Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1947, Blaðsíða 10
10 MORGV /V BLAÐIÐ s \ Þriðjudagur 25. nóv. 1947 MÁNADALUR óháldóafla, ejtir J/acL cXondo n, 64. dagur Og jeg get aldrei sætt mig við það. Og þú sættir þig ekki held ur við það þegar þú veist að jeg get ekki sætt mig við það, Maður á aldrei að sætta sig við það sem maður getur ekki sætt sig við“. Hún leit beint framan í hann. „Er þjer alvara, Billy?“ „Já, víst er mjer alvara“. „Þá skal jeg segja þjer frá nokkru, sem jeg get ekki sætt mig við“. „Hvað er það?“ spurði hann og leit einkennilega til hennar. „Þú verður að lofa að bæta úr því“, sagði hún. „Jeg geri það. Segðu hvað það er“. sagði hann. „Þú veist ekki enn hverju þá lofar“, sagði hún. „Það er best fyrir þig að lofa engu fyr en þú veist hvað það er“. Hann hristi höfuðið. „Ef þú getur ekki sætt þig við eitthvað, þá áttu ekki að sætta þig við það. Segðu mjer hvað það er“. „Fyrst og fremst verður þú að hætta að misþyrma verk- fallsbrjótum", sagði hún. Hann ætlaði að koma með einhverjar mótbárur en hætti við það. „Og í öðru lagi þá verðum við að losa okkur við Oakland". „Þetta skil jeg ekki“, sagði hann. „Við verðum að losa okkur við Oakland. Við verðum að fara hjeðan. Jeg þoli alls ekki að vera hjer lengur. Við tökum tjald okkar og farangur á bakið og förum hjeðan“. Hann velti þessu fyrir sjer um stund. „Hvert eigum við að fara?“ spurði hann svo. „Það er sama — eitthvað í burtu. Fáðu þjer nú vindling og hugsaðu um þetta“, sagði hún. Hann horfði lengi á hana. „Er þjer alvara?“ spurði hann svo. „Mjer er bláköld alvara. Jeg hefi jafn mikinn viðbjóð á Oak- land eins og þú á kjötinu, smjör inu og kaffinu áðan“. Hún sá að honum var það andleg þrekraun að skilja þetta. Eftir nokkra stund sagði hann: „Jæja, þá gerum við þetta — við förum frá Oakland. Jeg hefi_ svei mjer, einkis að sakna hjer, borgin hefir ekki farið svo vel með mig. Og það væri hart ef jeg væri ekki maður til þess að sjá fyrir okkur báðum ann- ars staðar. Og fyrst við erum nú orðin sammála um þetta, þá skaltu segja mjer hvers vegna þú ert á móti Oakland“. Þá leysti hún frá skjóðunni. Hún sagði honum frá öllum raunum sínum, öllu því sem hún hafði orðið að þola í Oak- land. Hún dró ekkert undan, ekki einu sinni það í hvaða er- indagerðum hún hafði farið til Hentleys læknis og ekki heldur hvernig drykkjuskapur Billys hafði farið með hana. Og hann svaraði með því að faðma hana fastara að sjer og endurtaka loforð sitt um það að hætta að drekka. Tíminn leið. Steiktu kartöflumar urðu kaldar og eldurinn dó í eldavjelinni. Þegar samtali þeirra var lok- ið og þau höfðu verið fyllilega hreinskilin hvort við annað, reis Billy á fætur, en hjelt þó enn utan um hana. Honum varð litið á kartöflurnar. „Þær eru orðnar ískaldar“, sagði hann, „en það gerir ekk- ert til. Farðu nú inn í svefn- herbergið og klæddu þig í bestu fötin, sem þú átt. Við förum út í borgina og fáum okkur eitt- hvað gott að borða í tilefni þessa dags. Mjer finst að við eigum að gleðja okkur í tilefni af því að við höfum ákveðið að segja skilið við borgina og fara hjeðan. Við þurfum ekki að ganga. Jeg fæ lánuð tíu cent hjá rakaranum, og svo ætla jeg að selja dálítið drasl, svo að við