Morgunblaðið - 12.12.1947, Side 1
16 síður
34. árganguj
285. tbl. — Föstudagur 12. desember 1947
l < íaaloldarprentsmiðja h.l
Állsherjarverkfallið
í Róm heldur áfram
Sföðug manndráp og
óeirðir í Palestínu
Róm í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
LEIÐTOGAR verklýðsf jelaganna í Rómaborg gengu til atkvæða
um það í kvöld, hvort halda skyldi áfram allsherjarverkfallinu,
en um 600,000 verkamenn eiga í verkfalli og krefjast jólaupp-
bótar og að veittar verði um 130 miljónir króna til atvinnubóta-
vinnu fyrir atvinnulausa verkamenn. Fyr í dag var búist við að
verkíallinu myndi Ijúka á morgun.
Þriggja tíma fundur hjá
ríkisstjórninni
Fyr í dag höfðu verklýðsfje-
laga leiðtogarnir átt þriggja
klukkustunda fund með ríkis-
stjórninni og hafði samkomulag
náðst þar um ýms mikilsverð
atriði.
Var því alment talið að verk-
lýðsf jelögin myndu ganga að til-
boðum stjórnarinnar.
Á fundi leiðtoga verklýðsfje-
Kommúnistar á móti
laganna, sem haídinn var eftir
fundinn með ríkisstjórninni var
ekki samkomulag.
Þar voru 12 með því að halda
verkfallinu áfram, en 7 á móti.
Sósíalistaflokkurinn, sem Pie-
tro Nenni stjórnar, var klofinn
í málinu. Greiddu kommúnistar
atkvæði með því að halda verk-
fallinu áfram, en Cuiseppe Sara-
gat og fylgismenn hans vildu af
ljetta verkfallinu.
Lögreglan viðbúin
Lögreglan var viðbúin á göt-
um Rómar í dag. Voru lögreglu-
menn með stálhjálma og höfðu
hríðskotabyssur að vopnum. —
Dreifðu þeir mannfjölda, er
hann safnaðist saman á götun-
um.
Verkfallið ekki algert
Það er langt frá því að verk-
fallið sje algert. Ýmsir verka-
menn hafa mætt til vinnu sinn-
ar og veitingahús öll eru opin,
einnig kvikmyndahús og aðrir
skemtistaðir. Póstur og sími er
í fuílum gangi og er talið að
70% af opinberum starfsmönn-
um hafi mætt til vinnu sinnar
í morgun.
6 komus! a! -
23 fórnst í f!ugs!?s-
iny í Labrador
New York í gær.
SEX MANNS komust af, en
23 fórust, með „Skymaster“-
fluevjelinni amerísku, sem
fórst í Labrodor, ekki allfjarri
Goosebay, i fyrradag.
Helicopterflugvjel ' flutti
lækna og hjúkrunarlið á slys-
staðinn og tókst að lenda rjett
við slysstaðinn, þrátt fyrir mik
inn pg djúpan snjó. Björgunar-
sveitir höfðu v.erið sendar og
höfðu þær hundasleða til að
ferðast á.
Heill sólarhringur leið áður
en komist væri að flugvjelinni,
sem hrapað hafði á hinni eyði-
legu strönd Labrador.
— Reuter.
Fiiiírúadeiiiu sam-
þykkir 590 aiíjónir
dollðra
Washington í gær.
Einkaskeyti til Morgbl.
frá Reuter.
Fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings sasnþykti í dag
beiðni Trumans forseta um
500 miljónir dollara fjár-
veitingu til hjálpar Frökk-
um, Austurríkismönnum,
Itölum og Kínverjum.
Hcfir hin upphaflega upp
hæð, sein forsetinn fór
fram á verið lækkuð óveru
lega.
Eins og kunnugt er, er
þetta bráðabirgðahiálp og
ekki Marshallhjálpin öll.
I Frakklandi var þessum
frjcttum vel tekið, en þó
er látin í Ijós nokkur kvíði
fyrir því, að fjárhagur
Frakklands hafí beðið það
mikla hnckki við nýaf-
staðin verkföll, að aðstoð
Bandaríkjanna komi ekki
að þeim notum, sem við
var búist í upphafi.
Sex farasi í námu-
slysi
Pennsylvanía í gærkv.
SEX námumenn ljetu lífið í
dag og að minnsta kosti þrír
meiddust, ef sprenging varð í
einni af kolanámum Penn-
sylvaníu.
Björgunarsveitir og sjúkra-
bifreiðar voru sendar í flýti á
slysstaðinn ,en ókleift reynd-
ist bá að bjarga mönnum þeim,
sem fórust.
Skyldmönflum Hirohifos
bönnuð vinna
Tokio.
MÁGI OG SVILA Hirohitos Jap-
anskeisara hefur verið bannað
að taka að sjer opinber störf í
Japan að dómi stjórnarnefndar-
innar japönsku. Þá var og 9 öðr-
um prinsum japanska aðalsins
bönnuð öil -opinber störf. Ástæð-
an fyrir banni þessu er sú að
þeir hafi verið í japanska hern-
um annar sem ofursti en hinn
sem fiotaforingi. — Reuter.
París. — Nimitz, flotaforingi
Bandaríkjanna, hefur verið
sæmdur merki Frönsku Heiðurs-
fylkingarinnar.
