til 400 þús. Af þessu er ljóst að nauðsynlegt er að hækka vatnsskattinn, svo að tekjur vatnsveitunnar megi verða 3 til 4 sinnum meiri en nú er. í Vatnsskatturinn í samræmi við þetta er jeg hefi nú sagt, sagði Helgi Sig- urðsson, hef jeg lagt til við bæj- arráð að hinn almenni vatns- skattur hækki upp í 1% af fast- eignamati húsa. Áður var hanrs 2 til 3,75%c Flestar byggingar hafa skattinn 3,75%c af fast- eignamati, því hann gildir fyrir íbúðarhús, þar sem fasteigna- mat er undir 100 þús. kr. Ef taka skal dæmi: Hús, sem mið- að er við 50 þús. fasteignamat, kæmi til með að greiða 500 kr. í hinn árlega vatnsskatt, en nú er skattur þessi 175.50. — Hjer á sjer því stað rúmlega þreföld hækkun. Gert er ráð fyrir að auka- skattur af iðnfyrirtækjum og þessháttar hækki heldur meira, en svo aftur vatn til skipa nokkru minna. Aðalástæðan til þess að jeg legg til að vatnsskatturinn verði hækkaður, er vegna byggingar hinnar nýju vatnsæðar frá Gvendarbrunnum. Enda þótt á- stæða hefði verið til að hækka vatnsskattinn fyrr, þótti þaö ekki heppilegt, fyrr en sjeð yrðl hve kostnaðarsöm hin nýja vatnsæð myndi verða, sagði Helgi Sigurðsson að lokum. Ármann Reykjavíkurmeistari í handknattleik kvenna oy karla HANDKNATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur lauk s.l. sunnudag með sigri Ármanns bæði í meistaraflokki karla og kvenna. I. flokk karla vann ÍR, Víkingur II. flokk karla og KR III. flokk. II. flokk kvenna vann Fram. í meistaraflokki karla vann Ármann alla sína leiki og hlaut 10 stig. Valur var næstur með 6 stig. ÍR nr. 3 með 5 stig, 4. KR með 4 stig, 5. Fram með 3 stig og 6. Víkingur með 2 st. 1 I. flokki vann ÍR með 3 stigum, vann einn leik og gerði eitt jafntefli. Ármann varð nr. 2 með 2 stig og Fram nr. 3 með 1 stig. II. flokk karla vann Víkingur* með 9 stigum, vann 4 leiki og gerði eitt jafntefli. Valur var næstur með 8 stig. Þá komu lR og Ármann með 5 stig, KR meS 3 stig og Fram ekkert. KR vann III flokk karla meði 6 stigum, vann alla sína leiki, Ármann hlaut 4 stig, ÍR 2 og Valur ekkert. Framh. á bls. 8 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.