getum skemt okkur ær- lega“. Þetta drasl, sem hann talaði um, voru nokkrir gullpeningar, sem hann hafði fengið að verð- launum í hnefaleik. Þau óku inn í borgina. Þar skrapp Billy inn til veðlánara og kom út aft- ur með hnefafylli sína af silfur peningum. Hann var svo kátur að hann ljek á alls oddi, og hún var inni lega glöð líka. Hann ætlaði að kaupa brjóstsykur, en hætti við það og keypti einn pakka af vindlingum í staðinn. „Jeg kann mjer ekki læti í dag“, sagði hann hlægjandi. „Þetta eru bestu vindlingarnir. sem til eru, en þeir eru ekki of góðir handa okkur. Og svo dett ur okkur ekki í hug að borða hjá japanska veitingamaninum. Við förum í Barnum hótelið". Þar höfðu þau haldið brúð- kaupsveislu sína. Þegar þau komu að dyrunum sagði Saxon í gletni: „Og nú skulum við láta sem við sjeum ógift“. „Já, það skulu.m við gera“, sagði hann. „Við skulum fá her bergi út af fyrir okkur, svo að þjónninn verði að berja að dyr- um í hvert skifti, sem hann færir okkur eitthvað“. Það vildi Saxon ekki. „Það verður alt of dýrt, Billy“, sagði hún. „Við verðum að bprga honum fyrir ómakið að berja í hvert sinn. Við skul- um haldur vera í salnum“. Þau fóru inn í salinn og sett- ust. „Nú skaltu velja það, sem þú vilt helst“, sagði hann. „Hjer er svínasteik — hvað segirðu um hana?“ „Já, og svo vil jeg brúnað- ar kartöflur“, sagði hún áköf eins og barn. „Og kaffi og ostr- ur — mig langar til að bera þær saman við þær ostrur, sem jeg náði í hjá Rock Wall“. „Og hjer er líka skelfiskur í Mavonnese. Við skulum reyna hann og vita hvort hann er betri en skelfiskurinn í fjör- unni“. „Já, við skulum endilega gera það“. sagði hún brosandi út undir eyru. „Er þetta ekki gam an. Það er eins og við eigum allan heiminn. en við sjeum að- eins stödd hjer á ferðalagi“. „Einmitt“, sagði Billy annars hugar. Hann var að lesa í blaði. „Eigum við ekki að fara í Bells leikhúsið. Við getum látið taka frá miða handa okkur. Ó, hver skrattinn“. Málrómur hans varð alt í einu svo bitur, að hún varð hrædd. „En að mjer skyldi ekki detta þetta fyr í hug“, sagði hann. „Við hefðum átt að fara til Forum og borða þar. Það er dýrasta veitingahúsið og þar halda til menn eins og Roy Blanchard og sólunda þeim pen ingum, sem við þrælum fyrir“. Þau pöntuðu aðgöngumiða í leikhúsið, en það var nokkuð þangað til að sýning átti að byrja, svo að þau fóru fyrst í kvikmyndahús á Broadway. Þar var fyrst sýnd kúrekamynd og.síðan frönsk gamanmynd og seinast kom mynd af sveitar- lífi. Hún hófst með því að sýnd ur var bóndabær. Sólin skein þar á hvítan hlöðustafn, en alt um kring voru há trje, sem köst uðu skuggum á grænt túnið. Þar voru hæns og andir og kal kúnar, sem rótuðu upp mold og mylspu. Stór gylta með sjö grís um kom vaðandi inn í hóp hænsaunganna, svo að þeir þyrluðust eins og fjaðrafok í allar áttir, en gömlu hænurnar hefnrju sín á grísunum og hjuggu þá með nefinu ef gyltan var ekki of nærri. Handan við girðingu stóð hestur og horfði kæruleysislega á þetta og veif- aði taglinu hvað eftir annað með jöfnu millibili. _________ „Það er steikjandi hiti og fult af flugum — finnurðu það ekki?