Bretar þvo hendur sínar
af ákvörðun Sameinuðu
þjóðanna
Jerúsalem í gærkvöidi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
EKKERT lát er enn á óeirðunum í Palestínu og hafa nú verið
arepnir 126 menn á síðustu 12 dögum, en um 500 særðir. í dag
voru minsta kosti níu Gyðingar drepnir þegar tveir hervagnar
Haganahliðsins voru eyðilagðir við Solomon Pools nálægt Betle-
hem og fjórir í viðbót voru drepnir í suður Palestínu.- í morgun
voru tveir Gyðingar drepnir og um sextíu særðir. Bretar halda
áfram að fá Aröbum aukin lögregluvöld í hendur í Jaffa, sem
er arabisk borg. Verða þau undir stjórn bæjarráðs Jaffa.
KirkjudciSa s Esiglandi
I Brctlandi er komin upp
kirkjudeiía milli erkibiskups-
ins al' Kantaraborg, dr. G.
Fischers og hiskupsins af Birm-
ingham Dr. Ernest William
Barnes. Erkibiskupinn ásakar
embættisbróður sinn um guð-
last, en Barnes hefir í bók, sem
nýlega er komin út eftir hann,
stungið uppá því að þeir kaflar
í Gamlatestamentinu, sem fjalla
um kraftaverk verði strikaðir
út úr kristnum fræðum. Barnes
biskup, sem er 73 ára sjest hjer
á myndinni, þar sem har.n er
að verja mál sitt í Lávarðadeild
brcska þingsins.
iöfSariiierM Srá
flugvje! á Miðjarð-
arfíafi
— Reuter.
Róm í gærkveldi.
NEYÐARMERKI heyrðust í
kvöjd frá flugvjel, sem talin
er vera ítölsk og sem í munu
vera fimm menn. Flugvjelin
hapaði í sjóinn fyrir austan
Korsíku í dag. Þar var mikil
þoka. Útvarpsstöðin, sem tók á
móti neyðarmerkjunum sagði
að þau hefðu heyrst nokkrum
sinnum frá flugvjelinni, en
hefðu svo allt í einu þagnað.
ítölsk korvetta var send á
staðinn, þar sem flugvjelin
hranaði.
„Hræðilegar aflejðingar“
Creech Joncs sagði í neðri
deild breska þingsins í dag
bæði Gyðingum og Aröbum að
óeirðir þær, sem undanfarið
hafa hrjáð land þeirra myndi
hafa „hræðiiegar afleiðingar“,.
ef þær ekki hættu strax. Hann
sagði að Bretar hefðu ekkert
vald til þess að þröngva aðgerð-
um öðrum hvorum þeirra í hag
og að Bretar samþyktu ákvörð-
un S. þ. sem ákvörðun alþjóða-
dómstóls.
Bera ekki ábyrgðina.
Nýlendumálaráðherrann sagði
þó að Bretar hefðu tekið það
skýrt fram á Allsherjarþinginu
að þeir gætu ekki tekið á sig þá
ábyrgð, sem ákvörðun þeirra
fylgdi og að leiða málið til lykta
með vopnum. Hann sagði að á-
kvörðun Breta um að fara úr
Palestínu væri að skapi bresku
þjóðarinnar og væri óhagganleg.
Utanríkisráðherrar koma
sjer saman tim stálfram-
leiðslu Þjóðverja o. fl.
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbiaðsins frá Reuter.
Á FUNDI utanríkismálaráðherranna sem var einn sá árangurs-
mesti sem enn hefur verið halinn komu ráðherrarnir sjer saman
um eftirfarandi. Stálframleiðsla Þýskalands skal vera 11 miljón
og 500 þús. tonn á ári. Kolaframleiðsla Þýskalands skal vera
sama og á síðasta ári eða meiri. Hafði Bevin lagt til að 11 millj.
tonn af stáli yrðu framleidd, en Molotov milli 10 eða 12 milljónir.
I
Verksmiðjuáhöld
Einnig var ákveðið hvenær og
hvað mikið yrði útflutt af verk-
smiðjuáhöldum Þýskalands. —
Bidault sagði að 1933 hefðu
verksmiðjuáhöld Þýskalands ver
ið ein miljón og 25 þúsund en
í stríðinu hækkað upp í tvær
miljónir og hundrað og fimtíu
þúsund, sem væri miklu meira
en hægt væri að notast við á
friðartímum.
Bevin mótmælti en Bidault
krafðist að nefnd yrði skipuð til
þess að athuga þetta. Var síðan
ákveðið að 15. apríl 1948 skyldi
vera búið að telja saman og á-
kveða hve mikið af verksmiðju-
tækjum Þýskalands skyldi flutt
burt.
Umræður um hergangasmiðj-
ur voru síðan ræddar en ekki
var tekin nein ákvörðun um,
hvað við þær yrði gert.
Nýtt skipulag
Creech Jones sagði að það
væri ekki Breta að taka enn á
ný á sig þá miklu ábyrgð, sem
færi með því að koma á nýju
skipulagi í landinu helga. Hann
bað menn að muna að þegar Alls
herjarþingið samþykti skipting-
una þá hefði minnihlutinn barist
harðlega gegn því, en þingið haft
ónógan stuðning til þess að
halda fyrirsjáaniegum vandræð-
um í skef jum.
Ilafa litla trú á aðferðum S. þ.
Hann sagði og að Bretar hefðu
fengið litlar þakkir fyrir þátt
sinn í framförum Gyðingalands.
Bretar væri fegnir að fara úr
Palestínu þótt hann hefði litla
trú að aðferðum þeim sem S. þ.
ætlaði að nota til þess að leysa
málið.
Nefnd S. þ. verður að vakna
Þess verður að krefjast af
stjórninni að hún ákveði sem
fvrst hvaða dag Bretar yfirgefa
landið, svo að nefnd S. þ. myndi
vakna og huga að þessu máli
með þeirri festu, sem það krefð-
ist.