“ sagði Saxon lágt. „Jú, auðvitað“ sagði hann. „Og líttu á taglið á hestinum hvað það er ljóslifandi. Jeg er viss um að hann kann þann hrekk, að kippa taumunum af manni með taglinu. Hann heitir sjálfsagt Járnstertur“. Nú kom hundur hlaupandi inn á sviðið. Gyltan tók á rás < og það var hlægilegt að sjá hvernig hún hoppaði út úr myndinni með allan grísahóp- inn og hundinn á eftir sjer. Svo kom ung stúlka með barðastór- an hatt. Hún hafði svuntu sína fulla af korni handa hænsnun- um. Allir fuglarnir þyrptust um hana og fjöldi ,af dúfum kom alt í einu fljúgandi þar að. Dúfumar hentu sjer niður á milli hinna fuglanna og vildu fá sinn skerf. í sama bili kom hundurinn aftur inn á sviðið. Hann óð í gegn um fuglahópinn eins og ekkert væri og til ungu stúlkunnar og dinglaði rófunni framan í hana. En á bak við stóð hesturinn og kinkaði kolli og veifaði taglinu. Svo kom þar alt í einu ungur maður og það var öllum ljóst, sem vanir eru kvikmyndum, í hvaða erindagerðum hann var þangað kominn. En Saxon gaf ástleitni hans við ungu stúlk- una engan gaum. Hún sá ekki annað en fuglana, sólskinið, hlöðustafninn og hestinn, sem altaf veifaði taglinu. Hún hallaði sjer þjettar upp að Billy, jeg væri alsæl, ef jeg ætti heima á þessum stað“. Þegar sýningunni var lokið sagði hún. „Það er enn góð stund þang- að til sýning byrjar í leikhús- inu. Við skulum skoða þennan sveitabæ aftur“. imiiiiiiiiimiiimimiiiiMiiiiniiiiiiimimmmiiiiiimiMi | SMURT BRAUÐ ( I KJÖT & GRÆNMETI § i Hringbraut 56. Sími 2853. | immmmmmimmmiiiimmmimiimifiiiiimiiimmi Ferðafjelag íslands heldur skemtisamkomu í Austurbæjarbíó, miðvikudags- kvöldið þ. 26. þ.m. kl. 9: 1. Vara-forseti fjelagsins Pálmi rektor Hannesson flytur ávarp. 2. Dr. Sigurður Þórarinsson segir frá Heklugosinu og sýnir litmyndir. 3. Sýnd Heklu-kvikmynd Steinþórs Sigurðssonar og Árna Stefánssonar. Aðgöngumiðar seldir fjelagsmönnum í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar frá kl. 1 e.h. í dag (þriðjudag). FérSafjelagiS. Vön og ábyggileg mafreiðslukona óskast nú þegar eða 1. des. Gott kaup. Uppl. í síma 3520 eða Vonarstræti 4. 2-3 herbergi og eldhús vantar okkur fyrir einn starfsmann okkar. RafJt Vesturgötu 2, sírni 2915. Verslunarmaður Röskan afgreiðslumann vantar nú þegar. Uppl. á skrif- stofunni í dag og á morgun kl. 11—12 og 1—2. X1DDABÚÐ % 1. B. R. 1. s. /. H. K. R. R. Verðlaunaafhending í kvöld kl. 8,30 afhendir formaður H. K. R. R. sigur- vegurunum í Handknattleilcsmóti Reykjavikur verðlaun sín í Samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Hefst verðlauna afhendingin með sameiginlegri kaffidrykkju og er ætl- ast til að þátttakendur mótsins fjölmenni. Kl. 10 hefst dansleikur og verður til kl. 1. H. K. R. R. Stúlka óskast Matvörubúð í Vesturbænum vantar ábyggilega og vana afgreiðslustúlku í desember og ef til viU lengur. Send- ið afgreiðslu blaðsins tilboð ásamt upplýsingum um fyrri atvinnu, fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Sykur og hveiti“. Hraðritun Ung stúlka, sem kann enska hraðritun óskast nú þegar á skrifstofu heildverslunar hjer í bænum. Umsóknir á- samt upplýsingum óskast sendar á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. desember, merkt: „Hraðritun“. BEST AÐ AllGLÝSA í MORGLNBLAÐIMJ :j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.